Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 32
32 DV. MIDVIKUDAGUR 16. APRÍL 1986. Andlát Sigurður Auðunsson lést af slys- förum 5. apríl sl. Hann fæddist á Akranesi 11. desember 1929. Foreldr- ar hans voru hjónin Auðunn Sig- urðsson og Ragnheiður Sigurðar- dóttir. Sigurður starfaði við margyísleg verkefni framan af árum, hérlendis og erlendis, einkum við rafvirkjastörf, þar sem hann hafði aflað sér meistararéttinda. Á árunum 1966 og 1967 lagði hann stund á hag- ræðingarnám, bæði hér heima og annars staðar á Norðurlöndum, og starfaði að þeim málum upp frá því. Síðustu árin starfaði hann hjá Vinnumálasambandi samvinnufé- laga sem hagræðingarráðunautur. Eftirlifandi eiginkona hans er Ing- unn Vigmundsdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför Sigurðar verður gerð frá Lágafellskirkju í dag kl. 14. Kristján Magnússon lést 11. apríl sl. Hann fæddist 20. nóvember 1923 á Innri-Bakka í Tálknafirði, sonur hjónanna Magnúsar Péturssonar og Bjargar Guðmundsdóttur. Kristján hlaut meistararéttindi í húsasmíði árið 1950. Siðustu 13 árin hefur hann starfað sem verkstjóri trésmíðaverk- stæðis Flugleiða, áður Flugfélags íslands. Eftirlifandi eiginkona hans er Gyða Jóhannsdóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Útför Kristjáns verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13.30. Útför Andrésar Eyjólfssonar, fyrr- verandi bónda og alþingismanns, Síðumúla i Hvítársíðu, verður gerð frá Síðumúlakirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14. Sætaferð verður kl. 10.30 frá Umferðarmiðstöðinni með við- komu í Borgarnesi. Hallbjörn Jónsson pípulagninga- meistari, Barónsstíg 25, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. apríl kl. 10.30. Útfór Jóns H. Árnasonar frá Steinnýjarstöðum fer fram frá Lang- holtskirkju föstudaginn 18. apríl kl. 15. Sigríður Jónsdóttir, fyrrum hús- freyja að Lundi í Lundarreykjadal, til heimilis að Heiðargerði 5, Akra- nesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 8. apríl sl. Sigríður fæddist að Drag- hálsi 24. ágúst 1916. Eftirlifandi íff ¦¦ "2 n AMC=& Jeep. 8 aama % Verkstæðið minnir á: Sumarannir eru í nánd. Pantið tíma fyrir bílinn og fyrirbyggið óþörf vandræði. SÍMI77200 ECILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4 Sími 77200 (Q "¦ ¦ ¦ eiginmaður hennar er Gísli Bry- njólfsson, fyrrverandi bóndi að Lundi. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Kveðjuathöfn um Sigríði fer fram frá Lundarkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 11 f.h. en útför hennar verður gerð sama daga kl. 14 frá Hallgrímskirkju í Saurbæ. Páll Björnsson hafnsögumaður lést í Landakotsspítala 15. apríl. Soffía Vagnsdóttir frá Hesteyri and- aðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. apríl. Sigurður Jónsson, Melabraut 57, Seltjarnarnesi, andaðist í Landa- kotsspítala 16. apríl. Dýrleif Ólafsdóttir, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri ll.þ.m., verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 13.30. Sigurlaugur Jón Sigurðsson bifreið- arstjóri, Ausiurbrún 4, andaðist í Vífilsstaðaspítala 6. apríl. Jarðarför- in hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þórunn Jóhannesdóttir, Kleppsvegi 8, sem lóst 9. apríl sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fóstudag- inn 18. apríl nk. Athöfnin hefst kl. 13.30. Guðmundur Guðmundsson frá Fremri-Gufudal, síðast vistmaður á Hrafnistu, Reykjavík, verður jarð- sunginn í Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 17. apríl, kl. 13.30. Haraldur Eiríksson, rafvirkjameist- ari frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fóstudaginn 18. apríl kl. 15. Útvarp Sjónvarp Ymislegt Námsmeyjar - Löngumýri veturinn '65-'66. Hafið samband í tilefni 20 ára af- mælis við eftirtaldar: Viddý s. 74800, Elfa s. 622269, Dóra s. 82896, Bllen s. 671028 eftir kl. 20 sem allra fyrst. Feróafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 20. apríl 1) kl. 10.30 skíðaganga, Stíflisdalur - Kjölur - Fossá. Ekið að Stíflisdal og gengið þaðan um Kjöl og komið niður hjá Fossá. Verð kr. 400. 2) kl. 13 Gamla þjóðleiðin frá Vindás- hlið að Fossá. Gengið austan Sand- fells um Seljadal og Fossárdal. Verð kr. 400. Brottför frá Umerðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Kvöldvaka þriðjudag 22. apríl. Þriðjudaginn 22. apríl verður síð- asta kvöldvaka vetrarins í Risinu, Hverfisgötu 105, og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Hallgerður Gísladóttir og Árni Hjartarson fialla um í máli og myndum „manngerða hella á ís- landi". Myndagetraun sem Tryggvi Hall- dórsson annast. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir, félagar og aðr- ir. Aðgangur kr. 50. Veitingar í hléi. Almennur félagsfundur. Almennur félagsfundur verður haldinn í Risinu, Hverfisgötu 105, laugardaginn 26. apríl og hefst kl. 13.30 stundvíslega. Rætt um starf Ferðafélags íslands. Fararstjórar Ferðafélagsins sérstaklega beðnir um að mæta. Fundir Aðalfundur kvenfélagasambands Kópavogs verður haldinn í félagsheimili Al- þýðuflokksins að Hamraborg 14 C, Kópavogi laugardaginn 19. apríl kl. 9.30 f.h. Opinn fundur hefst kl. 14. Fundarefni: iæknir og eðlisfræðing- ur flytja erindi er ber yfirskriftina: Kjarnorkuvá. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur fund fímmtudaginn 17. apríi kl. 20.30 í safhaðarheimilinu Bjarn- hólastíg 26. Meðal fundarefhis er upplestur sr. Jóns Kr. Isfeld. Kvik- myndasýning. Helgistund sr. Þor- bergur Kristjánsson. Kaffiveitingar. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nýir félagar velkomnir. Aðalfundur Útivistar verður í kvöld, fimmtudaginn 17. apríl, kl. 20, að Hótel Esju, 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Aðeins skuldlausir félagar fá aðgang. Árs- gjald 1985 er hægt að greiða við inngang. Fjölmennið. Næstu helgarferðir 1. Fimmvörðuháls, gönguskíðaferð. Gengið á Eyjafiall og Mýrdalsjökul. 4 dagar, 24.-27. apríl. 2. Sumri heilsað í Þórsmörk 25.-27. apríl. Gist í Úti- vistarskálanum í Básum. Uppl. á skrifstofunni, Lækjargötu 6a, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Ættfræðifélagið Félagsfundur verður haldinn að Hót- Ólafur Þórarinsson, bóndi og hljóðfæraleikari: Dauðlangar einstöku sinnum að kíkja Það eru orðin nokkur ár síðan ég horfði á sjónvarp af einhverju viti því ég er alltaf svo önnum kafinn að ég gef mér svo til aldrei tíma til að setjast við skjáinn. Ætli það sé ekki svo með marga bændur sem hafa fjárfest eitthvað á síðustu árum að þeir hafa orðið að vinna myrkr- anna á milli. En þó ég sé upptekinn allar kvöldstundir, bæði i hljómsveit og stúdíói og í fjósinu, veit ég svo sem af þessu tæki, sjónvarpinu. Maður heyrir öðru hvoru um þætti sem ef til vill hefði verið gaman að sjá, fólk er talandi um þetta, það fer ekki fram hjá neinum þó ég forðist yfirleitt að lesa dagskrárkynningu, hún veldur engu nema leiðindum. Einstöku sinnum dauðlangar mig að kíkja. Það eru þá helst músík- þættir og íslenskir skemmtiþættir fyrir utan náttúrlega fréttir. Reyndar gerist það að ég sjái brot af fréttat- íma og ef það er eitthvað fleira þá er ég mjög jákvæður og læt mér vel líka. En það gleymist samt fljótt, ég þurrka yfir og pæli ekki í því sem ég sá, þetta er svo lítill liður í lífinu hjá manni. Hins vegar hef ég stundum útvarp- ið á í fíósinu, aðallega rás eitt til skamms tíma, en hef stillt meira á rás tvö að undanfornu vegna þess að ómögulegt er að fylgjast með að einhverju gagni. Annars líkar mér yfirleitt ágætlega við báðar rásirnar. el Hofi, Rauðarárstíg 18, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Dagskrá: er- indi, Jón Gislason fjallar um kirkjubækur Reykjavíkur og upphaf ritunar þeirra. Félag Sauðfjárbænda í Árnes- sýslu stendur fyrir fundi í kvöld, 17. apríl, í Inghóli á Selfossi. Þar verður fjallað um samstarf sauðfjárbænda og neyt- enda. Við undirbúning fundarins hefur verið haft samstarf við stjórn Neytendafélags Suðurlands og er annar frummælendanna, Kristín Stefánsdóttir hússtjórnarkennari, valinn af henni. Hinn málshefiand- inn er dr. Sigurgeir Þorgeirsson sauðfjárræktarráðunautur. Fundur- inn er öllum opinn og er það von fundarbjóðenda að neytendur og sauðfjárbændur noti tækifærið til að skiptast á skoðunum um það hvernig haga beri framleiðslu sauðfiárafurða til að þóknast neytendum. Aðalfundur félags sauðfiárbænda í Árnessýslu verður haldinn á Borg í Grímsnesi mánudagskvöldið 21. apríl. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður þar fjallað um ýmis hagsmunamál sauðfjárbænda, svo sem greiðslur fyrir sauðfjárafurðir, fullvirðisrétt, mat á kjöti, varnir gegn riðuveiki og ólöglegan inn- flutning á kjöti. Báðir fundirnir hefjast kl. 21. Stofnfundur félags áhuga- manna um bókmenntir verður nk. föstudag, 18. apríl. Félag- inu er ætlað að standa fyrir regluleg- um bókmenntafyrirlestrum hér á landi og fá til þess innlenda sem er- lenda fyrirlesara. Er von þeirra sem að fundinum standa að félagið geti eflt bókmenntaumræðu á iandinu með því að kynna það sem best og nýjast er að gerast á vettvangi bók- mennta og bókmenntafræði utan lands sem innan. Stofhfundurinn verður haldinn í Árnagarði, hugvís- indahúsi Háskóla íslands, stofu 308, og hefst kl. 17. Tónlist Gítarleikarinn Torvald Nilsson Dagana 13.-23. apríl mun sænski gít- arleikarinn Torvald Nilsson dveija hér á landi og halda tónleika á nokkrum stöðum auk þess sem hann mun halda námskeið. Torvald Nilsson lauk námi í gítar- leik og kennslufræðum við Tónlist- arháskólann í Malmö 1971 og stundaði síðan framhaldsnám í Stokkhólmi. Hann hefur kennt gítar- leik, kammermúsík, útsetningar o.fl. í Helsingborg og á árlegum sumar- námskeiðum m.a. með Per-Olof Johnson. Hann hefur haldið fiölda tónleika, bæði sem einleikari og í kammermúsík, og einnig konsert- fyrirlestra um gítarinn og skyld hljóðfæri og tónlist fyrir þau. Auk þess hefur hann komið oftsinnis fram í útvarpi og sjónvarpi og gefið út nótnabækur hjá Carl Gehrmans Musikförlag í Stokkhólmi. Fimmtudaginn 17. april verða tón- leikar í Borgarnesi. Föstudaginn 18. apríl og lailgar- daginn 19. apríl verður hann með „Master Class" fyrir nemendur Tón- skóla Sigursveins. Sunnudaginn 20. apríl kl. 15.00 verða tónleikar í Gerðubergi. Mánudaginn 21. apríl kl. 20.30 verða tónleikar í Norræna húsinu. Þriðjudaginn 22. apríl heldur Tor- vald Nilsson „Master Class" fyrir nemendur úr tónlistarskólum Kefla- víkur og Njarðvíkur og tónleikar verða um kvöldið i Njarðvíkurkirkju kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna verður tónlist allt frá 17. til 20. aldar fyrir bæði gítar og altgítar eftir tónskáld frá ýmsum löndum, m.a. Italíu, Spáni og Englandi. Tónleikar á Akureyri Brynhildur Asgeirsdóttir, píanónem- andi við Tónlistarskólann í Reykja- vík, leikur á tónleikum í sal Tónlistarskólans á Akureyri í dag, fimmtudaginn 17. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Brynhildur tekur bæði burtfararpróf og píanó- kennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík á þessu vori. Píanókenn- ari bennar er Jónas Ingimundarson. Hún leikur 3 sónötur eftir Scarlatti, Barcarola op 26 og Imromptu op 34 eftir Fauré, Les Adieux sónötuna eftir Beethoven, Idylie og Vals- Scherzo eftir Chabrier og sónötu í d-moll eftir Prokofieff. Aðgangur er ókeypis. Heimkoma Einars Kuklara tilefni tónleika I kvöld heldur hljómsveitin Kukl tónleika í Roxzý við Skúlagötu. Tón- leikar þessir eru haldnir í tilefhi af stuttri heimsókn Einars Arnar söngvara til landsins. Tilgangur Ein- ars með þessari heimsókn var að taka þátt í gerð poppdagskrár sjónvarps- ins, sem gengur undir nafninu Rokkarnir geta ekki þagnað. Aðrir liðsmenn Kuklsins koma einnig fram í þessum sama þætti. Tónleikar Kuklsins í Roxzý í kvöld verða þeir síðustu að sinni. Einar er á útleið og Björk söngkona tekur sér barns- eignarfrí. Sökum þessa verða tón- leikarnir framúrskarandi veglegir, bæði hvað snertir tónlistina sjálfa og svo umhverfi staðarins. Tónleikar kórs Menntaskólans við Sund Kór Menntaskólans við Sund heldur tónleika í Langholtskirkju föstudag- inn 18. apríl kl. 20.30. A efhisskrá eru ýmis innlend og erlend lög. Stjórn- andi kórsins er Þóra Fríða Sæ- mundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.