Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 36
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðs Höfðinglegar hjónabandserjur DV. FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1986. Karólína og Stefano virtust ákaf- lega hamingjusöm á skiðum í St. Moritz nú fyrir skömmu. Léku sér við Andrea prins og gáfu út yfirlýs- ingar um lukkuna yfir væntanlegu öðru barninu á næstu mánuðum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Á diskótekinu um kvöldið dansaði Stefano villtan dans við ókunna blondínu, ekki einn heldur þrjá og ætlaði greinilega að eiga síðasta lag- ið með henni líka. Karólína sendi þjón með boð til hans þar sem honum var skýrt frá þreytu prinsessunnar sem vildi fara að ganga til náða. Hann gaf þjóninum nokkra seðla og bað hann vinsamlegast um að fylgja Karólínu til herbergis. Svona fara menn ekki með prins- essur án þess að hljóta bágt fyrir. Þegar Stefano kom um nóttina að herbergisdyrum þeirra hjóna komst hann að því að þeim hafði verið ræki- lega læst og ekki var opnað hvernig sem hann reyndi að banka. Þrauta- lendingin var að vekja upp starfsliðið sem þaulleitaði þar til fannst auð vistarvera til þess að hola diskó- kónginum niður um nóttina. Næstu daga töluðust þau ekki við nema í neyðartilvikum. Andrea prins reynir að fóta sig á skíðum meðan foreldrarnir leita að fótfestu í hjónabandinu. Fyrst skal frægan telja - sjálfan Valentínó á prjónaskýlu. Errol Flynn var lengi sexsymból númer eitt í hugum kvenna um heim allan. Karlmennskuímyndin fylgir tískunni ekki síður en annað undir sólunni og sexsymból þöglu Hollívúddmyndanna þættu ekki öll gjaldgeng í dag. Brjóstkassar karlmannanna hafa til dæmis greinilega stækkað, ásamt hand- leggs- og lærvöðvum. En samt sem áður eru fírar eins og Valent- ínó ekki gleymdir, einungis nafnið minnir á karlmennskuna - hann er ennþá ímynd hins sanna karlmanns. brjóst og leikkonumar sem voru í móthlutverki. Eitt við þessar myndir er um- hugsunarefni - hinir miklu elskhugar hvíta tjaldsins eru ekkert óskaplega loðnir. Hafa reyndar varla stingandi strá á bringunni, svo eitthvað sé nefnt. Þessi staðreynd hjálpar eflaust mörgum sem ekki þora í laugarn- ar nema gera sérstakar ráðstaf- anir. Ekki stingandi strá Til þess að enginn lesandi Sviðsljóss fari í grafgötur með hvernig þessir heimsins sjarmör- ar litu út í raun og veru birtast hérna myndir af nokkrum köpp- um ódúðuðum. Valentínó og Errol Flynn á pijónaskýlum, Victor Mature í baði og Yul Brynner á klámmynd þess tíma. Þeir eru sem sjá má allir ægifagr- ir og sagt var um Victor Mature fyrrum að hann hefði jafnstór Stuttfættur og höfuðstór. Karlmenni framtíðarinnar verður svo eflaust eitthvað frá- brugðið, helsta seXsymbólið ef til vill stuttfættur tölvusérfræðing- ur með gleraugu og óvenjustórt höfuð. Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því strax, lík- amsræktarbólan á ennþá nokkuð í að renna sitt skeið á enda og karlmönnum dagsins í dag ráð- legast að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Yul Brynner sat fyrir á nektar- myndum í upphafi ferilsins - eingöngu til að forðast að verða hungurmorða. Victor Mature þurfti ekki alltaf að þvo sér um bakið sjálfur. Ólyginn sagði... Woody Allen var fyrir nokkrum árum kosinn mest sexi maður heimsins. Þetta gerði franskt tímarit og setti þar með punktinn yfir i-iö í vinsældavakningu hinnar við- kvæmu karlmennskuimyndar. Og það komst i topptisku að vera svolitið tæpur. Michael Jackson er ákveðinn i þvi að slá fyrra sölumet sem hann átti með Thriller. Sú skifa seldist þrisvar sinnum meira en nokkur önnur i sögu poppsins. Brooke Shields telur það einnig sér til tekna að láta sjá sig með stjömunni. Hann á vist ekki siðri bíl og þotu en arabahöfðingjarnir sem hún umgengst sem mest þegar tímí gefst frá námsbókunum. Cary Grant segir eitthvað bogið við sjálf- straust kvenna sem nota mikinn andlitsfarða. „Ingrid Bergman hafði ekkert vit á tísku og notaði aldrei andlitsfarða. Hún kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Hins vegar vissi ég aldr- ei hver Mae West var i rauninni, sjálfsmyndin drukknaði í ytri umbúnaði.“ Stefanía Mónakóprinsessa er ein tiu mest sexi kvenna í heimi að dómi bandariska tima- ritsins Playgirl. Þar segir að þessi bláeygða prinsessa muni gera hvað sem hún vilji, hvenær sem er og hvar sem henni þókn- ist. Þá hafið þiö það!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.