Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 26
26 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga - Handknattleikur unglinga - Handk Pittalandsliðið í 3. sæti í Danmörku Unglingalandsliðið, skipað piltum 18 ára og yngri, tók þátt i Norður- landamóti unglinga fyrir skömmu. Mótið fór fram á Norður-Jótlandi, í smábæ sem kallast Fjerritslev. Liðið lék við jafnaldra sína frá Sví- þjóð, Noregi, Grænlandi, Danmörku og Færeyjum. Úrslit leikjannavoru sem hér segir. Svíþjóð-Ísland 27-19 Noregur-Færeyjar 30-15 Danmörk-Grænland 27-16 Noregur-ísland 25-23 Svíþjóð-Grænland 34-10 Danmörk-Færeyjar 38-18 Grænland-ísland 17-44 Svíþjóð-Færeyjar 43-16 Danmörk-Noregur 16-19 Staðan: Leikurinn gegn Svíum var jafii fram- Noregur-Svíþjóð 18-23 Svíþjóð 5 5 0 0 10 an af. Svíar leiddu þó ávallt og upp Grænland-Færeyjar 21-30 Noregur 5 4 0 1 8 úr miðjum fyrri hálfleik sigu þeir fram Danmörk-ísland 17-21 Ísland 5 3 0 2 6 úr og staðan í leikhléi var 9-13, Svíum Noregur-Grænland 38-17 Danmörk 5 2 0 3 4 í vil. Það sem helst gerði þennan mun Færeyjar-ísland 19-29 Færeyjar 5 1 0 4 2 var að markvörður Svía varði allt Danmörk-Svíþjóð 13-21 Grænland 5 0 0 5 0 hvað af tók, bæði víti og dauðafæri. Sigtryggur Albertsson var í leiknum gegn Dönum. Undirbúningsfundur um málefni yngri flokka Þriðjudaginn 15. apríl var haldinn undirbúningsíundur um málefni yngri flokka í hinni nýju byggingu ÍSÍ í Laugardal. Til fúndarins vr boðað af HSÍ að undirlagi Gauta Grétarssonar og Mar- inós G. Njálssonar. j Á fúndinum var rætt vítt og breitt ^ um máleíni yngri flokka, hvað væri að, hvað væri til bóta, að hvaða mark- i miðum skyldi stefnt og hver væri 1 hlutur félaganna, þjálfara og ekki síst HSÍ í að ná þeim markmiðum. Umræður í máli fundarmanna kom fram að : almenn óánægja væri með fyrirkomu- i lag íslandsmóts. Fjöldi leikja væri { ekki nægur, alltaf væri leikið við sömu [ andstæðingana og fyrirkomulagið j væri ekki nægilega hvetjandi, hvorki i fyrir lið sem gengi vel eða illa. ! Of langur tími liði milh umferða og oftar en ekki væru úrslit ráðin í 2. umferð þannig að sú þriðja væri óþörf. Þá kæmi upp vandamál að einstök lið mættu ekki til leiks í síðustu umferð, þar sem þau væru úr leik. Menn voru sammála um að riðla- keppni í hraðmótsformi væri samt æskilegt form á mótinu. Það nýttist vel, t.d. við undirbúning unglinga- landsliða. Mikil gagnrýni kom á dómaramál. Dómarar túlkuðu reglur misjafnlega og hefðu ekki nógu mikla þekkingu á þeim. Lítt reyndir eða óreyndir dómar- ar væru að dæma mikilvæga leiki og réðu ekkert við það. Þá væri alltof algengt að dómarar dæmdu leiki sinna félaga og drægju of mikið taum þeirra og hreinlega hjálpuðu þeim til að vinna leiki. Einnig væri það forkast- anlegt að velja kannski úrslitaleiki í riðlum sem prófleiki fyrir dómara. Þá var nefnt dæmi um að leikmenn hefðu dæmt leiki í sinni eigin riðlakeppni. Flestir voru sammála um að fram- kvæmdahliðin væri ekki lengur það vandamál sem áður var með fáeinum undantekningum. Þó mættu félögin sýna mótunum meiri áhuga, t.d. aug- lýsa mótin, hafa aðstöðu til að selja veitingar og fleira. Gagnrýni kom á það að oft lékju eldri flokkar í litlum sal á sama tíma og 6. og 5. flokkur lékju í stórum sal. Rætt var um réttar boltastærðir og möguleika á að nota minni mörk i yngstu aldursflokkunum. Bent var á aðstöðumun sem hand- bolti og fótbolti byggju við. Fótboltinn hefði fría aðstöðu á meðan handbolt- inn þyrfti að greiða háa húsaleigu og sums staðar væru íþróttahúsin lokuð hluta ársins og nýttust ekki sem skyldi. Slíkt væri óþolandi ef nokkur mögu- leiki væri til að ná árangri. í þessu kom einnig fram að fúrðulegur væri sá munur sem þessar íþróttagreinar fengju í umfjöllun í fjölmiðlum á kostnað handboltans, sérstaklega þar sem handknattleikur á íslandi stæði miklu framar á alþjóðavettvangi en fótbolti. Hvað er til bóta? Fjölga þarf leikjum í öllum yngri flokkum og gera mótin áhugaverðari. Reifuð var hugmynd um deildarskipt- ingu í yngri flokkum þannig að í upphafi stæðu öll lið jalnt að vígi en eftir fyrstu umferð væri þeim skipt í deildir eftir árangri. Síðan færu fram 3 umferðir í deildum og eftir hverja umferð færðust lið milh deilda. Áð lokum var rætt um að gera úrslita- keppnina eins veglega og mögulegt væri, til dæmis að leika ixrslit á lengri tíma og að allir lékju við alla. Dómaramál þarf að bæta mikið, bæði varðandi niðurröðun á leiki og UMFN sigraði í 3. flokki kvenna | Úrslit í 3. flokki kvenna Staðan í riðlunum: A-riðill. ; Stjaman-Víkingur A-riðill. 6-6 Víkingur 4 48-22 3 1 0 7 Stjaman-ÍR 8-3 Stjarnan 4 41-15 3 1 0 7 Stjaman-Haukar 14-1 Þór, AK. 4 26-44 1 0 3 2 Stjarnan-Þór, AK. 13-5 Haukar 4 21-37 1 0 3 2 Víkingur-ÍR , Víkingur-Haukar 14-4 9-7 ÍR 4 17-35 1 0 3 2 í Víkingur-Þór, AK. 13-5 B-riðill t ÍR-Haukar 7-4 UMFN 3 28-20 3 0 0 6 | Ír-Þór, AK. 3-9 Týr 3 35-24 2014 ' Haukar-Þór, AK 9-7 ÍBK 3 24-29 1 0 2 2 B-riðill i UMFN-Týr í UMFN-ÍBK 11-9 34 FH 3 22-36 0 0 3 0 J UMFN-FH { Týr-ÍBK 12-7 Leikur um 3. og 4. sæti, Stjaman- 14-8 Týr 9-3 f Týr-FH | ÍBK-FH 12-5 Leikur um 1. og 2. sæti, Víkingur 12-10 - UMFN 4-8 2. flokkur karia: IR-ingar komnir i í úrslrt bikarsins á. ír-ingar tryggðu sér á miðvikudags- P kvöld sæti í bikarúrslitum annars * flokks. Þeir sigruðu þá Val með 19 * mörkum gegn 18. í fyrri hálfleik höfðu ? Valsmenn frumkvæðið en þó var mun- ur aldrei mikill á hðtmum. í hálfleik var staðan jöfn, 11-11. Síðari hálfleikur v var einnig jafii en í lokin sigu ÍR-ingar fram úr og komust í 18-15. Leikurinn endaði síðan eins og áður sagði, 19- 18, en það voru Valsmenn sem skoruðu síðasta markið er 25 sekúndur voru til leiksloka. ÍR-ingar héldu knettinum síðustu sekúndur leiksins. Þórður Sigurðsson var besti maður vallarins í þessum leik og áttu ÍR- ingar í talsverðum vandræðum með hann. ÍR-liðið var jafnt að þessu sinni. Úrslit verða í bikarkeppni 2. flokks á miðvikudag. Efri röð. Talið frá vinstri: Páll Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Hallgrímur Jónasson, Ólafur Grettisson, Jón Þór Eyjólfsson, Svava Sigurðardóttir, Unnur Jóhannsdóttir og Linda B. Jónsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Trausti Hafliðason, Njörður Ámason og Ami Sigurðs- son. Á myndina vantar Jóhann Ásgeirsson. Uppskeruhátíð hjá ÍR Fyrir skömmu hélt handknattleiks- deild ÍR uppskemhátíð sína. Vom veitt verðlaun fyrir mestar framfarir, bestu mætingu og áhuga. Einnig var leikmaður ársins valinn. Á uppskem- hátíðina mætti fongulegur hópur ungs fólks og vom kökur og annað með- læti á boðstólum. Eftirtaldir krakkar fengu verðlaun. 5. flokkur karla: Besti leikmaður: Trausti Hafliðason. Mestu framfarir: Njörður Ámason. Best mæting og áhugi: Ámi Sigurðs- son. Þjálfari flokksins í vetur var Guð- mundur Jónsson. 4. flokkur karla: Besti leikmaður: Jón Þór Eyjólfsson. Mestu framfarir: Gunnar Gunnarsson. Best mæting og áhugi: Ólafúr Grettis- son. Þjálfari í vetur var Einar Ólafsson. 3. flokkur karla: Besti leikmaður: Páll Guðmundsson. Mestu framfarir: Hallgrímur Jónas- son. Best mæting: Jóhann Ásgeirsson. Þjálfari í vetur var Guðmundur Þórð- arson. 3. flokkur kvenna: Mestu framfarir: Linda B. Jónsdóttir. Best mæting og áhugi: Svava Sigurð- ardóttir. Besti leikmaður: Unnur Jóhannsdótt> ir. Þjálfarar: Matthías Matthíasson og Þorsteinn Guðmundsson. Krakkamir í ÍR stóðu sig vel í vet- ur. 5. flokkur karla ásamt 3. flokki karla og kvenna komust í úrslit, svo og 2. flokkur karla. Eftirtaldir krakkar fengu verðlaun á uppskeruhátíð ÍR. ekki síst túlkun á reglum. Breyta þyrfti framkvæmd dómaraprófs þannig að einn reyndur dómari dæmdi með dómaraefninu. Þá mætti hiklaust fella menn ef þeir stæðust ekki kröfúr. Auka þyrfti fræðslustarfið og ekki veita dómurum stimpla nema þeir hefðu mætt á fræðslufúndi í upphafi keppnistímabils. Fram kom að virkja þyrfti þann mikla áhuga sem vaknað hefði vegna velgengni á HM. En skiptar skoðanir vom um hvort auka ætti áhuga á landsbyggðinni eða treysta betur þann grunn sem byggt er á, á suðvestur- hominu. Þar væri forgangsmál að fjölga æfinga- og keppnishúsum með löglegri vallarstærð. Allt þetta ætti að skila sér í öflugri og betri handknattleiksliðum, sem þýðir betri landslið í öllum aldurs- hópum beggja kynja sem síðan leiðir til heilbrigðs æskulýðsstarfs ungs fólks í landinu. Niðurstöður: Helstu niðurstöður fúndarins auk framangreinds snúa að markmiðum sem stefna skal að og hlut félaganna, þjálfaranna og HSÍ í þeirri vinnu. Markmið: Auka áhuga á íþróttinni. Fjölga leikjum. Gera mótin áhugaverðari. Bæta aðstöðu til æfinga og keppni. Félögin: Byggja upp virkar stjómir með öflug- um bakhjörlum. Efla unglingastarfið. Fjölga héraðsmótum. Fá betri þjálfara. Fá fleiri og betri dómara. Virkja foreldrana. Þjálferar: Að þeir hafi áhuga, séu fyrirmynd, hafi lágmarksmenntun og geri sér far um að kenna handbolta. Einnig er nauðsynlegt að þeir hafi þekkingu á leikreglum. HSÍ: Verðlauna bestu menn í úrslitum. Fá fjölmiðla til að sinna yngri flokkum betur. Hafa handboltaskóla. Halda dómaranámskeið á hveiju hausti svo og þjálfaranámskeið. Hjálpa félögunum í baráttunni fyrir bættri aðstöðu. Fá sérstakan blaðafiilltrúa sem safnar leikskýrslum og sendir fréttatilkynn- ingar til fjölmiðla. Þá er upptalið það helsta sem fram kom á þessum fundi. Menn voru sam- mála um að þessi umræða hefði verið mjög gagnleg og nauðsynleg og væri nauðsynlegt að halda henni áfram. Var ákveðið að boða til annars fúndar eftir um það bil hálfan mánuð og hafa hann í ráðstefnuformi þar sem stærri hópur kæmi saman. Vonast er til að sem flestir sem eitthvað koma nálægt starfi yngri flokka sjái sér fært að mæta á þann fúnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.