Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju uxn firétt - hringdu þá í sima 687858. Fyrir hvert firéttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta firéttaskotið í hverxi viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við firéttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 28. APRlL 1986. I í í i Ásakanir um áfengisneysiu og agaleysi hjá Landhelgisgæslunni: „Kalla á rannsókn“ - segir Steingrímur Hermannsson „Það verður að rannsaka málið. Landhelgisgæslan getur ekki legið undir þessum ásökunum. Ef þær eru réttar verður að laga það sem aflaga hefur farið,“ sagði Steingrímur Her- _jnannsson forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í fjarveru Jóns Helgasonar, vegna ummæla Jóns Sveinssonar, fyrrum starfsmanns Landhelgisgæslunnar, þess efnis að innan gæslunnar ríkti agaleysi, skort- ur á fagmennsku og skipulagi, örygg- ísmálum væri ábótavant, mikið skorti á þjálfun starfsmanna og að þeir eyddu tíma sínum um borð í fyllirí og spila- mennsku. Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hefur hafnað þessum ásökunum Jóns Sveinssonar og skilur ekkert í því hvaðan hann hefur þetta. Jón Sveinsson er sjóliðsforingi frá Noregi og hlaut sína menntun á þeim vettvangi þar. „Ég veit ekki annað en þessi maður, Jón Sveinsson, sé traustur og áreiðan- legur. Á hann ber auðvitað að hlusta. Ég ætla samt ekki að gerast dómari í málinu en ofnotkun áfengis og aga- leysi eru mjög alvarlegar ásakanir. Ég þekki marga góða menn sem starfað hafa í Landhelgisgæslunni og mig hefur aldrei grunað að ástandið væri svona ef ásakanir Jóns eru rétt- ar,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagðist mundu ræða við menn í ráðuneytinu um leiðir til þess að komast til botns í málinu. „Síðan mun það bíða Jóns Helgasonar þegar hann kemur aftur,“ sagði Steingrímur. -KB Hungurfanginn byrjaður að borða „Hann byrjaði að borða á föstudag- inn þannig að það er von til að honum líði eitthvað betur núna,“ sagði Helgi Jónsson í dómsmálaráðuneytinu í samtali við DV. Þriggja vikna hungur- verkfalli fanga í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg er því lokið. Fanginn, sem ekki hafði nærst á ^iðru en vatni í þijár vikur, var að mótmæla Hæstaréttardómi sem kveð- inn var upp 30. apríl 1985. Þar var hann dæmdur fyrir grófa líkamsárás vopnaður hnífi og hlaut 8 mánaða fangelsi. „Menn eru stundum að reyna að svelta sig út úr fangelsum en það geng- ur nú ekki,“ sagði Helgi Jónsson. -EIR Ari Þór Jóhannesson með leyfið fra Sky Channel Fimmta erlenda sjónvarpsstöðin: Græntljósá Sky Channel Breska gervihnattasjónvarpsstöð- in Sky Channel hefur nú opnast íslendingum. Er hún fimmta erlenda sjónvarpsstöðin, sem gefiir íslend- ingum leyfi til að horfa á sig. Sky Channel er send út trufluð. Til að ná henni þarf að kaupa sér- stakan aftruflara frá Sky Channel fyrir 415 pund eða um 26 þúsund krónur. Fimm slíkir aftruflarar hafa verið sendir til íslands. Þremur þeirra er óráðstafað en hinir tveir fara til Hótel Holts og Ara Þórs Jóhannes- sonar, rafeindavirkja I Krummahól- um 8, sem í nóvember í vetur varð fyrsti einstaklingurinn hérlendis til að taka á móti gervihnattasjónvarpi. „Sky Channel er fyrir flestalla besta rásin sem við eigum kost á,“ sagði Ari Þór, sem í síðustu viku fékk tilraunaleyfi Sky Channel. Býst hann við að fá innan tíu daga leyfi til að tengja Sky Channel við íhúðir í Krummahólum 2, 4, 6, 8 og 10. „Sky Channel er ekkert nema af- þreying; kvikmyndir, framhalds- þættir, tónlistarþættir. Það er mikið um íþróttir og bamaefhi, til dæmis er mikið um teiknimyndir fyrir böm um helgar. Stöðin sýnir marga þætti sem vora í Keflavíkursjónvarpinu í gamla daga, til dæmis Lost in Space og Lucy Ball,“ sagði Ari Þór. Talið er að upp séu komnir hér- lendis um 30 skermar til að taka við sjónvarpssendingum gervihnatta. Áuk Sky Channel hafa fjórar stöðv- ar í Eutelsat I-gervihnettinum gefið íslendingum grænt ljós. Þær era franska stöðin TV-5, kristilega stöð- in New World, bandaríska stöðin Worldnet og evrópska stöðin Europa. -KMU Kaupskipin að stöðvast Bæði undirmenn og skipstjórar á farskipum hafa boðað verkfall. Und- anfarið hafa verið haldnir árangurs- lausir sáttafundir þessara hópa. Sáttasemjari mun síðdegis kanna hvort grandvöllur sé fyrir nýjum sáttafundum. Skipstjórar hafa boðað tveggja sól- arhringa verkfall frá og með hádegi á morgun og þriggja daga verkfall síðar ef ekki nást samningar. Þá hefúr Sjó- mannafélag Reykjavíkur boðað verk- fall undirmanna á farskipum frá og með 1. maí. Sáttafundur Bílstjórafélagsins Sleipnis hefur verið ákveðinn á mið- vikudaginn. Bílstjórar hafa einnig boðað til verkfalls frá og með 1. maí. APH Veðrið á morgun: Hlýtt veður en skýjað um allt land Á morgun verður hlýtt veður um allt land og fer hiti mest í 10 stig fyrir norðan. Þetta er þó ekki sól- baðsveður þvi lítið mun sjást til sólar nema þá helst hjá Norðlendingum sem njóta hennar af og til. Austan- áttin verður ríkjandi um allt land með skúrum um allt sunnan- og suð- austanvert landið. Annars staðar verður þurrt. -S.Konn. LOKI Ætli kjölfar varðskipanna sé mjög hlykkjótt? Ætla að mynda breið- fylkingu nýrra hluthafa Níumannahópurinn svokallaði á- kvað um helgina að nota næstu tvær Geriö uerösamanburö og pantiö úr til þrjár vikur til að mynda breiðfylk- ingu nýrra hluthafa í Amarflugi. Er ætlunin að leita til fjölmargra aðila. Ennþá hefur enginn skrifað sig fyrir nýju hlutafé. Meðan níumannahópurinn safhar nýjum hluthöfum þarf stjóm Amar- flugs að halda hluthafafund til að færa gamla hlutaféð niður í tíu prósent af nafnvirði. Ennfremur þurfa Amar- flugsmenn að semja við erlenda kröfuhafa. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 95. tölublað (28.04.1986)
https://timarit.is/issue/190620

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

95. tölublað (28.04.1986)

Aðgerðir: