Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Síða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Kvöldstund í Bergen „Gaman að sjá hvemig þú brýtur eggin; svo létt og skemmtilega. Hvað ætlarðu að gera næst?“ Kerlingin iðar í skinninu og kokkurinn glottir leyndardómsfullur inh í sjónvarps- myndavélina: „Ég ætla að steikja þau, ha, ha, ha...!“ Egg í nærmynd Það er ekkert grín að horfa á kerl- ingu og kokk í lit í sjónvarpsútsend- ingu sem fjallar um matargerð. Hvemig sjóða á upprúllaðan lax og skreyta með steiktum eggjum og áhorfendur þurfa að bíða á meðan laxinn kraumar í pottinum. Eggin eru síðan steikt í nærmynd undir vökulu auga sjónvarpsmyndavélar- innar. Biblía og sjónvarpstæki DV átti kvöldstund með norsku sjónvarpstæki á hótelherbergi í Bergen fyrir skömmu. í sjálfu sér mikil lífereynsla. Einmanalegthótel- herbergi með biblíu í öðru hominu og litsjónvarpstæki í hinu. Sjón- varpstækið varð fyrir valinu. Matargerðin stóð yfir í minnst klukkustund, kokkurinn hló og kerlingin dáðist að handbragði hans sem var lipurt. Um það gat öll norska þjóðin vitnað því þetta var á besta útsendingartíma. Enda var rúllulax- inn glæsilegur að lokum og kerlingin að springa úr aðdáun. Kokkunnn var enn hlæjandi þegar slökkt var á honum. Framhaldsmyndaflokkur Hótelherbegið tók á sig bjartari mynd þegar sjónvarpsþulan birtist á skjánum og kynnti næsta atriði Fyrirmyndin Aftur birtist sjónvarpsþulan á skjánum. Því oftar sem maður sér hana því ljósara verður hvert ís- lenska sjónvarpið hefur sótt fyrir- mynd þegar ákveðið var að nota konur til að kynna dagskrárliði í sjónvarpi. - með kokki og skilnaðarbami ■ á að sex mánuðir em liðnir frá því þau kynntust. Pabbi kann ekki við að segja Mettu að illa standi á og nýja konan fer í fylu. Metta fer líka í fylu þegar hún kemst að því að öll gömlu leikfongin hennar em komin ofan i skúffú, það er verið að undir- búa komu nýs bams í heiminn. Það verður væntanlega hálfeystir eða bróðir Mettu. Metta missir stjóm á sér, nýja konan líka og pabbi græt- ur. Mamma er svo heppin að missa af þessu öllu þvi hún er í skíðaferða- lagi með nýja manninum. Þrettánda þætti lýkur og í þeim fjórtánda verð- ur sagt frá því þegar skíðaskálamað- urinn flytur inn á mömmu og Metta verður vitlaus eina ferðina enn. Niðurstaðan Kvöldfréttir: Unglingur í tweed- jakka les tíðindi dagsins af blaði. Gæti verið menntaður í norskum blaðamannaskóla. Ábyrgur og stekkur ekki bros. Veröldin er al- vörumál enda kjamorkuský yfir landinu, stjómin fallin og flest í lamasessi. Dagskrá lokið og klukkan ekki orðin ellefu. Niðurstaða hótel- gestsins: „Helsti kostur norsks sjónvarps er hvað það byrjar seint og hættir snemnia." Næsta kvöld var hótelherbegið eins. Biblían í öðm hominu, litsjón- varpstæki í hinu. I þetta skiptið varð biblían fyrir valinu. -EIR Norski útvarpsstjórinn, Bjartmar Gjerde og Haraldur krónprins á góðri stundu. Þeir eru brosmildir, enda ekki að horfa á sjónvarp. DV-mynd GVA. norska ríkissjónvarpsins, framhalds- myndaflokk kvöldsins, eigin fram- leiðslu um andlega togstreitu í huga skilnaðarbams. Framhaldsmynda- flokkur í 21 þætti; þetta var sá þrettándi: Pabbi og mamma. Pabbi og mamma Mettu eru skilin. Þau búa sitt í hvom lagi í Osló. Metta er hjá mömmu sinni dags dag- lega. Fer til pabba um helgar. Nú ætlar mamma Mettu að fara í skíða- ferðalag með nýja kærastanum og Metta, sem er táningur, á að vera ein heima. Henni leiðist svo hún hringir í pabba og segist ætla að koma. Pabbi er nýkominn úr blóma- búðinni með blóm handa nýju konunni og þau ætla að halda upp Að „staldravið eftir sjálfuin sér“ - Þú mátt alveg bjóða mér upp á kaffisopa ef þú lofar að nefiia ekki Evróvisjón einu orði, sagði granni minn elskulega um leið og hann skutlaði frá sér skóflunni. - Misskildu mig ekki, ég naut þess virkilega að fylgjast með öllu í sam- bandi við söngvakeppnina. En nú er þetta búið og ég kominn í vor- verkin sem mér tekst vonandi að hespa af fyrir heimsmeistarakeppn- ina um mánaðamótin. - Hvað með kosningamar, ætlarðu ekkert að láta þær trufla þig við vorverkin? - Ertu vitlaus. Sá sirkus er nú ekki til annars en að taka upp á myndband og kíkja á í skammdeginu þegar ekkert betra gefst. Sástu hana annars? - Hverja? - Nú, söngvakeppnina? - Var ég ekki búin að lofa þér því að... - Æ, láttu ekki svona. Hvernig fannst þér? - Ja, ég sofnaði nú nokkrum sinn- um, en alltaf þegar ég rumskaði fannst mér ansi gaman. - Þú hefúr kannski sofið af þér Gleðibankann? - Nei, nei, mér fannst það reglu- lega skemmtilegt atriði. Sérstaklega þótti mér vænt um hvað þau voru sannfærandi fulltrúar fyrir hamingjusömustu þjóð í heimi og stóðu þétt saman. Hugsaðu þér að hafa átta hundruð fermetra svið til umráða og þvælast samt svona heimilislega hvert fyrir öðru. Ég var nú soldið nervus þama á tímabili og eiginlega alveg viss um að strák- amir myndu stíga á skottið á Helgu en þetta var svo ofealega vel æft að það var óþörf angist. Annars fannst mér nú skemmtilegast þama í lokin þegar selimir með mannsaugun fluttu Gleðibankann „í tilefni dags- ins“. - Æ, það var nú bara tæknislys og óþarfi að hlakka yfir því. En hvað fannst þér um krúttið? - Hún minnti mig heilmikið á litlu stelpumar sem dilluðu sér fyrir framan spegilinn í den og hermdu eftir skvísunum í ABBA. Annars hef ég heyrt að hún sé í rauninni um áttrætt og þessi bamalegheit hafi bara verið vel heppnað sölutrikk hjá auglýsingastofunni sem tók að sér að hanna hana. - Athyglisverð kenning. Heyrðu, ég má ekki vera að þessu, vorið kall- ar. Þar með var hann rokinn en ég sat eftir og velti því fyrir mér hvort bömmerinn í Björgvin hefði ekki bara verið mátulegt vandarhögg á þann sálarlausa auglýsingaglassúr sem þar var boðið upp á í nafni okk- ar allra. Ó, því er ég (og allir hinir) að eyða endalausu plássi og púðri á þetta húllumhæ? Væri ekki nær að hrópa HILDUR FINNSDÓTTIR FÁRAST YFIR FJÖLMIÐLUM húrra fyrir honum Hafliða Hall- grímssyni sem gert hefur garðinn frægan, unnið til verðlauna og var svo æðislega sjarmerandi, klókur og jákvæður á sjónvarpsskerminum á UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ________Valhöll, Háaleilisbrauf 1, 3. hæð. Simar: 688322 og 688953 Upplýsingar um kjörskrá o.fl. Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrifstofuna vita um alla kjósendur sem verða ekki heima á kjördegi, 31. maí nk. sunnudagskvöldið? Nú, eða Louísu Matthíasdóttur sem birtist okkur í verkum sínum á miðvikudaginn? Ja, það er bara yfirleitt svo miklu auðveldara að setja út á hlutina en fjalla vitrænt og jákvætt um þá, því miður. Hafliði og ágætur viðmælandi hans, Guðmundur Emilsson, ræddu m.a. um sjálfetraust listamannsins og það að sannfæra umhverfið um ágæti þess sem verið væri að fást við. Og auðvitað komust þeir að sömu niðurstöðu og Pálmi Gunnars- son, Kólumbus, Jökull og allir hinir: Maður verður fyrst og fremst að trúa sjálfur á það sem maður er að gera og leggja sálina í það. Það er af nógu að taka ef maður vill endilega vera jákvæður; ég naut þess t.d. að hlusta á yndislega klass- iska og tragíska ástarsögu í kvöld- vöku útvarpsins á mánudagskvöldið af því að ég hafði ekki almennilega heilsu í þriðja Vandarhöggið. Fimmtudagsleikrit, Gestagangur Ragnheiðar og Svavar Gests eru líka yfirleitt ánægjulegir og allfastir punktar í minni fimmtudagstilveru og ekki var ég svikin þessa vikuna. Mikið megum við annars vera þakklát fyrir fólk eins og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Fólk sem tímir að gefa okkur af sjálfu sér. Þegar ég hlustaði á hana tala um kennsluna og „sálarþroskaprófið“ sem hún þreytti í gamla Kennaraskólanum varð mér loks ljóst hve sú stefna stjómvalda er skynsamleg að halda launum kennara á sultarmörkunum. Þannig síast náttúrlega út þeir blá- eigu ídealistar sem af einhverjum fúrðulegum ástæðum þykir vænt um böm og vilja endilega hjálpa til við að koma þeim til nokkurs þroska - þrátt fyrir svo til vonlausar aðstæður i kolbrjáluðu blautbolsþjóðfélagi. Ég má bara ekki til þess hugsa hver framtíð væri búin æsku þessa lands ef það væm einhver uppgrip í kennslunni. Og þá er ég nú komin býsna nærri hápunkti síðustu sjónvarpsviku - myndarlegu og þörfu framlagi Ríkis- útvarpsins til vímuefnalausrar æsku. Gott hjá þér, Helgi H., og öðrum sem að þessu stóðuð. Ég vona bara að jafnmargir hafi fylgst með þessum þætti og Evróvisjón. Hann vakti áreiðanlega umræðu og ótal spum- ingar sem okkur ríður á að finna svör við. En billega fannst mér fulltrúi ríkis- stjórnarinnar sleppa þama. „For- vamimar byrja heima,“ sagði einn þátttakandinn. „Það var svo mikil spenna í kringum mig heima - pen- ingavandamál og svoleiði.s,“ sagði eitt fómarlambið. Það hefði nú varla sakað að nefna þetta aðeins við hann Sverri og spyrja svona í forbífarten hvort stjómin ætlaði ekki bráðum að fara að gera þjóðinni kleift að „staldra við eftir sjálfri sér“, eins og Megas orðaði það, og vera pínulítið heima stundum. Við vitum það öll svo ósköp vel að það er akkúrat þama sem hund- urinn stendur í kúnni. Og við vitum það líka að síðustu kennaramir og fóstrumar em að verða of lúin af álagi og eftirvinnu til að geta alfarið annast sálina í bömunum okkar. í beinu framhaldi af þessu (og til þess að vera nú ekki jákvæð út í gegn) langar mig til að benda sjón- varpinu á þá miklu hættu sem okkur stafar af Hótel-þáttunum. Auk þess að ala á öfúnd og óánægju geta þeir hæglega farið að stuðla að land- flótta. Eftir að hafa fengið þær upplýsingar í síðasta þætti að að- stoðarþjónn á Heilögum Gregoríusi hefði tvöföld laun kennara lái ég t.d. engum í þeirri stétt þótt hann hug- leiði að sækja um djobb þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.