Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 17. APRIL 1986. Utlönd Svetlana farin til USA Svetlana, dóttir Jósefs Stalíns, fór frá Moskvu í gær áleiðis til Bandaríkjanna með viðkomu í Sviss. Flaug hún með svissnesku flugfélagi, en lokaáfanginn er Chicago. Búist er við því að hún hafi skamma viðdvöl i Bandaríkjunum áður en hún sest að hjá Olgu dótt- ur sinni í Bretlandi. Olga kom til Bretlands í fyrradag til að hefja skólagöngu að nýju i sínum gamla skóla, Saffron Walden i Austur- London. - Hinn bandaríski faðir hennar, William Peters, var fjórði eiginmaður Svetlönu. Þær mæðgur höfðu búið í Tblisi í Georgíu síðan þær sneru aftur til Sovétríkjanna í nóvember 1984, en þá hafði Svetlana búið á Vest- urlöndum i sautján ár. Landflótti hennar frá Sovétríkjunum 1967 vakti heimsathygli á sínum tíma. - Sömuleiðis hafði það vakið mikla athygli þegar hún sneri aftur til Sovétríkjanna og endurheimti sin fyrri borgararéttindi. Gromykoá sjúkrahús Forseti Sovétríkjanna, Andrei Gromyko, liggur á sjúkrahúsi vegna inflúensu að sögn sovéskra embættismanna. Gromyko, sem er 76 ára orðinn, ætlaði að hitta norsku þingnefndina að máli en hún átti í staðinn fund með vara- forsetanum, Vladimir Orloff, í staðinn. Gromyko er einn af fáum úr gamla valdaliðinu í Kreml sem haldið hefur velli eftir valdatöku Gorbatsjovs. Hann sást í opinberri heimsókn í Sverdlovsk í síðustu viku, en gat ekki verið á flugvell- inum í Moskvu í gær til þess að kveðja Gorbatsjov sem þá lagði upp í heimsókn til Austur-Berlín. Eldgos í St. Helens St. Helens eldfjallið i norðvest- urhluta Bandaríkjanna sendi í morgun út í loftið frá sér gufu, gas og ösku, svo að strókurinn stóð 7.600 metra upp i loftið. Eldfjallið, sem varð sextíu manns að bana í gosi í mai 1980, hefur síðan verið til friðs. Einhver titringur mældist á jarðskjálfta- mælum í nótt en annars er ekkert sem bendir til þess að meiriháttar gos sé í aðsigi. ffiffll enda frábærar myndir - eru væntanlegar á myndbandaleigur í dag. NIGHTSHIFTOÐALFEÐRANNATHETOUGHEST MANINTHEWORLDTHUNDERALLEYTHEGREATGOLDSWINDLE \AARNER HOME VIDEO Togttíxt thtyímgomgtn T.-fir |M .ift'pJVoft HtCHTSHlFr the'Ioughest MANINTHEWORLD m TöúanESt wah m the mmta $*** Mr. t« shíhse BauswœR !>*!*,<* JHW-- ÍAJÖ15TER -íHÆWffl) A.6ltn»M «**«.»* fc,VlWÍ ST 80M) ¦- MMmnSmk ^¦é^Kimemítt>t^Kmms ¦¦¦.:¦-. :::: "•"-¦"'-:--r-—j.....¦"¦¦'-; ^-SWW-T"—¦"- ¦--¦---,- ¦jtÍt';'Siii /i '..; Nightshift Sprenghlægileg grímnynd með vinsælustu gaman- leikurunum vestanhafs. í aðalhlutverkum svo sem: Shelley Long (leikur Díönu í Staupasteini), Michael Keaton {leikur aöalhlutverkid í Johnny Dangerously) og Henry Winkler (þekktastur fyrir aÖ leika the Fonz í Happy Days). Bráöskemmtileg mynd, sem allir veröa •aö sjá og ekki nú neitt múöur. Óðal feðranna Ein besta og jafnframt umdeildasta íslenska myndin til þessa. í myndinni er sagt frá hokri til sveita þar sem ofríki kaupfélagsins fer ekki milli mála. Hér sjáum við íslenskt þjóðlíf í hnotskurn meö ulheyrandi mannlífs- lýsingum. Þetta er í einu orði sagt frábær mynd. The Thoughest Man in the World Bruise Brubarker (Mr. T) er fyrrverandi landgöngu- liði, sem hefur eytt frístundum sínum í aö hjálpa vandræðaunglingum. Þegar á að loka félagsheimili þeirra, vegna peningaskorts, eru góð ráð dýr. Til að komast yfir peninga tekur hann þátt í keppni um nafn- bótina „sterkasti maður heims". (Margir muna eflaust eftir Mr. T í Rocky III.) Thunder Alley Stórkostleg mynd sem segir frá tveimur vinum, sem lifa og hrærast í heimi tónlistarinnar. Eftir því sem velgengnin vex magnast freistingarnar sem verða á vegi þeirra. Þetta er 1. flokks mynd, sem fær okkar bestu meömæli, enda mynd sem enginn verður svik- inn af að sjá. The Great Gold Swindle í þessari stórgóðu, áströlsku spennumynd fer saman hnyttinn húmor og spennandi söguþráður sem fær áhorfendur til að gleyma stund og stað. Þessí mynd er kennslubókardæmi um það hvemig á að fram- kvæma hinn fullkomna glæp - næstum því. Mynd sem enginn má verða af. Látið þessar myndir ekki fara fram hjá ykkur, spyrjið eftir þeim á myndbandaleigum næst ykkur. ALLAR MEÐISLENSKUM TEXTA Leikið rétla leikinn-takið mynd MTErTJ Tefli hf. Einkaréttur á Islandi fyrir Warner Home Video ffl Síðumúla 23, 108 Reykjavík rr 91-68 62 50 / 68 80 80 Cherokee Wagoneer ; riAMCIJeep ! EGILL VILHJALMSSON HF. Cherokee 2ja dyra frá kr. 950 þús. Cherokee 4ra dyra frá kr. 1.050 þús. Wagoneer frá kr. 1.200 þús. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 AMC brautryðjandl í 4x4 Getum útvegað nokkra bíla með stuttum fyrirvara^^r^g^ .^\> e^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.