Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1986. Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Þrjár milljónir króna á borðið Lítt þekktur athamamaður, Helgi Þór Jónsson, sem er að byggja Hótel örk í Hveragerði, varð í gær stærsti hluthafi Arnarflugs er hann stað- greiddi 43,7 prósent hlut Flugleiða. Helgi Þór hitti Flugleiðamenn að máli í hádeginu, reiddi fram þrjár milljónir króna og gekk út með hluta- bréfin. Flugleiðir hafa þar með losað sig við öll ítök sín í Arnarflugi. Flugleiðir áttu 57,5 prósent hlut á árunum 1978 til 1981 er félagið varð að selja 17,5 prósent hlut til starfsmanna Arnar- flugs vegna skilyrðis stjórnvalda fyrir ríkisábyrgð. Við hlutafjáraukningu - og Helgí Þór Jónsson varð í gær stærsti hluthafí Amarflugs árið 1984 óx hlutur Flugleiða úr 40 prósentum upp í tæp 44 prósent. Nafnverð hlutabréfa Flugleiða í Arnarflugi var um 21 milljón króna. Helgi Þór Jónsson bauðst í fyrradag til að kaupa þau fyrir um 14 prósent nafnverðs eða þrjár milljónir króna. Fyrir lá boð níu fyrirtækja og ein- staklinga, aðallega í ferðaþjónustu, um að kaupa ný hlutabréf í Arnarflugi fyrir 60 milljónir króna gegn því skil- yrði að gömlu hlutabréfin yíðu færð Helgi Þór Jónsson rennismiður, stærsti hluthafinn í Arnarflugi. niður í tíu prósent af nafhverði eða seld á því verði. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, sagði í gær að tilboð Hótel Arkar í Hveragerði hefði gilt til klukkan 11.30 í gær. . „Við urðum að taka ákvörðun. Við tókum hærra tilboðinu," sagði Sigurð- ur. Hinn nýi hlutahafi Arnarflugs, Helgi Þór Jónsson, komst lítillega í fréttirn- ar í haust er hann hóf að reisa stærðar lúxushótel í Hveragerði. Hótelið hefur risið ótrúlega hratt upp, er fyrir nokkru orðið fokhelt og verður trú- lega opnað í lok næsta mánaðar. Helgi Þór er 41 árs gamall renni- smiður að mennt. Hann er verktaki að atvinnu. Eitt helsta verkefni hans undanfarin ár hefur verið viðhald á byggingum álversins i Straumsvík. Hann rekur vélaleigu og á meðal ann- ars stærsta kranabíl á landinu. Helgi Þór er eini eigandi Hótel Ark- ar. Meðal manna gekk sú spurning í gær, þegar fréttist um kaup hans á Arnarflugsbréfunum, hvernig hann hefði eignast peninga fyrir þessu. „Hann hefur unnið fyrir þessu sjélf- ur," sagði eiginkona hans, Sólveig Sigurgeirsdóttir. „Það hafa margar sögur verið í gangi. Til dæmis sú að einhverjir út- lendingar væru í þessu með honum. Hann hefur verið hjá álverinu og ein sagan hefur verið sú að álverið hlyti að vera í þessu," sagði Sólveig og vis- aði þessum sögum á bug. -KMU DV-mynd PK ^-v l DUXl 1 HUooUvJI N DUGGUVOGI 2 - Sími 34190 - REYKJAVÍK Rýmingarsala á húsgagnaáklæði, kögri, leðurbútum og leðurafklippum í poka. 3 1 <* 1 la 1 > 1 ¦. . ¦u H 5» hbr" I^SSŒ^^ V-------1 ^^ .....am.......... Opið föstudag frá kl. 9-12 og 1-6, laugardag kl. 10-4. ER ÞETTA EKKI . RÉTTA SPOLAN FYRIR ÞIG Ótvíræð gæði nýju PANASONIC VHS mynd- bancfóspólunnar gera hana að fyrsta valkosti allra VHS tækja eigenda. Hver vill ekki meiri gæði? Kynningarverð á 3ja tíma VHS spólu með upptökubónus, 3 spólur í pakka á aðeins | 595.- kr.spólan. 'JAPIS BRAUTARHOLT 2 SlMI 27135

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.