Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 17. APRlL 1986. hjúkkur I vor verða útskrifaðir í síðasta skiptið nemar frá Hjúkrunarskóla Islands og af því tilefni var haldin herleg árshátíð í Broadway. Nemar skólans frá upphafi voru boðnir vel- komnir og svo mikil örtröð var í sölu miða á hófið að grípa varð til sér- stakra takmarkana. Til að mynda dugði nú ekki lengur að vera maki, þeim var allra náðarsamlegast út- hlutað aðgangi að fagnaðinum að borðhaldi loknu. Hjúkkur beggja kynja voru á einkavakt þetta kvöld- ið, bannað að dotta á verðinum og ekki annað að sjá en menn skemmtu sér alveg undir drep. Meðfylgjandi DV-myndir tók Kristján Ari þegar fögnuður makalausra hjúkrunar- fræðinga stóð sem hæst. Tvær hressar, Katrín Palsdóttir og Guðrún Einarsdóttir. Áhorfendum leiddist ekkert, Bryn- hildur Ósk Sigurðardóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Kristín Lára og Guð- rún Margrét Guðjónsdóttir. í baksýn Bergdís Kristjánsdóttir og Sólrún Sveinsdóttir. Sönghópur sem útskrifaðist í mars 54. Sigríður Jóhannsdóttir, Magne Auðuns, Ásdís Ólafsdóttir, Áslaug Sigurbjörnsdóttir og Sigriður Theo- dóra Guðmundsdóttir. "^^* Olyginn sagði... Ása St. Atladóttir, hjúkrunarfram kvæmdastjóri Borgarspítalans, sýnir hugsanlegan framtiðarbúning hjúkr- unarfræðings. Hann er að sjálfsögðu geislaheldur. Búningurinn er hann- aður á Borgarspítalanum og ekta eins og allir aðrir slíkir á sýning- unni. í baksýn Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir, sem kynnti, íklædd kennslukonusamstæðu. Sigrún Stefánsdóttir tvistar í fyrsta starfsbúningi Borgarspítalans. Fulltrúar hópsins fra 58, Hólmfríður Ólafsdóttir og Hertha W. Jónsdóttir. Dagbókin góða Glenda Jackson og Ben Kingsley eru væntanleg á fjalirnar í nýrri kvikmynd sem ber nafnið Dagbók skjaldbökunnar. Harold Pinter gerði handritið og byggði á skáldsögu eftir Russel Hoban. Engin smánöfn og árangurs samvinnu þessara margfrægu listamanna er beðið með eftirvæntingu. Díana prinsessa komst á sexíiistann tjka. Ekkí síst fyrir ad vera aðdáanleg blanda af saklausri mey og skækju...! Elísabet Bretadrottn- ing hefur ekki gef iö frá sér stunu eða hósta um málið. Tina Turner var einna elst á listanum. Hún er að sögn blaðsins meira sexi með hverju árinu og menn biða spenntir eftir því að elliárin hreinlega sprengi sexískalann. Michaei Jackson er að verða geðveikur - segja vinír hans. Frægóin hefur farið svo illa með hanrt að andleg velferð höfðingjans er i hættu. Hann hefur nú ekki áhuga á öörum hlutum en ieikföngum. Þar eru ýmsar Disneyverur i sérstöku uppáhaldl enda hefur Jackson ávallt haft orð á sér fyrir að vera smekkmaður. Það breytist ekki þótt sálarlifið sé i rúst. Sálf ræðiaöstoð hefur Jack- son enga fengið enda viður- kennir hann ekki aðra úr þeirri grein en Galdrakarlinn i Oz.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.