Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 22
DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986.
Michael Rogin, prófessor í stjórn-
málafræðum við Berkeley-háskól-
ann i Bandaríkjunum, hefur
einbeitt sér að því að rannsaka
orð og athafnir Reagans Banda-
ríkjaforseta og bera hegðun hans
i hiutverki forseta Bandaríkjanna
saman við leikaraferil hans fyrr á
árum. Við sáum brotabrot af at-
hugunum Rogin i islenska sjón-
varpinu fyrir tveimur vikum.
Greinin hér á eftir er ítarlegri. Eig-
inleg niðurstaða skýrslu, sem hann
birti í september sl. um þessar
rannsóknir sínar, er á þá leið að
fyrirliði hins frjálsa heims sé með
gjörsamlega brenglað raunveru-
leikaskyn. Hann var beðinn um að
útskýra meginröksemdir sinar í
stuttu máli.
„Ég borga fyrir þennan hljóðnema,
herra Greenkallaði Ronald Reagan
í sífellu til Georg Bush á fyrsta kapp-
ræðufundinum fyrir forsetakosning-
amar 1980 sem haldinn var í
New-Hampshire. Þessari setningu var
ætlað að stöðva stöðug frammíköll og
truflanir af hálfu Bush.
„Hvar finnum við slíka menn,“ sagði
hann með tár í augum við minningar-
athöíh 1982 um hermennina sem létu
lífið í innrásinni í Normandí.
Það voru fæstir sem gerðu sér grein
fyrir því þá en þessar fleygu setning-
ar, sem voru forsetanum svo tamar,
er reyndar að finna í handritum bíó-
myndanna „Ríki einingarinnar" og
„BrýmaryfirToko-Ri.“
Það er ekkert nýtt að forsetinn komi
með tilvitnanir úr heimi kvikmynd-
anna - hann talar um Rambó og Harry
Callaghan rétt eins og þeir væru
æskufélagar hans. Það er sagt að
Ameríkanar taki þessu hugarsveimi
Reagans með því að brosa, sumir hálf-
vandræðalega, og klóra sér á bak við
eyrað, enda viti þeirmætavel hversu
kærar minningar forsetinn á frá
Hollywood.
Forsetinn greinir vart á milli
Hér fer á eftir viðtal sem blaðakona
ítalska vikurritsins L’Espresso átti við
Prófessor Michael Rogin, kennari í
stjómmálafi'æðum við Berkeley-
háskóla, en Rogin hefur lagt sig fram
um að rannsaka beinar tilvitnanir for-
setans í bíómyndir og hefur í beinu
framhaldi af því sett fram margslungn-
ar og umdeildar kenningar um per-
sónuleikamótun hans. Hann notar þau
dæmi sem hér em nefhd í upphafi, og
fjölmörg önnur, til að sýna fram á að
Ronald Reagan notfæri sér ekki ein-
ungis hægu heimatökin úr kvik-
myndaheiminum heldur hafi
persónuleiki hans allur orðið fyrir
varanlegum áhrifum alls þess aragrúa
hlutverka sem hann lagði á sig í
Hollywood í gamla daga. Þetta orsaki
svo togstreitu milli leikræns tilbún-
ings og hversdagslegs raunvemleika,
og þama á milli eigi forsetinn afar
bágt með að greina nokkum mismun.
í bók sinni Ronald Reagan Bíó-
myndin, sem Rogin kynnti fyrst á þingi
bandarískra stjómmálafræðinga í
september sl„ undirstrikar hann það
álit sitt að margblendin vemleika-
skynjun Reagans hafi haft veruleg
áhrif á stjómmálaskoðanir hans. Sfytt
útgáfa af bókinni verður svo notuð
sem síðasti kafli stærra verks sem
Rogin er með í smíðum og verður sú
bók gefin út af Kalifomíuháskóla, þar
sem hann tekur fyrir alla þá þætti sem
illa hafa farið í bandarískum stjóm-
málum - allt frá ofsóknum á hendur
indíánum til vorra daga.
Það skemmtilega við kenningar
Rogins er að honum er fyllsta alvara
og röksemdimar em margar. Þegar
hann er spurður að því hvort hann
geri sér grein fyrir þvi að hann sé að
fullyrða að mikilvægasti maður heims
upplifi gjörðir sínar og athafnir eins
og hluta af handriti svarar hann:
„Ég geri mér fyllilega grein fyrir því
hvað ég er að segja og hversu alvarleg
gagnrýni mín er. Hann vitnar í bíó-
myndir í tíma og ótíma. ímyndaðu þér
bara setningar eins og „make my day“
(sem gæti útlagst „blessaðir reynið þið
bara“) sem hann notaði á þá sem höfðu
eitthvað við skattafrumvarpið hans
að athuga. Þetta er bein tilvitnun í
„Dirty Harry“ í einni af dollaramynd-
unum hans Clint Eastwood. Eða: „Ég
sá Rambó í gærkvöldi og nú veit ég
hvað ég geri næst“. Þá var hann að
skírskota til gíslatökunnar í Mið-
Austurlöndum. Og þegar hann er að
verja áætlanir um að koma upp vam-
arkerfi úti í geimnum, hvað segir hann
þá? - „Krafturinn er með okkur“ (Úr
Star Wars).
Ég hef ekki nefrit nema örfá lítil
dæmi. Ef skoðaðar eru þær myndir
sem hann lék í sjálfúr kemur berlega
í ljós hvað það er sem hefur sett svip
sinn á málflutning hans.“
- Geturðu nefnt dæmi?
„Það er ein mynd sem er í sérstöku
uppáhaldi hjá Reagan. Þegar hann var
samningsbundinn hjá Wamer Brot-
hers fór hann þráfaldlega fr am á að
gerð yrði mynd um Knute Rockne og
Georg Gipp, þann fræga leikmann (í
amerískum fótbolta) sem spilaði með
Notre Dame-skólaliðinu. Reagan, sem
hafði leikið sér mikið í fótbolta sem
krakki og unglingur, stakk upp á að
Pat O’Brian færi með hlutverkRockne
og að hann sjálfúr léki Gipp, og honum
tókst að sannfæra ráðamenn innan
fyrirtækisins um að gera þessa mynd
- eftir að hafa sýnt þeim gamlar mynd-
ir af sjálfum sér í fótboltabúningi. Gipp
sást raunar ekki nema í á að giska 15
mínútur í myndinni því að hann dó
úr einhverjum lungnavírusi. Persónu-
leiki hans er aftur á móti afar mikil-
vægur fyrir söguþráðinn. Nokkrum
árum eftir dauða hans er gamla liðið
hans að spila mikilvægan úrslitaleik
og þeir eru svo gott sem búnir að tapa
honum. Þá man Rockne eftir því að
hann hafði gefið Gipper loforð í bana-
legunni og hann kallar til félaga sinna:
„Vinnum þennan leik fyrir Gipper".
Víð spyrjum ekki að leikslokum.
Og hversu oft hefur forsetinn endur-
tekið þennan frasa? Það var einmitt í
Notre Dame árið 1981, þegar hann
kom fram í fyrsta skipti opinberlega
eftir að John Hinckley sýndi honum
banatilræði, sem hann endurtók þetta:
„og reynið nú að sigra - fyrir Gip-
per“. „Gerið það fyrir Gipper," mælti
hann alvarlegur í bragði við ólympíu-
lið Bandaríkjanna fyrir sumarleikana
Michael Rogin
’84. „Við vinnum fyrir Gipper" - var
slagorð í síðasta kosningaslag. Svo
kom Nancy með endurbætta útgáfu á
flokksþingi repúblíkana 1984; „vinn-
um aftur fyrir Gipper".
Hver ætlar svo að segja að slagorð
úr bíómynd geti ekki orðið að pólit-
ískri hugmyndafræði?"
„í sameiningu, sonur sæll..
- Þú talar líka um aðra sögu sem er
forsetanum mjög kær....
„Já, og hún segir fr á harmsögulegum
atburði sem Reagan talar um eins og
hann hafi raunverulega átt sér stað.
Síðast þegar hann sagði frá þessu -
það var i Heiðursorðufélaginu - var
hann með tárin í augunum. Hann tók
þetta afar nærri sér. í sögunni er sagt
frá B-17 flugvél er hafði verið hæfð
af loftvamabyssu og laskast verulega,
eftir að hún hafði losað sprengjur yfir
Evrópu. Skottuminn, sem var undir
„maga“ vélarinnar, hafði beyglast,
þannig að ung skytta var lokuð inni
í honum. Y fir Ermarsundinu byrj ar
vélin að tapa hæð svo að flugmaðurinn
gefur áhöfninni skipanir um að taka
fallhlífamar og hoppa út í blámann,
sem hún og gerir. Ungi hermaðurinn,
innilokaður í skotklefanum, teygir sig
upp og grípur þéttingsfast í hönd flug-
mannsins og segir: „Bjargaðu þér
kafteinn, það er allt farið að brenna
héma niðri.”
„Hafðu ekki áhyggjur af mér, sonur
sæll,“ svarar hann, „þessa þraut þreyj-
um við í sameiningu."
Reagan lagði á það sérstaka áherslu
að flugmaðurinn hefði verið sæmdur
heiðursorðu eftir að hann lést.
Eini gallinn á þessu var sá að það
mundi enginn eftir þessu tiltekna at-
viki og það var sama hvað starfsmenn
Hvíta hússins og Pentagon lögðu á sig
- það fannst engin rituð heimild um
þessa orðuveitingu."
-Oghvaðsvo?
„Gamall uppgjafahermaður í Brook-
ljm, Dominick Antonucci, mundi eftir
þessu öllu saman. Þetta var atriði úr
myndinni „Vængur og bæn“, með
Dana Andrews, sem var gerð til að
hressa upp á baráttuþrek sjóliðanna
um borð í flugmóðurskipunum."
Hvar er afgangurinn af mér?
- Hvernig stóð á þvi að áhugi þinn
vaknaði á ferli Reagans?
„Það hófst allt þegar ég las sjálfsævi-
söguna hans „Hvar er afgangurinn af
mér?“. Mér fannst nafn bókarinnar
furðulegt en seinna komst ég að því
að þetta er setning úr einni af gömlu
myndunum hans, „King’s Row“, sem
Sam Wood leikstýrði. I þeirri mynd
leikur Reagan ungan mann sem er
ástfanginn af dóttur skurðlæknis
nokkurs sem síðar reynist vera hinn
mesti óþokki og níðingur. Honum líst
ekki betur en svo á ráðahaginn að
hann losar báða fætuma af Reagan -
að nauðsynjalausu. Söguhetjunni
ungu auðnast þó að finna sér nýja
ástmey og í lok myndarinnar flytja þau
saman inn i nýja húsið sitt. Það var
þessi mynd, öðrum fremur, sem ávann
Reagan verulega frægð sem kvik-
myndaleikara og fyrir vikið er hún í
miklu uppáhaldi hjá honum. Hann ku
vera búinn að horfa á hana mörg
hundruð sinnum, sjálfum sér til yndis
og ánægju (en öðrum til mikillar ar-
mæðu, því Jane Wyman, fyrsta eigin-
kona ReaganS, tilgreindi það sem eina
af ástæðunum fyrir skilnaði þeirra að
hún gæti ekki afborið lengur að horfa
á „King’s Row“). Öll sjálfsævisaga for-
setans er sem aðlöguð að hlutverki
hans í þessari mynd enda mun hann
hafa átt þá ósk heitasta að fá að halda
áfram að leika þetta hlutverk þótt tök-
um á myndinni væri löngu lokið! Því
er eins farið með hann sjálfan og sögu-
hetjuna að báðir söknuðu einhvers
hluta af sjálfúm sér og ég tel að Reag-
an hafi fundið þennan hluta sem hann
taldi sig hafa farið á mis við - þökk
sé stjómmálunum."
- En nú var Reagan sjaldnast í hlut-
verki hetjunnar í myndum sínum.
Hann var miklu oftar sá sem tapaði,
sá sem var veikur eða heftur á ein-
hvem hátt. Hvemig útskýrirðu það að
hann hafi oftast verið látinn verða
undir?
Ósjálfstæður
„Þeir hjá Wamer Brothers vom
fljótir að sjá hve ósjálfstæður hann
var. Hann fékk að vísu að sigra í
nokkrum B-myndum en hann tapaði
alltaf í þeim myndum sem ætluð var
vemleg velgengni. Við getum tekið
sem dæmi mynd eins og „Svartur sig-
ur“ frá 1939 þar sem hann lék á móti
Bette Davis. Þar er hann fullur á tjald-
inu allan tímann, alltaf með glas í
hendinni. Davis leikur ágenga, sjálf-
stæða og örlítið spillta konu á meðan
Reagan, sem á að heita unnusti henn-
ar, er fram úr hófi kæmlaus. í lokin
stingur hún hann af með George
Brent. Reagan var að vísu aldrei neitt
sérlega hrifinn af hlutverkum af þessu
tagi en hann náði því fljótlega að nýta
sér þessa persónuleika. Út frá sál-
fræðilegu sjónarmiði komu þeir í veg
fyrir ýmsa innri árekstra. Það gildir
jafnt með þessa mynd og „King’s Row“
að þær hjálpuðu honum að yfirstíga
ákveðin vandamál. Spumingin er:
hvemig tekst mér að losna úr viðjum
erfiðrar fortíðar og ná tökum á þeirri
tilvem sem mig dreymir um? Jú, með
því að missa lappimar, eða drekka
bara nógu mikið og verða þar með
háður einbverjum öðrum - helst kon-
um. Þetta er hið raunverulega
vandamál Reagans og á hvita tjaldinu
tekst honum að leysa það. Hann hefur
ríka þörf fyrir forsjá, aðstoð og stuðn-
ing og hversu margir hafa ekki samúð
með honum og hversu margir hafa
ekki þörf fyrir einhvem sem þeir vita
að þarfriast þeirra? Þetta er ekkert
annað en ákveðin aðferð til að öðlast
hylli fólks og um leið hjálpar þetta
honum sjálfúm við að takast á við
staðreyndir og ákvarðanir. Það er ver-
ið að spila á tilfinningar til að ná fram
stuðningi, stuðningi sem sjaldnast
gmndvallast eingöngu á ríkum for-
sendum hverju sinni."
Faðir RR drykkjusjúklingur
- H vers konar manngerð var faðir
Reagans?
„Hann vardrykkjusjúklingur, lík-
lega mjög ósjálfstæður og það hefur
sennilega verið erfitt að setja traust
sitt á hann. Hann var ofbeldishneigður
og hafði mikla þörf fyrir umhyggju.
Hann leitaði eftir athygli konu sinnar
á sama hátt og Reagan gerir nú. Sem
betur fer er Reagan vel staddur núna
því hann hefur Nancy, sem lætur sér
annt um velferð hans, en það hefði
Jane Wyman aldrei gert á svipaðan
hátt. Þegar hann var spurður að því
hver yrðu helstu áhugamál Nancyar
í Hvíta húsinu svaraði hann glaðbeitt-
ur: „Me first". Hann kallar hana
Mommy.”
- Hvernig skilgreinirðu hlutverk
Nancyar í lífi forsetans?
„Hún annast persónulega velferð
hans og um leið lætur hún honum
finnast að hann sé öflugur einstakl-
ingur. Það er í rauninni það sem
flestar amerískar eiginkonur verða að
gera fyrir menn sína: mennimir verða
að vera sjálfstæðir, eða a.m.k. þykjast
vera það, og hlutverk konunnar er
oftast að sinna þeim og leyfa þeim að
halda sjálfsvirðingunni í hjónaband-
inu. Þessi ytri sjálfsímynd ermikilvæg
ekki síður en sú innri og það veit
Nancy.“
- Þú endar bók þína á umfjöllun um
síðustu myndina sem Reagan lék i,
„Vítiskettimir í flotanum", frá 1957,
en það var eina myndin þar sem hann
lék á móti núverandi eiginkonu sinni,
Nancy Reagan. Hvað hefurðu að segja
um þá mynd?
Upprisan“
„Þetta er sú mynd þar sem Reagan
nær hámarki hvað varðar tengslin