Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1986, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 31.MAÍ 1986.
Miles treystir sér ekki til að feta í
fótspor meistarans og leika 6. Bg5 eins
og hann gerði í fimmtu skákinni.
6. - dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. e4 c5
10. e5
Þessi leikur hefur nú skotið upp
kollinum aftur eftir 10. d5 „intermez-
zo“ síðustu ára.
10. - cxd4 11. Rxb5 Rg4
Aðrir möguleikar eru 11. - Rxe5 sem
leikið hefur verið gegn Miles áður og
11. - axb5 12. exffi, sem er annar hand-
leggur.
12. Da4
Ein nýjasta skákin í afbrigðinu
tefldist: 12. Rbxd4 Bb4+ 13. Bd2
Bxd2+ 14. Dxd2 Bb7 15. Be2 (ef 15.
Df4 þá 15. - Rgxe5! 16. Rxe5 Da5 +
og nær manninum aftur með vöxtum)
Rdxe5 16. h3 Rxf3+ 17. Bxf3 Bxf3 18.
Rxf3 Dxd2+ 19. Kxd2 Rffi með jafnte-
flislegu yfirbragði, Seirawan - Tsjem-
ín, áskorendamótið í Montpellier 1985.
12. - Rgxe5
Annar möguleiki er 12. - Hb8!? 13.
Rd6+ (talið best) Bxd6 14. exd6 Db6
15. Dxd4 og nú ekki 15. - Dxd4? eins
og gefið er upp í alfræðibyrjanabók-
inni, heldur 15. - Rde5! og ekki ber á
öðm en að svartur standi til vinnings.
Kortsnoj hefur farið hratt yfir sögu
er hann skrifaði þennan kafla bókar-
innar.
13. Rxe5 Rxe5 14. Rd6+
Eftir hina tvískákina, 14. Rc7 + Ke7
15. Rxa8 Rd3+ 16. Ke2 Re5 17. Db4 +
leikur svartur ekki 17. - Ke8? vegna
18. Db6!, heldur 17. - Kffi! eins og
stungið var upp á í nýlegu skákriti.
Þá má svara 18. Db6 með 18. - Dd5!
með margvíslegum hótunum.
14. - Ke7 15. Rxc8+ Kffi!!
Nýjung Kasparovs og sannkallaður
þrumuleikur. Eftir 15. - Hxc8 16. Bxa6
Ha8 17. Db5 hafði hvítur hins vegar
betra tafl í skákinni Spassky - Novot-
elnov 1961.
16. Be4
Ef nú 16. Bxa6, þá er 16. - Rd3 + 17.
Ke2 Rc5! afar sterkt.
16. - Hxc8 17. h4?! h6! 18. 0-0
Nú fyrst gerir Miles sér ljóst að eftir
18. Bg5+ hxg5 19. hxg5+ Kxg5 20.
Hxh8 Hc4! 21. Db3 Bb4+ 22. Dxb4
Dxh8 23. Dd2+ Kffi 24. Df4+ Ke7
strandar 25. Dxe5? á 25. - Dhl+ og
svartur verður því sælu peði yfir.
18. - Hc4 19. Ddl d3 20. Hel
abcdefgh
20. - Hxcl! 21. Hxcl d2 22. Hfl
í ljós kemur að 22. - dxcl? strandar
á 23. Dxd8 (með skák). En Kasparov
hefur ráð undir rifi hverju.
22. - Dd4! 23. Hc2
Biskupinn gat ekki vikið sér undan
vegna 23. - Dxcl. Svartur fær nú létt-
unna stöðu og vinnur smekklega úr
yfirburðunum.
23. - Dxe4 24. Hxd2 Bc5 25. Hel Dxh4
26. Dc2 Bb4 27. Hxe5 Bxd2 28. g3 Dd4
29. He4 Dd5
- Og Miles gafst upp.
Boðsmótið að hefjast
Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur
hefet mánudaginn 2. júní kl. 20 að
Grensásvegi 46. Tefldar verða sjö um-
ferðir eftir Monrad-kerfi og er
umhugsunartími 1 1/2 klst. á fyrstu
36 leikina, en síðan 1/2 klst. til við-
bótar til að ljúka skákinni. Teflt er á
mánudögum, miðvikudögum og fóstu-
dögum, en þó ekki miðvikudaginn 4.
júní. Öllum er heimil þátttaka en
skráning fer fram í síma Taflfélagsins
á kvöldin kl. 20-22.
JLÁ.
1-26 reiknuð út á landsvísu, en spil
númer 27-33 á félagsvísu (fyrir þá
sem spila þau númer á landinu).
Þannig munu öll bridgefélögin spila
sömu spilin sem ein heild og tölvurn-
ar sjá um útreikninginn sem mun
liggja mjög fljótlega fyrir eftir að síð-
asti riðillinn á landinu kæmi inn til
útreiknings. Umsjónar- og trúnaðar-
maður Bridgesambandsins yrði
Ölafur Lárusson, en hvert félag yrði
að skipa trúnaðarmann til að gefa
spilin fyrirfram á hverjum stað. Allt
þetta krefst að sjálfeögðu undir-
búnings sem stefnt verður að í
september í haust.
Öll keppnisgjöld í þessu móti munu
renna í Guðmupdarsjóðinn, hús-
byggingarsjóð Bridgesambands
íslands. Nánar síðar.
Úrslit:
A-riðill
1. Ármann Láruss. - Helgi Nýborg 224
2. Jóhann Ólafss. - Ragnar Þorvaldss. 199
3. Rósa Þorsteinsd. - Sigrún Pétursd. 190
4. Sigmar Jónss. - Sveinn Sveinss. 177
B-riðill
1. Guðr. Hinriksd. - Haukur Hanness. 127
2. Hrólfur Hjaltas. - Sverrir Kristinss. 125
3. Magnús Torfas. - Sigtr. Sigurðss. 118
4. Steingr. Jónass. - Þorfinnur Karlss. 115
Meðalskor: A-riðill 165, B riðill 108
Efstir eftir 3 kvöld eru þessir spilar-
ar:
Ármann Lárusson 5 stig,
Helgi Nýborg 5 stig,
Sigmar Jónsson 5 stig,
Guðrún Hinriksdóttir 4 stig,
Haukur Hannesson 4 Stig.
Sigtryggur Sigurðsson 4 stig.
Ármann efstur
Spilað var síðasta þriðjudag 27.5. í
tveim riðlum
Spilað er í Drangey, Síðumúla 35, á
þriðjudögum og er húsið opnað fyrir
klukkan 19.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 31., 34. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign-
inni Smiðjuvegi 14 - hluta -, þingl. eign Hreiðars Svavarssonar, fer fram að
kröfu Ólafs Gústafssonar hrl., skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi og Eggerts
B. Ólafssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. júní 1986 kl. 15.00.
____Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 123., 128. og 133. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Reynigrund 75, þingl. eign Gunnars Steins Pálssonar, fer fram að
kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Ól-
afs Gústafssonar hrl. og Bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri fimmtudaginn
5. júní 1986 kl. 15.45.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 152., 155. og 160. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Túnbrekku 2 - hluta -, þingl. eign Bjarna Ragnarssonar og Sigur-
veigar H. Hafsteinsdóttur, fer fram að kröfu Iðnaðarbanka íslands, Trygginga-
stofnunar ríkisins, skattheimtu ríkissjóðs I Kópavogi og Jóns Hjaltasonar hrl.
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 5. júní 1986 kl. 15.15.
•____________________Bæjarfógetinn i Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 136., 140. og 142. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Nýbýlavegi 66 - hluta -, þingl. eign Auðuns Snorrasonar, fer fram
að kröfu Friðjóns Arnar Friðjónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn
5. júní 1986 kl. 11.30.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
2 f*
Islensk tunga
í nafni
Guðs föður
Að skíra merkir að hreinsa...
Það bar svo við einn góðan veður-
dag að kunningjafólk mitt gekk í
hjónaband. Þar eð ég var svaramað-
ur þá öðlaðist ég þau forréttindi að
gera mitt til að hughreysta og telja
kjark í brúðgumann tilvonandi. Óg
ekki bara það heldur og að sulla
örlítið í víni með honum kvöldið
áður.
Prestur var með.
í samræðum mínum við hann
komst ég að raun um að ýmislegt
hrellir presta eins og annað fólk.
Eitt af því er hvernig fólk ruglar
saman nafngift og skím.
Allir bera eitthvert nafn en ekki
eru allir skírðir. Þegar böm em
skírð spyr préstur vanalega: Hvað á
bamið að heita? í handbók presta
er þó leyft að segja: Hvað heitir bar-
nið?
Að skira merkir að hreinsa, sbr.
skíragull sem er þá hreint eða
lireinsað gull. Að skíra menn til kris-
tinnar trúar merkir þá væntanlega
að hreinsa hann af þeiiri erfðasynd
sem fyrstu mennimir lögðu afkom-
endum sínum á herðar. Ég verð
reyndar að játa að ég hef alltaf undr-
ast þessa langrækni himnafoðurins
og finnst ljótt af mönnum að láta
lítil böm bera slíkt ok.
Sögnin að skíra hefur í nútíma-
máli fengið merkinguna að gefa
nafn. Þannig em allskyns mannvirki
skírð þegar átt er við að þeim sé
gefið nafh. Og í vetur birtist fyrir-
sögn í blöðunum þar sem sagt var
frá því aðalheimsfegurðardrottning-
in, sem vitaskuld er íslensk, hefði
verið skirð Hófí af útlendingum sem
nenntu ekki að segja Hólmfríður.
Ég mælist eindregið til þess að menn
greini þama á milli, skíri fólk til
trúar en gefi að öðm leyti naíh.
Nafn er merkimiði sem foreldrar
gefa bömum sínum, líklega til að
mgla þeim ekki saman við önnur.
Það kemur skím ekki nokkum
skapaðan hlut við.
Á hinn bóginn hefur sú hefð skap-
ast að böm séu skírð ung meðan þau
hafa ekki vit á að velja og hafna og
Lítil leiðrétting
Um daginn birti ég nokkur slang-
uiyrði sem ég hafði rekist á en ekki
höfðu komist á orðabók.
Eitt þeirra var orðið sukkari sem
ég hélt í einfeldni minni að þýddi
bíll sem eyddi miklu eldsneyti. Nem-
andi minn einn kom að máli við mig
og tjáði mér að þetta þýddi bíl sem
tilvalið væri að sukka í, þ.e.a.s.
drekka vín og gera kannski eitthvað
fleira ljótt. Til þess þarf bíllinn að
vera stór og breiður. M
Ég leiðrétti þetta hér með, meðvit-
aður um að þetta afhjúpar reynslu-
leysi mitt í bílamálum.
Er ókei að segja ókei?
Fyrir stuttu var gamanþáttur í
útvarpi sem ég man ekki hvað heitir
en er fastur liður á laugardagskvöld-
um. Að honum loknum hringdi í mig
Helgi nokkur Hóseasson. Erindi
hans var ókei, þ.e.a.s. honum hafði
talist til að leikararnir hefði tíu sinn-
um sagt ókei sem honum fannst tiu
sinnum of mikið.
Þetta kom sannarlega vel á vond-
an því ókei er hluti af mínum
orðaforða.
Ókei er enskusletta og í Slangur- Y
orðabók er það þýtt með bless og
allt í lagi.
Uppruni þessa er skammstöfun á
ensku orðunum oll korrect sem síðar
varð all correct; á ensku er það
ýmist ritað OK, okay, okey eða okeh.
Þar hefur orðið fleiri merkingar en
í íslensku.
Nú verður hver að velja og hafha
fyrir sig hvort i lagi sé að nota ókei
eða segja allt i lagi og blessaður.f
En ég ætla að nota tækifærið fyrst
ég er nú að þessu að benda á eitt
afbrigði af allt í lagi. Það heyrist úr
munni lítilla stráka sem slöttólfast
út og suður, koma svo heim, yndis-
lega skítugir, og segja alltílæ.
Lífið getur sem sagt verið ókei,
allt í lagi eða alltílæ, allt eftir því
hvemig klukkan slær. Og auðvitað
getur það líka verið i rúst en um það
skrifa ég ekki þegar sólin skín eins
glatt og í dag.
EiríkurBrynjólfsson
því hefur þótt tilvalið að opinbera
nafnið við sama tækifæri.
Frá sjónarhóli trúarinnar hlýtur
þetta að vera óæskilegt þvi tilstand-
ið verður að opinberun nafns en
ekki trúarleg athöfn.
Ástæða þessa ruglings er sú að í
öndverðu vom menn skírðir til trúar
á hvaða aldri sem var og tóku þá
upp nýtt nafh eins og enn gerist
meðal kaþólskra. Þannig varð Sál
að Páli postula sem frægt varð og
Halldór Laxness að Kiljan.
Reyndar sagði þessi prestur mér
fleira sem kemur málfræði harla lítið
við en ég læt samt fljóta með lesend-
um til almennrar ánægju og yndis-
auka. Sérhver skírður maður má
skíra hvem sem er og sömuleiðis
jarðsyngja og spara sér þannig bæði
prest og pening. Hinsvegar mega
aðeins prestar og nokkrir aðrir opin-
berir valdsmenn gefa fólk saman í
hjónaband og það þarf prest til að
tala á milli hjóna þegar hnútur hefur
komið i bandið sem fólk hefur lofað
að hafa á milli sín.
Þetta tilkynnist hér með í nafni
Guðs föður o.s.frv.