Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 44
68*78*58 Hafiz þú ábendingu eða vitn- eskju um firétt - hzingdu þá í síma 687858. Fyziz hvezt fzéttaskot, sem birtíst eða ez notað í DT, gzeiðast 1.000 kzónur. Fyzir besta firéttaskotíð í hvezzi viku gzeiðast 3.000 krónuz. Fullzaz nafnleyndar er gætt. Tið tökum við fréttaskotum allan sólazhzinginn. Forstjóri Landhelgisgæslunnar heíiir faríð þess á leit við ríkissak- sóknara að hann láti fara fram opinbera rannsókn á málum Land- helgisgæslunnar. Tilefnið er blaðagrein sem birt var nýlega þar sem Jón Sveinsson ber fram ásak- anir á Landhelgisgæsluna fyrir stjórnleysi á þeim tíma sem hann starfaði hjá henni á síðastliðnu ári og ásakanir Jóns á hendur áhöfn varðskipeins Týs. Dómsmálaráðu- neytið telur að með þessu sé tryggt að fram fari sú rannsókn sem rætt hefur verið um að sjálfeögð væri í þessu sambandi. Þá hcfur ráðuneytið ítrekað það opinberlega að meðferð og neysla áfengis sé óheimil um borð í varð- skipum eins og við önnur lög- gæslustörf. „Mér er alveg ókunnugt um þetta, málið var ekki komið til mín er ég fór af skrifetofunni" sagði Þórður Bjömsson ríkissaksóknari í samtali við DV í gær. Akureyrí: Mikil sprengi' hætta Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Nokkurt tjón varð í eldsvoða í skipa- smíðastöðinni Vör á Akureyri í gær. Eldurinn kom upp í jámsmíðaverk- stæði stöðvarinnar og teygði sig í verkfæra- og varahlutalager og þaðan J.Py* upp í þakið. Mestar skemmdir urðu af hita. Um tíma var hætta á mikilli sprengingu vegna gaskúta sem geymd- ir vom á verkstæðinu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Stórtjón varð í eldi hjá skipasmíðastöðinni Vör fyrir um átta árum. Geriö verösamanburd og pantiö LOKI Það er líklega hægt að verða rikur á þessum seiðum! Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Seiðaeldi margfaldast hjá fiskeldisstöðvunum: Ætla að selja fyr ir 300 milljónir Það sem er fljótlegast og skilar fyrst arði í uppbyggingu fiskeldisins hér á landi er seiðaeldi. 36 af 71 eldis- stöð á skrá em í seiðaeldinu. Forráðamenn þeirra reikna með yfir 300 milljóna tekjum á þessu ári af seldum laxa- og silungaseiðum. Áformin snúast um framleiðslu á 3,5 milljónum laxagönguseiða og hálfri milljón regnbogasilungsseiða. Fyrir laxaseiðin fast nú um 85 krón- ur að jafnaði og um 50 krónur fyrir regnbogaseiðin. Ef allar tölur ganga upp ættu að fást 327,5 milljónir fyrir seiðasöluna. Seiðaeldisstöðvamar áætla að koma framleiðslunni upp í 5,3 millj- ónir laxagönguseiða og milljón regnbogasilungsseiða, jafhvel á næsta ári. Verðmæti þeirrar fram- leiðslu yrði um 500 milljónir króna. Aðalmarkaður fyrir seiðin um þessar mundir er í Noregi. Á síðasta ári seldu íslenskar fisk- eldisstöðvar fyrir tæpar 40 milljónir króna. Af því er ljóst að framleiðslu- verðmæti þeirra margfaldast þegar í ár, standist öll áform. HERB Slökkviliðsmenn að störfum i skipasmíðastöðinni Vör í gær. DV-mynd:JGH. til jarðar ■ í Mosfellssvert 28 ára maður slasaðist í Skammadal í Mosfellssveit í gær þegar svifdreki, sem hann flaug, missti flugið og féll til jarðar. Lög- regla og sjúkrabifreið voru kölluð á vettvang kl. 17.30 og var maður- inn fluttur meðvitundarlaus á Slysadeild Borgarspítalans þar sem gert var að meiðslum hans. Þrír svifdrekamenn voru við æf- ingar í gær í Mosfellssveitinni þar sem er mjög vinsælt svifdreka- svæði. Tveir mannanna voru talsvert fyrir ofan þann sem slas- aðist þannig að þeir sáu ekki hvað gerðist. Óhappið átti sér stað aust- an í Helgafelli. -SOS Eldur á Veðrið á mofgun: Sumarblíða á Suðuriandi Á morgun verður nánast óbreytt veður frá því sem verið hefur. Norð- austanáttin verður áfram ríkjandi og því svalt fyrir norðan og austan, en hlýtt á Suðurlandi. Áfram verður vart við slydduél á Austurlandi en heiðskírt um allt Suðurland. Hitinn verður á bilinu 1-6 stig á Norður- og Austurlandi en búast má við sannkölluðu sól- baðsveðri með 10-11 stiga hita á Suður- og Suðvesturlandi. -S.Konn. i i í i i i i i i Eldur kom upp í hlöðu og geymslu á Ásmundarstöðum á Rangárvöllum á fimmtudaginn. í hlöðunni var verið að þurrka hænsnaskít sem notaður er sem áburður. Hlaðan og geymslan brunnu til kaldra kola og einnig um 20 tonn af hænsnaskít. Grunur leikur á að kviknað hafi í út frá neista sem skotist hafi út úr þurrk- ara og í hænsnaskítinn sem var mjög eldfimur. „Við sluppum með skrekkinn. Það munaði ekki miklu að eldur kæmist í þrjú íbúðarhús sem voru rétt hjá hlöðunni og geymslunni,“ sagði Garðar Jóhannsson, bóndi á Ásmundarstöðum. Slökkvilið frá Hellu og Hvols- velli komu á staðinn. Það var ekki hægt að ráða við eldinn en slökkviliðið vann við að kæla íbúðarhúsin þrjú þannig að eldur kæmist ekki í þau. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.