Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986.
5
Fréttir Fréttir Fréttir
íslandsmeistaramðr í bridge:
Halda til
Hollands
Hollenska fyrirtækið sem rekur
sumarhúsakeðjuna í Hollandi, sem
Samvinnuferðir/Landsýn eiga við-
skipti við, hefur boðið Islandsmeistur-
unum í sveitakeppni í bridge til
Hollands. Sveitin mrm keppa á sterku
móti þar sem atvinnumannasveitir og
landslið spila.
Einn af spilurunum í sveitinni, Guð-
mundur Pétursson, blaðamaður á DV,
fer ekki með sveitinni til Hollands.
Guðmundur varð fyrir því óhappi fyrir
stuttu að detta af hestbaki og meiðast
illa á höfði. Hann hefúr verið meðvit-
undarlaus eftir höfuðaðgerð en er á
batavegi.
Amarflug hefur boðið íslandsmeist-
urunum ftátt far til Hollands. Þar
munu þeir dveljast á kostnað eigenda
sumarhúsanna í Kempervermen, þar
sem margir Islendingar hafa dvalist
undanfarin ár. -SOS
Sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum:
Enginn sjúklingur
sendur frá Eýjum
- og ekkert hefur verið rættvið sjúkraliða
Samningar hafa ekki náðst í sam-
bandi við launakröfúr sjúkraliða i
Vestmannaeyjum. Óbreytt ástand er
því á sjúkrahúsinu í Eyjum, sem er
ekki starfrækt. „Sem betur fer hefur
ekkert alvarlegt tilfelli komið upp. Við
höfúm því ekki þurft að senda neinn
sjúkling til Reykjavíkur. Þá höfum við
ekki lent í erfiðleikum með sængur-
konur,“ sagði Einar Jónsson, heilsu-
gæslulæknir við sjúkrahúsið.
Einar sagði að ekkert hefði komið
fram sem leyst gæti deiluna. „Við höf-
um því búið okkur undir það að
ástandið geti orðið óbreytt í langan
tíma,“. sagði Einar.
Sigurleif Guðfinnsdóttir, trúnaðar-
maður sjúkraliða, sagði í samtali við
DV að ekkert hefði verið rætt við
sjúkraliða síðan að þeir hættu störfum
1. maí. „Við eigum þó von á að það
verði gert fyrr en síðar. Ég hef ekki
trú á að menn vilji búa við óbreytt
ástand hér,“ sagði Sigurleif. -SOS
Þjóðviljinii fimmtugur:
Vinstri sveifla
í Háskólabíói
Þjóðviljinn er fimmtugur um þessar
mundir. I tilefni af þeim tímamótum
efnir blaðið til umfangsmikillar rokk-
hátíðar í Háskólabíói í dag kl. 14.00.
Meðal hljómsveita á afmælishátíð-
inni eru Fölu frumskógardrengimir,
Næturgalamir frá Venus, The Voice,
Possibillies og svo stórsöngvaramir
Megas og Herbert Guðmundsson.
Aðgangur að hátíðinni er 400 kr.
Kynnir verður Gunnlaugur Helgason,
listamaður af rás 2.
Lélegur afli á
„Gleðibankanum“
Frá Reyni Traustasyni, fréttaritara
DV á Flateyri:
Mikil ótíð hefur hamlað veiðum
togara á Vestfjarðamiðum. Hafa grá-
lúðuveiðar ekki gengið eins vel og
undanfarin ár. Togarar hafa orðið
að slóa sólarhringunum saman til að
bíða af sér veður sem jafnast á við
hin verstu vetrarveður.
Þrátt fyrir lélegan afla á grálúðu-
miðunum, eða Gleðibankanum, eins
og sumir hinna léttlyndu sjómanna
vilja kalla þessa veiðislóð svita og
tára, þá horfa menn björtun augum
fram á veginn þar sem ekkert skygg-
ir á hækkandi sól nema bölvaður
kvótinn.
Eymapinnar hættulegir heyminni:
Eyrnapinnar eiga aldrei að fara upp i eyru - þau hreinsa sig sjálf.
DV-mynd KAE.
Fjandinn laus ef
borað er í eyrun
- segir Einar Sindrason yfiriæknir
„Staðreyndin er sú að svokallaðir
eymapinnar em góðir í nef, bak við
eyru og til að hreinsa húðfellingar
en upp í hlust í eyra mega þeir aldr-
ei fara,“ sagði Einar Sindrason,
yfirlæknir á Heymar- og talmeina-
stöð íslands.
Sala á eymapinnum er mjög mikil
hér á landi og em þeir óspartir not-
aðir í eym jafnt ungbama sem
aldraðra. Notendur virðast hins veg-
ar ekki gera sér grein fyrir hættunni
sem af þvi getur stafað. Svo ekki sé
minnst á notkun eldspýtna, bréfa-
klemma og annarra áhalda til að
hreinsa eymn.
„Eyrað hreinsar sig sjálft. Eyma-
mergur myndast til hlífðar eyranu.
Hann þomar og dettur út úr því af
sjálfu sér. Ef hann er fjarlægður er
fjandinn laus og þá sérstaklega ef
einhver áhöld em notuð til þess.“
Einar Sindrason sagði að gamla
reglan væri sú að ekkert minna en
olnbogi mætti fara upp í eyra. „Yfir-
leitt dugar puttinn vel. Hann er á
öllum þroskastigum ekki stærri en
svo að hann skaðar ekki hlustina
þótt hann sé rekinn upp í eyrað.“
-EIR
Farmannadeilan leyst með lögum:
„Þetta lá
„Við erum að sjálfsögðu ákaflega
óánægðir með að vera sviptir þessum
lýðréttindum. Við hefðum viljað semja
en það lá alltaf í loftinu að þessi bráða-
birgðalög yrðu sett og viðsemjendur
okkar sögðu þess vegna allan tímann
þvert nei á meðan samingaviðræður
stóðu yfir,“ sagði Höskuldur Skarp-
héðinsson, formaður Skipstiórafélavs-
ins, í viðtali við DV í gær þegar ljóst
var að bráðabirgðalög höfðu verið sett
til að stöðva vinnudeilu háseta og
skipstjóra á farskipum.
Lögin gera ráð fyrir að skipaður
verði gerðardómur sem skila á niður-
stöðum fyrir 1. september. í yfirlýsingu
frá samgönguráðherra segir m.a. að
loftinu"
alltaf í
verkfóll farmanna hefðu getað spillt
árangri í markaðsmálum íslenskra
fyrirtækja erlendis.
Vinnuveitendur telja að verkfallsað-
gerðir skipstjóra hafi verið ólöglegar
og einnig að Höskuldur Skarphéðins-
son, formaður Skipstjórafélagsins og
skipherra hjá Landhegisgæslunni, hafi
brotið lög um Landhelgisgæsluna sem
kveða á um að starfsmenn hennar
megi hvorki fara í verkfall né taka
þátt í verkfallsboðun.
Þessum ásökunum vísar Höskuldur
algerlega á bug. Hann segir að félagið
hafi rétt til að boða til verkfalls til að
knýja fram sín mál. Hvað sína stöðu
í málinu varðar segir hann: „Ég hef
líka þau lýðréttindi að starfa í stéttar-
félagi og taka kjöri sem formaður þess.
í þessu máli hef ég aðeins sinnt mínum
skyldum sem formaður. Þennan tíma
hef ég einnig verið í starfi mínu hjá
Landhelgisgæslunni," segir Höskuld-
ur.
-APH