Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1986. 35 Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl Þetta er vissulega orðið nokkuð bratt.. DV-myndir KAE ...enda fór svo að Hermann missti handfestuna og hrapaði nokkrar mann- hæðir... ..þangað til böndin tóku við honum og forðuðu frá meiðslum. Gerist það aftur á móti fellur hann ekki lengra niður en svipaða vega- lengd og hann var kominn upp fyrir síðustu festu í berginu. Þessar tilfær- ingar kalla fjallamenn tryggingar. Þegar sá sem á undan fór er kom- inn í öruggan áfangastað finnur hann örugga festu fyrir spottann og félagi hans fikrar sig síðan upp berg- ið og losar festingarnar þar á eftir sér. Síðan er lagt í næsta áfanga og þannig koll af kolli. Vel valinn útbúnaður Útbúnaðurinn, sem þarf til þess arna, er ekki verulega mikill. Byrð- in, sem klifrarar þurfa að bera þegar lagt er í klifur, er innan við 10 kíló á mann. Kaðall er ómissandi. Fjalla- menn nota sérstaka gerð af köðlum - ekki ýkja svera en mjög sterka og teygjanlega til að taka af versta höggið við fall. Skó þurfa þeir góða. Yfirleitt eru notaðir gönguskór með stífum sóla og svokallaðri skel utan yfir. Sumir kjósa þó frekar sérkennilega skó sem kallaðir eru túttur. Þeir eru þunnir með grófum gúmmíbotni. Tútturnar þykja gefa gott grip í misjöfnu bergi. Klifrarar þurfa að hafa um sig belti sem spottinn er festur í, auk allra helstu verkfæra sem að gagni kunna að koma. Það er helst gott safn af hnetum, fleygum og kósum, svo og hamar. Hjálm ættu menn að hafa á höfðinu og klæðast léttum fötum og þó skjólgóðum. Sjálfsnám Lengst af hafa íslenskir fjallgöngu- menn lært klifurlistina af „sjálfum sér", eins og Höskuldur orðaði það. Á síðari árum hafa þó Alpaklúbbur- inn og einnig hjálparsveitir skáta efnt til námskeiða í fjallgöngu al- mennt, ísklifri og klettaklifri. Þannig er unnt að miðla þekking- unni sem einstakir menn hafa orðið sér úti um í fjallaferðum og af lestri bóka. Námskeiðin njóta mikilla vin- sælda. Undanfarið hafa 30 til 40 nemendur verið á hverju námskeiði og virðist ekkert lát vera á aðsókn- inni. Námið er bæði bóklegt og verklegt. Nemendur fá að æfa sig í góðum klettum og fara á skriðjökla til að reyna sig í sprungum og ís- ' veggjum. Jafnframt er lögð áhersla á aðgát og fyrirhyggju í ferðum. Himalajaför í vændum Þeir Höskuldur og Hermann eru í þeim hópi sem ætlar að leggja á fjallið Kongur í Himalajafjöllum í maí á næsta ári. Það er aðeins um 7500 metra hátt sem er víst töluvert meira en kletturinn góði í Jóseps- dal. Kongur er vestast í Kína - mjöp; afskekkt og torsótt leið að því. Á fjallið hafa Vesturlandabúar aldrei farið. Himalajafaramir, sem nú eru fjórir því tveir kandídatar í förina eru ófundnir enn, æfa nú grimmt þótt áx sé til stefnu. Tvisvar til þrisvar í viku eru þrekæfingar innanhúss, hlaup og svo fjallgöngur um helgar. Á kvöldin liggur oft vel við að skokka á Esjuna meðan aðrir fá harðsperrur af því einu áð horfa í átt til hennar. Himalajaferðin er dýrt fyrirtæki. Áætlað er að hún kosti ekki undir 1,5 milljónum króna. Kostnaðinn er ætlunin að kljúfa með sölu á póst- kortum, áprentuðum peysum og plakötum. Einnig verður leitað til einstaklinga og fyrirtækja um stuðning. Og Himalajafararnir ætla ekki að láta Kongur nægja. Árið 1990 ætla þeir að leggja annað fjall, sýnu hærra, að fótum sér. -GK Litli járnbúturinn, sem Hermann heldur á, er kallaður hneta. Hnetunum er rennt í sprungur til að fá festu í berginu. Þessi hneta reyndist Hermanni vel þegar hann missti handfestuna. Höskuldur Gylfason rekur hér fleyg í bergið til að koma þar fyrir tryggingu. Þetta kalla klifrarar „náttúrulega tryggingu". Hún er að vísu svolítið glæfra- leg þessi en dugar samt. ¦f—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.