Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 28
28 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Góð staða sem við eram í - þurfum þrjá sigra ' - sagði Howard Kendall, stjóri Everton, eftir jafntefli í Nottingham. Peter Reid slasaðist. Liverpool náði tveggja stiga forustu í 1. deild og West Ham á enn möguleika Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV á Englandi: „Meistaratitillinn er nú í okkar höndum, það er góð staða sem við erum í þó það hafi verið nokkur von- brigði að bæði Liverpool og West Ham skyldu vinna á laugardag. Við vissum fyrir leikinn i Nottingham að við þyrftum þrjá sigra og jafntefli til að vera öruggir með titilinn og nú þurfum við þrjá sigra,“ sagði Howard Kendall, stjóri Everton, eftir að lið hans hafði gert OOjaf'ntefli í snjöllum leik á City Ground í Nottingham á laugardag. Mikill baráttuleikur sem hafði allt til að bera nema mörk. Forest sótti meira í leiknum, Carr átti skot i stöng marks Everton snemma leiks og í annað sinn bjarg- aði Kevin Sheedy þar á marklínunni. Everton átti líka sín færi og var með alla sína bestu leikmenn nema Sout- hall markvörð. Greinilegt þó að ensku meistararnir gerðu sig ánægða með jafntefli í þessum erfiða leik. Gary Lineker var þó talsvert frá sínu besta, mjög þreyttur í Iokin. Everton varð fyrir áfalli í leiknum. Peter Reid slasaðist en lék þó til loka. í gær, þegar meiðsli hans höfðu verið athuguð betur, kom í ljós að þau eru talsvert alvarleg. Jafnvel er talað um að hann muni ekki geta leikið í úr- slitum FA- bikarsins gegn Liverpool eða farið á HM í Mexíkó. URSLIT Úrslit í leikjunum í ensku knatt- spyrnunni. 1. deild: ArsenalWBA 2-2 Aston Villa-Chelsea 2-1 Ipswich-Oxford 3-2 Liverpool-Birmingham 5-0 Luton-Watford 3-2 Man. Utd-Leicester 4-0 Newcastle-Man. City 3-1 Nott. Forest-Everton 0-0 QPR-Tottenham 2-5 Southampton-Sheff. Wed 2-3 West Ham-Coventry 1-0 2. deild: Barnsley-Crystal Palace 24 Bradford-Shrewsbury 3-1 Brighton-Sunderland 3-1 Charlton-Blackburn 3-0 Fulham-Huddersfield 2-1 Grimsby-Norwich 1-0 Leeds-Charlisle 2-0 Middlesbrough-Millwall 3-0 Sheff. Utd-Portsmouth 0-0 Stoke-Oldham 2-0 Wimbledon-Hull 3-1 3. deild: Bolton-Bristol City 0-4 Brentford-York 3-3 Bristol Rovers-Chesterfield 1-1 Lincoln-Wigan 0-0 Newport-Darlington 3-0 Plymouth-Blackpool 3-1 Reading-Derby 1-0 Rotherham-Bournemouth 4-1 Swansea-Nots County 0-0 Walsall-Bury 3-2 Wolverhampton-Cardiff 3-1 Föstudagur: Doncaster-Gillingham 2-3 4. deild: Burnley-Scunthorpe 1-2 Chester-Southend 2-0 Crewe-Colchester 0-2 Hartlepool-Wrexham 3-3 Hereford-Halifax 2-1 Northampton-Cambridge 0-2 Peterborough-Aldershot 3-0 Preston-Exeter 2-2 Rochdale-Mansfield 1-1 Liverpool náði tveggja stiga for- ustu á laugardag í 1. deild eftir stórsigur á fallliði Birmingham á Anfield, 5-0, og er af mörgum talið hafa betri möguleika á meistaratitl- inum en Everton. En Liverpool hefur leikið einum leik meira, á eftir tvo leiki, báða á útivöllum, gegn Leicest- er og Chelsea. Everton á eftir þrjá leiki. Leikur gegn Oxford á útivelli á miðvikudag, síðan Southampton og West Ham á heimavelli. Leikur- inn við West Ham næstkomandi mánudag. Allir bestu með Liverpool var með alla sína bestu leikmenn gegn Birmingham nema hvað MacDonald lék í stað Steve McMahon. Athygli vakti þó að Mark Lawrenson var aðeins varamaður. Gary Gillespie hélt stöðu sinni og skoraði þrennu í leiknum! Ian Rush skoraði fyrsta markið á 26. mín. Craig Johnston gaf fyrir, Ronnie Whelan spymti á markið og Rush stýrði knettinum inn. Jan Mölby skoraði síðan úr vítaspymu. Gille- spie skoraði fyrsta mark sitt með skalla á 46. mín. Fyrsta mark hans á leiktímabilinu. Hann skoraði aftur á 56. mín. með góðu skoti og þegar Liverpool fékk aðra vítaspymu sjö mínútum fyrir leikslok heimtuðu áhorfendur að Gillespie tæki spyrn- una. Dalglish, sem ekki bar mikið á í leiknum, samþykkti þegar og Gary skoraði. „Þetta er einn alversti leikur okkar á keppnistímabilinu en gott að fá stigin þrjú,“ sagði John Lyall, stjóri West Ham, eftir að lið hans hafði sigrað Coventry 1-6 á heimavelli. Leikmenn Coventry léku stífan varnarleik og miðverðir liðsins höfðu lengstum góð tök á McAvennie og Cottee. Fyrir leikinn var Cottee útnefndur besti leikmaður WH á leiktímabilinu. Hann hafði áður hlotið titilinn „besti ungi leik- maðurinn" í kjöri félags atvinnu- mannanna ensku. West Ham hefur aðeins tapað einu stigi meira en Liverpool og á því vissulega mögu- leika á meistaratitlinum. Á fjóra leiki eftir, tvo heima, tvo úti. Coven- try, sem haldið hefur sæti sínu samfleytt í 19 ár í 1. deild, er nú í mikilli fallhættu. Á aðeins einn leik eftir og hefur verri markamun en Leicester og Oxford, sem eru neðar á töflunní. Coventry hefur þó hlotið Qórum stigum meira en Oxford. Loks skoraði Davenport Man. Utd komst í þriðja sætið á ný eftir sigur á Leicester á Old Traf- ford, 4-0. Frank Stapleton skoraði fyrsta mark leiksins, eina markið í fýrri hálfleik. Þá Mark Hughes og það er síðasta markið sem hann skor- ar fyrir United á Old Trafford, að minnsta kosti næstu árin. Er á förum til Barcelona. Clayton Blackmore, sem lék í stað Bryan Robson, skoraði þriðja markið og Peter Davenport það fjórða úr vitaspyrnu. Fyrsta mark hans fyrir United frá því hann \ ar keyptur frá Forest fyrir nokkrum vikum. Aston Villa komst úr fallhættunni eftir „slagsmálaleik“ við Chelsea á Villa Park. Sigraði 3-1. David Nor- • Glenn Hoddle á nú hvern stór- leikinn eftir annan. ton skoraði fyrsta mark Villa mínútu fyrir leikhléið. Spackman jafnaði fyrir Chelsea úr mjög vafasamri víta- spyrnu en á síðustu sex mínútunum skoraði Villa tvívegis, fyrst Steve Hunt, síðan Simon Steinrod á loka- mínútunni. Sheff. Wed. vann góðan sigur í Southampton, 2-3, þar sem miðvörð- urinn Paul Hart skoraði sigurmarkið á siðustu mínútunni. Sheff. Wed. náði forustu með marki Carl Shutt á þriðju mín. Jimmy Case jafnaði í byrjun síðari hálfleiks. Aftur náði Wednesday forustu með marki Shel- ton. Danny Wallace jafhaði og svo kom að Hart. En naumara var það hjá Ipswich þegar liðið sigraði Oxford 3-2 á heimavelli. Aitken skoraði sigur- mark Ipswich þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfír venjulegan leiktíma. Nokkrar tafir í leiknum vegna meiðsla Terry Butcher. Aldridge skoraði fyrsta mark leiks- ins fyrir Oxford, 30. mark hans á leiktímabilinu og eina markið í fyrri hálfleik. Jason Dozzell jafnaði á 51. mín. og tveimur mín. síðar skoraði Butcher. Philips jafnaði fyrir Oxford meðan Butcher var utan vallar vegna meiðsla sem hann hlaut. • Arsenal komst í 2-0 gegn WBA með mörkum Stewart Robson og Ian Allinson en George Reilly jafnaði fyrir fallliðið í 2-2. • Mick Harford skoraði þrennu fyrir Luton í sigrinum á Watford en Jackett og Sinnett skoruðu fyrir lið Elton John. • Gordon Davies skoraði fyrir Man. City snemma leiks gegn New- castle en leikmenn heimaliðsins tóku við sér í síðari hálfleik. Skoruðu þá þrjú mörk, Clark, Roeder og White- hurst. • Glenn Hoddle var hreint frábær með Tottenham gegn QPR á gervi- grasinu og ýmsir eru farnir að spá honum aðalhlutverki í enska lands- liðinu á HM. Tottenham komst í 0-5 áður en QPR skoraði þar sem leik- menn Tottenham skoruðu fjögur mörk á 15 mínútum frá 39. mín. til Titill Hearts í nær öruggri höfh - eftir 1-0 sigur á Clydebank. Celtic á enn fræðilega möguleika eftir 2-0 sigur gegn Dundee Gary McKay nær gulltryggði liði sínu Hearts skosku meistaratignina í knattspyrnu er hann skoraði eina. mark liðsins í 1-0 sigri á Clydebank í úrvalsdeildinni um helgina. Mark McKay tryggði Hearts fjög- urra stiga forystu þegar aðeins ein umferð er eftir. Celtic, sem er í öðru sæti, á þó enn möguleika á að ná Hearts að stigum, á leik inni, en Edinborgarliðið er með mun betri markatölu. Nái Hearts stigi í Dundee næstkomandi laugardag mundi það gulltryggja fyrsta meistaratitil liðs- ins síðan 1960. Annars urðu úrslit þessi í Skotlandi um helgina: Aberdeen-Rangers............1-1 Celtic-Dundee...............2-0 Dundee Utd-St. Mirren.......1-2 Hearts-Clydebank............1-0 Motherwell-Hibemian.........3-1 Brian McClair og Maurice Jo- hnston tryggðu Celtic auðveldan sigur á Dundee á heimavelli sínum. Dundee lék einum færra mestallan leikinn eftir að Ray Stephen hafði verið vikið af leikvelli fyrir að slá Danny McGrain, fyrirliða Celtic. Celtic á eftir að leika við Mother- well og St. Mirren og eru báðir leikimír á útivelli. Það var John Hewitt sem tryggði fráfarandi meisturum Aberdeen stig gegn Rangers en áður hafði Ted McMinn náð forystunni fyrir gest- ina. -fros Staðan í skosku úrvalsdeildinni eft- ir leiki á laugardag. Hearts Celtic Dundee Utd Aberdeen Rangers Dundee St. Mirren Hibernian Motherwell Clydebank 35 20 10 5 59-31 50 34 18 10 6 60-38 46 35 17 11 7 57-30 45 35 15 12 8 56-31 42 35 12 9 14 51-45 33 35 13 7 15 43-51 33 35 13 5 17 42-58 31 35 11 6 18 48-61 28 34 7 6 21 33-62 20 35 6 8 21 29-71 20 • Gary Gillespie, þrenna fyrir Liverpool og fyrstu mörk hans á leik- tímabilinu. 54. Clive Allen skoraði tvívegis, einnig Mark Falco en Hoddle eitt mark. Þeir Rosenior og Bannister skoruðu fyrir QPR. Fyrst við vorum að skrifa um enska HM-liðið má geta þess að annaðhvort Steve Hodge, Sheff. Wed., eða Chris Tum- er, Man. Utd, verða valdir í HM-liðið ef Gary Bailey, Man. Utd, verður ekki búinn að ná sér af hnémeiðslun- um slæmu sem hann hlaut á lands- liðsæfingu fyrir Skotaleikinn. Peter Shilton verður auðvitað aðalmark- vörður enskra. Chris Woods, Nor- wich, gengur næstur honum. • í 2. deild er nú að verða öruggt að það verða Lundúnaliðin Charlton og Wimbledon sem fylgja Norwich upp í 1. deild. Bæði unnu góða sigra á laugardag en Portsmouth náði að- eins jafntefli í Sheffield. Portsmouth hefur aðeins unnið einn leik af sex síðustu og möguleikamir á sæti í 1. deild, sem virtust svo góðir í byrjun þessa mánaðar, eru nú foknir út í veður og vind annað árið í röð. Mað- ur hlýtur að hafa samúð með litla Allan Ball, stjóra liðsins, heims- meistara 1966. Þá má einnig geta þess að Wolverhampton Wanderers, það stórfræga lið, féll á laugardag niður í 4. deild þrátt fyrir 3-1 sigur á Cardiff. _hsím STAÐAN Staðan á Englandi eftir leikina á laugardag. 1. deild: Liverpool 40 24 10 6 86-37 82 Everton 39 24 8 7 78-38 80 Man. Utd 41 22 9 10 69-35 75 West Ham 38 23 6 9 67-34 75 Chelsea 39 20 11 8 56-48 71 Sheff. Wed. 41 20 10 11 62-54 70 Luton 41 18 11 12 6943 65 Nott. For. 41 18 11 12 67-52 65 Arsenal 39 18 9 12 4644 63 Newcastle 41 17 12 12 67-70 63 Tottenham 40 17 8 15 6547 59 Watford 39 15 9 15 62-59 54 QPR 41 15 7 19 52-62 52 Southampton 39 12 9 18 46-50 45 Man. City 40 11 11 18 42-55 44 A. Villa 41 10 14 17 49-63 44 Ipswich 40 11 8 21 31-52 41 Coventry 41 10 10 21 46-70 40 Leicester 40 9 12 19 52-74 39 Oxford 39 8 12 19 57-78 36 Birmingham 41 8 5 28 30-72 29 WBA 41 4 12 25 33-86 24 2. deild: Norwich 40 24 9 7 80-36 81 Charlton 39 20 10 9 7343 70 Portsmouth 41 21 7 13 6541 70 Wimbledon 38 19 11 8 55-36 68 C. Palace 41 19 8 14 56-51 65 Sheff. Utd 41 17 10 14 63-62 61 Hull 40 15 13 12 62-55 58 Stoke 40 14 15 11 4847 57 Brighton 40 16 8 16 64-60 56 Millwall 40 16 7 17 60-63 55 Barnsley 41 14 13 14 4548 55 Oldham 40 15 9 16 58-59 54 Bradford 39 16 5 18 50-56 53 Leeds 41 15 8 18 56-68 53 Grimsby 41 14 10 17 57-59 52 Huddersfield 41 14 10 17 51-66 52 Shrewsbury 40 13 9 18 50-61 48 Blackburn 41 11 13 17 50-61 46 Middlesbro 41 12 9 20 43-51 45 Sunderland 40 11 11 18 43-61 44 Carlisle 39 12 7 20 42-66 43 Fulham 40 10 6 24 44-65 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.