Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1986. 31 Sandkorn Sandkorn Þaö getur ýmislegt gerst á skíðum. Skrautleg skíðaferð Þessi er alveg dagsönn þótt harla ótrúleg sé: Nýlega fóru íslensk hjón í skiðaferðalag til Austur- ríkis. Dag einn voru þau að paufast í einni brekkunni nokkuð frá íslensku ferða- félögunum. Verður þá konunni mál að kasta af sér vatni. Hún tjáði eigin- manninum vandræði sin. Hann sagði henni að hún skyldi bara skreppa bak við næsta hól. Þetta gerði konan og við- hafði þar allan nauðsynleg- an undirbúning, nema h vað hún stóð á skíðunum sem mun óvanalegt undir þess- um kringumstæðum. En þegar hún hafði sest á hækjur sér runnu skiðin stjórnlaust af stað. Og þarna blússaði konan yfir snjóbreiðuna í virðulegri brunstellingu og gat enga björg sér veitt. A endanum ákvað hún að kasta sér nið- ur og kippa upp um sig buxunum um leið. Þetta gerði hún en þó með þeim afleiðingum að hún hand- leggsbrotnaði. Þjáninga- bróðirinn Og sagan er ekki búin enn: Um kvöldið skruppu hjónin svo á bar á hótelinu sem þau dvöldu á. Þar kom konan auga á erlendan skiðamann sem greinilega var fótbrotinn. Hún tók þennan þjáningarbróður sinn tali og fljótlega barst talið að meiðslum þeirra. Konan varð á undan að spyrja hvernig hann hefði fótbrotnað: „Ég veit þú trúir því ekki,"svaraði maðurinn þá „en í dag sá ég konu sem brunaði niður skíðabrekku með allt niður um sig. Mér varð svo mikið um að ég missti jafnvægið á skiðun- um, datt og fótbrotnaði. Konan mun ekki hafa haft mörg orð til útskýring- ar á sínum meiðslum. Palla púdda í kappflugi I öllutn fjáranum eru þeir nú farnir að keppa. í nýút- komnum Samúel segir að fyrirhugað sé að keppa í hænsnakappflugi í Reykja- vík á sumardaginn fyrsta. Það mun vera Tommi hamborgari á Sprengisandi sem stendur fyrir keppn- inni. Hún fer þannig fram að menn láta skrá sig og hænsn sín. Þegar mun 21 púdda vera komin á skrá. Og þeir sem eiga ekki hæn- ur geta leigt þær hjá Tomma á eina krónu stykkið. Þegar stóra stundin rennur upp verður komið upp sérstöku „pútnahúsi" við veitingastaðinn Sprengisand. Keppandinn Púddurnar fljúga þetta 20-30 metra. ýtir sinni hænu inn í húsið og fær hana til að fara út hinum megin. Þegar hún dettur þar út neyðist hún til að taka flugið. Sú hæna sem flýgur lengst vinnur að sjálfsögðu. Engin hætta er talin á að hænurnar hverfi Tommi stendur fyrir hænsna- kappfluginu. út í himinblámann þvi þær fljúga yfirleitt ekki miklu lengra en 20-30 metra í senn. Að sjálfsögu eru svo veg- leg verðlaun í boði, hvorki meira né minna en ferð til Ohio á heimsmeistaramót- ið í hænsnakappflugi. Ferðin er fyrir tvo og getur sigurvegarinn valið ferða- félaga við hæfi. Það þarf ekkert endilega að vera hænan sem sigraði. Dularfulli prentarinn Á dögunum var gerður samningum milli Ölfus- hrepps og fsþórs hf. um sölu á heitu vatni til fiskeld- isstöðvarinnar. Þessi samningur olli töluverðu fjaðrafoki og fundu menn honum ýmislegt til foráttu. En létu þó kyrrt liggja. Svo var það, nokkru seinna, að ljósrit af samn- ingnum fóru að streyma inn um bréfalúgur íbúa Þorlákshafnar. Hafði hon- um i engu verið breytt nema að við hausinn hafði verið bætt: „Hitaveitu- samningur aldarinnar." Ekki er vitað hver stend- ur á bak við þessa óvæntu kynningu á samningnum, en óneitanlega kostar þaö talsverða vinnu að ljósrita skjalið og dreifa þvi í öll hús í merktum umslögum. Til að reyna að komast til botns í málinu hefur Fréttamolinn, hið óháða blað þeirra Þorlákshafnar- búa, gengið í málið og hyggst hafa upp á „dular- fulla prentaranum" eins og sá framtakssami er kallað- ur í Þorlákshöfn um þessar mundir. LAUS STAÐA Óskum að ráða starfskraft nú þegar. Bókhalds- og tölvukunnátta nauðsynleg. Hálfsdagsstarf kemur til greina. Upplýsingar veitir Georg Ámundason í síma 91 - 681180. Umsjón: Jóhanna S. þórsdóttir. Sig- SUMARAFLEYSINGAR: Óskum að ráða sumarafleysingamenn í störf bruna-^ varða við Slökkvilið Hafnarfjarðar. Æskilegur aldur 19-29 ára, skilyrði að hafa meirapróf bifreiðastjóra. Umsóknir skulu berast undirrituðum fyrir 18. apríl nk. á umsóknareyðublöðum sem fást á Slökkvistöðinni v/Flatahraun. Slökkviliðsstjóri. Kvikmyndir Kvikmyndir * * * AUSIURBÆJARBIO - FRAM TIL SIGURS Hjólreiðamynd fyrir íþróttaunnend ur Fram til sigurs (American Flyers) Bandarísk, árgerð 1985 Frarnlciðendur: Gareth Wigant og Paula Weinstein Leiksljóri: John Badham Handrit: Steve Tesich Myndataka: Don Peterman Aðalhlutverk: Kevin Kostner, David Grant, Rae Dawn Chong og Alexandra Paul íþróttir gegna stóru hlutverki í bandarísku þjóðfélagi - svo stóru að mörgum sem landið gista þykir nóg um. Bandarískar íþróttir hafa í raun fengið miklu stærra hlutverk en það skemmti- og afþreyingarhlutverk sem íþróttir hafa í öðrum löndum. Þarna á sjónvarpið trúlega stærstan hlut að máli því íþróttir eru geysi- lega vinsælt sjónvarpsefni og þá streyma auglýsingarnar inn. Við fáum skýrasta mynd af þessu íþróttaræði bandarískra sjónvarps- stöðva í kapphlaupi þeirra um útsendingarrétt frá ólympíuleikun- um. Af þessu öllu skapast það að íþrótt- ir eru einn helsti vettvangur ungra Bandaríkjamanna til að sýna ágæti sitt og hæfileika til að verða góður og gegn Ameríkani - því auðvitað er þjóðsöngurinn og þjóðfáninn allt- af í baksýn. Allir sem til þekkja geta borið vitni um mikilvægi íþrótta í bandarísku skólalífi og fyrir mörgum eru þær lykillinn að frekari vel- gengni í lífinu. Það er því ekki óeðlilegt að þeir í Hollywood telji íþróttir vænlegt kvikmyndaefhi. Þaðan koma íþróttamyndir með nokkuð reglu- legu millibili og er Eocky myndaröð- in auðvitað skýrasta dæmið um þetta. Þó þetta séu sjaldnast merki- leg kvikmyndaverk þá er því ekki Leikstjóri myndarinnar Fram til sigurs er John Badham sem hefur gert ágætis myndir eins og War Games og Blue Thunder og einnig Ieikstýrði hann Saturday Night Fever. Hér sést hann leikstýra Ally Sheedy í nýjustu mynd sinni, Short Circuit. KVIKMYNDAFRAMLEIÐENÐUR ATHUGIÐ!! Kvikmyndafélagið NÝTT LÍF býður til sölu eftirfarin tæki til kvikmyndagerðar: 1 stk. Aaton Super-16 kvikmyndatökuvél með 3 magasínum og linsum. 1 stk. C.P.-16 Sound Camera með súmlinsu 12-120. 1 stk. Ronford-þrífótur, 15 + 15. 1 stk. Stereó-Nagra hljóðupptökutæki með „time code", sem nýtt, ennfremur hljóðnemar, stefnuhljóðnemar, radíóhljóðnemar og tilheyrandi fylgihlutir. 1 stk. Sunbury hljóðyfirfærslutaeki, 16 mm og 35 mm. 2 stk. Super-16 mm klippiborð, INTERCINÉ. 1 stk. „pick-sync og vinduborð. 4 stk. Ijós, 2 kw „blondar". 8 stk. Ijós, 800 w „rauðhausar". Einnig kaplar, standar og ýmsir fylgihlutir. Chevrolet Custom árg. '74, með nýupptekinni vél og gírkassa. Fjallatrukkur með húsi fyrir 7 manns, auk yfirbyggingar úr áli. Öll þessi tæki eru í 1. flokks ástandi og tilbúin til notkunar. Upplýsingar i sima 19960 milli kl. 14 og 16 alla virka daga. w Skúlagötu 61. £>?????????? ????{V ia«x að neita að margar þessara mynda ganga vel sem afþreyingaremi og eru að mörgu leyti prýðilega gerðar. Þetta efni hentar nefnilega ágætlega fyrir bandaríska kvikmyndagerðar- menn því tæknileg úrvinnsla er það sem mestu máli skiptir við gerð íþróttamynda. Hins vegar eru hand- rit þeirra oft hinir mestu vanskapn- ingar. Myndin Fram til sigurs hlýtur að vera hinn mesti hvalreki fyrir hjól- reiðamenn - ef þeir eru þá til hér á landi. Myndin segir frá tveim bræðr- um sem hafa mikinn áhuga á hjól- reiðum. Eldri bróðirinn, Markús, hefur náð töluverðum frama á þessu sviði. Honum hefur hins vegar orðið uppsigað við móður þeirra bræðra út af dauða föður þeirra en hann lést úr arfgengum sjúkdómi. Mark- ús, sem er læknir, hefur grun um að yngri bróðir hans, Davíð, sé haldinn þessum sama sjúkdómi. Hann vill efla samband sitt við Davíð og því ákveður Markús að taka hann með sér í eina erfiðustu hjólreiðakeppni heims sem hefur það hlýlega nafn, Helvíti vestursins. Fer hún að mestu fram í Klettafjöllunum. í þessari keppni reynir á samband þeirra bræðra og karlmennsku þeirra. Þrátt fyrir að myndin sé væmin á köflum er hún hin ágætasta skemmt- un. Hjólreiðakeppnin í Klettafjöll- unum verður ákaflega spennandi og glæsileg vegna góðrar myndatöku og klippingar. Þetta tvennt stuðlar að því að myndin verður ágæt skemmtun fyrir íþróttaunnendur. Sigurður Már Jónsson Blaðbera vantar STRAX D D D D D D D D D D D D D D D D D D _ ^ D d B,"JJN. 4m d 5 AFGREIÐSLA 2 U Þverholti 11 - Sími 27022 U |**** Frábær •** Góð •* Miðlungs * Léleg 0 Afleit j ^ ???????????? ?<? Ránargata Bárugata Melhagi Neshagi Hofsvallagata 40-61 Ljósheimar Safamýri, oddatölur Ármúli 1-15 Bræðraborgarstigur Holtsgata KOPAVOGUR: Sæbólsbraut Marbakkabraut Hraunbraut Kársnesbraut 1-39 0 D D D D D D D D D D D D D D D D

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.