Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 18
18 - ¦ DV FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. BILASALA TIL LEIGU Ein snyrtilegasta bflasala landsins til leigu. Um 700 bflar á söluskrá. AUt í fullum, blóm- legum, rekstri. Afgreiðsla á bflaleigubílum gæti einnig verið hluti af starfseroinm, gegn prósentum -ef vfll. Ahugasamir sendi tilboð til auglýsingadeildar DV fyrir kl. 18. föstudaginn 18. apríl nk. merkt „Góð viðskipti". RAUNVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓIANS VILL RÁÐA SKRIFSTOFUMANN í fullt starf næstu 8 mánuði. Um framtíðarstarf getur verið að ræóa. Aðalstarfssviðið er símvarsla, auk léttra almennra skrifstofustarfa. Nokkur kunnátta í ensku talmáli er nauðsynleg vegna símtala við útlönd. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í síma 21340 og að Dunhaga 3 eftir hádegi næstu daga. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra fyrir 23. þ.m. Raunvísindastofnun Háskólans Fangavarsla - sumarvinna Ráðgert er að ráða fólk til starfa við fangavörslu í fang- elsunum að Litla-Hrauni og í Reykjavík í um 3-4 mánuði frá 23. maí nk. vegna sumarleyfa. Umsóknir um þessi störf skulu berast dómsmálaráðu- neytinu, Arnarhvoli, fyrir 1. maí nk. og skulu umsækjendur gera grein fyrir menntun og fyrri störf- um. 14. apríl 1986. . Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. RÍKISSPÍTALARNIB lausar stöður Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast við Geð- deild Landspítalans á eftirtaldar deildir: Deild 33 A, Landspítala Deild 28, Hátúni 10 A Einnig óskast hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar nú þegar og til sumarafleysinga á ýmsar deildir Skrifstofumaður óskast á skiptiborð Geðdeildar Landspítalans að Kleppi. Starfsfólk óskast til ræstinga við Geðdeild Landspít- ala, bæði á Landspítala og að Kleppi. Upplýsingar um ofangreindar stöður eru veittar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra Geðdeildar Landspítalans í síma 38160. Starfsmaður óskast til ræstinga í dagheimíli ríkisspít- ala, Sólbakka við Vatnsmýrarveg. Vinnutími eftir-kl. 17. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 22725. Starfsmaður óskast við eldhús Vífilsstaðaspítala. Upplýsingar veitir yfirmatráðsmaður í síma 42800. Reykjavík, 17. apríl 1986. Menning Menning Menning Heimsboigarar og sveitamenn Þeir félagar, Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn Guðbrandnr Harðarson, eru meðal mikilvirkari myndlistarmanna af sinni kynslóð, einkum og sérílagi þeir Daði og Helgi. Þeir halda einkasýningar á hverju ári og þess á milli taka þeir þátt í samsýningum, bæði heima og heiman. Vandinn er sá að Island er eiginlega of lítið fyrir slíka berserki, áhorfendur sljóvgast fljótt, fá leiða á verkum þeirra og markaðurinn mettast. En þeir halda áfram að mála og sýna, geta ekki annað. Nú hafa þeir Daði, Helgi og Kristinn yfirtekið vestursal Kjarvalsstaða og þakið hann nýlegum málverkum, Daði Guðbjörnsson - Faðir og sonur, oliumálverk. Kristinn G. Harðarson - Skúlptúrar, frauðplast. teikningum, vatnslitamyndum og skúlptúrum. Þar er nú umhorfs eins og í ævin- týri eftir sérstaklega bráðþroska og hugmyndaríkt barn. Alls staðar upp- götva listamennirnir hið óvenjulega í hinu venjulega, engin hugdetta er of fáránleg eða kjánaleg til að ekki megi moða eitthvað úr henni eða nota hana í bland með annarri hugdettu. í verk- um Daða dúkkar ómenguð skreyti- þörfin síðan upp, eins og til að draga úr spennu og létta lund. Það hefur ekki lengur neitt upp á sig að draga „nýja málverkið" inn í umræðu um þessi verk og önnur álíka. Sú málaralist er (var?) fyrst og fremst hylling til tilfinninganna, átök á striga. Hér sjáum við afieiðingar hins nýja umburðarlyndis, pliiralismans, en þar eru öll viðhorf gjaldgeng: úlfurinn sefur með lambinu. Veruleikinn uppstokkaður Ekki nóg með það. Listamaðurinn er ekki einungis að miðla viðhorfum heldur einnig að búa sér til myndheim sem lýtur einvörðungu heimatilbúnum lögmálum hans sjálfs. I verkum hans er veruleikinn upp- stokkaður, verður eins og samansafn leikmuna sem raðast saman eftir því sem tilfinningar, hugarhvarfl og sálar- flækjur listamannsins segja fyrir um. Vitund hans sjálfs er aðaldramað. Það gefur augaleið að þegar hver listamaður er í list sinni orðinn eyland eru talsverðar kvaðir lagðar á áhorf- andann, neytandann. Hann þekkir ekki forsendurnar og getur ekki fundið verkunum stað í viðtekinni hugmyndafræði. Það sem hann sér og það sem hann veit kemur ekki heim og saman. Er þá myndlistin ekki orðin eins og samsafn af sólóistum? Myndast þá ekki óbærileg óhljóð, kakófónía? Ekki endilega. Þetta ástand mála neyðir áhorfandann til þess að gefa sérhverjum listamanni meiri gaum en fyrr, í stað þess að reiða sig leikreglur hópsins. Og þegar verk þeirra Helga og Krist- ins eru gaumgæfð koma í ljós endur- tekningar sem mynda mynstur. Með því að finna orð yfir þau mynstur er áhorfandinn á góðri leið með að „skilja" betur það sem gerist í mynd- unum. Myndgera þversagnir Þó held ég að myndir þessara Nýtt kver um húsverndun Torfusamtökin hafa nýverið gefið út vandað kver sem ber nafnið Hus- verndun. í kverinu, sem er 56 síður, eru prentuð erindi þau sem haldin voru á ráðstefnu samtakanna um húsfriðun og húsvernd í nóvember síðastliðnum, auk þriggja greina sem voru sérstaklega skrifaðar fyrir kverið. Hjörleifur Stefánsson arkitekt, sem er einnig formaður Torfusam- takanna, skrifar hugleiðingar um húsverndun, Hörður Ágústsson list- málari skrifar um íslenska húsfrið- unarstefnu, sérkenni hennar og sérstöðu, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt ritar um viðhorf arkitekta til endurnýjunar gamalla húsa, Guðrún Jónsdóttir arkitekt skýrir frá því hvernig stuðla má að varð- veislu gamallar byggðar, Þorvaldur Útskurður á Fjalakettinum sáluga þar sem klassísk, norræn og sérís- lensk stílbrigði mætast. S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur, skrifar um Reykjavíkurborg og frið- un, Birgir H. Sigurðsson skipulags- fræðingur skrifar um húsafriðun og skipulag borga og Leifur Blumen- stein byggingaverkfræðingur segir frá endurbyggðum húsum í eigu Reykjavíkur. Greinunum fylgir fjöídi ljósmynda og uppdrátta og hafa margar þeirra aldrei komið fyrir almenningssjónir fyrr. Hjörleifur Stefánsson er ábyrgur fyrir útliti kversins en Guðmundur Ingólfsson Ijósmyndari sá um ljós- myndavinnu. Ljóst er að þetta kver é erindi til allra þeirra sem láta sig varða frið- un og verndun húsa á íslandi. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.