Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Qupperneq 15
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 15 Bandanskar vömr - nei takk Að ætla að fara aftur um 1 til 2 mán. eða 3 til 4 ár til að finna ein- hveqa góða og gilda ástæðu fyrir árás Bandaríkjanna á Líbýu er ekki fræðilegur möguleiki. Þau átök, sem eiga sér nú stað við Miðjarðarhaf, eru hluti af áratuga baráttu tveggja afla. Annars vegar arabaríkjanna með stuðningi Sovét- ríkjanna. Sú barátta krefst pólití- skrar og menningarlegrar rannsóknar og ætla ég mér ekki að taka það að mér hér eða rekja gang mála í Austurlöndum. Ég læt öðrum um það að sinni. Þó helst ekki Magnýsi Bjamfreðssyni, þar sem mér leiðist hinn gullni meðalvegur, en gott skólabókardæmi um hann birtist í grein Magnúsar í DV 17 apríl sl. Ég ætla hins vegar að rifja upp hvemig heimsvaldastefha Banda- ríkjanna hefur komið við okkur íslendinga. Kaninn kemur Eftir seinna stríð var ísland auð- ugt ríki. Stórir markaðir höfðu opnast fyrir sjávarafurðir, gengi ís- lensku krónunnar hélst stöðugt og var aldrei fellt á þessum tíma og vegna kreppunnar miklu fyrir stríð vom ennþá alls kyns innflutnings- höft. íslenska heildsalaveldið var þá ekki komið með þá rænu að flytja inn 5 tegundir af hveiti eða 10 teg- undir af eldhúsrúllum. Með stríðs- gróðanum tókst íslendingum ekki aðeins að greiða niður allar erlendar skuldir heldur líka að safha erlend- um gjaldeyri sem nam u.þ.b. 580 milljónum kr. í maí 1945. Til viðmið- unar má nefha að kaupverð nýsköp- unartogarans Ingólfs Amarsonar var 3 milljónir 1947. Hér á íslandi var því góður efha- hagslegur gmndvöllur fyrir upp- byggingu atvinnulífs og viðskiptas- ambönd, t.d. við Sovétríkin, vom góð. Hér var útlit fyrir bullandi at- vinnulíf og arðbæra útgerð. Víkjum nú að Bandaríkjunum sem á þessum tíma var auðugasta ríki veraldar. Eftir stríð þurftu þau ekki að kosta til fé til að endurreisa borg- ir sínar eins og hálf heimsbyggðin og mörg fyrri áhrifasvæða Breta vom komin undir þeirra vemdar- væng, þ.á m. ísland. í krafti auðs og valda hófu þá áróð- urssérfræðingar USA að leika á hörpu og syngja óð til friðarins með Morgunblaðið á fyrstu fiðlu (hinn falski dúett). Árið 1947 söng svo G. Marshall, þáverandi utanríkisráðherra USA, um efriahagslega aðstoð við Evrópu (í sjálfu sér góður söngur en...). Komst sá söngur til framkvæmda og var þá kallaður því kunnuglega nafhi Marshallaðstoðin. Truman forseti er engu síður kunnuglegt nafn en hann var ein- lægur kommahatari og svo boru- brattur að hann jóðlaði framan i þjóð sína að heimurinn biði hrein- lega eftir leiðsögn „vorri“. Marshallsamningurinn milli USA og íslands var síðan undirrit- aður þann 3. júlí 1948. Sjálfsagt mál að setja bráðabirgðalög á með- an Alþingi er í sumarleyfi,_ en milliríkjasamning? Gerðust ráð- herrar í ríkisstjóm Stefáns Jó- hanns landsráðamenn? Svari nú hver fyrir sig. Ekki er allt gull... Marshalltíminn svokallaði spann- aði 5 ár eða til 30. júní 1953. Á þessum tíma var Marshallfénu dreift í ýmsu formi og nam sú upphæð 38,65 milljónum dollara. Það skiptist þannig: 29,8 millj. gjafafé, 5,3 millj. lánsfé til 35 ára með 2,5% vöxtum, og 3,5 millj. sem skilorðsbundið framlag til greiðslu fyrir útflutningsafurðir. í fréttatilkynningu utanríkisráðu- nejdisins frá þessum tíma segir að féð eigi að styrkja atvinnulíf, efla iðnað og viðskiptasambönd. Einnig segir í tilkyimingunni: „Ber íslendingum að leggja til hliðar í íslenskum gjaldmiðli sam- svarandi upphæð og þeir kunna að fá endurgjaldslaust af Marshallfé og verði þessum íslensku innistæðum síðar ráðstafað í samráði við Banda- ríkjamenn." (tilv. lýkur). Á árunum á eftir jókst neysluvöru- innflutningur gífurlega og kom aukningin öll frá Bandaríkjunum og samkvæmt annarri grein Mars- hallsamningsins réðu Bandaríkja- menn gengi ísl. krónunnar. Á fáeinum árum náði bandaríska heimsvaldstefhan kverkataki á ís- lensku þjóðinni. í kjölfar þessa samnings kom svo annar samningur til 99 ára, skotmarkið á Miðnesheiði. Því má svo skjóta hér inn í til gagns og gamans fyrir strákana frá Chicago að af Marshallfénu var greiddur 75% stofnkostnaður við virkjun Sogs og Laxár og skv. gengi ísl. krónunnar 1948 var Marshallféð 251,2 millj. ísl. kr. Skv. gengi krón- unnar 18. mars 1950 samsvaraði sú upphæð 629,6 millj. kr. íslenska verðbólgan var komin í fjórða gír enda fleiri krónur um hvem þorsk. Það er í sjálfu sér hægt að skrifa dágóðan doðrant um Marshallað- stoðina á íslandi og grátlegu umræðuna um hana á þeim árum. EINAR ÞÓR GUNNLAUGSSON nenii, fjölbrautaskólanum VIÐ ÁRMÚLA Það ætti hins vegar að vera ljóst að þeir dollarar sem Bandaríkja- menn létu af hendi hafa nú margfalt skilað sér til baka. Þeim hefur nefhi- lega tekist að gera þennan eyjaklasa að flugmóðurskipi, þeim þótti bara rétt að ota að okkur fáeinum dollu- rum fyrst. Auk þess hefur þeim tekist að koma okkur inn á kort amerí- skrar fjöldaframleiðslu þar sem allt lýtur sömu lögmálum, hvort sem þar á í hlut Westinghouse þvottavélar eða framúrskarandi og spennandi kvikmynd í litum, byggð á sannsögu- legu kjaftæði. Amerísk list, sú sem hér hefur þrifist i hart nær 30-40 ár, einkennist af innri tómleika og ytri glæsileika. Styðjum líbýska alþýðu Sú heimsvaldsstefha sem lagði Líbýubúum lífsreglurnar 14. apríl sl. er sú sama og íslendingar sáu ekki fyrir 40 árum og sjá ekki enn. Vinnu- brögð Bandaríkjamanna á alþjóða- vettvangi stjómast einfaldlega af þeirra eigin hentisemi. En pólítík Reagans afsakar ekki póhtík Gaddafis. Um það geta allir verið sammála. Hins vegar höfum við meiri en næga ástæðu til að sniðganga allar banda- rískar vörur, reka herinn úr landi og segja skilið við NATO. Einar Þór Gunnlaugsson. a „Sú heimsvaldastefha sem lagði Líbý- ^ ubúum lífsreglurnar 14. apríl sl. er sú sama og Islendingar sáu ekki fyrir 40 árum og sjá ekki enn.“ Ný gerð félags- málasamtaka? Á síðustu árum hafa komið firam félags- og menningarmálasamtök sem em almenns eðlis frekar en að þau séu nátengd hagsmunahópum eða starfsgreinum. Vert er að vekja athygli á þessu því vart er hægt að hugsa sér skýrari merki þess að menningarmál og tómstundir séu að færast í fyrirrúm í lífi okkar. Em þessa ýmis dæmi: 1. Landkynningarfélög Hellas, gríska menningarfélagið, er dæmi um landkynningarfélag með nýrri vídd. Það hélt nýlega upp á eins árs afmæli sitt og var vel sótt að vanda. Eins og venjulega var þar rædd fyrirhuguð Grikklandsferð. Þó ætlaði ekki meirihluti viðstaddra í þá ferð heldur virtist aðdráttaraflið fyrir félagsmenn vera fyrirlestramir sem jafnan hafa verið þar um grísk efni, svo sem heimspeki, sögu og bókmenntir. íslenskt bouzouki-tríó lék þar fyrir grískum dansi, leikari túlkaði kafla úr grískri nútímaskáldsögu og Grikklandsvinir af ýmsu tagi sögðu frá kynnum sínum af Grikkjum, bæði sönnum og skálduðum. Grískur matur og vín vom á borðum. Af þátttöku menningarvita og almenn- ings sýndist mér mega ráða að þætti fínt að vera í þessu félagi. Hér virðist vera um almennt menningarfélag að ræða því grísk menning í tíma og rúmi spannar einnig evrópska menningu að miklu leyti. Fróðlegt er að velta fyrir sér af hverju slíkt félag reis ekki fyrr. Trú- lega tengist þetta auknum ferðalög- um og menntun íslendinga á síðustu árum. Fleiri slík félög mætti nefha, sem þó em sérhæfðari og tengjast ein- stökum þjóðarsvæðum gegnum náin samskipti, svo sem Norræna félagið, Anglíu, Germaníu, Alliance Franca- ise, Þjóðræknisfélagið og félag innflytjenda frá Víetnam, eða fremur ólíkum menningarsvæðum, svo sem Indlandsvinafélagið. Ótalin em félögin kringum sendi- ráðin, svo sem Menningarfélag íslands og Ráðstjómarríkjanna og Menningarstofhun Bandaríkjanna. Rauða Kína og Grænland hafa einn- ig sótt í sig veðrið með sýningum að undanfömu. Einnig em til E1 Salvadomefnd og Afganistannefhd. Fjölgun slíkra félaga er tímans tákn. 2. Lífsskeiðafélög Annars konar félag er Félag maka- lausra. Ólikt Félagi einstæðra for- eldra er það ekki fyrst og fremst hagsmunafélag heldur afþreyingar- félag. Ekki veit ég hvers vegna slík félög em vandfundin erlendis. Er e.t.v. erfiðara að vera einhleypur hér, en um leið auðveldara fyrir ein- hleypa að koma saman hér heldur en víða erlendis? Af hliðstæðum nýlegum félögum hérlendis má nefria félag eldra fólks, Hana-nú, en bæði þessi félög snúast mikið kringum ferðalög og dans- leiki, um leið og þau auka hóptil- finningu. Ef litið er á þessi félög sem félög er tengjast vandamálum ákveðinna æviskeiða mætti e.t.v. benda á grósku félagsheimila unglinga sem annað dæmi. 3. Heimspeki- og mannúðarspekifélög Af félögum sem tengjast ekki ferðalögum má nefha Félag áhuga- manna um heimspeki. Það efnir til fyrirlestra heimspekimenntaðra manna og höfðar til leikra og lærðra með umræðum sínum um stjómmál, trúarbrögð o.fl. Amnesty Intemational er annað nýlegt félag. Það helgar sig mann- réttindamálum pólitískra fanga í löndum þar sem þau em fótum troð- in. (Þannig séð er félagið þverpólit- ískt eða ópólitískt ef litið er svo á að vestræn mannréttindi séu hafin yfir pólitík. En auðvitað gagnast samtökin meira áróðri t.d. Banda- ríkjanna en Sovétríkjanna þar eð fleiri pólitískir fangar em i Sovét.) Meðal aðildarfélaga Amnesty má trúlega finna áhugafólk um trúmál, heimspeki og útlönd, svo og um stjómmál. Félagið Samhygð og afsprengi þess, Flokkur mannsins, virðast tengjast indversk-ættuðum trúmál- um, æskulýðsmálum o.fl. Þau virðast vera dæmi um þá tilhneigingu síð- ustu tíma að gera einkamál að félagsmálum og félagsmál að stjóm- málum. Að lokum má nefna baráttusam- a „Hér virðist það vera að gerast að það ^ sem áður var einkamál eða einkaá- hugamál finnur sér leið inn í félagsmál og að félagsmál taki á sig stjómmálasvip.“ Kjallarinn TRYGGVI V. LÍNDAL SKRIFSTOFUMAÐUR LANDSPÍT ALANUM tökin gegn kjamorkuvá. Þau em almenns eðlis að því leyti að óttinn við kjamorkuvopn er vandamál sem hefur áhrif á alla hópa, s.s. stjóm- málahópa, böm og fullorðna. Því þjóna slík samtök ekki bara pólitísk- um tilgangi heldur einnig almenn- um, uppeldislegum og sálfræðilegum tilgangi. Sú staðreynd að hægt er að útrýma öllu lífi á jörðu er að verða hvað tíðasta tilefhi nútíma- manna til heimspekilegra vanga- veltna. Flest ofangreind félög hafa komið fram á allra síðustu árum. Hér virð- ist það vera að gerast að það sem var áður einkamál eða einkaáhuga- mál finnur sér leið inn í félagsmál og að félagsmál taki á sig stjóm- málasvip. Þessi nýju félög em því áþreifanlegur vitnisburður um þá félagslegu samheldni almennings sem er að gerjast fyrir utan stjóm- mála-, stétta- og hagsmunafélögin. Þetta lýsir sér einnig í fjölgun hefð- bundnari félaga, svo sem á sviði heilbrigðismála, íþrótta, tónlistar, leiklistar og myndlistar, svo sem les- andinn mun geta nefht mörg dæmi um. Tryggvi V. Líndal

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.