Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Page 42
42 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Svið Ólyginn sagði... „Heimsins fallegasti og besti“ orðinn að brjóstumkennanlegum trúði Ryan O’Neal eyðir nú dögunum í barnagæslu og bleiuþvott á meðan Farrah klíf- ur karrierstigann í kvikmyndun- um. Hún er á kafi i hlutverki sinu i nýrri kvikmynd og sést sjaldan á heimavígstöðvum. Ryan tekur lifinu með mestu ró og segist vera alsæll með skiptin. „Eins og flest- ir kaþólskir írar er ég ákaflega hrifinn af börnum og vonast eftir tvíburum næst.“ Diana prinsessa hefur harðbannað Karli eigin- manni sínum að syngja i baöi nema þegar hún sjálf er víðs fjarri Kensington Palace. Prinsinn er að sögn kunnugra hræðilegasti sturtutenór sem fyrirfinnst í landinu og flytur sígild óperulög beint frá eigin brjósti. Diana hefur andstyggð á allri klassik og ekki batnar það við þetta form á flutn- ingnum. Karl hefur ýmislegt reynt í sjálfsvarnarskyni og þrautalend- ingin er að láta hanna hljóðein- angraða sturtu undir útidyratröppunum. Arkitektar hans hátignar vinna nú baki brotnu að lausn málsins. XXULJí\Jí\JL 1 *H • >C er lokið Frá Gizuri í. Helgasyni, fréttaritara DV í Ziirich: Hjónabandið er farið í hundana og draumavillan út í veður og vind - en samt ferðast Muhammad Ali um gjörvöll Bandaríkin í húsbíl sínum og boðar fagnaðarerindi Allah. Hér áður fyrr var hann dáður og virtur en nú hefur maður með- aumkun með honum. Muhammad Ali, 44 ára, þrefaldur heimsmeistari í þungavigt, mesti boxari allra tíma. Ali varð að yfirgefa 22ja her- bergja stórhýsi sitt í Los Angeles og býr nú í húsbíl, reyndar af skárri gerðinni (verð 43.000 $), 20 metra löngum. í honum þýtur hann svo um hraðbrautir Bandaríkjanna - í þjónustu Allah, eins og hann kunn- gjörir: „Ég er þjónn Allah og það sem ég geri er gert fyrir Allah. Hann hefur hlekkjað mig, en ég er þakklátur fyrir það.“ Dýr skilnaður Ali er skilinn við hina fögru ljós- myndafyrirsætu Veronicu. Hún var þriðja eiginkona hans og sú dýr- asta, jafnt fyrir sem eftir skilnað. Veronica hélt ekki aðeins drauma- villunni (þessari með herbergjun- um 22) heldur heimtar hún einnig 3 milljónir dollara fyrir að hafa búið með „þeim mesta og besta“ í 8 ár. Fáir koma til að sjá kappann Á meðan Muhammad Ali var og hét í hringnum þyrptust að honum þúsundir manna hvar sem hann kom, til að sjá og heyra hetjuna, enda munnurinn á réttum stað á þeim tima. í dag er svo komið að örfáir auðnuleysingjar koma til þess að sjá „the greatest“. Stundum er Ali fenginn til þess að opna nýja staði, s.s. vörumarkaði og fleira í þeim dúr. Samkvæmt fréttum af slíkum hátíðarstundum virðist Ali hafa misst allt það aðdráttarafl sem hann hafði, enda þótt í tilkynning- um sé því lofað að hann taki nokkur „spor“ og „sveiflur" upp á gamla mátann. Sporin eru klunna- leg og sveiflurnar hægar. Gamla kímnin virðist horfin og þess í stað virka sögumar hans raunalegar og leiðigjamar. í stað þess að vekja aðdáun þá fær hann meðaumkvun. Er Mohammad Ali með Park- insonsveikina? Þeir fáu en tryggu vinir, sem Ali á í dag, segja að hann sé veikur. „Hann lifir ekki lengur í þessum heimi. Allah, Allah, Allah. Allah hefur tekið hug hans allan.“ Ali hefur sjálfur annast um út- gáfu á bókum sem bera titilinn „Prayer and Al-Islam“ og skrifar sjálfur vitnisburð á titilsíðurnar til þess að auka sölumöguleika ri- tanna. Þrátt fyrir „vitnisburðinn“ virðast fáir hafa áhuga á því að kaupa bækumar og hefur Ali orðið að gefa mestan hluta upplaganna. Þetta þætti víst ekki góð kaup- mennska í jólabókaflóðinu á íslandi. Ali er aftur á móti ekkert miður sín vegna þessara málaloka, eða svo er hvorki að sjá né heyra. Þetta er allt í þjónustu Allah. Muhammad Ali er pottþéttur í trú sinni: „Allah er að prófa mig. Sérhver sem er jafn „great“ og ég þarf að gangast undir ákveðna eld- raun og greiða sitt verð þar að lútandi. Þetta er stærsta „keppni" mín til þessa.“ Vissulega stendur Ali í eldraun en þar er um að ræða veikindi hans. Sérfræðingar segja nefnilega að hann þjáist af hinni illræmdu Parkinsonsveiki, krónískum taugasjúkdómi sem hvorki er vitað um orsakir fyrir né lækning er við. Helstu sjúkdómseinkennin eru stíf- ir vöðvar, stöðugur skjálfti og hægar hreyfingar. Andlitsdrættir slakna, raddbeiting versnar, allt tal verður án tilþrifa og hægt. Göngu- lag verður hægt og stundum reikandi. Glaðvær svipur í harmleiknum. Aðeins sárafáir koma til að sjá Muhammad Ali við opnun markaða. Orsakanna að leita í boxinu Menn telja að ugglaust megi rekja veikindi Alis til boxáranna. Einhverjir hafa gert sér það til dundurs að reikna út hversu mörg högg Ali hafi fengið á sig, bæði á skrokk og höfuð, þau ár sem hann var í hringnum. Talan varð 300. „Ég hef eiginlega verið á flakki undanfarin sex ár,“ segir danskennarinn Hulda Hallsdóttir, „en núna er stefnt að því að freista gæfunnar í Reykjavík. Hulda hefur rekið dansskólann Danslínuna undanfarin ár og í þessari viku byrja hjá henni námskeið hérna í höfuðstaðnum. „Fyrst lærði ég hjá Sigvalda, síðan hjá Sigurði Hákonar- syni og að því loknu stofnaði ég Danslínuna og byrjaði að flakka um landið. í millitíðinni hef ég þó farið til London í nám, var þar í sex mánuði og tók svokallað Membership í suður-amerískum dönsum. Margir eldri kennaranna hér- lendis hafa þetta próf en líklega er ég ein um það af yngri kynslóðinni. Núna ætla ég að fara af stað með námskeið í bænum, þau heíjast í þessari viku og síðar kemur í Ijós hvort flakkið heldur áfram. Framtíðin er óákveðin.“ Hulda Hallsdóttir ætlar að halda sér við höfuðstaðinn á næstunni. Dansinn sem lifibrauð Jú, það er hægt að lifa af dansinum, en tekjumöguleikar eru ofsalega mismunandi. Einn veturinn er fullt af nemend- um og þann næsta enginn. Þetta fylgir tískunni og við getum aldrei verið örugg með nemendafjöldann. Kennslan fer svo líka einungis fram á veturna en liggur alveg niðri yfir sumartímann. En þetta er mjög skemmtilegt starf og krefjandi - og alltaf einstaklega gaman að sjá árangur. í Bretlandi hefur sama sérhæfi- leika og okkar íslenski forsætis- ráðherra ef marka má bresku blöðin. Hann lamdi hressilega á puttann á sér við heimaföndur fyrir skömmu og varð að vera með höndina i umbúðum svo dögum skipti. Myndir af lemstruð- um prinsinum birtust á útsíðum einna tuttugu stórblaða í Breta- veldi og sýnir það Ijóslega ein- stæða umhyggju landsmanna fyrir heittelskuðum erfðaprinsi. Karl prins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.