Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 8
8 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Sprengja við sendi- ráð USA í Mexíko SérfrEeðingum tókst að gera óvirka sprengju sem fannst í bif- reið fyrir utan sendiráð Banda- ríkjanna í Mexíkóborg. Áður hafði verið hringt í dagblöðin af aðilum sem sögðust vera fyrir „Simon Bolívar-fylkingunni“, en hún hefur ekki heyrst nefnd áð- ur. Var sagt að sprengja væri í þann veginn að springa við sendiráðið og væri það hefhd fyr- ir loftárás Bandaríkjamanna á Líbýu. Er nú vakinn kvíði fyrir því að heimsmeistarakeppnin í knattspymu, sem hefst í Mexíkó í næsta mánuði, verði vettvangur fyrir hryðjuverk. Spánverjar vissu Líbýuárásina fyrir Báru eld að sjáif- um sér Tveir námsmenn í Suður-Kóreu klifr- uðu upp á þriggja hæða byggingu í miðborg Seoul, höfuðborgar landsins, í morgun, helltu yfir sig bensíni og kveiktu í, eftir miklar mótmælaað- gerðir um 250 námsmanna við Háskólann í Seoul gegn stjómvöldum í Suður-Kóreu. Höfðu námsmennimir hótað að bera eld að bensínvotum klæðum sínum ef lögregla reyndi að fjarlægja þá af hús- þakinu og stóðu við hótun sína er lögreglumenn færðust nær. Tvímenn- ingamir liggja nú illa haldnir á sjúkrahúsi í Seoul með alvarleg brunasár. Talsmaður námsmannanna sagði í morgun að með aðgerðum sínum vildu námsmennimir mótmæla skertum mannréttindum í Suður-Kóreu og nýj- um tilskipunum yfirvalda um þjálfún- arskyldu námsmanna í her landsins. Pétur Pétursson, fréttaritari DV í Barcelona: Samkvæmt nýjum upplýsingum frá landvamaráðuneytinu hér á Spáni vom herstöðvar Bandaríkjanna hér í landi óbeint notaðar í loftárásinni á Líbýu þann 14. mars síðastliðinn. Stjómvöld hér hafa fram að þessu svarið af sér alla vitneskju um loftár- ásina eða að minnsta kosti um tíma- setningu hennar en ný hefúr aftur á móti komið í ljós að þann 11. apríl eða aðeins þremur dögum fyrir árásina, heldur fimm KC-10 eldsneytisvélar frá herflugvellinum í Saragosa áleiðis til herstöðvar Bandaríkjamanna í Bret> landi. Þær vom síðan notaðar til að fylla eldsneytistanka bandarísku sprengju- flugvélanna á leiðinni tO skotmark- anna í Líbýu. Þetta var gert með vitund spænskra yfirvalda er hafa haldið þessu leyndu hingað til. Það þykir og renna stoðum undir Spænsk yfirvöld hafa nú viðurkennt að hafa vitað af fyrirhugaðri árás Bandaríkjamanna á Líbýu þann 11. apríl síð- astliðinn og sætir ríkisstjóm Gonzales nú harðri gagnrýni þeirra er fordæmt hafa aðgerðimar . Sænski íhaldsflokkurinn hefur misst helming fylgisins Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: Ulf Adelson, leiðtogi sænska íhalds- flokksins á nú mjög í vök að veijast. Flokkur hans tapar stöðugt fylgi og er nú svo komið að íhaldsflokkurinn hefúr aðeins um helming þess fylgis er flokkurinn hafði á sama tíma í fyrra. í skoðanakönnun SIFO, stofnunar- innar er birt var um helgina , fékk íhaldsflokkurinn aðeins 15.5 prósent, en hafði um 30 prósent á sama tíma í fyrra. Fylgistapið er þó ekki nema 0,5 pró- sent frá síðustu skoðanakönnun. Jysta Bohman, fyrrum formaður íhaldsflokksins játaði í sjónvarpsvið- tali um helgina að hann hefði verið mjög óánægður með frammistöðu efit- irmanns sína síðastliðið haust en neitað þó að kenna Adelson um hvem- ig komið væri. Adelson hefúr meðal annars sætt gagmýni fyrir að hann taki fjölskyld- una fram yfir flokkinn í mjög ríkum mæli. Bengt Westerberg, formaður Þjóðar- flokksins hefúr fest sig í sessi sem leiðtogi stjómarandstöðunnar. Þjóð- arflokkurinn fékk nú 22 prósent atkvæða, sem er um 8 prósentum meira en í síðustu kósningum þar sem flokkurinn var þó yfirlýstur óumdeild- ur sigurvegari. Jafnaðarflokkurinn virðist enn njóta góðs af þeirra samúð- aröldu sem flokkurinn hlaut í kjölfar morðsins á Olof Palme. Jafnaðarmenn hluti nú 47,0 prósent sem er 1,5 pró- senti minna en í síðustu könnun. Miðflokkurinn fékk 9 prósent og vinstriflokkurinn, kommúnistar, 5 prósent sem er svipað og þessir flokk- ar hafa haft í kosningum. Samkvæmt þessari nýju könnun er semsé enn öruggur meirihluti sósíal- ísku flokkanna í Svíþjóð, 52 prósent gegn 46,5 prósentum hægri flokkanna. Svisslendingar óttast heimsstyrjöld Gizur Helgason, fréttaritari DV í Zúrich: Eftir loftárás Bandaríkjamanna á Líbýu fyrir tveim vikum virðist sem stríðsótti hafi aukist hér í Sviss. Fyrir helgi var gerð hér skoðana- könnun meðal almennings og sam- kvæmt henni óttast 2/3 hlutar aðspurðra að alheimsátök kunni að vera á næsta leiti. 511 konur og karlar í þýsku- og frönskumælandi hluta Sviss tóku þátt í könnuninni. Af þeim sögðust 62 pró- sent óttast þriðju heimsstyijöldina. Hjá konum virðist þessi ótti meira áberandi, eða 72 prósent meðal þeirra en 52 prósent hjá körlum. Það sem menn hér segja að sé ef til vill merkilegast við þessa skoðana- könnun er að fólk svaraði spumingun- um yfirleitt afdráttarlaust og aðeins 5 prósent aðspurðra svöruðu „veit ekki“. þær grundsemdir að stjómvöld hafi vitað hvað í aðsigi væri það kapp sem spænsk og ítölsk stjómvöld lögðu á að utanríkisráðherrafúndi Efhahags- bandalágsins yrði flýtt, en hann var haldinn aðeins nokkrum stundum fyr- ir árásina. Flugi Iberia aflýst Einnig var flugi Iberia, spænska rík- isflugfélagsins til Trípólí aflýst daginn fyrir árásamóttina, auk þess sem nú er vitað að spænskar ratsjárstöðvar á Miðjarðarhaisströndinni vom í við- bragðsstöðu. Ríkisstjómin hefur verið harðlega gagmýnd fyrir tvöfeldni í þessu máh og lögreglan fyrir hörkulegar aðgerðir gegn hópum mótmælenda en vikuna eftir árásina vom haldnir mótmæla- fundir á hveijum degi í Madrid og hér í Barcelona og kom oftsinnis til hörku- legra átaka á milli öryggissveita og mótmælenda. Breti myrtur í Jerú- salem Breskur ferðamaður var skotinn til bana í Jerúsalem í gær við greftrunar- stað Krists. Poul Appleby frá Bristol var ásamt öðrum ferðamönnum að skoða sögu- staði í Jerúsalem er skyndileg skothríð í bakið særði hann til ólífis. Árásin á Appleby í gær er hugsan- lega talin hluti af hefhd arabiskra hryðjuverkasamtaka gegn hlutdeild Bretlands í árásinni á Líbýu fyrr í þessum mánuði en yfirvöld í Jerúsalem hafa þó ekki útilokað þann möguleika að Appleby hafi verið myrtur í mis- gripum fyrir ísraelsmann. Árásin í gær er þriðja árásin á tveggja mánaða tímabili á ferðamenn í Jerúsalem. í febrúar var bandarískur ferðamað- ur illa særður í skotárás og fyrir réttum tveirn vikum var vestur-þýskur ferðamaður myrtur á Via Dolorosa í Jerúsalem, sömu leið og talið er að Kristur hafi gengið með krossinn áður en hann var krossfestur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.