Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Síða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. NÝJUSTU FRÉTTIRNAR í LJÓSSETNINGU FRÁ SCANTEXT Á prentsýningunni DRUPA '86 í Diisseldorf munu Sven Erik Röhn og Stein Vighöi frá Scangraphic A.S. sýna þér nýjustu tækni í digital setningarkerfum. Tímabilið 2. til 15. maí verða þeir í bás 4E17 í sýning- arskála 4. SCANGRAPHIC A.S Langmyrgrenda 1, 0861 Oslo 8, Norge Telefon: (472) 23 25 80 scan. graphic RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Aðstoðarlæknir óskast til starfa á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði frá 20. júlí nk. til eins árs. Um er að ræða námsstöðu í almennri líffærafræði með áherslu á sérsvið. Gert er ráð fyrir að viðkomandi aðstoðarlæknir taki þátt í rannsóknarverkefnum. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 26. maí nk. Upplýsingar veitir forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði í síma 29000. Aðstoðarlæknar (2) óskast við svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítalans til eins árs frá 1. júlí nk. Stöður þessar eru fyrst og fremst ætlaðar þeim sem hyggja á sérnám í svæfingalæknisfræði. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist skrifstofu ríkisspítala fyrir 26. maí nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir svæfinga- og gjörgæslu- deildar í síma 29000. Meinatæknar óskast til sumarafleysinga við Landspít- alann á rannsóknadeildum í blóðmeinafræði, mein- efnafræði og ísótópastofu. Upplýsingar veita deildarmeinatæknar viðkomandi deilda í síma 29000. Starfsmaður óskast nú þegar við dagheimili ríkisspít- ala, Sunnuhlíð. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 38160. Hjúkrunarstjóri óskast til afleysinga í 6 mánuði frá 1. júní nk. við Kópavogshæli. Upplýsingar veitir yfirlæknir Kópavogshælis í síma 41500. Starfsfólk óskast til sumarafleysinga á deildum Kópa- vogshælis. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Kópavogshælis í síma 41500. Þroskaþjálfi óskast í fullt starf við leikfangasafn Kópa- vogshælis. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 41500. Starfsfólk óskasttil ræstinga við Kópavogshæli. Hluta- starf. Upplýsingarveitirræstingastjóri Kópavogshælis ísíma 41500. Hjúkrunarfræðingar óskast á gjörgæsludeild 12 B og bæklunarlækningadeild 12 G. Hjúkrunarfræðingar óskast á vökudeild. Hjúkrunarfræðingar óskast á Barnaspítala Hringsins á allar vaktir og einnig á fastar næturvaktir um helgar eða virka daga. Hjúkrunarfræðingar óskast í fasta vinnu og til sumaraf- leysinga á kvenlækninga- og krabbameinsdeild 21 A. Sjúkraliðar óskast í fasta vinnu og til sumarafleysínga á sængurkvennadeildir 22 A og 22 B. Ljósmæður óskast til sumarafleysinga á sængur- kvennadeildir 22 A og 22 B. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri Landspítalans í síma 29000. Reykjavík, 28. apríl 1986. Menning Menning Menning Mikilvæg augnaMik Þrátt fyrir sín 60 ár er Ljósmynd- arafélag íslands ekki sérstaklega þroskalegur félagsskapur. í stað þess að vinna kappsamlega að vexti og viðgangi ljósmyndunar á Islandi með námskeiðum, sýningum á ís- lenskum og erlendum ljósmyndum, jafnvel útgáfustarfsemi, hafa for- svarsmenn félagsins eytt allri orku sinni í að þróa alls kyns útilokun- araðferðir, væntanlega til að koma í veg fyrir ofvöxt í atvinnugrein- inni. Er nú svo komið að maður ber kinnroða fyrir þær íslensku ljósmyndir sem sýndar eru á al- þjóðlegum sýningum, hvort sem er á Norðurlöndum eða annars stað- ar. Á nokkurra missera fresti rennur félaginu þó blóðið til skyldunnar og efnir það þá til lokaðra funda eða samkeppna. í Listasafni ASÍ er nú að finna ljósmyndir úr sam- keppni sem einmitt var haldin í tilefni af 60 ára afmæli félagsins. Ljósmyndarar ffá hinum Norður- löndunum fjórum skipuðu dóm- nefnd sem veitti verðlaun í tveimur flokkum ljósmyndunar, portrett- myndagerð og „frjálsri aðferð“. Fengu þau Guðmundur Kr. Jó- Don Rypka - Ég skal segja þér hvað klæðskerinn minn heitir... hannesson, Sigurgeir Sigurjónsson og Árný Herbertsdóttir verðlaun fyrir portrett, en þau Anna Fjóla Gísladóttir, Sigurgeir Sigurjónsson og Harpa Þórisdóttir verðlaun fyrir frjálst myndefni. Þótt finna megi hugmyndaríkar og vel lukkaðar ljósmyndir á sýn- ingunni, t.a.m. á meðal mynda þeirra Sigurgeirs Sigurjónssonar, Guðmundar Ingólfssonar, Jóhönnu Ólafsdóttur, Ragnars Th. Sigurðs- sonar og Guðmundar Kr. Jóhann- essonar, og jafhvel athyglisverða tilraunaljósmyndun (Anna E. Svavarsdóttir), þá mundi helftin af sýningunni flokkast undir þegi andríkar stúdíómyndatökur. LJOSMYNDUN AÐALSTEINN INGÓLFSSON Að þóknast fyrirsætum Þar eru ljósmyndarar einfaldlega að þóknast fyrirsetum og -sætum sínum og kemur ekki til hugar að. breyta út af viðteknum venjum, í uppstillingum, lýsingu o.s. frv. Út úr þessum tökum koma þurrar skýrslur um útlit, en enginn skiln- ingur á því. Frágangur þessarar sýningar í Listasafni ASÍ mætti vera betri. Upphenging á myndum er ekki til að halda athygli áhorfenda og allar upplýsingar skortir um þær 124 ljósmyndir sem þarna er að finna. Aldrei þessu vant er aðra ljós- myndasýningu einnig að finna í bænum, þ.e.a.s. í vesturgangi Kjar- valsstaða. Hér er um að ræða sýningu á ljósmyndum eftir banda- ríska fréttaljósmyndara sem hafa þann aðalstarfa að „dekka“ Hvíta húsið í Washington. Guðmundur Kr. Jóhannesson - Portrett Frásagnarleg Hafa þeir með sér félagsskap og veita viðurkenningar fyrir ýmiss konar Ijósmyndun á ári hverju. Er hún ekki bundin við Hvíta húsið og forsetann heldur öll þau við- fangsefni sem nútíma fréttaljós- myndari þarf að fást við í dag. Sýningin gefur góða hugmynd um bæði helstu kosti og galla fréttaljósmyndunar. Upp á sitt versta er hún æsifengin, væmin og of frásagnarleg, en hún getur líka fangað hið „mikilvæga augnablik" (pregnant moment) með sérlega áhrifamiklum hætti. Að vísu finnst mér ekki allt of mikið af slíkum augnabliksmynd- um á þessari sýningu, e.t.v. vegna þess að mat bandarískra ljósmynd- ara á viðburðum er annað en okkar. Ef ég ætti að nefna eina ljós- mynd, sem situr eftir í mér, þá er það mynd sem hefur strangt til tek- ið ekkert með fréttamennsku að gera. Hún sýnir konu sem situr í upplýstum símaklefa í kvöldhúm- inu. Það er allt og sumt. En alveg nóg. -ai GítaKtónleikar) Torvalds Nilsons í Norræna húsinu Tónleikar Torvalds Nilsons í Norræna húsinu 21. apríl. Á efnisskrá: Ensk lútutónlist frá því um 1600; ítölsk lútutónlist frá því um 1600; Napoleon Coste: Cantabile - Melancoly op. 51; Isaac Albéniz: Granada úr Suite Espanola op. 47; Femando Sor: Fantasie Elegiaque op. 59; Jan Antoni Losy: Svita i a-moll; Heitor Villa-Lobos: Preludie nr. 1 og Mazurka Choros; Francesco Tárrega: Capricio Arabe. Stundum er það svolítið skrýtið tónlistarlífið í henni Reykjavík. I langan tíma bjóðast engir gítartón- leikar, til dæmis. En sVö allt í einu lenda þeir hverjir ofah í öðrum. Eflaust væri betra að hafa jafhari dreifingu á þeim, en út af fyrir sig hefur svona skipulagsleysi líka kosti, ekki síst fyrir þann sem eltir alla tónleika og lendir þá í því að bera saman. Fyrir Torvald Nilson var samanburðurinn harla óhagstæður. Þó er mér til efs að miklu hefði breytt þótt hann hefði sloppið við að þola samanburð við einn af yngri gítarleikurum úr fremstu röð, sem hér lék nútíma gítarmúsík um helg- ina. Úr meistaraflokki? Torvald Nilson mun hafa staðið hér fyrir námskeiði að undanfomu, skilgreindu sem „Master class“. Þess háttar námskeið halda venjulega þekktir listamenn sem jafnframt þykja góðir leiðbeinendur. Þó er svo sem allur gangur á því og sums stað- ar í veröldinni halda ótrúlegustu fuglar slík meistaraflokksnámskeið. Hingað til höfum við bara verið svo heppin hér á íslandi að fá raim- verulega góða og þekkta listamenn til að halda námskeið í þessum flokki Tónlist EYJÓLFUR MELSTED og að þeim hefur yfirleitt verið mik- ill fengur. Vel má vera að Torvald Nilson sé svo frábær leiðbeinandi að kennsla hans teljist í meistara- flokki, en hún er þá í mótsögn við gítarleik hans. Patentlausnin altgítar? Torvald Nilson hefur ánetjast alt- gítamum svonefhda, en hann er átta strengja lútustæling og raunar stillt- ur eins og hin staðlaða renaissance lúta nútímans. Hann kemur þó eng- an veginn í staðinn fyrir lútu þótt viss hópur gítarsértrúarmanna haldi þvi fram. Með honum er aðeins ve- rið að víkka gítartónsviðið, búið og basta. Veikleikar gítarleikarans Torvalds Nilsons vom þó mun minna áberandi þegar hann lék á altgítarinn. Eða, kannski átti maður þá betra með að sætta sig við þá. Einhvem veginn gnrnar mig að út- gáfumar, sem hann lék af lútutón- list, séu hans eigin. Ekki er það meint sem hrós, því umskrift hans af Granada úr Spánarsvítu Albeniz var hreint ekki af albesta tagi. Bjöguð enska í leik og tali I barokkverkunum var blæbrigða- leysið í leik Torvalds Nilsons á sinn hátt þolanlegt, en átakanlegt í róm- antískri gítarmúsík manna eins og Villa-Lobos og Tárrega. Tónninn er kaldur og mattur og þótt hann lyfti ■styrknum með uppmögnunaráhaldi, sem Svíar nefha tonbord skiluðu ekki nærri allar nótur sér - sumar alls ekki og aðrar til hálfs. Tempóin vom líka kapítuli út af fyrir sig. Sem dæmi skal tekið að sorgarmarsinn í Harmkvæða fantasíu Sors var leik- inn moderato. Þótt bjöguð enskan sem herra Nilson vildi endilega út- skýra (og stundum afeaka) gítarleik sinn á komi leik hans í sjálfu sér ekkert við þá get ég hennar hér - einungis til að hafa einhverja hand- fasta viðmiðun við gítarleikinn sem upp á var boðið. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.