Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1986, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 10. MAl 1986.
17
„Lýst er eftir fyrrum Bandaríkjafor-
seta til að sitja í stjóm fyrirtækis sem
vill vekja á sér athygli. Starfsskyldur
lítilfjörlegar, laun svimandi há, farið
með umsóknir sem trúnaðarmál."
Hugsanlega em þrír umsækjendur
um þetta starf sem búið er til hér að
ofan: Richard Nixon, Gerald Ford og
Jimmy Carter. Þeir bjuggu og störfuðu
í Hvíta húsinu í Washington, USA, frá
1969 til 1981 og em einir lifandi úr
hópi fyrrum Bandaríkjaforseta.
Ford mun þó vera sá eini þremenn-
inganna sem hugsanlega svaraði
svona auglýsingu. Og fyrirtæki vildu
líka langhelst fá Ford í stjómir sínar
því hann er sá eini fyrrum forseta sem
nýtur einhverra vinsælda.
Forsetamir þrír hafa reyndar allir
nóg að gera. Og þeir em ríkir, hafa
ekki þörf fyrir svimandi há laim fyrir
léttbærar. starfsskyldur. Þeir em víst
allir milljónamæringar uppá amer-
ísku. Ford, sem orðinn er 72 ára, tók
við þegar Nixon hraktist frá völdum
í kjölfar Watergatehneykslisins, hefur
notað sér frægð sína til að vinna sér
inn ýmsan aukaskilding jafnt í við-
skiptum sem skemmtanalífi. í fyrra var
hann ráðgjafi Amax-fyrirtækisins, Ae-
rospace Corp, Peabody Intemational,
Shearson Lehman/American Express,
Tesoro Petroleum, Tiger Intemation-
al, Beneficial Corp. of New Jersey, The
Charter Co. og Twentieth Century Fox
- auk annarra fyrirtækja.
Ekki ólöglegt
Harry Truman afþakkaði öll slík
laun sem honum buðust - og vom sum
uppá sex tölustafi. „Þeir vildu ekki
mig heldur fyrrum forseta Bandaríkj-
anna,“ skrifaði hann um slíka „ráðn-
ingarsamninga". „Ég gæti aldrei lánað
þeim persónu mína í svona brask,
sama hversu virðingarvert það væri -
það væri að braska með heiður og æm
forsetaembættisins."
Bob Barrett, áður hermálafulltrúi í
Hvita húsinu og nú sérstakur talsmað-
ur Geralds Fords, ver auðvitað
„stjómarstörf' húsbónda síns:
„Það er ekkert ólöglegt við þetta og
ekkert siðleysi heldur. Ford vinnur
hörðum höndum."
Samningur Ford við Amax-fyrirtæk-
ið eitt mun hafa fært Ford 110 þúsund
dollara í aðra hönd árið 1985. Stjóm
Amax kemur saman fjórum sinnum á
ári þannig að Ford hefur nægan tíma
til að sinna hinum fyrirtækjunum sín-
um - og annarri vinnu. Hann heldur
um það bil 30 ræður á hverju ári og
tekur uppundir 15000 dollara fyrir
hverja.
Fjárfestingar víða
Ford hefúr fjárfest víða, meðal ann-
ars í ræktarlandi og í fjölmiðlunarfyr-
irtækjum. Hann stendur fyrir sinni
eigin golfkeppni og sínu eigin skíða-
móti í Colorado en þar á hann skíða-
skála sem metinn er á 2,5 milljónir
dollara. Hann á líka hús í „Rancho
Mirage" sem er sérstakur friðsældar-
staður fyrir ríkt frægðarfólk nærri
Palm Springs í Kalifomíu. Ford er
sagður vera á ferðinni 20 daga í hverj-
um mánuði út af pólitík. Þá er hann
að veita hinum og þessum frambjóð-
endum Repúblíkanaflokksins per-
sónulegan stuðning - og halda 15000
dollara ræður.
Væri Ford ekki svona athafhasamur
gæti hann lifað í náðum á eftirlaunun-
um sem ríkið borgar honum. Hann fær
rösklega 82 þúsund dollara á ári í eftir-
laun. Þegar fyrrverandi forsetar falla
loks ‘i valinn fá ekkjur þeirra 20 þús-
und dollara í ekkjulaun. Lady Bird
Johnson þiggur nú slík laun. Fyrrum
forsetar fá að auki 250 þúsund dollara
á ári í eyðslufé. Það em peningar sem
Bandaríkin:
Fyrrverandi
forsetar
eftirsóttir
þeir eiga að nota til ýmissa óskil-
greindra þarfa - svo sem ferðalaga eða
annars sem til fellur vegna stjóm-
málastarfa.
Ford heldur sjö manna skrifstofú-
starfslið og mun sjálfúr greiða mestan
hluta launa þeirra þar eð ríkið greiðir
„aðeins" 96 dollara í laun til slíks
skrifstofuhalds. •
Auk eftirlauna og annars sér ríkið
fyrrum forsetum fyrir lífvörðum.
-Reuter/Robert Keams
Ford hefur það fínt... og Nixon kvartar ekki lengur.
• Leitar þu hagkvæmrar
pökkunarlausnar?
t Plastprent hf.
Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf.
Höfðabakka 9. Sími 685600.
Krumpuvélar.
Allt að 50% sparnaður við
pökkun. ■
Lofttæmingarvélar.
Aukið geymsluþol og verðmæti
matvöru.
Pokalokunarvélar.
Frá 7.000 kr. Fyrir stórar sem
smáar rekstrareiningar.
Plastprent selur fleira en plast.
Við bjóðum einnig úrval stórra og smárra pökkunarvéla sem
spara vinnu og auka verðmæti vörunnar. Notagildi vélanna er
næsta ótakmarkað. Yfir 50 fyrirtæki keyptu pökkunar-
vélar af okkur á síðasta ári, t.d.: Sól hf, Mjólkur-
samsalan hf, Vífilfell hf, Nói—Síríus hf, K. Jónsson &
Co hf, Kaupfélagið Fram, Síldarvinnslan Nesk , Vest-
firska harðfisksalan, Rækjuvinnslan Skagastr.,
Gunnarsbakarí Reyðarf., Valberg Ólafsf., Staðarskáli
Hrútaf., Hraðhreinsun Árbæjar, Broadway,
Júmbósamlokur. . .
Þú handleikur umbúðirnar okkar daglega.
I 26 ár höfum við jafnframt framleitt alls konar plastumbúðir úr
eigin filmu, með og án áprentunar. Við svörum síaukinni eftir-
spurn eftir hagkvæmum umbúðum sem nýtast allt frá
framleiðanda til neytanda. Það er því engin tilviljun
að flestallir íslendingar meðhöndla daglega vörur
sem pakkað er í umbúðir frá okkur.
Plastpökkun er framtíðarlausn.
Plast sparar miðað við aðrar umbúðir, verndar vel
og uppfyllir auknar kröfur um geymsluþol og aug-
lýsingargildi. Forysta Plastprents byggist á tækni-
framförum, fjölhæfu starfsliði og mikilli reynslu. Þess vegna leys-
um við pökkunarvanda íslenskra fyrirtækja.
íngs
Brettapökkun í plast —
hagkvæm og hlífir vöru í flutn-
ingum.