Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. 25 HIN HLKjIN Seljum í dag Saab 99 GL árg. 1977, 2|a dyra, Saab 900 GLS árg. 1981, 4ra dyra, blár, beinskiptur, 4ra gira, ekinn 105 brúnn, sjálfskiptur, ekinn 42 þús. þús. km. Verð kr. 120 þús. km. Verð kr. 300 þús. Saab 900 GLE árg. 1982, 4ra dyra, Ijósblár, beinskiptur, 5 gíra + vökva- stýri, ekinn 48 þús. km. Mjög fallegur bíll. Verð 390 þús. Ibiza 1,2 GL árg. 1985,3ja dyra, Ijós- blár, beinskiptur, 5 gíra, ekinn aðeins 9 þús. km. Bíll sem nýr. Verð kr. 235 þús. Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma. TÖQGURHF. UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104. Eggert Bogason, einn fremsti frjálsíþróttamaður landsins. Hann dvelur nú við æfingar og nám í Bandaríkjunum. „Mig langar mest til að verða forseti íslands“ Eggert Bogason kringlukastari á hinni hliðinni „Heldur þú að ég sé nógu góður í þetta? Ef þú ert sann- færður um það þá er ég til, en ég lofa engu um árangur- inn,“ sagði hinn landskunni frjálsíþróttamaður, Eggert Bogason, í samtali við DV í vikunni þegar hann var beð- inn að snúa sér á hina hlið- ina fyrir lesendur DV. Kappinn féllst á það, þrátt fyrir að það tæki eflaust nokkuð lengri tíma en geng- ur og gerist þar sem Eggert er vel við vöxt, sem kringlu- kastara sæmir. Hann hefúr verið að bæta árangur sinn að undanförnu og æfir af kappi samhliða námi í bandarískum háskóla. Egg- ert er ungur að árum og á eflaust eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Svör hans fara hér á eftir: FULLT NAFN: Eggert Ólafur Bogason. MAKI: Ragnheiður Ólafsdóttir hlaupari. BÖRN: Engin ennþá, a.m.k. ekki svo ég viti. BIFREIÐ: Chevrolet Impala ár- gerð 1972. LAUN: Næst því að vera engin, enda er ég námsmaður. HELSTI VEIKLEIKI ÞINN: Of góður við sjálfan mig. HELSTI KOSTUR ÞINN: Geri allt það sem ég hef áhuga á. MESTA GLEDI í LÍFINU: Ekki skollin á ennþá. MESTU VONBRIGÐI í LÍFINU: Ekkert sérstakt. HELSTA ÁHUGAMÁL: Kringlukast. BESTA BÓK SEM ÞÚ HEFUR LESIÐ: Góði dátinn Svejk. BESTA HLJÓMPLATA SEM ÞU HEFUR HLUSTAÐ Á: Ég get hreinlega ekki gert upp á milli allra góðu platnanna með Dire Straits. HVAD MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YNNIR TVÆR MILLJÓNIR í HAPPDRÆTTI? Kaupa mér íbúð á stundinni. HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ YRÐIR ÓSÝNILEGUR í EINN DAG? Láta mig hverfa. UPPÁHALDSMATUR: Grillað lambalæri. UPPÁHALDSDRYKKUR: Mjólk. UPPÁHALDSSKEMMTISTAÐ- UR: Enginn, iþróttafólk fer sjaldan á skemmtistaði. UPPÁHALDSBLAÐ: DV. Umsjón: Stefán Kristjánsson UPPÁHALDSTÍMARIT: Track and Field News. UPPÁHALDSSTJÓRNMÁIjA- MAÐUR: Steingrímur Her- mannsson. UPPÁHALDSHLJÓMSVEIT: Dire Straits UPPÁHALDSSÖNGKONA: Whittney Houston. UPPAHALDSFUGL: Fughnn sem verpti um daginn á miðjum vellinum þar sem ég æfi. Ég vona að kringlan eigi ekki eftir að lenda á honum. UPPÁHALDSLITUR: Rauður. UPPÁHALDSFÉLAG 1 IÞRÓTTUM: FH og Haukar í körfuknattleik. HVER VAR FYRSTI BÍLLINN SEM ÞÚ EIGNAÐIST OG HVAÐ KOSTAÐI HANN? Það var Fiat 128 en ég man ekki hvað hann kostaði. MEÐ HVAÐA SKEPNUR VILDIR ÞÚ HELST BÚA EF ÞÚ YRÐIR BÓNDI Á MORG- UN? Ketti. HVAÐA PERSÓNU IANGAR ÞIG MEST TIL AÐ HITTA? Luis Delis frá Kúbu, hann er kringlukastari. HLYNNTUR EDA ANDVIGUR RÍKISSTJÓRNINNI: Hlynntur henni, svo framarlega sem Framsóknarflokkurinn er í stjóm. HLYNNTUR EÐA ANDVÍGUR NÚVERANDI MEIRIHLUTA I BORGARSTJÓRN: Hlynntur honum. HVAÐ VILDIR ÞÚ HELST GERA EF ÞÚ VÆRIR EKKI NÁMSMAÐUR? Vera forseti ís- lands. HVAR VILDIR ÞU HELST BUA EF ÞÚ ÆTTIR EKKl HEIMA Á ÍSLANDI? í Svíþjóð. MYNDIR ÞÚ TELJA ÞIG GÓÐ- AN EIGINMANN? Já, mjög góðan. FALLEGASTI STAÐUR A Is- landi: Þingvellir. FALLEGASTI KVENMAÐUR SEM ÞÚ HEFUR SÉÐ: Hólm- fríður Karlsdóttir. FALLEGASTA LAND SEM ÞÚ HEFUR FERÐAST TIL: Noreg- FYLGJANDI EÐA ANDVÍGUR BJÓRNUM: Andvijgur. HVAÐ ÆTLAR ÞU AÐ GERA SUMARFRHNU? Ég tek ekkert sumarfrí. HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA VERK EF ÞÚ YRÐIR HELSTI RÁÐAMAÐUR ÞJÓÐARINN- AR? Að auka fjárveitingar til Frjálsíþróttasambands íslands. ANNAÍ) VERK: Fara i sumarfrí. HVAÐA RÁÐHERRAEMB- ÆTTI MYNDIR ÞÚ VELJA ÞÉR EF ÞAÐ STÆÐI ÞÉR TIL BOÐA? Sjávarútvegsráðherr- ann. HVAÐ ÆTLAR ÞU AÐ GERA Á MORGUN? Æfa af miklu kappi. -SK. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 6212 40 MMC Pajero dfsll árg. 1983, ekinn 52.000 km, blár. Verð 550.000. MMC Colt GL árg. 1983, ekinn 40.000, hvítur. Verð 240.000. G01T ÚRVAL NÝLEGRA BÍLA Á STAÐNUM TÖLVUVÆDD ÞJ0NUSTA RUMGOÐUR SÝNINGARSALUR — REYNDIR SÖLUMENN — OPIÐ: K/lánud. — föstud.kl. 9.00—19.00. Laugard. kl. 10.00—19.00. Volvo 345 GLS árg. 1982, ekinn 57.000 km, blár. Verð 270.000. «4 BMW 316 árg. 1982, eklnn 66.000 km, beige. Verð 300.000. Toyota Tercel árg. 1980, ekinn 63.000 km, brúnn. Verö 170.000. VW Passat LS árg. 1981, ekinn 73.000 km, grsann. Verð 270 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.