Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 20
20 DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir • Guðríður Guðjónsdóttir hampar hér bikarnum eftir að Fram hafði unnið Stjörnuna í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti. Bikarinn á ný í Safamýrina - Fram varð bikarmeistari í handknattleik kvenna eftir fimm marka sígur á Stjöm- unni, 23-18 Fram tryggði sér í gærkvöldi bikar- meistaratitilinn í handknattleik kvenna er liðið lagði Stjörnuna að velli, 23-18, í Seljaskólanum. Leikur- inn var allan tímann skemmtilega leikinn og gleðilegt er að sjá hversu miklum framförum kvennahand- knattleikurinn hefur tekið á undan- förnum árum. Langt er þó í land enn og munar mest um litla breidd lið- anna. Með sigri sínum vann Fram tvöfalt í handknattleik kvenna í ár en liðið tryggði sér einnig Islands- meistaratitilinn, tapaði ekki leik á árinu. Ungt og vaxandi lið Stjörnunnar hélt aðeins í við íslandsmeistarana fyrstu mínúturnar og það var ekki síst fyrir til- stilli Guðríðar Guðjónsdóttir að Fram náði undirtökin í leiknum. Liðið komst í 6-3 og 7-4 undir miðbik fyrri hálfleiksins en Stjörnustúlkunum tókst að minnka muninn í tvö mörk, 9-7. 1 leikhléi var staðan 11-8 og enn gat allt skeð. Strax á fyrstu mínútum síðari hálf- leiksins var ljóst að Framstúlkurnar mundu ekki láta forskot sitt af hendi. Munurinn jókst í 15-11 og síðan 21-16. Þá reyndi Stjarnan að taka ráðandi úti- leikmenn Fram, þær Guðríði og Örnu Steinsen úr umferð en allt kom fyrir ekki. Munurinn hélst til loka og úrslitin urðu 18-23 sem fyrr sagði. Stjarnan réð ekki við stórleik Guðríð- ur. Hún fór á kostum, sérstaklega í síðari háhleiknum. t>á áttu þær Arna Steinsen og Ingunn Bernódusdóttir ágætan leik. Sigur Fram kom fæstum á óvart, liðið hefur verið einveldi í vetur og unnið alla sína leiki í deild og bikar. Að þessu sinni lék liðíð án Sigrúnar Blomsterberg sem enn á við veikindi að stríða en það kom ekki að sök. Margrét Theodórsdóttír þjálf'ari var besti leikmaður Stjörnunnar. Sárstak- lega lék hún vel í síðari hálfleiknum. þá átti Erla Rafnsdóttir góðan leik. Var oft furðu nösk við að brjótast í gegn um vörn Fram en Ieikur þeirra tveggja dugði ekki til. Sjaldan, ef þá nokkurn tímann, hefur verið jafnmikil stemmning á kvennaleik eins og þessum. Nær húsfyllir var í Selja- skólanum og létu áhorfendur vel í sér heyra. -fros FRAM OG VIKINGUR í UNDANÚRSUTIN? - á Reykjavíkurmótinu í knattspymu. Leikið í kvöld Einn leikur fór fram í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu í fyrrakvöld. Víkingur var nær öruggur um sæti í undanúrslitum mótsins er liðið sigr- aði Ármann, 2-0. Það var Jón Bjarni Guðmundsson sem skoraði fyrsta mark Víkings en Andri Marteinsson bætti skömmu seinna öðru við. Síð- ari hálfleikur var öllu slakari en Ármenningar voru nálægt því að minnka muninn en Jóni Otta Jóns- syni tókst að verja vítaspyrnu. Islendingar í efstu sætum Skotinn Ralton Way hefur skorað flest stig á EM í körfu eða 40 stig. Pálmar Sigurðsson, Valur Ingimund- arson og Haakon Austerfjörd eru næstir með 39 stig. írinn Tom O. Sullivan er með besta vítanýtingu, hefur fengið 11 skot og hitt úr öllum, Skotinn Graeme Hill hefur fengið 10 skot og einnig hitt úr öllum og næst- ur er Pálmar með 16 skot og 14 í körfu eða 87,5% nýtingu. Ralton Way, Skotlandi, hefur hirt flest fráköst, 25, landi hans, Archibald, er með 15 frá- köst og Torfi Magnússon þriðji með 14 fráköst. -SK • Kevin Cadle, þjálfari skoska landsliðsins, hefur verið mikið í sviðsljósinu á EM í körfu. Það hefur vakið mikla furðu hvað hann fær að gera á bekknum en hann stend- ur jafnan við hliðarlínuna og sendir sinum mönnum óspact tóninn. I leiknum gegn íslandi i gærkvöldi fékk hann tæknivíti fyrir kjaftbrúk og var það afdrifaríkt fyrir Skota, kostaði þá fjögur stigin sem mun- aði í lokin. DV-mynd Brynjar Gauti. Leikurinn gegn Skotum í tölum: Nafn Skot Hitt % 3 stiga skot Hitt % Víti Hitt % Stig Varnar-fráköst Sóknar-fráköst Pálmar Sigurðsson 7 4 57,1 4 2 50.0 10 9 90,0 23 1 0 Valur Ingimundarson 13 4 30,8 2 0 0,0 8 6 75,0 16 1 1 Guðni Guðnason 9 4 44,4 0 0 0,0 4 4 100,0 12 4 1 Torfi Magnússon 7 1 14,3 1 1 100,0 6 5 83,3 10 3 0 . Simon Ölafsson 3 0 0,0 0 0 0.0 0 0 0.0 0 4 0 Jón Kr. Gislason 1 0 0,0 1 0 0,0 0 0 0,0 0 0 0 Matthias Matthíasson 1 0 0,0 0 0 0.0 0 0 0,0 0 0 0 Birgir Mikaelsson 2 2 100,0 0 0 0,0 2 2 100.0 6 2 1 ÞorvaldurGeirsson 1 0 0,0 0 0 0.0 2 2 100,0 2 0 0 Páll Kolbeinsson ' 4 2 50,0 1 0 0,0 4 4 100,0 8 1 1 Samtals hjá liöi: 48 17 35,4 9 3 33,3 36' 32 88,9 75 16 4 Staðan er nú þessi í riðlunum tveim- ur á mótinu: A-riðill Víkingur.......................2 2 0 0 4-14 Valur.............................2 10 12-22 IR...................................2 0 111-21 Ármann.........................2 0 111-31 B-riðill Fram..............................2 2 0 0 &-1 5 KR..................................2 10 14-13 Þróttur..........................1 0 0 10-40 Fylkir............................1 0 0 11-70 Næsti leikur fer fram í kvöld en þá mætast Fylkir og Þróttur. Leikur- inn hefst klukkan 20.30 á gervigras- inu. -fros Rekinn í sturtu írinn, Gerry Corcoran, var rekinn í sturtu í gærkvöldi í leik írlands og Noregs á EM í körfu í Höllinni. Corc- oran mótmælti ákaft greinilegum mistökum annars dómarans sem svaraði með því að vísa kappanum af leikvelli. Norðmenn unnu stóran sigur í leiknum, 106-79, og bar það helst til tíðinda í leiknum að Norðmaðurinn Haakon Austerfjörd skoraði 39 stig fyrir norska liðið. Hjá írum var Tom 0. Sullivan stigahaæstur með 20 stig. -SK • Pálmar Sigurðsson átti stjörnuleii fyrir ísland gegn Skotlandi. Hér er F gærkvöldi. Frábær van vitanyting < - lögðu í gærkvöldi gmnnínn að góðum sigri I liðið enn taplaust á Evr „Varnarleikurinn var frábær hjá strákunum allan tímann og 1-3-1 pressan setti Skotana alveg út af laginu. Þetta var virkilega góður leikur hjá liðinu," sagði Einar Bollason landsliðsþjálfari í körfuknattleik eftir sigur íslands gegn Skotlandi í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. • Skoska landsliðið sem ísland lagði að velli í gærkvöldi með 75 stigum gegn 71. Áður hafði liðið unnið Portúgal í fyrsta leik mótsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.