Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1986. Mazda 616 árg. 74 til sölu, 4 aukadekk á felgum. Hagstætt verð. Uppl. í síma 77378. SlípÍSkífUr fyrirliggjandi 100 x 6,0 x 16 mm kr. 39,00 11 5 x 6,0 x 22 mm kr. 49,00 125 x 6,0 x 22 mm kr. 56,00 150 x 6,0 x 22 mm kr. 71,00 180 x 6,5 x 22 mm kr. 93,00 180 x 8,0 x 22 mm kr. 114,00 IÐNAÐARVÖRUR Heildverslun Kleppsvegi 150, sími 686375. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 107. og 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 55, Hafnarfirði, þingl. eign Valgerðar Ólu Þorbergsdótt- ur, fer fram eftir kröfu Stefáns Skjaldarsonar hdl. og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 12. maí 1986 kl. 13.15. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Trönuhrauni 4, Hafnarfirði, þingl. eign Úlfars Sigurmundssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 12. maí 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Hlíðarþúfum, hesthúsi v/Kaldárselsveg, Hafnarfirði, tal. eign Guð- mundar Einarssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 12. maí 1986 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 105., 107. og 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Löngufit 15, Garðakaupstað, þingl. eign ivars H. Friðjónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað á eigninni sjálfri mánudag- inn 12. maí 1986 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 69. og 79. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inní Melabraut 69, Seltjarnarnesi, þingl. eign Huldu Kristinsdóttur, fer fram eftir kröfu Valgarðs Sigurðssonar og Veðdeildar Landsbanka íslands á eign- inni sjálfri mánudaginn 12. maí 1986 kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Sjávargötu 34, Bessastaðahreppi, þingl. eign Halldórs Sigurþóissonar, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags Islands, Veðdeildar Landsbanka Islands, Tryggingastofnunar rikisins, Valgarðs Sigurðssonar hdl., Guðjóns Steingríms- sonar hrl. og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 12. maí 1986 kl. 17.45. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Reynilundi 15, Garðakaupstað, þingl. eign Ax- els Kvaran, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 13. mai 1986 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Skógarási, spildu úr landi Saurbæjar, Kjalarnes- hreppi, þingl. eign Ólafs Böðvarssonar, fer fram á eigninni sjálfri jariðjudaginn 13. maí 1986 kl. 16.45. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Strandgötu 19 (miðbæ), Hafnarfirði, þingl. eign Jensínu Egilsdóttur, fer fram eftir kröfu Garðars Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. maí 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn I Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Fífumýri 8, Garðakaupstað, þingl. eign Sigurðar Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað, innheirntu ríkissjóðs, Veðdeildar Landsbanka íslands og Tryggingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. maí 1986 kl. 16.15. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 72., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Strandgötu 47, Hafnarfirði, þingl. eign Aðalsteins Tryggvasonar, fer fram eftir kröfu Róberts Áma Hreiðarssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. maí 1986 kl. 13.45. ______ ___________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Kleifarvatn Stórurriðasumar? Veiði er nú hafin í mörgum veiði- vötnum og veiðimenn eru farnir að fá silung. Það er skemmtileg stemmning sem skapast við veiði- vötnin fyrstu dagana þegar veiði- menn á öllum aldri renna. Eitt þeirra veiðivatna sem opnuð voru 1. maí er Kleifarvatn, sem er þriðja stærsta stöðuvatn á Suður- landi og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97 m. Það vakti athygli meðal stangaveiðimanna er stór- urriðar fóru að veiðast í vatninu síðasta sumar, 14 punda á stöng, 13 punda í net og 8 punda aftur á stöng. Verður það sama uppi á ten- ingnum í sumar? Veiðast kannski stærri fiskar? Fást fleiri stórir á stöng en síðasta sumar? „Við getum alveg eins átt von á þessum stóru urriðum aftur á stöng því þeir eru fyrir hendi í vatninu," sagði Sigurður Bergsson í Stanga- veiðifélagi Hafnarfjarðar er við spurðum um veiðivon í stórurriða í vatninu. - Hvað kostar að veiða í vatninu og hvar eru seld veiðileyfi? „Veiðileyfi í vatninu er nú selt á 400 kr. og hálfur dagur eftir tvö kostar 250 kr. Svo eru seld fjöl- skyldukort og þau kosta 1600 kr. Þau gilda allt sumarið. Veiðileyfi fást í bensinstöð Esso við Reykja- víkurveg og bensínstöð Bergþórs Albertssonar í Hafnarfirði. Auk þess eru veiðileyfi seld í Fitjum í Njarðvík. Það var mikið spurt um veiðileyfi hjá okkur á skrifstofunni i fyrra og núna erum við komnir með símsvara þar.“ Það verður spennandi að sjá hvort stórurriðarnir veiðast í upp- hafi sumars, kannski 14, 15, 16 eða 17 punda? G. Bender. Veiöieyrað Andakílsá í Borgarfirði þykir skemmtileg veiðiá og oft hafa veiði- menn fengið góða veiði í henni. En einn „draugur" hefur fylgt ánni hin síðari árin og það er netaveiði við ósa hennar. Þessi veiði hefur tekið sinn toll og segja menn að oft veiðist svipað í netin og á stöng í Anda- kílsá. En nú hefur verið samið um að netin verði ekki lögð í sumar og það getur þýtt miklu betri veiði í ánni. Veiðileyfi hafa aðeins hækkað í ánni en það er líka allt í lagi, lax- veiðin eykst við þetta. Netalagnir eru ekki það vinsælasta sem veiði- menn heyra um og að losna við þær þykir gott. Þetta gerðist líka í Langá á Mýrum í fyrra; þar var netalögn keypt upp og það þýddi betri veiði í Langá. Miklar rannsóknir hafa farið fram hin síðari ár í Miðfjarðará og hafa starfsmenn Veiðimálastofnunarinn- ar gert þær. Með þessum rannsókn- um er vonast til að hægt verði að bæta árangur ræktunaraðgerða og komast að því hvaða þættir það eru sem orsaka sveiflur í laxagengd. Náist þessi tvö markmið verður hægt að sjá fyrir um lægðir í laxagengd og gera ráðstafanir til að draga úr þeim. Sumarið 1985 bar í fyrsta sinn töluvert á merktum laxi, upprunnum úr gönguseiðasleppingum. Alls veiddust 92 merktir laxar í stanga- veiðinni, þar af 55 í Miðfjarðará, 8 í Austurá, 2 í Núpsá, 20 í Vesturá og 7 á ótilgreindum stöðum. Um haustið var síðan dregið á í þrjá daga að stangaveiðitímann loknum. Mikið var af fiski í ánni og alls náðist 291 lax, þar af 93 merktir. Af 185 merkt- um fannst merkið ekki í 10, en 24 voru úr sleppingum utan Miðfjarðar- ár. Þar af veiddust 10 í Vesturá. Þessir laxar voru úr sleppingum í Hrútafjarðará, ísafjarðardjúpi, Vest- urdalsá í Vopnafirði og Flókadalsá í Skagafirði. Já, laxinn fer víða og getur veiðst í hinum ótrúlegustu veiðiám. Það má sjá á þessu. Laxamir, sem veiðimenn veiða i Miðfjarðará, eru tveggja til átta ára gamlir og misjafnir að uppruna. Til að geta fylgst sem best með þróun mála og árangri ýmissa ræktunarað- gerða er nauðsynlegt að veiðimenn sýni áfram þann góða samstarfsvilja sem þeir hafa sýnt til þessa. „Stangaveiðidagurinn" verður haldinn í annað sinn 22. júní og Landssamband stangaveiðifélaga er farið að undirbúa hann. Stórhapp- drætti er í undirbúningi hjá þeim og verður greint frá því á aðalfundinum í Reykjavík í haust. I boði verða veiðileyfi í mörgum góðum ám og vötnum, meðal annars. Veiðivon Gunnar Bender Mörgum eru ennþá í fersku minni frásagnir af þeim stóra í Núpsá í Miðfirði, fisknum sem vildi ekki neitt, sama hvað honum var boðið. „Tók yfir allan hylinn og vildi ekk- ert.“ Laxinn er 40-50 pund.“ Lögfræðingur einn hér í borg og mikill veiðimaður segist oft hafa séð á þessum stað í Núpsá væna fiska. „ Hér áður fyrr veiddi ég í mörg ár í Miðfirðinum og þarna á þessum stað sá maður oft væna fiska. Ég veiddi einu sinni einn 24 punda og missti annan nokkrum árum seinna eftir mikla baráttu. Sá fiskur var mjög vænn og viðureignin tók klukkutíma; erfitt að segja til um hve stór hánn var.“ Veiðimenn eiga kannski eftir að sjá annan vænan í Núpsá í sumar? Við bíðum og sjáum hvað setur. Fæðið i veiðihúsum þykir veiði- mönnum orðið töluvert dýrt og höfum við heyrt að sums staðar muni sólarhringurinn kosti 2100 kr., ann- ars staðar 2500 kr„ og á nokkrum stöðum 2700 kr.í sumar. Var ekki einhver að segja að best væri að malla bara sjálfur? í þessu sambandi var til veiðiklúbbur einn sem fór fjóra. veiðitúra síðasta sumar og allt- af í veiðihús þar sem hann gat mallað sjálfur. Einn í hópnum var valinn til að elda og hinir ætluðu að skipta á milli sín uppþvottinum. En kokkur- inn „klikkaði" i matseldinni vegna þess að í öll mál hafði hann pylsur. Já, i öll mál! Þrjá veiðitúra alltaf pylsur og í þeim síðasta voru þeir í veiðiá nálægt þorpi. Þegar kokkur- inn var búinn að elda pylsurnar og kallaði á mannskapinn var hann horfinn. Allir höfðu farið á hótelið í þorpinu. Þeir voru búnir að fá nóg af pylsum og skyldi engan undra. Veiðiklúbburinn er ennþá til en nú ætla allir að elda í sumar, nema kokkurinn, hann sér um uppvaskið. Það er kannski betra að vera í veiði- húsum, stundum? Elliðavatn er alltaf jafnvinsælt og veiðimenn hafa fjölmennt fyrstu veiðidagana. Veiðidagurinn er seld- ur á 360 kr. og hálfur á 240 kr. Svo er hægt að kaupa sumarkort og það kostar 3300 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.