Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 17
DV: FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. 17 interRent Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303 Viðskiptavinur ræðir í bréfi sinu um ýmislegt varðandi kjöt, bæði kinda og lamba. Kýrkjötið góða og annað kjöt Viðskiptavinur skrifar: ----———--------------------------------- Hæ, kæra dagblað! Mig langar að það komi fleira fram heldur en kýrkjötið góða sém er allt i einu orðið að nautakjöti þegar í verslanir er komið. Það er nú einu sinni svoleiðis að ef maður vogar sér að slátra kindum sínum þá fær maður kjötið selt ofan í pottinn sem lambakjöt og, mikil ósköp, ef kjötið er útlitsgallað, þannig að það þekkist frá lambakjötinu, þá er það bara hakkað. Ég þekki bara til matvöruverslana kaupfélagsins þar sem þeir hafa enga ástæðu til þess að svindla svona á sínum viðskiptavinum. Þeir borga hvort eð er svo lágt verð fyrir kinda- kjötið en selja það svo dýrt út úr búð að þeir ættu ekki að þurfa að kvarta. Þeir ná þessu einhvern veginn af bændum fyrr en síðar. Þessu komst ég að þegar systir mín fór að vinna hjá kaupfélaginu við það að koma ærkjötinu góða sem lamba- kjöti ofan í söluborðin hjá kjötiðnað- armanninum. Þetta gera þau bara af því að þeim er sagt að gera það, ann- ars missa þau vinnuna. Og ekki nóg með að það kostar bónda 2220 kr. að slátra 2 kindum til að taka með sér heim. Þessum kindum var slátrað með öðru fé frá þessum ágæta bónda í slát- urtíð. Þetta finnst mér mikill slátur- kostnaður við 2 kindur. Það er vonandi að Jón Helgason athugi fleira heldur en kýrkjötið góða. Svavar fær orð í eyra Áki skrifar: Ég er hjartanlega sammála þeim sem skrifuðu í DV þann 3. og 9. april. Hér kemur mín skoðun: Svavar Gests er dottinn upp fyrir og á heima á Gufurásinni eins og hér áður fyrr. Það skemmir rásins að hafa hann með sinn dónaskap á besta tíma laugardags. Svavar minn, þú gerir þér ekkert gott með þessum þáttum eins og þeir eru núna, annaðhvort held ég að þú ættir að hætta með þá eða flytja þá á Gufurásina. Áki er á þeirri skoðun að Svavar eigi að flytja sig yfir á Gufurásina. Meðal efnis: Settist ekki hér til að ... HRAFN GUNNLAUGSSON dagskrárstjóri í viðtali ” ALNAFNAR OG NÖFNUR Rætt við fólk sem á sér fræga alnafna ÚTFLUTNINGUR Á TUNGSLKINI Sjón segir frá skemmtiferð um Evrópu með Kuklinu STUNDUM RÆÐUR KARLINN Heimsókn í Brúðarkjóla- leigu Katrínar Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Urval vid allra hxefi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.