Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. 19 Menning Menning Menning Menning SLAGVERK Nokkrar hljómplötur frá sænska útgáfufyrirtækinu Caprice hafa legið hjá mér í nokkum tíma og skal nú ekki beðið stundinni lengur að láta þeirra getið. Berwaldkvartettinn er ekki gamall í hettunni, stofhaður 1979. Í honum eru bæði norskir og sænskir tónlistarmenn sem eiga það sameigin- legt að hafa spilað saman í Bergen og stundað nám við tónlistarháskólann í Köln. Gösta Nystroem er ásamt Hilding Rosenberg einn af frumkvöðlum í sænskri nútímatónlist. Hann dvaldi lengi í París meðan hann var að gera upp við sig hvort hann ætlaði að verða myndlistarmaður eða tónskáld. Tón- skáldið sigraði og Nystroem hélt, heim til Svíþjóðar með koffort fullt af nót- um, þ.á m. að tónlist fyrir strengja- kvartett. Koffortið hvarf á leiðinni og þar með áhugi Nystroems á strengjakvartett- um. Eftir það samdi hann nær ein- vörðungu verk fyrir stærri hljómsveit- ir. Það var ekki fyrr en á sjötta áratugnum að hann fékkst til að skrifa aftur fyrir strengjakvartett og árang- urinn heyrum við á þessari hljómplötu. Aflmikið og ágengt Strengjakvartett Nystroems er afl- mikið verk og ágengt. Tónklasar hrannast upp og greinast í sundur í miklum átökum. Það er eins og tón- skáldið sé í sifellu að reyna á þanþol tónlistarinnar, leita út fyrir hana, enda er lokakaflinn merktur „visionario". Á miðjum sjöunda áratugnum fund- ust í Vínarborg áður óþekkt verk eftir meistara Anton Webem. Þar á meðal var tónlist fyrir strengjakvartett, en áður höföu menn haldið að eitt þekkt- asta verk hans, „Fimm kaflar fyrir strengjakvartett", væri nær einstakt meðal tónsmiða hans. Umræddir fimm kaflar, sem Berwald kvartettinn spilar hér, eru örstuttir, annaðhvort mjög hægir eða mjög hraðir, og þótt stuttir séu em þeir afar blæbrigðaríkir. Áke Hermanson er meðal þekktustu tónskálda Svía í dag. Eins og margir sænskir framúrstefhumenn í tónlist, var hann nemandi Hildings Rosenberg og byrjaði tónskáldaferil sinn með verki fyrir orgel sem flutt var árið 1951. Það tók Hermanson hins vegar meira en þrjú ár að semja þetta 15 mínútna verk fyrir strengjakvartett sem á plötunni er. „Lyrisk metamor- fos“ er ákaf't, verk en þó ekki ómstritt. Það er í einum kafla sem greinist í breytilegar einingar og hvert hljóðfæri tekur við af öðm uns þau mætast með vaxandi styrk. Öll þessi verk leikur Berwaldkvart- ettinn bæði af alúð og tilheyrandi ástríðu, eftir því sem mín eyru segja mér. Tvöfaldur taktur Svíar eiga nokkrar afburða góðar slagverkshljómsveitir, þ.á m. Malmö Slagverkssveitina, Kroumata og síðast en ekki síst Slagverkssveit Stokk- hólms. Þótt síðastnefhda sveitin hafi notið mikillar hylli meðal áhuga- manna um nútímatónlist allt frá stofnun, 1972, hefur hún ekki gefið út hljómplötu fyrr en nú. Sveitin hefur kynnt sér slagverks- tónlist um allan heim og er því vel í sveit sett að flytja verk eftir alþjóðlega þenkjandi tónskáld. Á þessari plötu em verk eftir franska tónskáldið Maurice Ohana sem fæddur er í Mar- okkó, Svíann Torbjöm Iwan Lund- quistj spánska tónskáldið Xaver Benguerel og „sænska Ungveijann" Miklos Maros sem margir íslendingar þekkja. Tónlist fjórmenninganna ber nokkur merki uppruna þeirra. í verki Ohanas má fiima hinn svokallaða „tvöfalda takt“, sem er sérstaklega einkennandi fyrir afríska tónlist, en þeir Lundquist og Benguerel fylgja í stórum dráttum módemískri tónlistarhefð í Evrópu sem þeir yfirfæra á slagverk. Verk Miklos Maros dregur hins vegar dám af elektrónískri tónlist, enda hefur hann samið nokkur verk af því tagi. í Slagverkssveit Stokkhólms er val- inn maður í hveiju rúmi og er með ólíkindum hve mörg hljóð meðlimir Ellen Lang. Harla góður - ef Flutningurinn tókst í heild nokkuð vel, en þó vom veikir punktar í leiknum. Þetta er til dæmis ein af óskasinfóníum lúðurþeytaranna og þótt flest tækist blikkinu að gera sómasamlega þetta kvöldið, einkan- lega homa- og trompetleikurum, þurftu ýmsir að bregðast og þá auð- vitað á þeim stöðum sem teknir em úr þessari sinfóníu og sérprentaðir i þeim skólabókum fyrir lúðurþeytara sem „orkesturstúdíur" nefnast. Og ekki vom blásarar einir um að sýna á sér veiku hliðamar. Strengir vom oft illa samtaka í pizzicato og spiluðu stundum fiirðu gróft. Allt fannst mér þetta heldur til ama, ekki síst fyrir það að á hinn bóginn heyrðist svo margt gott líka og hefðum við losnað við að heyra ambögumar býst ég við að flutningurinn hefði þótt harla góður. En alltént fengum við þó loksins að heýra norræna músík aft- ur á tónleikum í Reykjavík. EM sveitarinnar ná að töfra fram í slag- verkinu. Þetta er hljómplata til að hlusta á þegar vorregnið bylur á gluggum. Loks langar mig að geta um aðra hljómplötu þar sem Gösta Nyströem kemur aftur við sögu. Á henni er flutt „Sinfonia concertante" fyrir selló og hljómsveit eftir hann, ekki stórbrotið verk en þægilegt áheymar. Á plötunni er einnig viðameira verk, Messa fyrir strengjahljóðfæri eftir Göte Carlid, tónskáld sem lést komungur árið 1953. Carlid hafði nokkra sérstöðu meðal samtímamanna sinna í hópi tónskálda þar eð hann sætti sig ekki við leiðsögn Hindemiths og Schönbergs, sem marg- ir Svíar dáðu á þeim tíma, heldur leitaði sér fyrirmynda í tónlist Debuss- ys, Bergs, jafrivel Varéses. Tónlist Carlids mætti hiklaust kalla expres- sjóníska, jafnvel rómantíska, en tónskáldið skýtur aldrei yfir markið í' tilfinningaríkri tjáningu sinni. -ai Lars Hammarteg, einn af stofnendum Slagverkssveitar Stokkhólms. Styrkið og fegrið líkamann DÖMUROG HERRAR! Ný 4 vikna námskeið hefjast 28. apríl. HINIR VINSÆLU HERRATÍMAR í HÁDEGINU Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöövabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu- böð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Júdódeild Ármanns Á ' | 99 Innritun og upplýsingar alla virka daga Mrmuia oz. w. 13-22 í s.ma 83295. HÖN hefur það a]lt Olympia rafeindaritvélin hefur allt sem hægt er að ætlast til af fullkominni ritvél. Hún er hraðvirk, nákvæm, laufléttog með þaulhugsaðri hagræðingartækni. Hún er í takt við nýjan tíma. Olympia er tvær í einni: Olympia electronic compact 2 rafeindarit- vélina er hægt að tengja sem prentara við hvaða tölvu sem er. E KJARAN ÁRMÚLA22, S(MI 83022,108 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.