Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 43 ijós Sviósljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Mynd frá velmektardögunum: Ali í Kínareisu með Veronicu, hinni fallegu eiginkonu sinni. 000. Það ætti því engan að furða þótt .eitthvað væri farið að gefa sig eftir slíkar barsmíðar. Ali er sennilega ekki á heljar- þröminni fjárhagslega Fyrrum þjálfari Alis, Angelo Dundee, telur Ali ekki vera í alvar- legum fjárkröggum. . . Með tilliti til gengisbreytinga á liðnum árum hefur Ali halað inn um 2,2 milljarða ísl. króna. Eftir standa um það bil 4 milljónir doll- ara sem ættu að gefa honum mánaðarvaxtatekjur upp á 35.000 dollara, sem þættu allþokkaleg mánaðarlaun sums staðar. Aftur á mót virðist Ali ekkert sérstaklega ánægður með þetta. Upp á síðkastið tönnlast Ali sí- fellt á því að hann sé að verða gamall. Einnig talar hann mikið um dauðann. Þetta myndi nú mörg- um fmnast ffemur snemmt þar eð Mohammad Ali varð 44 ára þann 17. jan. sl. í afmælisveislunni sagði hann við vini sína að hann væri að búa sig undir dauðann. Sál mín verður að vera hrein, hvort sem dauðinn ber að dyrum í dag, eftir 5 ár eða tíu. Hann er aftur á móti fámáll um milljónirnar sínar. „Forgengilegir hlutir skipta mig engu máli,“ segir hann. Sennilega er hér um óbeina tilvitnun í Kóraninn að ræða, því þar stendur undir orðinu „ein- manaleiki": Þegar hjarta þitt er hnuggið þá hjálpar enginn utanað- komandi gleði.“ Langþráð afkvæmi Ljómandi af gleði voru nýbakaðir foreldrarnir Olivia Newton-John og Matt Lattanzi þegar Irene móðir Oliviu tók myndir af þeim með litlu dótturina Chloe Rose. Olivia vildi ekki láta ljósmyndara koma nærri dótturinni en amman brá sér frá Ástralíu til þess að líta krílið augum og mynda í leiðinni. Eilífðarunglingurinn Olivia er orð- in þrjátíu og sjö ára gömul og það þykir nokkuð gamalt fyrir móður sem er að eiga sitt fyrsta barn. Allt gekk þó vel, dóttirin fæddist nokkr- um vikum fyrir timann en var samt á allan máta fullburða. Faðirinn Matt er tíu árum yngri en eiginkon- an og segist vera rétt að byrja fjölgun mannkyns á sínu heimili. Hann er alinn upp í fátækt, einn níu systkina og vill eiga svipaðan fjölda barna sjálfur. Lítt hefur fengist upp úr Oliviu um ffekari barneignir, hún virðist því ekki með öllu fráhverf og ætlar að snúa sér að því að breyta ímyndinni frá unglingi í fullvaxinn kvenmann. Ungar fyrirsætur óskast! Ertu á aldrinum tfu til tólf ára, strákur eða stelpa, og langar til þess að reyna færnina í fyrirsætu- störfum? Þá er ef til vill tækifærið núna því undanfarið hefur verið hér á landi listhönnuðurinn Martie Dekkers í leit að góðum fyrirsætum fyrir tískumvndatöku hérlendis á næstunni. Þetta er vinna á vegum hollensku barnafatafyrirtækjanna Barbara Farber og Pointer en þau eru með umfangsmikla framleiðslu á fatn- aði fyrir börn og unglinga. Núna er ætlunin að vinna myndefni við bækling um vetrartískuna ’86 -’87 og er honum dreift ókeypis í tveim- ur milljónum eintaka til viðskipta- fyrirtækja og einstaklinga víðs vegar um Evrópu. Myndirnar verða teknar hérlendis og íslensk börn notuð í fyrirsætustörf þannig að þarna er um heilmikla land- kvnningu að ræða. Martie Dekkers er væntanlegur aftur hingað til lands 3. maí ásamt aðstoðamönnum og mun þá velja endanlega þau börn sem henta í fyrrnefna fyrirsætuvinnu. Þeir sem hafa áhuga eða vilja gefa ábend- ingar um aðra. sem hæfileika hafa í slíka vinnu, eru beðnir að hafa samband við starfsfólk í verslun- inni Sonju að Laugavegi 81 og geta þar fengið nánari upplýsingar um fyrirætlanir Dekkers. Fyrstu skrefin Diana prinsessa í Bretlandi stóð í ströngu þegar hún flaug með synina William, þriggja ára, og Harry, eins og hálfs árs, frá London til Aberdeen í Skotlandi. Þess- ir verðandi heimsborgarar skoðuðu veröldina af óblandinni forvitni þannig að allt var í hers höndum í flugvélinni. Prinsessan var á harðahlaupum alla leið- ina til þess að varna því að bræðurnir hlutuðu farkost- inn niður í smástykki. Á meðfylgjandi mynd er hún sloppin út undir bert loft með afkvæmin og Harry tek- ur samstundis viðbragð og ætlar að hendast eftir flugbrautinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.