Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1986, Side 34
Dægradvöl 34 DV. FIMMTUDÁGUR 17: ÁPRÍL 1986. Dægradvöl Dægradvöl Dægradvöl „Já, þarna losnaði handfestan, sem ég hélt að væri sæmilega traust, en ég var nýbúinn að koma hnetu fyrir í sprungu og hún hélt eins og til var ætlast,“ sagði Hermann Valsson, fjallakliíran og félagi í Alpaklúbbn- um, þegar hann hafði fast land undir fótum eftir nokkurra mannhæða fall úr kletti í Jósepsdal. „Menn leika sér auðvitað ekki að því að hrapa svona. Samt tryggir útbúnaðurinn, sem við erum með, nokkuð vel að við sleppum ólemstr- aðir þótt eitthvað beri út af,“ heldur Hermann áfram þegar hann er búinn að jafna sig. „Ég er líka þónokkuð hrifinn af þessari hnetu þinni, Hösk- uldur," bætir hann við og beinir orðum sínum til félaga síns. Góðar hnetur en óætar Hnetumar em eitt af þvi fjölmarga sem fjallamenn hafa með í farteskinu þegar klifur í klettum er á dag- skránni. Fljótt á litið em þetta afskaplega vesaldarleg og ótraust- vekjandi verkfæri. Hnetan, sem varð Hermanni til bjargar, er ekki nema tveggja til þriggja sentímetra langur jámbútur, festur við bandspotta. Fæstir vildu trúlega eiga líf sitt und- ir svo lítilfjörlegum hlut. Klifrarar renna hnetunum í sprungur, sem verða á vegi þeirra í klettunum, og festa við þær kaðalinn sem ávallt er með í för. Félaginn sér síðan um að tryggja festu á ömggum stað. í raunvemlegt klifur fara menn sjaldan einir. Þó em til þeir menn sem kjósa það heldur. Þá tryggja þeir fyrst ömgga festu á jafnsléttu og láta hana koma í staðinn fyrir aðstoðarmann. Verði þeim sem í berginu er það á að missa hand- eða fótfestu þá fellur hann ekki lengra niður en sem svar- ar því sem hann var kominn upp fyrir hnetuna - það er að segja ef hnetan heldur. En það er af Hermanni að segja að hann klifraði aftur upp í bergið - enda hættur við að fara upp á þess- um stað vegna þess að bergið slútti of mikið fram yfir sig - og kallaði g síðan til okkar sem stóðum á jafh- sléttu með hjartað í buxunum: „Ef ég hrapa núna þá er það bara far vel frans!" Hann hrapaði ekki og við héldum áfram upp á við. Aðallega fyrir sálarlífið Á næstu syllu er tími til að ræða um lofthræðslu. Hermann viður- kennir að lofthræðslan herji oft á klifrara. Við sjáum ekki ástæðu til að rengja það. „Það fer að segja til sín á sálarlíf- inu þegar langt er síðan festu var síðast komið fym- í berginu," segir Hermann og lætur sig engu skipta þótt síðasta festa hafi reynst haldgóð fyrir fleira en sálarlífið. „Staðreynd- in er að menn róast við að vita af einhverri festu, jafnvel þótt hún sé léleg." Á þessum árstíma er klettaklifur talið varasamt. Nú er frost að fara augabragði hvort þessi eða hin fest- an sé nægilega góð. Þetta er eitt af því sem gerir fjallaklifur spennandi. Klifrarinn verður að læra að bregð- ast rétt við aðstæðum sem hann hefur ekki kynnst áður. Ef aðstæður eru rangt metnar getur háskinn tek- ið við. Fjallamenn eru sammála um að aðstæður til klettaklifurs séu ekki ákjósanlegar hér á landi. Að vísu er nóg til af klettunum en bergið í þeim flestum er óhentugt til klifurs. Yfir- leitt er það of laust í sér. Aðstæður til ísklifurs eru sýnu betri en þær eru leiðinlega forgengi- legar. Á góðu vori er borin von að finna nothæfan ísvegg nema þá í hæstu fjöllum. Nær byggð eru klett- amir auðir og því ráðlegast að geyma ísaximar og mannbroddana heima til næsta vetrar. Móbergið leiðinlegt Þeir félagar, Hermann og Hösk- uldur, völdu sér móbergsdrang til að sýna okkur, sem kjósum helst slétt malbikið, hvemig best er að bera sig að í lóðréttum veggjum. Móbergið er mjög gljúpt og laust í sér. Á móbergsklettum er einnig laus malarsalli sem gerir það skreipt og varasamt á að stíga. Móbergið hefur þó þann kost að auðvelt er að reka í það fleyga. Öflugir ísfleygar duga oft rétt eins og verið væri að beija þá í klaka. Vandinn er aftur á móti sá að festan er ekki alltaf eins og best verður á kosið. Hneturnar, sem fyrr var rætt um, reynast yfirleitt ekki vel í mó- bergi. Það vill molna út frá þeim í morknu berginu. Hnetan hans Höskuldar reyndist þó vel þegar til kastanna kom. Yfirleitt reyna klifrarar að finna það sem þeir kalla „náttúmlega festu“. Þá er bandi bmgðið um steinnibbu eða hnullung, nægilega stóran til að taka við þunga manns eftir nokkurra metra fa.ll. Þessar festur em þó ekki alltaf við höndina þeg£U" á þarf að halda og þá em það fleygamir og hneturnar sem verða að duga. Líflína Við klifur vinna minnst tveir sam- an. Klifraramir skiptast á um að fara hvem áfanga sem aldrei er hafð- ur lengri en 45 metrar. Það er sú lengd kaðla sem fjallgöngumenn nota oftast. Áfangamir em þó oft styttri þegar þannig stendur á. Yfir- leitt velja menn sér áfangastað á hentugum syllum eða öðrum stöðum þar sem góða fótfestu er að fá. Sá sem fyrr fer i bergið kemur fest- unum fyrir með reglulegu millibili. Ekki þykir rétt að láta lengra vera á milli þeirra en svo sem 6 til 8 metra. I festumar er spottinn þrædd- ur. Sá sem fast land hefur undir fótum tryggir góða festu hjá sér til að sá sem í klifrinu stendur geti treyst því að hann falli ekki alla leið til jarðar ef hann missir fótfestuna. Og svo sagði skáldið að eiginlega væri ekkert bratt, aðeins mismunandi flatt! úr jörðu og þá losnar um grjót sem vetrargaddurinn hefur sprengt úr berginu. Það er þó ekki fyrr en þiðn- að hefur að fullu sem kemur í ljós hvaða nibbur em lausar og hverjar fastar. Þannig vsir með steininn góða sem Hermann festi hönd á. Við átak- ið brotnaði hann frá berginu og skoppaði niður klettinn á eftir Her- manni. Vanir menn heyra það á gijótinu hvort það er fast eða ekki. í lausu gijóti kveður við holur hljómur þeg- ar bankað er á það með hendi. Þegar bergið er ekki að fullu þiðnað getur klakinn þó blekkt menn og veilan í berginu lætur ekki í sér heyra þótt barið sé á. Oft verður líka að notast við „sæmilega fasta steína" til að hefja sig upp á og treysta þvi að þeir haldi á úrslitastundu. Stundum er hægt að þrýsta steininum niður í farið sitt og láta þá festu duga. Er steinninn laus? í fjallaklifrinu er sjaldan að finna skólabókardæmi um aðstæður. Það em oftast undantekningamar sem fjalhimenn verða að glíma við. Því verður að taka áhættu og meta á Handfestan gaf sig en hnetan í berginu hélt - og Hermann Valsson slapp ómeiddur úr nokkurra mannhæða falli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.