Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 21
DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. 21. Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Höfum fengið óskabyrjun - sagði Einar Bollason Eandslíðsþjárfars eftír sigur íslands á Skotum í gærkvöldi Eftir mjög slakan leik íslenska landsliðsins í körfuknattleik gegn Írum í fyrsta leiknum á Evrópumót- inu i Laugardalshöll áttu ekki margir von á sigri gegn Skotum er liðin léku í gærkvöldi. Islenska liðið sýndi það hins vegar í þessum leik hvers það er megnugt á góðum degi og sigraði 75-71 eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 37^32. íslenska liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu og stefnir hraðbyri í úrslitaleikinn gegn Norðmönnum. Grunnurinn að góð- um sigri íslands í gærkvöldi var feiknalega öflugur varnarleikur, mikil barátta allra leikmanna og hreint frábær vítanýting. íslenska liðið lék lengst af svokallaða pressu- vörn og virtist hún koma Skotunum í opna skjöldu. Pressan var einstak- lega vel útfærð og langt siðan önnur eins vörn hefur sést hjá íslensku landsliði. Allir leikmenn íslenska liðsins börðust sem ljón i þessum leik en slíkt er einmitt sjaldan nauðsyn- legra en í mikilvægum landsleikjum. Þá var það ekki lítið atriði í leiknum í gær að leikmenn islenska liðsins fengu 36 vítaskot og hýttu 32 þeirra sem gerir 88,9% nýtingu sem er frá- bært og sérstaklega þegar svo mörg "*¦ * skot eru tekin í einum og sama leikn- nuleik í gærkvöldi og skoraði 23 stig r er Pálmar á fullri ferð í leiknum í DV-mynd Brynjar Gauti. Mögnuð spenna frá upphafi til enda Leikur þessi var mjóg mikilvægur fyrir íslenska liðið eins og reyndar allir leikirnir á móti þessu. Aldrei skildu nema örfá stig að en í leikhléi imarleikur, ogbarátta igri íslands gegn Skotlandi. Islenska lands- i Evrópumótinu í körfu íann »etta json jegn A eð 75 ins. „Margir af mínum mönnum léku stórvel. Þar má nefna Pálmar sem lék nú eins og hann á að sér, Guðni Guðnason var hreint frábær í síðari hálfleik og Símon var eins og klettur í vörninni. Svona mætti lengi telja. • Við höfum fengið óskabyrjun á mót- inu og nú er næsta mál hjá okkur að sigra Portúgali í kvöld. Það verð- ur hörkuleikur. Síðast þegar við lékum við Portúgal þurfti tvær fram- lengingar til að fá fram úrslit. Eg er bjartsýnn á góð úrslit i kvöld," sagði Einar ennfremur. „Nú náðum við að sýna okkar rétta andlit. Vörnin var mjög góð og við náðum að stöðva bestu skyttur Skot- anna. Við bættum sóknina upp með enn betri vörn. Það er feiknalega góður andi í liðinu og allir staðráðn- ir í að gera sitt besta. Ég tel að við eigum 50% möguleika gegn Portúg- ölum í kvöld og verðum að vona það besta. Við höfum sett stefnuna á úr- slitaleikinn gegn Norðmönnum á laugardag," sagði Torfi Magnússon, fyrirliði íslenska landsliðsins sem, í gærkvöldi lék sinn 110. landsleik fyr- ir íslands hönd. „Ánægður með minn leik" „Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í þessum leik. Annars unnum við þennan leik með því að leika sem ein heild. Það léku allir með hausnum. Skotarnir voru mjög erfiðir og þeir léku mjög harðan varnarleik. Tæknivillurnar sem þeir fengu dæmdar á sig höfðu einnig mikið að segja. Eg er mjög bjartsýnn á góð úrslit í kvöld gegn Portúgal. Þeir eru með allt öðruvísi lið en Skotarnir sem á að vera viðráðan- legra fyrir okkur," sagði Guðni Guðnason sem átti mjög góðan leik í gærkvöldi. „Tókst að lagfæra veikleikana" „Leikur okkar að þessu sinni var allt annar og betri en gegn írum í fyrsta leiknum. Við komum rétt stemmdir í þennan leik og okkur tókst að lagfæra þau atriði í leik okkar sem miður fóru í leiknum gegn írum. Við lékum yfirvegað í sókninni og varnarleikurinn var mjög traust- ur. Þetta var mjög góður sigur því Skotarnir eru mun sterkari en Irar. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina og mæta með réttu hugar- fari í leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ég vildi óska þess að enn fleiri áhorf- endur mættu í kvöld því við þurfum á þeim að halda," sagði Pálmar Sig- urðsson sem að öðrum leikmönnum íslenska liðsins ólóstuðum var bestur gegn Skotum og sýndi oft snilldar- takta. -SK var staðan 37-32 Islandi í vil og síð- asta karfa fyrirliðans Torfa Magnús- sonar í fyrri hálfleik var hreint sýningaratriði. Torfi fékk knöttinn rétt framan við miðlínu vallarins og sendi hann rakleitt í körfu Skota með ótrúlega fallegu skoti. Slíkt gera menn ekki nema einu sinni á ferlin- um. Allir leikmenn íslenska liðsins stóðu sig vel í gærkvöldi en þeir Pálmar Sigurðsson, Guðni Guðna- son, Páll Kolbeinsson og Birgir Mikaelsson voru þó bestir ásamt Símoni Ólafssyni sem var mjög sterk- ur í vörninni. Pálmar sýndi allar sínar bestu hliðar, Guðni skoraði mjög mikilvægar körfur og Birgir brást ekki þegar mest á reyndi. Og nú er að duga eða drepast í kvöld gegn Portúgal. Síðast þegar þjóðirn- ar léku ætlaði allt um koll að keyra og ekki náðust fram úrslit fyrr en eftir tvær framlengingar. Hvað skeð- ur í kvöld? Stig íslands: Pálmar 23, Valur Ingi- mundarson 14, Guðni Guðnason 12, Torfi Magnússon 10, Páll Kolbeinsson 8, Birgir Mikaelsson 6, Þorvaldur Geirsson 2. Stigahæstur hjá Skotunum var negr- inn Way Ralton en hann skoraði 27 stig og er yfirburðamaður í skoska liðinu. -SK Skellur hjá Anderlecht í Búkarest - Arnór lék síðustu 25 mínútumar Frá Kristjáni Bernburg, frétta- manni DV í Belgíu. Anderlecht átti ekki hina minnstu möguleika gegn Steaua, Búkarest, í undanúrslitum Evrópubikarsins í Rúmeníu. Rúmenarnir léku mjög sterkan og agaðan sóknarleik í gær nákvæmlega eins og þeir höfðu leikið agaðan varnarleik í Brússel fyrir hálfum mánuði. Sigruðu, 3-0, og þvi samanlagt 3-1. Steaua leikur því til úrslita í Evrópubikarnum í fyrsta sinn. í annað skipti sem lið frá Aust- ur-Evrópu leikur til úrslita. Partizan, Belgrad, 1966. Steaua komst fljótt í 2-0 i gær, Piturca skoraði á 4. mín. Gavrilla Balint á 23. mín. og þá var greinilegt að dagar Anderlecht voru taldir. Rúmenarnir miklu betri. Arnór Guðjohnsen lék síðustu 25 mínút-" urnar með Anderlecht. Þjálfarinn Arie Haan hætti þá á allt - tók varn- armanninn Peruzovic út af og setti Arnór inn á en það breytti litlu. Pit- urca skoraði þriðja markið á 72. mín. hsím Zico tilbúinn í slaginn Brasilíski knattspyrnumaðurinn frægi, Zico, hefur náð sér af slæmum hnémeiðslum og er nú tilbúinn í HM-slaginn í Mexíkó í júní. Mun ef að likum lætur leika með Brasilíu í landsleik 26. april nk. en Brasilíu- menn eru nú að leita að mótherjum í þann leik eftir að KSÍ sá sér ekki fært að senda islenska landsliðið til Brasilíu. hsím Iþróttir bls. 22 íf ¦ ¦ SPARTA LAUGAVEGI49, SÍM112024. í SPARKIÐ MEÐ SPÖRTU Nú fer knattspymuvertíðin að hefjast og við Spartverj- ar erum klárir i slaginn. | ADIDAS Copa Mundial nr. 36-46, kr. 3.417,- PATRICIE Professional nr. 36-45, kr. 2.610,- PATRICK Keegan Tacties nr. 38-46, kr. 3.411,- ADIDAS Uwe nr. 30-35, I kr. 1.208,- PATRICK Team nr. 30-35 kr. 1,598,- nr. 36-46 kr. 1.908,- !f\ #> NIKE gervigrasskór kr. 2.497,- Sokkalegghlifar Junior kr. 837,- Senior kr. 936,- Markmannsbuxur, siðar Markmannsbuxur, stuttar Markmannstreyjur Nr. 140-176 og fullorðinsstærðir Fótboltar no. 4 og 5 Fótboltasokkar Flautur Sokkabönd Hnéhlifar o.fl., o.fl. Hanskar: nr. 6-11 teg. 7070 kr. 474,- teg. 7178 kr. 864,- teg. 7180 kr. 1.224,- teg. 7183 kr. 1.320,- teg. 7186 kr. 1.466,- teg. 7185 kr. 1.520,- teg. 7181 kr. 1.597,- Opið laugardága kl. 10-14. VtSA Opið laugardaga. Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN Laugavegi 49, sími 12024.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.