Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1986, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 21. APRÍL 1986. Sjálfsvarnarnámskeið Samtaka um kvennaathvarf hafa verið mjög vinsæl. iíF';; - Aukning á kærum vegna ofbeldis og nauðgana - Samtök um kvennaathvarf standa fyrir sjátfsvamamámskeiðum fýrir konur Að undanfömu hefur það færst í vöxt að konur, sem verða fyrir of- beldi og nauðgun, kæri atburðinn, þó að það sé vitað að mikill meiri- hluti nauðgunarbrota sé ekki kærður. Ástæðan íyrir því að ofbeldi og nauðganir hafa ekki verið kærðar er að konur, sem verða fyrir nauðg- un, treysta sér ekki til að ganga einar í gegnum það sálarstríð sem fylgir kæru og rannsókn málsins. Konan kýs því að láta kyrrt liggja, niðurbrotin á líkama og sál. „Sem betur fer er þetta viðhorf að breytast. Konur em famar að kæra þetta ofbeldi þar sem búið er að opna umræður um nauðganir. Samtök um kvennaathvarf hafa komið á fót ráð- gjafarhópi sem átta konur eiga sæti í. Markmið hópsins er að veita kon- um, sem verða fyrir nauðgim, aðstoð og upplýsingar um hvemig þær eigi að snúa sér. Það skiptir miklu máli fyrir konur, sem lenda í þessu, að taka strax á málinu. Þær mega ekki bæla niður tilfinningar sínar, tilfinn- ingar sem allar konur þekkja er hafa orðið fyrir árás og nauðgun," sagði Björg Marteinsdóttir, sem á sæti í ráðgjafarhópnum og einnig sér hún um sjálfsvamamámskeið á veg- um Kvennaathvarfsins, sem hafa verið vinsæl hér á landi sem erlendis. „Ráðgjafarhópurinn hóf störf fyrir einu ári og það má segja að við höf- um notað fyrsta árið til að undirbúa okkur sem best til að geta veitt kon- um, sem leita til okkar, sem besta aðstoð og upplýsingar um hvemig eigi að bregðast við. Við höfum lesið bækur, rætt við lækna, lögfræðinga og lögreglumenn. Þannig höfum við fengið góðar upplýsingar og reynslu, sem á eftir að koma okkur til góða. Við viljum láta vita að við séum til og að konur geti leitað til okkar,“ sagði Björg. Ráðgjafarhópurinn hefur fram til þessa komið saman hálfsmánaðar- lega til að ræða málin. „Við komum SEunan á þriðjudagskvöldið og þá lágu mörg verkefhi fyrir. Okkur hef- ur blöskrað hvað mörg mál em á lofti, bæði ofbeldismál og nauðganir. Almenningur gerir sér ekki grein fyrir hvemig ástandið er. Fólk á öll- um aldri og báðum kynjum hefúr orðið fyrir ofbeldi. Þeir sem fremja nauðgunarbrot gera það ekki vegna kynferðislegra þarfa, heldur hreint og beint til að fremja ofbeldi,“ sagði Björg, sem vill undirstrika að Kvennaathvarfið er ekki aðeins opið konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi heldur einnig konum sem hafa orðið fyrir nauðgunum. Sjálfsvarnarnámskeið Það er greinilegt að allar konur ættu að vera á varðbergi gagnvart árásum, því að það er aldrei vitað hver getur orðið fómarlamb ofbeld- isfullra manna. „Við höfum að undanfömu verið með sjálfsvamar- námskeið fyrir konur, sem hafa verið mjög vinsæl. Það em ekki eingöngu konur sem orðið hafa fyrir nauðgun, sem sækja námskeiðin. Þau em opin öllum konum frá 14 ára og upp úr. Fyrir utan regluleg námskeið fórum við einnig til fyrirtækja, sem hafa óskað eftir að starfsfólki þeirra verði kennd sjálfsvöm,“ sagði Björg, sem lærði sjálfsvöm í Bandaríkjunum þegar hún dvaldist þar. Björg sagði að þama væri um sex vikna námskeið að ræða. Þátttak- endur kæmu saman einu sinni í viku. 60% af námskeiðinu byggðust upp á að konum væm kennd ýmis sjálfs- vamarbrögð og þá væri einnig rætt um öryggismál. „Við höfum fúndið að það er mikill áhugi fyrir sjálfs- vamamámskeiðunum. Því er ekki að neita að sumar konur eiga erfitt með að koma sér af stað. Þær vita ekki út á hvað námskeiðið gengur. Við höfum blandað saman ungum stúlkum og eldri konum. Þær kon- ur, sem hafa farið i gegnum nám- skeiðið, em harðánægðar með það, enda er það byggt upp eingöngu fyr- ir konur og þær þurfa ekki að vera með mikla krafta í kögglum til að fara í gegnum námskeiðið. Þeir hóp- ar, sem ég hef þjálfað, hafa verið mjög jákvæðir. Konumar hafa feng- ið aukinn skilning á vandanum sem getur komið upp,“ sagði Björg. Björg sagði að dómsmálaráðherra hefði skipað nefnd, sem kanna ætti hvernig rannsókn og meðferð nauðgunarmála er háttað og gera tillögur til úrbóta. „Við bíðum nú óþolimóðar eftir því að nefndin skili áliti og tillögum til úrbóta," sagði Björg Marteinsdóttir. -sos Spumingakeppni USVH: Hreppsnefnd Þorkelshóls- hrepps vann Frá Júliusi Guðna Antonssyni, frétta- ritara DV í V-Hún: Nú er lokið hinni árlegu spuminga- keppni á vegum Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu, þ.e.a.s. USVH, með sigri hreppsnefndar Þor- kelshólshrepps. Umgmennasambandið hefur gengist fyrir slíkri keppni í fjáröflunarskyni til starfsemi sambandsins. Mismun- andi er hvaða aðilar keppa fyrir hönd hreppanna en í ár kepptu hrepps- nefndimar. Á þessum samkomum, sem yfirleitt hafa verið vel sóttar, hefur verið boðið upp á skemmtiatriði frá umgmennafélögunum. Urslitakeppni fór fram í Ásbyrgi sl. laugardagskvöld en keppnin er með úrsláttarfyrir- komulagi. Kepptu hreppsnefndir Hvammstangahrepps og Þorkelshóls- hrepps til úrslita og sigraði hin síðar- nefnda eins og áður sagði. Af skemmtiatriðum bar hæst söng karlakórsins „Lóuþræla" undir stjóm Ólafar Pálsdóttur. Spyrill keppninnar hefur verið Gunnar Sæmundsson en Kristján ísfeld hefúr séð um dóm- gæslu. Kappsigling milli Le Havre og Reykjavíkur í Frakklandi er nú verið að undirbúa siglingakeppni á leiðinni milli Frakk- lands og Islands. Hugmyndin er að þetta verði árlegur viðburður og von- ast er til að hægt verði að byrja þegar í ár. Leiðin á að liggja frá Le Havre til Reykjavíkur og aftur til baka. Siglt verður án viðkomu og farið vestur um írland. Feðgamir Alain og Denis Gliksman, sem báðir em heimsþekktir siglinga- kappar, em hvatamenn þessarar keppni. Ferðin verður nægilega löng til að geta talist erfið en tekur samt hálfú skemmri tíma en ferðin yfir Atl- antshafið fram og aftur. Auk þess hefur leiðin fram til þessa verið fáfarin af siglingamönnum. Dagsetning brottfarar frá Frakk- landi í sumar er 6. júlí. Reiknað er með að fyrstu bátar komi til Reykja- víkur 8-9 dögum síðar. Ráðgerð er vikuhvíld hér áður en síðari áfangi hefst. Keppt verður á hefðbundnum bátum (engir tví- eða þríbolungar) og er lágmarkslengd 10,90 metrar. Farið verður að reglum IYRU (International Yacht Racing Union). Áhöfn hvers báts verður 5-6 manns. Geta þeir sem áhuga hafa fengið ít- arlegri upplýsingar um keppnina hjá Siglingasambandi íslands. Von er á Denis Gliksman til landsins á næs- timni til að kanna aðstæður og kynna málið. MS Austurland: Skíðamót í skínandi veðri Frá Þorgerði Malmquist, fréttaritara DV í Neskaupstað: Austurlandsmót á skíðum var haldið í Oddsskarði nýlega. Þátttaka var mjög góð og fór mótið hið besta fram. Helstu úrslit urðu þessi: í stórsvigi, flokki telpna 8 ára og yngri, varð Hanna Lísa Daðadóttir í 1. sæti, Rut Finnsdóttir í 2. sæti og Freyja Dögg Frímannsdóttir í 3. sæti. í drengjaflokki 8 ára og yngri varð Páll Jónasson í 1. sæti, Daði Bene- diktsson í 2. sæti og Davíð Ólafsson í 3. sæti. í flokki telpna 8-10 ára varð Jón- anna Malmquist í 1. sæti, Sigrún Haraldsdóttir í 2. sæti og Hjálmdís Tómasdóttir í 3. sæti. í flokki drengja 8-10 ára varð Grétar Jóhannsson í 1. sæti, Guðmundur Magnússon í 2. sæti og Stefán Ríkharðsson í 3. sæti. í flokki stúlkna 11-12 ára varð Vil- helmína Smáradóttir í 1. sæti, Þorbjörg Jónsdóttir í 2. sæti og Aðal- heiður Davíðsdóttir í 3. sæti. í sama aldursflokki drengja varð Karl Ró- bertsson í 1. sæti, Dagfinnur Ómars- son í 2. sæti og Birgir Karl Ólafsson í 3. sæti. Af stúlkum, 13-14, ára varð Jóna Lind Sævarsdóttir hlutskörpust. Önnur varð Halldóra Blöndal og þriðja Anna Ólöf Sveinbjömsdóttir. I sama aldurshópi pilta varð Jóhann Þ. Þórðarson i 1. sæti, Einar Aðal- steinn Jónsson í 2. sæti og Jóhann Karl Birgisson í 3. sæti. Afstúlkum, 15-16 ára, varð Gerður Guðmundsdóttir hlutskörpust, önn- ur varð Hlín Jensdóttir og þriðja Ingibjörg Jónsdóttir. í sama aldurs- flokki pilta varð Viggó Sigursteins- son í 1. sæti, Hreinn Jóhannsson í 2. sæti og Auðunn Finnbogason í 3. sæti. Hlutskörpust í kvennaflokki varð Hrefna Tómasdóttir og í karla- flokki Birkir Sveinsson. Einnig var keppt í alpatvíkeppni og svígi. Þessar voru 8 ára og yngri og kepptu af hjartans list. DV-mynd Þorgerður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.