Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 29
29 DV. MÁNUDAGÚR 21. ÁPRIL Í986. Glymur í Botnsdal Það fer ekki á milli mála að hvers konar útivist á miklum vinsældum að fagna, hvort sem um er að ræða hestamennsku, veiðiskap, göngu- ferðir, jeppatúra, fjallgöngu, trimm, eða hvað þetta heitir nú allt saman. Og það góða við þetta er að allir geta stundað útivistina, hverjum manni er slíkt hollt og svo hefúr frí- tími fólks aukist hin síðari ár. Það er svo margt sem hægt er að skoða ef maður gefur sér tíma til þess og fátt er skemmtilegra - margt nýstár- legt ber íyrir augu. Við munum fara víða í þessum þáttum um „útivist“ því af nógu er að taka og þetta verð- ur ferðalag um landið okkar og öllum er boðið með. Við erum lagðir í hann og um að gera að klæða sig vel og nesta, ferðalagið gæti orðið langt. Norðan við Hvalfell rennur Botnsá úr Hvalvatni og er hún á sýslumörk- um Kjósarsýslu og Borgarfjarðar og jafnframt skilur hún að Hvalfjarðar- strandarhrepp og Kjósarhrepp. Víða er fallegt þarna og margt að skoða, gefi maður sér tíma til þess. Þá kom- um við að því sem við ætlum að segja frá og skoða, Glym í Botnsdal. Gilið upp frá Stóra-Botni er hvort tveggja i senn, stórhrikalegt og vinalegt mjög. Innst í gilinu fellur fossinn Glymur ofan af Botnsheiðarbrún- inni, en fossinn er 198 metra hár og hæsti foss landsins. Hann er hrika- lega fallegur þar sem hann fellur fram af fiallsbrúnmni. I gilhpmrun- um við fossinn má sjá múkka í þústmdatali og þar eiga þeir sinn griðastað. Vaða má Botnsána i gljúfrinu neð- anverðu og halda upp með að austan og alveg að þar sem fossinn fellur af heiðarbrúninni, en þetta verður að gera með gát. Fyrir ofan Glym taka við Skjálandahæðir og norðan Hvalfells og Botnssúlna er Hval- vatn. Sunnan við vatnið vottar fyrir mannv) starummtírkj um og eru þær í litlum hellisskúta. Þama hafðist Ames Pálsson við á sínum tíma en hann var frægur útilegumaður á 18. öld og var um tíma í slagtogi með Fjalla-Eyvindi og Höllu. I riti sínu um Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar (Árbók Ferðafélagsins 1950) kemst Jón Helgason svo að orði, eftir að hafa lýst Hvalvatni:,, í klettahöfða, sem gengur alveg fram í vatninu, norðaustan í miðju Hval- felli, em fomar rústir manna. Þar haföist Ames útileguþjófur við vetr- arlangt." Það er margt hægt að skoða á þessum slóðum og maður getur Það er tignarleg sjón að sjá hæsta foss landsins steypast niður í hrikalegt gljúfrið. Glymur í Botnsdal. DV-mynd G. Bender Utivist Gunnar Bender hreinlega gleymt sér. Þeir sem ekki hafa séð Glym ættu að láta nú verða af því. Það verður enginn svikinn af þeim göngutúr og lengd göngunn- ar fer eftir því hve langt fólk kýs að aka inn í Botnsdalinn. Leiðin er þó ekki lengri en svo að það er mjög góð gönguferð að ganga alla leið frá Botnsskálanum. G.Bender 1 Sérverslun með SKRIFSTOFUHÚSGÖGIM1 A. GUÐMUNDSSON S3b f VORNAMSKEIÐ 8-10 VIKUR \ * Kennslugreinar: • píanó • harmóníka, • rafmagnsorgel • gítar • munnharpa • blokkflauta • hóptímar og einkatímar. Allir aldurshópar. Innritun daglega. Símar 16239 og 666909, Brautarholti 4. I, Til sölu hjá Vélamiðstöð Kópavogs Tilboð óskast í eftirtalin tæki: 1. Víbró-Werken götuvaltari árgerð 1966. 2. Dynapac götuvaltari árgerð 1977. 3. Litill götuvaltari. 4. Sand-saltdreifari, sem hengdur er aftan á vörubílspall. Upplýsingar um tækin veittar í Áhaldahúsi Kópavogs og í síma 41576 í vinnutíma. Tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. föstudaginn 25/4 1986. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Forstöðumaður. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. SELJAHLÍÐ, VISTHEIMILI ALDRAÐRA VIÐ HJALLA- SEL 1. Sjúkraliðar 2. Starfsfólk í eldhús og borðstofu. Upplýsingar í síma 73633 frá kl. 10-12 alla virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 28. apríl nk. SVÆÐISSTJÓRN MÁL- EFNI FATLAÐRA, AUSTURLANDI Svæðisstjórn óskar eftir að ráða starf. Starfið felst í að setja á stofn og sjá um leik- fangasafn og annast ráðgjafarþjónustu við fatlaða og aðstandendur þeirra. Einnig að veita stofnunum á vegum svæðisstjórnar faglega ráðgjöf. Þar sem um er að ræða nýtt starf verður viðkomandi að geta unnið sjálfstætt. Krafist er félagslegrar- eða uppeldislegrar menntunar. Launakjör eru skv. samningum BSRB og ríkisins. Skriflegar umsóknirskulu berast Svæðisstjórn Austur- lands, Vonarlandi, 700 Egilsstöðum, fyrir 5. maí. nk. þar sem tilgreint er um menntun og fyrri störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri Svæðisstjórnar í síma 97-1833. III Frá skólaskrifstofu 'I’ Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skóla- skrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, sí.mi 28544, mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22. apríl nk. kl. 10-15 þáða dagana. Þetta gildir um þá nemendur, sem flytjasttil Reykjavík- ur eða úr þorginni, koma úr einkaskólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagn- ingar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa, sem flytjast í heild milli skóla að loknum 6. bekk, þarf ekki að innrita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.