Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAQUR 17. APRÍL 1986. 15 Við jaðar ofriðarbáls Þegar þetta er skrifað bíða flestir hugsandi menn milli vonar ótta eftir fréttum af framvindu mála við Miðjarðarhafið, þar sem ein öflug- asta flotadeild heimsins bíður grá fyrir járnum eftir fyrirmælum um hvort hún eigi að slíðra sverð sín eða hefja árás, sem vissulega gæti orðið upphaf þriðju heimsstyrjald- arinnar. Það ástand hefur skapast, sem að margra dómi getur eitt orðið forsenda þess að stórstyrjöld brjót- ist út, nefnilega að málin eru komin úr farvegi skynsemi og rökréttrar hugsunar. I þess stað virðast þau geta ráðist af tilviljunum og til- finningum, trúarofstæki og særðu stolti. Stórveldin vilja ekki stríð, en ... Enginn vafi er á því að hvorugt hinna svokölluðu risavelda vill styrjöld, hvorki styrjöld háða með „venjulegum" vopnum né kjarn- orkustyrjöld. Raunar er engin ástæða til þess að ætla að annað hvort þeirra hefji kjarnorkustyrj- öld gegn hinu í þeirri von að geta lamað það og unnið algeran sigur, einfaldlega vegna þess að menn vita allt of vel að slíkt er ekki hægt. Þegar þetta er skrifað á mánu- dagskvöldi er atburðarásin hins vegar orðin óhugnanlega lík þeirri atburðarás sem varð í upphafi myndarinnar bresku um kjarn- orkustyrjöld sem sýnd var í sjón- varpinu í vetur og olli mikilli umræðu hvarvetna. Aðeins sáralít- ið tilvik þarf til þess að hleypa hernaðarátökum af stað, og þau geta hæglega magnast upp í átök risaveldanna, vegna þess að hvor- ugt þeirra getur misst andlitið. Enginn vafi er á því að bæði munu risaveldín reyna allt hvað þau geta til þess að komast hjá slíkum átók- um og milli þeirra liggja margir leyniþræðir sem að gagni mega koma í þeim efnum. Vonandi tekst þeim það. En þetta leiðir athyglina kannski einkum að tveimur staðreyndum. I fyrsta lagi þeirri að í kapphlaupi um völd og auð hafa risaveldin tek- ið undir verndarvæng sinn alls kyns vandræðalýð, og í öðru lagi og áframhaldi af því, þá komast þessir skjólstæðingar upp með voðaverk sem þeim væri annars engin leið að framkvæma. Ógnvaldar í skálkaskjóli Við þekkjum mörg dæmi um þetta. Hingað og þangað um heims- byggðina ríkja ógnarstjórnir sem troða öll grundvallar mannréttindi fótum. Svo skelfilegur er blóðferill þessara harðstjóra að við, sem bú- um við lýðræði og réttaröryggi, eigum bágt með að ímynda okkur ástandið í löndum þeirra. Jafnvel háar tölur um horfha og drepna verða þokukenndar fyrir augum okkar norður við Dumbshaf. Bæði risaveldin hafa lagt rækt við slíkar stjórnir. Það nægir að minna á stjórnir í Suður-Ameríku er verið hafa í skjóli Bandaríkj- anna, það má líka nefna Dómim'ska lýðveldið og Filippseyjar. Raunar þarf ekki að fara út fyrir Sovétrík- in sjálf til þess að finna dæmin þeirra megin, en þau hafa einnig haldið verndarhendi yfir fjölmörg- um harðstjórnum bæði í Asíu og Afríku, auk hinna svokölluðu lepp- ríkja í Austur-Evrópu. Það hefur þó yfirleitt verið sameiginlegt með þessum leppstjórnum beggja risa- veldanna að ógnin, sem af þeim hefur stafað, hefur yfirleitt beinst inn á við, ef svo má segja, það er að viðkomandi þjóðum, en þær Kjallari á fimmtudegi MAGNUS BJARNFREÐSSON stuðning Sovétmanna við ýmis Arabaríki. Sjálfsagt vildu bæði risaveldin mikið til þess gefa í dag að hafa hvorugt blandast í deilur í þessum heimshluta, en þau sitja uppi með það, nauðug viljug. Grimmd, ótti og hefnd Þessi orð eiga vissulega við allar styrjaldir, en þó ekki hvað síst þau átök sem þjóðirnar við sunnan- og austanvert Miðjarðarhaf eiga í. Þar virðist ekkert grimmdarverk of niðangurslegt, engin hefnd of stórtæk, og ótti og skelfing sak- iauss fólks nauðsynleg meðul. Fremstur i flokki þeirra sem slík vinnubrögð ástunda er leiðtogi Líbýumanna sem heldur uppi stöð- ugri krossferð hryðjuverka. Upphaflega beindust þau gegn Israel en hafa síðan yfirfærst á þá sem ekki hafa viljað beýgja sig fyr- a „Það ástand hefur skapast, sem að ^ margra dómi getur eitt orðið forsenda þess að stórstyrjöld brjótist út, nefnilega að málin eru komin úr farvegi skynsemi og rökréttrar hugsunar." hafa lítið gert að því að ögra ör- yggi annarra, ef Kúba er undan- skilin með hernaðarbrölt sitt í Afríku. Það er í löndunum við Miðjarð- arhafið sem þessi regla hefur farið úr böndunum. Þar hafa risaveldin lent í því að styðja ríkisstjórnir sem hvað eftir annað hafa nærri komið stórstyrjöldum af stað. Nægir þar að nefna stuðning Bandaríkja- manna við ísraelsstjórnir og ir hótunum og drápi á saklausu fólki. Þar hafa Bandaríkjamenn staðið fastir fyrir í þessu tilviki en Sovétmenn orðið svo ólánssamir að hafa gerst bakhjarlar ofbeldis- ins. Hryðjuverk þau sem Líbýumenn eru taldir standa á bak við - og gera vissulega í mörgum tilvikum - hafa einkum verið framin í Evr- ópu og einkum meðal þjóða sem yfirleitt teljast til bandamanna Bandaríkjanna. Þótt þau beinist fyrst og fremst að gyðingum og bandarískum þegnum fer ekki hjá því að margir þegnar þessara ríkja eiga einnig um sárt að binda í kjöl- far hryðjuverkanna. Svo virðist hins vegar af viðbrögðum leiðtoga þessara þjóða, sem þeir séu orðnir svo hræddir við hefhdaraðgerðir hryðjuverkaleiðtogans í Líbýu, að þeir kjósi helst að aðhafast ekkert sem gæti styggt hann og egnt til hefhdaraðgerða gegn þeim. Síðan reyna þeir að blekkja sjálfa sig og aðra með því að þykjast með þessu vera að afstýra stórátökum. Hætt er þó við að reyndin verði önnur. Með því að grípa ekki til hraustlegra refsiaðgerða gegn hryðjuverkaforsetanum á sviði efnahagsmála og öðrum þeim vett- vangi þar sem ekki er með vopnum barist, auka þau einmitt hættuna á ófriði sem enginn veit hvar end- ar. Þegar Bandaríkjamenn fá ekki stuðning getur þeim fundist nauð- synlegt að láta vopnin tala til þess að lækka rostann í hryðjuverkafor- ingjanum, sem krefst þá samstund- is hjálpar frá Sovétmönnum, sem ekki geta heldur misst andlitið gagnvart sínum bandamönnum. Þannig getur linkind gagnvart hryðjuverkaforingj anum beinlínis stuðlað að styrjöld. En þetta vekur okkur til um- hugsunar um þá biturlegu stað- reynd að fjölmargir aðilar fá sínu framgengt í skjóli hótana og afls- munar. Ekki alltaf með hryðju- verkum og manndrápum heldur ýmsum öðrum hætti sem í eðli sínu er miklu meinlausari. Og það kenn- ir okkur einnig að það er aldrei lausn að láta undan hótunum. Það býður aðeins næstu hótun og næsta yfirgangi heim. Magnús Bjarnfreðsson Verkin tala Er það ekki verðugt umhugsun- arefni fyrir islenska verkalýðsstétt að nú, þegar Alþýðusamband ís- lands stendur á sjötugu, skuli fjórða hver fjölskylda í landinu vera undir fátæktarmörkum og fjölmargir þurfa að leita opinbers stuðnings? Velferðarfátækt nefnir Haraldur Blöndal þetta efnahagsástand. Mér datt reyndar í hug að hanri hefði ætlað að segja frjálshyggjufátækt, en prentvillupúkinn eða einhver púki villt um fyrir honum. - Og ef hann skyldi nú vaða í villu og svíma gæti verið gagnlegt fyrir hann að kynnast þessu fyrirbæri jafnnáið og þeir sem best þekkja til - því að sjálfsögðu víll hann hafa það sem sannara reynist. - Svo sannkristin, guðelskandi sál. Velmegunin í borg Davíðs Skömmtunarseðlarnir í borg Davíðs hafa reynst mörgum erfiður biti að kyngja. Er ekki ástandið orðið ógnvekjandi þegar örvænt- ingin rekur stöðugt fleiri og fleiri út í sjálfsvíg vegna þess að þeir sjá enga leið út úr erfiðleikunum? - Á sama tíma og ríki og sveitarfélag sóar fjármunum almennings i bitl- inga og alls konar gæluverkefni þarf hin vinnandi stétt að biðja um brauð. - Þvílík þjóðarskömm að annað eins skuli geta gerst hjá einni af ríkustu þjóðum heims. Þar sem því var til skamms tima haldið fram að stéttaskipting værí ekki til. Orsök og afleiðing En það er margt sem veldur þessu hörmulega ástandi. Óstéttvísi ís- lensks verkalýðs vegur þar býsna þungt. - Þar virðast þessi kunnu orð eiga einkar vel við: Sjáandi sjá þeir ekki, heyrandi heyra þeir ei né skilja. - Fólk hefir sætt sig við að vera svipt þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta lifað mannsæmandi lífi. Og hefir ekki hikað við að leiða skæðustu and- stæðinga sína til æðstu valda í þjóðfélaginu. Þessi afglöp hafa orð- ið dýr fyrir verkalýðinn. Málaliðar og menningarhrun Hvað færa nýgerðir kjarasamn- ingar þeim verst settu í þjóðfélag- inu? Ekki vantaði fögur orð og fyrirheit forustusauða ASÍ áður en þeir gengu til samninga. - Lægstu launin yrðu að hækka verulega - það var höfuðmálið. En vesalings mennirnir gleymdu bara öllum lág- um launum þegar þeir fóru að gera lífskjarasáttmála fyrir atvinnurek- endaauðvaldið. - Og getur nokkur láð þeim það? - Allir vita að hags- munir þeirra sem selja vinnuaflið og hinna sem kaupa það fara ekki saman þó að þeir síðarnefndu haldi því gjarnan fram. En það er ekki og hefur aldrei verið á óskalista auðvaldsins að hér sé réttlát tekjuskipting eða háþróað og heilbrigt mannlíf. Því meiri fátækt og vesaldómur þeim mun ódýrara vinnuafl. - Og síðan verkalýðsbaráttan snerist geg'n sjálfri sér geta þeir að vonum ekki dulið fögnuð sinn. - Málaliðar þeirra hafa svo sannarlega vel fyrir öllu séð. - Þeir sleppa sem sagt við að greiða hærri laun og allar að- gerðir ríkisstjórnarinnar koma einkum þeim til góða og öðrum sem síst þurfa þess með. Varla hafa toll- ar á bílvmi og hjólbörðum verið lækkaðir til að bæta kjör þeirra sem hvorki eiga bil né hafa ráð á að kaupa hann. Kannski hefði þeim sem ætlað er að lifa á 18 þús. kr. launum komið eins vel lækkað verð á matvörum og öðrum lifsnauð- synjum. En hver skyldu vera laun for- ustumanna ASÍ með fríðindum o.s.frv.? Kannski er það leyndar- mál? - Annars er ástæðulaust að spyrja eða spá. Að sjálfsögðu eru vegir þeirra sem svo hátt eru uppi órannsakanlegir... Hitt er annað mál að þessir menn hafa í gegnum tíðina sniðgengið manníeg sjónarmið í kjaramálum. Þess vegna býr nú stór hluti þjóð- arinnar við mikla fátækt. Þetta hefði ekki getað gerst ef verkalýðs- hreyfingin hefði ekki misst það stolt og sjálfsvirðingu er hún lagði upp með í árdaga, þegar hugsjóna- eldur og réttlætiskennd mörkuðu stefnuna. - Nú er hún greinilega þjökuð og hreyfihömluð - sættir sig við að vera þræll. 1 gjörningaveðri hefir hugsjón hennar gengið fyrir ætternisstapa. Þar stendur hún nú niðurbrotin í ADALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR VERSLUNARMAÐUR a „En hvað gera forustumenn ASÍ í ™ næstu kjarasamningum? - Sjá þeir ástæðu til að lyfta lægstu laununum svo að allir geti lifað? - Eða verða þeir að leita blárra blóma handa ráðherrum?" því fúafeni er stéttarsvikarar skópu henni. - Eða þannig kemur hún mér fyrir sjónir. Þó að ég hafi reyndar aldrei verið í verkalýðs- félagi hefi ég fylgst af áhuga með baráttunni. - Og það hefir vægast sagt verið dapurlegt sjónarspil. Þeir sem barist hafa gegn ríkjandi taunamisrétti hafa ævinlega beðið ósigur fyrir þeim sem gjörsamlega ætla að tapa glórunni ef jöfnuður og réttlæti er nefnt í sambandi við kjarasamninga. Ekki er útlitið sem best, satt er það. En samt hef ég trú á því að ef sá mikli fjöldi sem býr við mest ranglæti í kjaramálum rís upp sem einn maður gegn þessari þróun þá muni verkalýðshreyfingin átta sig a því að hún verður að velja sér foringja sem vilja hefja merki hennar til vegs og virðingar - en ekki þá sem þrýsta henni niður í æ dýpri niðurlægingu. En kannski fer einmitt að rofa til - 30 þús. kr. lágmarkslaun, sem samið var um í Bolungarvík, var stórt og merkilegt skref og vonandi stefnumarkandi, þó að Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Páls- son segi að svo skuli ekki verða. En hvað gera forustumenn ASÍ í næstu kjarasamningum? - Sjá þeir ástæðu til að lyfta lægstu launun- um svo að allir geti lifað? - Eða verða þeir að leita blárra blóma handa ráðherrum? - Aldrei er að vita nema þeir hafi lofað einhverju, sem þeir hafa ekki svikið. Mennirnir sem misstu ekki glæpinn Tímamótasamninga eða lífskjarasáttmála nefndu samn- ingamennirnir þetta afkvæmi sitt sem hljóp af stokkunum í vinnu- veitendahreiðrinu í Garðastræti. En ekki er gaman að guðspjöllun- um... Nú hafa Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin vinstra megin við miðju reynt að ræna króganum. - En sagt er að undan rifjahylki Þrastar Ólafsson- ar hafi fyrirbærið skriðið. - Og þeir sem muna Þrastarkliðinn frá fyrra ári sjá greinileg ættarmót. Að vonum mótmæltu forustusauðir ASÍ harkalega ránstilburðunum. Skilgetnu afkvæmi þeirra og VSÍ skyldi engum takast að ræna ... Enginn skyldi geta kallað þá Mennina sem misstu glæpinn ... Þá var ekki undur þó að þeir yrðu reiðir við ritstjóra Þjóðviljans fyrir að grandskoða afkvæmið og lýsa því eins og það kom honum fyrir sjónir án þess að signa það og gefa því blóm. Hörkugott herbragð hjá Guðmundi og Þresti að lýsa vitur á Þjóðviljann og segja honum upp. Og ekki spillti að Jakaburður af kjarnyrðum fylgdi, og sýnir að þeir eru afspyrnumenn í vítum. En nú er það þeirra höfuðverkur að tryggja framtíð barnsins, og Þröstur kann ráðið: Koma Sjálf- stæðisflokki, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi í eina sæng eftir næstu kosningar. - Og því ekki? Jón Baldvin telur verkalýðsarm Alþýðubandalagsins ekki ófýsileg- an kost fyrir sig... Og þótti engum mikið ... Þar hittir skrattinn þó áreiðanlega ömmu sína... Og því skyldu ÁsmUndur, Þröstur og Jakinn ekki einmitt eiga eftir að veita Alþýðubandalaginu ná- bjargirnar? - Þar sem þær köldu staðreyndir blasa við að hvorki virðist grundvöllur fyrir heiðar- legri, öflugri verkalýðsbaráttu eða heilbrigðum, sterkum verkalýðs- flokki hér i „Singapore norðurs- ins." Aðalheiður Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.