Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Side 31
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 31 Sandkorn Sandkorn Pan-póstur Þrátt fyrir að allir lands- menn séu orðnir frekar þreyttir á öllu snakkinu um Pan-hópinn, sem gengur um með frygðarglampa í augum og sýnir nærbræk- ur, verður þessi Pan-saga að flnka: Málið er nefnilega það að pósthúsið á Akureyri er sagt yfirfullt af Pan-tækj- um. Virðist sem Pan-póstur sé núna nánast eini póstur- inn sem berst til Akur- eyrar. Skagstrend- ingar fá nýtt nafn Skagaströnd heitir í lög- giltum kokkabókum Höfðakaupstaður. Fáir tala hins vegar um Höfðakaup- stað heldur einungis Skagaströnd. Nú mun líka svo komið að hreppsnefnd- in á staðnum ætlar að breyta nafninu - og að sjálf- sögðu í Skagaströnd. Veislan mikla Matarveislan mikla í íþróttahöllinni, sem starfs- mannafélag Sambands- verksmiðjanna hélt í tilefni 50 ára afmælis félagsins, tókst í alla staði frábærlega vel. Tæplega 700 manns mættu í matinn. En frekar fannst mönnum fámennt liðið frá SÍS í Reykjavík. Erlendur Einarsson for- stjóri boðaði forföll vegna starfa hjá Sambandi sam- vinnufélaga á Norðurlönd- unum. Hjörtur Eiríksson, fyrrum forstjóri verksmiðj- anna, átti ekki heiman- gengt og það mætti enginn frá starfsmannafélagi Sam- bandsins í Reykjavík. En kátt i höllinni samt. Eyfirðingar eiga loft Áfram um matarveisluna miklu i Höllinni á Akureyri: Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sam- bandsins, hélt skemmtilega tölu og skaut i glettni á þá Jón Sigurðarson, forstjóra verksmiðjanna, og Bjarna Jónsson, formann starfs- mannafélagsins, sem báðir eru Þingeyingar, og sagði Þingeyinga sjaldnast skorta loft. Bjarni formað- ur svaraði þá fyrir sig með vísu sem faðir hans, Jón Bjarnason frá Garðsvík á Svalbarðseyri, setti saman fyrir nokkrum árum: Þessi heyrist æði oft, öfundsjúkra kliður. Eyfirðingar eiga loft, en anda því bara niður. Kjaftasögur Þær kjaftasögur sem mest voru í gangi á Akur- eyri í síðustu viku voru um Ingvar Gíslason og næsta bæjarstjóra. Heyrðist að Ingvar yrði nú senn sendi- Ingvar Gíslason. herra - og að Valur kaup- félagsstjóri tæki sæti á lista framsóknarmanna í næstu þingkosningum. Helgi Bergs bæjarstjóri á, sam- kvæmt sömu sögu, að taka við starfi kaupfélagsstjóra KEA. Björn Jósef Arnvið- arson, (jóröi maður á lista Alþýðuflokksins í komandi bæj arstj órnarkosningum, og gamla alþýðuflokks- kempan, Sighvatur Björg- vinsson, voru og nefndir sem kandídatar í bæjar- stjórann. María í Málmey Blóðbræður, söngleikur- inn sem Leikfélag Akur- eyrar sýnir um þessar mundir, hefur fengið góðar undirtektir. Verið er að frumsýna stykkið um öll Norðurlönd þessar vikurn- ar. í Malmö Stads Teater voru Blóðbræður frum- sýndir á dögunum. Akur- eyrsk stúlka, María Árnadóttir, fer þar með eitt aðalhlutverkið. Helgi Bergs. Gleðibankinn á ensku Þjóðin hefur greinilega sameinast um Gleðibank- ann sem á að slá í gegn í Björgvin um helgina. Lagið er reyndar þrumugott. Ungu kynslóðinni á Ak- ureyri finnst þó lagið enn betra á ensku og viil að þannig verði það kyijað i Björgvin. En því miður - einhverjar reglur kveða á um að söngvararnir verði að bregða fyrir sig móður- málinu. Stutt ferð - en löng Fyrirsagnir dagblaða geta oft verið skemmtileg- ar. I einu norðanblaðinu stóð þessi á dögunum, er verið var að segja frá Græn- landsferð: „Stutt ferð - en löng til Grænlands.“ Og önnur: „Magnamenn fóru heim með tíu mörk á bakinu.“ Þeir eru greinilega ekki af baki dottnir hjó Magna á Grenivík. Af grímuballi Þessa tökum við beint upp úr Degi: Það var haldið grímuball í sveitinni og ein stúlkan mætti í korti af íslandi. Ein- hvern tima um kvöldið var hún á tali við ungan mann. Þá gerðist það aUt í einu að hún sló hann utan undir og geystist svo í burtu. „Hvað gerðist eiginlega?“ spurði vinur unga manns- ins. „Við vorum bara að tala saman, hún spurði hvaðan ég væri og ég benti á Vest- mannaeyjar." Umsjón: Jón G. Hauksson. Kvikmyndir Kvikmyndir 1 Austurbæjarbíó - Elskhugar Maríu ★★★ 1 Persónuleg og falleg mynd hjá Rússanum Konchalovsky Elskhugar Maríu (Maria’s Lovers Bandarísk, árgerð 1984. Leikstjóri: Andrei Konchalovsky sem einnig er höfundur handrits ásamt öðrum. Framleiðendur: Menahem Golan og Yoram Globus. Tónlist: Gary S. Renal. Myndataka: Juan Ruiz Anicia. Aðalhlutverk: Nastassja Kinski, John Savage, Robert Mitchum og Keith Carrad- ine. Það leynir sér ekki að Andrei Konchalovsky, sem er leikstjóri-og höíundur handrits þessarar myndar, er rússneskur að þjóðemi. Myndin er miklu nær rússneskri kvikmynda- hefð en bandarískri þó hún sé framleidd í Bandaríkjunum. Aðal- sérkenni hennar að þessu leyti eru þó hin sterku persónulegu einkenni sem myndin heíúr. Hún er fyrst og fremst verk eins manns enda krafð- ist Konchalovsky þess að leikstýra auk þess að gera handrit. Þó er það nokkur einföldun að segja að að hún sé rússnesk með öllu. Elskhugar Maríu er t.d. mjög „hröð“ mynd, miðað við myndir Tarkowskys. Konchalovsky naut mikila vin- sælda í heimalandi sínu áður en hann flutti vestur fyrir jámtjald. Eftir að hann fór vestur gekk honum illa að fá verkefni en nú er hann kominn á skrið. Auk þessarar mynd- ar hefur hann gert myndina Runa way Train en fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd var Jon Voight tilnefndur til óskarsverðlauna. Án þess að hafa séð þá mynd held ég að það megi fullyrða að ffami Voight þar sé að nokkm Konchalovsky að þakka. Myndir hans gefa nefnilega Rússneski leikstjórinn Konchalovsky leikstýrir þeim Kinski og John Savage i myndinni Elskhugar Maríu. leikurum ákaflega kærkomin tæki- færi til að sýna snilli sína. Þetta kemur berlega í ljós í Elskhugum Maríu þar sem mikið mæðir á aðal- leikurum. í raun er sagan í Elskhugum Mar- íu ákaflega óljós og erfitt er að skilja hvað Konchalovsky er að fara. Hann beitir fyrir sig ýmsum táknmyndum sem erfitt er að ráða i og lengi fram- an af er eins og söguþráðurinn sé að leysast upp. Við sjáum í upphafi þegar rætt er við Ivan Bibic (John Savage) um það hvað hann hafi hugsað um á meðan á stríðinu stóð. Hann svarar heimil- ið og það er hin rauði þráður myndarinnar. Væntingar hans til lífsins, sem heima bíður, eru svo miklar að honum tekst ekki að að- lagast þvf sem heima bíður. Hann giftist æskuást sinni, Maríu, en draumurinn um hana hefúr orðið að nokkurs konar þráhyggju hjá hon- um á meðan hann dvaldist í fanga- búðum Japana. Þrátt fyrir að þau Ivan og María séu orðin hjón þá getur lvan ekki notið ástar með Maríu. Þetta fær svo á hann að hann fer að heiman. Eftir það er spurning- in aðeins hvort þau ná saman aftur. Konchalovsky hefúr tekist með þessari mynd að skapa athyglisvert myndverk og nýtur við það dyggrar aðstoðar myndatökumannsins Juan Ruiz Ancia. Aðalleikaramir standa sig með prýði og njóta þess greini- lega að vinna undir öruggri stjóm Konchalovsky. John Savage útvíkk- ar aðeins taugaveikluðu „týpuna“ sem hann lék í The Deer Hunter og stendur sig vel. Það er ánægjulegt að sjá að þeir félagar Golan og Globus hafa ein- hvern listrænan metnað en þetta er án efa ein merkilegasta myndin sem hefur komið úr smiðju þeirra til þessa. Sigurður Már. Jónsson ★★★★ Frábær ★★★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit Nýkomið glæsilegt úrval af vor- og sumarbuxnadrögtum, jökkum og kápum. £fáátwn LAUGAVEGI66 9 SÍMI25980 GOODYEAR ó hagstæðu verði Hvort sem er í þurru færi eða blautu í lausamöl eða á malbiki á hálku eða í snjó eru: MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA GOODfÝEAR IhIHEKIAHF Laugavegi 170 172 Sfcr>i 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.