Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Qupperneq 40
40 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Andlát Helga E. Andersen lést 18. apríl sl. Hún fæddist í Reykjavík 23. júlí 1894. Foreldrar hennar voru Helga Jóns- dóttir og Hans Andersen. Helga giftist Bjarna Þorgeiri Magnússyni, en hann lést langt um aldur fram. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið. Utför Helgu var gerð frá Dóm- kirkjunni í morgun. Kolbrún Jónsdóttir lést 18. apríl sl. Hún fæddist 21. ágúst 1913 á Æsu- stöðum í Húnavatnssýslu, en fluttist ung að ámm til Reykjavíkur þar sem hún bjó síðan alla tíð. Kolbrún vann við verslunarstörf alla tíð og í nokk- ur ár rak hún verslunina Iðu við Laugaveg. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15. Sigurður Árnason lést 18. apríl sl. Hann fæddist að Kúskerpi í Húna- vatnssýslu 17. apríl árið 1920. For- eldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir og Ámi Sigurðsson. Sigurður út- skrifaðist úr Verslunarskóla íslands árið 1940. Hann réðst til Síldarverk- smiðja ríkisins sem gjaldkeri árið 1948, hann varð síðan skrifstofustjóri árið 1959 og gegndi því starfi til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigríður Sigurðardóttir. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Elín Jóhannesdóttir lést 19. apríl sl. Hún fæddist í Flatey á Breiðafirði 15. febrúar 1985. Foreldrar hennar voru hjónin Herdís Jónatansdóttir og Jóhannes Ámason. Elín lærði hjúkrun og starfaði lengst af á sjúkrahúsi Patreksfjarðar. Útför hennar verður ferð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 15. Sigríður Benjamínsdóttir, Þúfubarði 11, Hafnarfirði, andaðist að Sólvangi 25. apríl. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, Grettisgötu 76, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 23. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Victoriano Álberto Zorrilla lést 23. apríl sl. í Ocean Reef í Florida. Minn- ingarathöfn fer fram í Reykjavík síðar. Brynjólfur Símonarson lést 23. apríl í Hafnarfirði. Sigurgarðar Sturluson, Hrauntugu 8 Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 29. apríl kl. 15. Útför Fríðu Gísladóttur, Hjarðar- haga 46, sem lést 17. apríl, verður frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Andrea Helga Ingvarsdóttir, Ham- arsbraut 12, Hafnarfirði, sem lést 21. apríl, verður jarðsungin frá Hafnar- fjarðarkirkju, í dag mánudag kl. 13.30. Anna P. Helgadóttir, Grundarstíg 10, sem lést 22. apríl verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. maí kl. 10.30. Margrét Friðbjarnardóttir, Suður- götu 15, Keflavík, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 24. apríl. Sigurbjöm Árnason frá Landakoti, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. apríl kl. 15. Kristín Eyjófsdóttir, Krókahrauni 4, Hafharfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.30. Tilkynningar 200 ára afmæiis Reykjavikur minnst Nk. miðvikudagskvöld, 30. apríl, kl. 20.30 mun Félagið Ingólfur (stofnað 1934) efna til fundar þar sem minnst verður 200 ára afmælis Reykjavíkur. Ingólfur hefur fengið Guðjón Frið- riksson, sem starfar hjá Reykjavík- urborg við að skrá sögu hennar, til að flytja fyrirlestur um húsið Aðal- stræti 8 sem á sér lengri sögu en sjálfur kaupstaðurinn. 1 sögu þessa húss endurspeglast saga bæjarins. Guðjón rekur sögu Aðalstrætis 8 í máli og myndum og segir frá fræg- ustu íbúum þess, svo sem Einari hattara, Jónasi Hallgrímssyni, Sig- urði Breiðfjörð, Benedikt Gröndal, Valgarð Breiðfjörð og Jóhanni „próka“. Valgarð stækkaði húsið og byggði aftan við það leikhús sem kallað var Fjalakötturinn. Saga Að- alstrætis 8 gefur innsýn í atvinnu- og menningarsögu höfuðstaðarins. Fundurinn verður haldinn í Stúd- entakjallaranum við Hringbraut. Á undan erindinu verður efnt til aðal- fundar Ingólfs en fyrirlesturinn hefst kl. 21 og er öllum opinn. Snæfellingafélagið i Reykjavík Mörg undanfarin ár hefur skemmti- nefnd Félags Snæfellinga og Hnapp- dæla gengist fyrir því að bjóða eldri héraðsbúum til sameiginlegrar kaffi- drykkju. Hafa þessar samkomur verið mjög vel sóttar. Að þessu sinni verður kaffiveislan haldin í hinu nýja félagsheimili Sóknar að Skip- holti 50a sunnudaginn 4. maí nk. kl. 15. Til skemmtunar verður m.a. að kór félagsins syngur nokkur lög und- ir stjórn Friðriks Kristinssonar. Kórinn mun í vor fara í söngferð á Snæfellsnes og halda tónleika 10. maí á Hellissandi og í Breiðabliki. Byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu kom saman miðvikudaginn 23. apríl til að fagna frumvarpi því til laga um þjóðarátak til byggingar þjóðar- bókhlöðu er samþykkt var á Alþingi daginn áður. Nefndin þakkar Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra forgöngu hans í þessu máli og Al- þingi brautargengið. Hönnuðir bókhlöðunnar hafa að undanförnu haft uppi viðbúnað vegna næstu áfanga en stefnt er síðan að fullnað- arhönnun hennar. Unnið hefur verið inni í bókhlöðunni i vetur að múr- verki og undirbúningi einangrunar og hitalagnar og býr sú vinna í hag- inn fyrir frekari framkvæmdir. Landsmót UMFÍ1990 Á stjórnarfundi UMFÍ 19.-20. apríl sl. var sú ákvörðun tekin að fela UMSK landsmótshald árið 1990. Landsmótsstaður hefur verið ákveð- in að Varmá i Mosfellssveit. Verður þetta í fyrsta sinn sem UMSK heldur landsmót UMFÍ og fer vel á að það verði 1990 en þá eru liðin 50 ár frá því að UMSK vann landsmót i fyrsta sinn. Landsmótið 1990 verður það 20. í röðinni. Formaður UMSK er Katr- ín Gunnarsdóttir og framkvæmda- stjóri er Einar Gunnarsson. Sambandið hefur skrifstofu að Mjölnisholti 14 í Reykjavík og er síminn þar 16016. Utvarp_____________Sjónvarp Bergþóra Ámadóttir tónlistarmaöur: Ég treysti á mitt fólk Þó að ekki sé beinlínis keppt um myndbönd hlýtur það að hafa eitt- hvað að segja að íslenska mynd- bandið er áberandi best. En það er líka mjög gott frá Júgóslavíu, þar fannst mér lagið að auki virkilega skemmtilega þjóðlegt, má kannski segja eina þjóðlega lagið í keppn- inni. Svo er tyrkneska lagið ansi skemmtilegt, það er eins og hafi ve- rið lagt talsvert í þessi. Af því sem kom í gær, frá Dan- mörku, Svíðþjóð og Finnlandi, fannst mér sænska lagið alveg stórg- ott og myndbandið skondið og skemmtilegt. Mér finnst Gleðibankinn alveg þrælgóður miðað við það sem hann var, útsetningin er þrælgóð hjá Gunnari og þau þrjú finnst mér koma mjög vel fyrir og gera góða hluti. En ég hef athugasemd við tex- tann. Ég var í húsi í gær þar sem var lítill strákur sem sagði: „Gleði- hús, er það ekki hóruhús?" Mér þykir hafa verið kastað til höndun- um með íslenska textann, er ekki frá því að sá enski sé betri. Og þetta set ég fram af því að í upphafi var einn- ig keppt um texta. Það var látið heita svo en ég get ekki merkt það á þeim lögum sem komust í tíu laga úrslit, til dæmis er forkastanlegt að lag með áberandi málvillur eins og „fyrir mér og þér“ skyldi komast áfram, það er alveg furðulegt og sýn- ir mér og fleirum sem hugsum um íslensku að ekki var tekið mikið til- lit til texta. En ég treysti á mitt fólk og vona að þau vinni. Ég óska öll- um, sem í Gleðibankanum vinna, til hamingju, þetta er stórgott hjá þeim. Þessi keppni hefur aldrei verið jafri- viðamikil fyrir okkur, nú hefur maður fengið að fylgjast með öllu og það er skemmtilegt og það að vera með er góð landkynning. -JSÞ Lif-fara-fræði í dag, mánudaginn 28. apríl, verður nýstárleg fræðigrein kynnt en þá heldur Már Vilhjálmsson jarðfræð- ingur fyrirlestur um hvemig hægt er að greina för og ummerki eftir líf- verur í setlögum og nota þau til að túlka það umhverfi sem lífverumar lifðu og hrærðust í. 1 fyrirlestrinum ætlar Már m.a. að greina frá niðurstöðum rannsókna sinna á setlögum í Fossvogi frá síð- . asta hlýskeiði ísaldar. Fyrirlesturinn verður í stofu 201 i Ámagarði og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Vordagar Samtakanna 78 Þann 29. apríl nk. heíjast svonefndir Vordagar Samtakanna ’78, félags les- bía og homma á Islandi. Vordagamir er samfelld lista- og menningardag- skrá sem stendur í fimm daga og lýkur með dansleik 3. maí. Þetta er í annað skipti sem Samtökin 78 efna til slíkrar viku til að kynna menn- ingu og listsköpun homma og lesbía og er hún haldin í húsakynnum Sam- takanna í Reykjavík, Brautarholti 18, 4. hæð. Það er von þeirra sem að Vordögunum standa að allir þeir birtist þar sem láta sig vaxtarbrodda menningarinnar einhverju varða. Þriðjudaginn 29. apríl hefjast Vor- dagamir kl. 20 með opnun myndlist- arsýningar. Örn Karlsson sýnir collage- og vatnslitamyndir frá und- anförnum árum og verða þær til sýnis alla Vordagana. Allar mynd- irnar em til sölu á viðráðanlegu verði. Síðar um kvöldið verður sýnd kvikmynd sem einkum höfðar til kvenþjóðarinnar. Miðvikudaginn 30. apríl er opið hús í Brautarholti 18 frá kl. 20 en kl. 21 hefst fjölbreytt listadagskrá. Fimmtudaginn 1. maí verður verkalýðskaffi og róttækar kökur á boðstólum frá kl. 15. Um fimmleytið verður sýnd kvikmyndin Hnefarétt- ur frelsisins eftir Rainer Werner Fassbinder. Föstudaginn 2. maí er opið hús frá kl. 20 en um kl. 21 verður flutt sam- felld dagskrá um lesbíska tónlist og texta. Þá verður bandaríska skáld- konan Alice Walker kynnt, lesinn kafli úr frægustu bók hennar, Purp- uralitnum, og kvenmenning mun ríkja fram eftir kvöldi. Vordögum lýkur síðan með gleð- skap á almennum dansleik sem Samtökin ’78 halda í risinu, Hverfis- götu 105, laugardaginn 3. maí, frá kl. 23-3 eftir miðnætti. Tölvufræðinemar Háskóla ís- lands: Tölvusýning í október Hópur tölvunarfræðinema hefur ákveðið að standa fyrir umfangsmik- illi tölvu- og hugbúnaðarsýningu í október. Sýningin verður haldin í hinu nýja Borgarleikhúsi í Reykja- vík. Undirbúningur er þegar hafinn og er stefnt að því að þessi sýning verði hin veglegasta sinnar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi. Farið er að hafa samband við þá aðila sem selja vél- og hugbúnað og hafa ýmsir þegar gefið vilyrði sitt fyrir þátttöku. Má til dæmis nefna IBM, HP og KÓS. Yfirskrift sýningarinnar verður „Tölvur og þjóðlíf ‘ og er ætlunin að sýna tölvunotkun í sínu víðasta sam- hengi. Er t.d. í athugun að auk hins almenna tölvubúnaðar sýni einstök fyrirtæki sérhönnuð kerfi. 1 tengslum við sýninguna verður einnig haldin ráðstefna og gefið úr blað. Þeim sem hafa áhuga á að fræðast nánar um sýninguna er bent á: Sýningarhóp tölvufræðinema, c/o Jóhann Másson, Hjarðarhaga 4-6, Reykjavík. Kvennaskólastúlkur Blönduósi 1969-70 Hvernig væri að við færum að hitt- ast? Hafið samband við Jónu í síma 94-7335 eða Svönu í síma 94-3886 fyrir 3. apríl. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Flóamarkaður verður í dag, 28. apríl, að Garðastræti 3. Opið frá kl. 14-17. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund fimmtudaginn 1. maí nk. kl. 20.30 að Ásvallagötu 1. Spilað verður bingó. Gullúr fannst Karlmannsgullúr fannst á bílastæði við Ólympíuhúsið, Grettisgötu, fyrir rúmum mánuði. Upplýsingar í síma 10836 (Helga). STEFAN BOJSTEN piano Ljóðatónleikar í Norræna húsinu Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30 verða ljóðatónleikar í Norræna húsinu. Sænska söngkonan Marianne Eklöf syngur við undirleik Stefans Boj- stens. Á efnisskránni eru 9 söngvar eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð eftir Jón úr Vör, söngvar eftir Wil- helm Stenhammar, Wilhelm Peter- son-Berger, Xavier Monsalvatge og þrjú vorljóð eftri Miklos Maros við MAKíANNE eklöf UCZZOSOPKAN japönsk ljóð. Stefan Bojsten leikur verk eftir Fr. Chopin á píanó. Marianne Eklöf og Stefan Bojsten halda tónleika á vegum Norræna hússins. og Norræna félagsins á Húsavík á sunnudag kl. 16 og á Ak- ureyri um kvöldið en norræn vika verður haldin á þessum stöðum í næstu viku. Þá munu þau Eklöf og Bojsten skemmta gestum á Valborgarmessu- hátíð Sænsk-íslenska félagsins á miðvikudagskvöld 30. apríl. BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ SLEIPNIR heldur félagsfund 29. apríl 1986 kl. 20. Fundarstaður Hótel Esja. Fundarefni staðan í samningunum. Daníel Óskarsson formaður. OFFSETPRENTARAR Óskum eftir að ráða offsetprentara nú þegar. Mikil vinna. PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR Þverholti 11 - simi 27022. V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.