Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 40
40 DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. Á- þ Andlát Elín Guðmundsdóttir andaðist 4. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórdis Jónsdóttir Holm, Grenimel 28, lést á Vífilsstaðaspítala 17. apríl. Kolbrún Jónsdóttir, Laugavegi 133, andaðist 18. apríl í Landspítalanum. Helga Lára Óskarsdóttir, Skipholti 14, varð bráðkvödd að heimili sínu 16. þ.m. Fríða Gísladóttir, Hjarðarhaga 46, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 17. apríl. Thor J. Brand, sem andaðist að Hrafnistu 11. apríl sl., hefur að eigin ósk verið jarðsunginn í kyrrþey. Gróa Pálsdóttir, Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, verður jarðsungin frá nýju Fossvogskapellunni þriðju- daginn 22. apríl kl. 13.30. Fríður Guðnadóttir, Leifsgötu 15, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þann 23. apríl kl. 13.30. Sigurbjörn Árnason frá Landakoti, Sandgerði, lést í Borgarspítalanum að morgni 17. apríl. Ymislegt . Ljóstæknifélag íslands: Ástralskur prófessor f kvöld kl. 21 flytur ástralski prófess- orinn WG. Julian erindi á fundi Ljóstæknifélags fslands sem haldinn verður að Hótel Sögu. Erindið nefnir hann: Lýsing fyrir aldraða og sjón- skerta. Fundurinn er öllum opinn. Á undan fundinum kl. 20 fer fram aðal- fundur Ljóstæknifélags íslands. Lýsing fyrir aldraða og sjón- skerta Svo sem fram kom i tengslum við Norræna ljóstæknimótið, sem haldið var í Reykjavík á sl. ári, er í undir- búningi sérstakt átak á Norðurlönd- um til bættrar lýsingar fyrir aldrað og sjónskert fólk. Ljóstæknifélag ís- lands hefur nú fengið einn fremsta sérfræðing á þessu sviði Dr. Warren G. Julian, prófessor við háskólann í Sydney í Ástralíu, til að flytja fræðsluerindi á aðalfundi félagsins og verður það ílutt á ensku undir heitinu The lighting of buildings for the partially sighted. Erindið verður flutt að loknum aðalfundarstörfum félagsins kl. 21 mánudaginn 21. apríl að Hótel Sögu (hliðarsal inn af Súlnasal, 2. hæð). Ljóstæknifélagið væntir þess að sem flestir arkitektar, raftæknimenn, augnlæknar og aðrir sérfræðingar, svo og áhugafólk, sem ber aðbúnað og allan hag aldraðra og sjónskertra fyrir brjósti, sæki þennan fræðslufund en hann er öll- um opinn. Á hausti komanda hefur félagið síðan í hyggju að koma upp sýningu til skýringa á helstu þáttum góðrar lýsingar með sérstöku tilliti til þarfa aldraðra og sjónskertra. Hugmyndin er að sýning þessi verði færanleg, þannig að unnt verði að setja hana upp á nokkrum völdum stöðum. Afmæli Reykjavíkur og heillandi Vestfjarðamyndir meðal efnis í nýju hefti lceland Review 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar er meðal efnis í fyrsta tölublaði Ice- land Review á þessu ári. Ritið er fjölbreytt og ríkulega myndskreytt að vanda. Davíð Oddsson borgar- stjóri ritar ávarpsorð og fylgir þeim myndskreytt grein Solveigar K. Jónsdóttur um Reykjavíkurborg. í tilefni afmælisins er líka þáttur í blaðinu sem ber heitið 24 ástæður þess að Reykjavík er spennandi borg. Eru þær tilgreindar í máli og mynd- um og þykja líklega mörgum for- vitnilegar. Ýmislegt annað efni er að íínna í þessu tölublaði: pistil um kvennafrídaginn, nýja skákdrottn- ingu, ferð Vigdísar Finnbogadóttur forseta til Hollands og Spánar á síð- asta ári og fleira. Ritstjóri og útgefandi Iceland Revi- ew er Haraldur J. Hamar. Fram kemur í þessu hefti að Solveig K. Jónsdóttir og Bernard Scudder gegna nú störfum aðstoðarritstjóra og Páll Stefánsson ljósmyndari er orðinn ritstjóri myndefnis í Iceland Review. Fisklöoaður framtiðarínnar Sjávarfréttir 1. tbl. 1986 er komið út Þar er fjallað um þær miklu breyt- ingar sem fyrirsjáanlegar eru í íslenskum fiskiðnaði á næstu árum samfara aukinni vélvæðingu og sjálfvirkni. „Við erum í raun að tala um verulega skipulagsbreytingu í þessari atvinnugrein sem getur haft víðtæk áhrif á íslenskt þjóðlíf," segir Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri SH, í þessari samantekt Sjávarfrétta um fiskiðnað framtíðarinnar. Þá ritar Sigurjón Arason hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðrins um marningsvinnslu í frystihúsum. Af örðu efni má nefna grein eftir Hrafnkel Eiríksson fiskifræðing um kúfskel, sem fyrirhugað er að heíja tilraunaveiðar á, um fram kemur að veiðanlegi stofninn hér við land skiptir hundruðum þúsunda tonna. Við verðum að reyna allt annað en kvótakerfi, nefnist viðtal við fiski- vinnustjóra Færeyja, sem gerir grein fyrir viðhorfum frænda okkar og næstu nágranna til fiskveiðimála. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur og Sævar Þórarinsson skip- stjóri skiptast á skoðunum um hvort rétt sé staðið að loðnurannsóknum og veiðiráðgjöf, Rósmundur Guðna- son hagfræðingur íjallar um dollar- ann og sjávarútveginn, og Guðjón Ármann Eyjólfsson ritar um NÁV- TEX, öryggistæki fyrir sæfarendur. Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn í félags- heimilinu Safamýri 28 mánudaginn 28. apríl og hefst kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Héraðsvaka 1986 Fyrsti dagur vökunnar er fyrst og fremst helgaður æskunni. Héraðs- vakan hefst á sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 13.30, með íþróttahátíð í Iþróttahúsinu á Egilsstöðum. Íþróttahátíðin er á vegum Alþýðu- skólans á Eiðum, Egilsstaðaskóla, Menntaskólans á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Sama dag kl. 17.00 heldur Tónskóli Fljótsdalshéraðs ár- lega vortónleika sína í Egilsstaða- kirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Að kvöldi sumardagsins fyrsta verður skólavaka í Valaskjálf í um- sjá framhaldsskóla á Héraði og hefst hún kl. 20.30. Nemendur skólanna leggja til skemmtiefni. Auk þess sýn- ir sýningarflokkur Hólmfríðar Jóhannsdóttur „free-style“ dans. Föstudagskvöldið 25. apríl kl. 20.30 hefst fjölbreytt skemmtun Ung- menna- og íþróttasambands Austur- lands í Valaskjálf. Þar verða meðal annars á dagskrá úrslit í spurninga- keppni UlA, einsöngur, félagar í Harmóníkufélagi Fljótsdalshéraðs leika og Mánatrióið syngur. Afhent verða snyrtimennskuverðlaun Menningarsamtaka Héraðsbúa. Laugardagskvöld 26. apríl kl. 21.00 frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshér- aðs í Valaskjálf leikritiðSólsetur eftir Sólveigu Traustadóttur. Dansleikir verða bæði á föstudags- og laugardagskvöld í Valaskjálf. Héraðsvökunni lýkur með síðdeg- isdagskrá í Valaskjálf sunnudaginn 27. apríl og hefst hún kl. 16.00. Verð- ur þar sýnd af myndbandi kvikmynd sem tekin var á Melarétt í Fljótsdal sl. haust og er hún liður í heimilda- sþfnun Menningarsamtakanna. Ármann Halldórsson og Rögnvaldur Erlingsson lesa upp, Mánatríóið syngur og félagar í Harmóníkufélagi Fljótsdalshéraðs leika. Fimm verðlaunahafar í teiknimyndasamkeppni Krabbameinsféiags íslands um hugtakið krabbamein I tengslum við „Fræðsluviku ’86“ á Kjarvalsstöðum, sem opnuð var í janúar sl. voru skólabörn á aldrinum 10 til 12 ára beðin að teikna myndir af einhverju sem þeim dytti í hug þegar þau heyrðu talað um krabba- mein. Mörg hundruð myndir bárust og voru um eitt hundrað þeirra sýndar á sýningunni og hafa verið sendar með henni víða um land, en „Fræðsluvika ’86“ er farandsýning og verður á ferðinni næstu mánuði. Sýningargestir á Kjarvalsstöðum völdu fímm bestu teikningarnar og verða þær og höfundar þeirra verð- launaðir með 5.000 krónum hver. Höfundar verðlaunateikninganna eru: 1. Sigurður St. Konráðsson og Ró- bert Þ. Björgvinsson, Barnaskól- anum í Neskaupstað. 2. Baldvin Kristinsson, Grunnskóla Siglufjarðar. 3. Ingvar ísfeld Kristinsson, Barna- skólanum í Neskaupstað. 4. Freyja H. Ómarsdóttir, Álftanes- skóla. 5. Ásgeir Jónsson, Barnaskólanum í Neskaupstað. Krabbameinsfélagið þakkar nem- endum og kennurum innilega fyrir þátttökuna. Sumarfagnaöur Húnvetninga- félagsins verður í Domus Medica miðvikudag- inn 23. apríl (síðasta vetrardag) og hefst kl. 22. Skemmtiatriði kl. 23. Upplyfting leikur fyrir dansi. Fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofnunar uppeldismála Þriðjudaginn 22. apríl flytur Stefán Baldursson kennslufræðingur fyrir- lestur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldismála er nefnist: Hver eru sérkenni uppeldisfræðilegra rann- sókna? Fyrirlesturinn verður hald- inn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum heimill aðgangur. Ljósmyndasamkeppni, Ijósmyndasýning I tilefni 60 ára aímælis Ljósmyndara- félags íslands fór fram ljósmynda- samkeppni meðal félagsmanna og nema þeirra. Sýning á myndunum fer fram í Listasafni ASl við Grensásveg frá 19. apríl til og með 4. maí. Sýning- in verður opnuð kl. 15 í dag og er opin virka daga kl. 16-20 og um helg- ar kl. 14-22. Námsmeyjar - Löngumýri veturinn ’65-’66. Hafið samband í tilefni 20 ára af- mælis við eftirtaldar: Viddý s. 74800, Elfa s. 622269, Dóra s. 82896, Ellen s. 671028 eftir kl. 20 sem allra fyrst. Tapað-Fundið Páfagaukur fannst Ljósblár páfagaukur fannst við Kópavogsskóla á miðvikudagskvöld- ið sl. Eigandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 45806. Tónleikar Karlakór Reykjavíkur í Hvera- erði kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30 syngur Karlakór Reykjavíkur í Hveragerðiskirkju. Burtfarartónleikar frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur burtfararprófstónleika á þriðjudag- inn 22. apríl kl. 20.30 í sal skólans að Skipholti 33. Brynhildur Ásgeirs- dóttir leikur á píanó lög eftir: Scarl- atti, Fauré, Beethoven Chabrier og Prokofieff. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Söngtónleikar í Fríkirkjunni i Reykjavik Síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl 1986, verða söngtónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Efnt er til þessara tónleika í tilefni afsöngnám- skeiði, sem staðið hefur í Reykjavík frá því 14. apríl síðastliðinn. Kennari er prófessor frú Hanne-Lore Kuhse, Wagner-söngkona frá Berlín, en hún er Islendingum að góðu kunn fyrir kennslu sína á alþjóðlega tónlistar- námskeiðinu í Weimar í Austur- Þýskalandi. Á tónleikunum koma fram 12 nem- endur prófessorsins er tekið hafa virkan þátt í áðurnefndu námskeiði. Undirleik á píanó annast þær Þóra Fríða Sæmundsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Tónleikarnir heíjast kl. 20.30. Fundir Aðalfundur Félags raungreina- kennara i framhaldsskólum verður haldinn í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti mánudaginn 28. apríl kl. 20. Fundar- efni: 1. venjuleg aðalfundarstörf. 2. Helgi Þórisson flytur erindi sem hann nefnir: Tengslagreining, aðferð úr lýsandi tölfræði til að vinna úr talningu. Bræðraféiag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 21. apríl í safnaðarheimili Bústaðakirkju og hefst hann kl. 20.30. Tónlist Jazzkvöld í Stúdentakjailaranum Þriðjudagskvöldið 22. apríl leikur norrænn jazzkvartett í Stúdenta- kjallaranum. Þar koma fram sax. Anders Kortsen, píanó Sven-Eric Johansson, bassi Birgir Bragason, trommur Jón Björgvinsson. Jazz- kvöldið hefst kl. 21.30 en barinn verður opnaður kl. 21. Tilkynningar Úthlutun styrkja úr Menningarsjóði árið 1986 8 dvalarstyrkir, hver að upphæð kr. 60.000 Ásgerður Búadóttir, listvefnaður Atli Heimir Sveinsson tónskáld Einar Hákonarson listmálari Guðbergur Bergsson rithöfundur Kristján Davíðsson listmálari Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari Sveinn Björnsson listmálari Þorsteinn Gunnarsson leikari 5 ferðastyrkir, hver að upphæð kr. 40.000 Bragi Ás^eirsson listmálari Gísli J. Ástþórsson rithöfundur Hafsteinn Austmann listmálari Nína Björk Árnadóttir skáld Steinar Sigurjónsson rithöfundur 9 ferðastyrkir, hver að upphæð kr. 20.000 Hafliði Vilhelmsson rithöfundur Hallgrímur Helgason listmálari Jóhann Sigurðsson leikari Jón Björnsson rithöfundur Magnús Tómasson myndlistarmaður Ólafur Ormsson rithöfundur Theodór Júlíusson leikari Þorsteinn Þorsteinsson þýðandi Þórunn Sigurðardóttir leikritahöf- undur 3 tónlistarstyrkir, samtals upphæð kr. 80.000 íslensk tónverkamiðstöð kr. 40.000 ÞOR (Þorv. Ingi Jónss.) kr. 20.000. Ingibjörg Þorbergs kr. 20.000 11 Vísinda- og fræðimannastyrkir, hver að upphæð kr. 10.000 Einar H. Einarsson, Skammadals- hóli Guðmundur Finnbogason, Hvoli Ingólfur Jónsson frá Prestbakka Jón Gíslason, póstfulltrúi Jón Guðmundsson, Fjalli Skúli Helgason, Reykjavík Torfi Jónsson, fyrrv. lögreglum. Valgeir Sigurðsson, Þingskálum Þórður Jónsson, Hveragerði Þórður Kárason, fyrrv. lögreglum. Þórður Tómasson, Skógum „Hvað er að ger- ast um helgina": Efhi berist á þriðjudag Eíhi, sem birtast á í „Hvað er að gerast um helgina" í föstudagsblaði DV, þarf að berast ritstjóm blaðsins ekki seinna en á morgun, þriðjudag. Sumardagurinn fyrsti er á fimmtudag- rnn og þá er frí. Því verður efnið að berast degi fyrr en venjulega. Hið sama á raunar við um tvær næstu vik- ur, þá verða einnig fimmtudagsfrí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.