Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Síða 18
Það er fímmtudagskvöld 12. júní
1986 og við erum stödd í Broad-
way. í loftinu liggur einhver
ólýsanleg spenna. Salurinn er þétt-
skipaður, setið í hverju sseti og
staðið þar sem gólfrými er. Gestir
eru á öllum aldri en mest ber þó á
fólki, af báðum kynjum, sem er
annaðhvort að nálgast eða fjar-
lægjast fertugt en fleiri þó sólar-
megin eins og sagt er.
Eftir hverju bíður þetta fólk í
slíkri eftirvæntingu?
Skyndilega birtist svarið á svið-
inu, Skuggarnir, The Shadows með
þá Hank Marvin og Bruce Welch í
broddi fylkingar komnir til að
heilsa upp á aðdáendur sína á ís-
landi. Um leið og fyrstu tónarnir
berast um salinn slaknar á spenn-
unni; það er ljóst að hér verður
enginn fyrir vonbrigðum, biðin var
svo sannarlega ekki til einskis.
Hvert gamalkunnugt lagið eftir
annað berst um salinn og í lok
hvers lags ætlar allt um koll að
keyra í fagnaðarlátum áheyrenda.
Enda engin furða. Átrúnaðargoð
æskuáranna holdi klædd komin
upp á svið í Reykjavík, gömlu lögin
og gömlu hetjurnar síungar og enn
á toppnum.
Gamalkunnugir tónar
Þegar látunum á milli laga linnir
og gamalkunnu tónarnir berast
aftur að eyrum má sjá hvar lófa er
rennt í lófa eða kinn Iögð á öxl
þegar endurminningarnar verða
ljóslifandi á nýjan leik. í flóknustu
einleiksköflunum má sjá einstaka
mann renna tungunni út í annað
munnvikið þegar rifjast upp erfið-
leikarnir sem voru því samfara að
reyna að leika óbrenglaða laglinu
og taka Shadows-sporin samtímis
sem er álíka erfitt og að teikna
hring á vegg og skrifa átta með
fætinum á gólfið samtímis. Hrifn-
ingin er engu minni meðal yngri
áheyrenda sem hafa alist upp við
að þurfa að hlusta á gömlu 45 snún-
inga plöturnar hjá pabba og
mömmu og heyra tröllasögurnar
af snillingum þess tíma þegar þau
voru ekki til.
Það var greinilega ekkert til
sparað að allt yrði svo sem best var
á kosið. Þeir Skugganna sem enn
starfa saman, Hank, Bruce og
Brian Bennett, léku lögin sem flest-
ir gestanna þekktu af plötum og
úr kvikmyndum og þó svo sumir
söknuðu Cliff Richards þá var það
fljótlega fyrirgefið. Aðstoðarmenn
Skugganna voru Mark Griffith
,sem lék á bassa, og hljómborðs-
leikarinn Cliff Hall og setti hljóm-
borðið sérstakan svip á mörg
laganna án þess að þau glötuðu
nokkru af sínum sjarma. Hljóm-
flutningstækin og ljósabúnaðurinn
og annað úr tveggja tonna farangri
Skugganna, sem stjórnað var af 7
fylgdarmönnum þeirra sem svo
sannarlega voru engu minni snill-
ingar á sínu sviði en hljóðfæraleik-
ararnir, allt varð þetta til þess að
gera þessa fyrstu tónleika Skugg-
anna á íslandi að ógleymanlegum
atburði.
Hank heitir ekki Hank
Lögin frá kvöldinu áður hljóm-
uðu enn í eyrum undirritaðs þegar
hann lá í rúminu morguninn eftir
en hranaleg símhringing spillti
þeirri góðu tónlist skyndilega.
Helgarblað DV í símanum, búið að
panta viðtal við Skuggana en
blaðamaður forfallaður á síðustu
stundu, nokkur von um að hægt
væri að hlaupa í skarðið? Freist-
ingin að fá að skyggnast á bak við
sviðsljósin og heilsa upp á Hank
og Bruce var of mikil til þess að
hægt væri að segja nei. Frétti af
því að útvarpsmaðurinn Einar
Kristjánsson, sem átti stóran hlut
í því að fá hljómsveitina til lands-
ins og stýrði þáttaröð um sögu
Skugganna á rás 2, myndi stjórna
sjónvarpsupptöku um þá félaga á
laugardeginum. Farið með Einari
á Hótel Loftleiðir þar sem lista-
mennirnir bjuggu og þá kom í ljós
að lítill tími myndi veitast til að
spjalla. Sjónvarpsupptaka að deg-
inum, bein útsending á rás 2
síðdegis, hljómleikar um kvöldið
og síðan stöðug heimboð, móttökur
og hljómleikar þar til haldið yrði
heim á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Það var því ljóst að viðtalið yrði
að fara fram á hlaupunum á milli
alls þess sem listamennirnir þurftu
að sinna í þessari stuttu heimsókn.
Það sannaðist áþreifanlega að
ekki er allt sem sýnist þegar staðið
var augliti til auglitis við þá fé-
laga. Ekki svo að skilja að nokkur
hafi orðið fyrir vonbrigðum. Þvert
á móti, en listamaður á sviði er oft
annar en maðurinn í raun. Sérstak-
lega kom á óvart hve Hank
Marvin, sem borið hefur höfuð og
herðar yfir aðra í hljómsveitinni í
tvöföldum skilningi, er í raun lág-
vaxinn. Og í öðru lagi hve þeir
félagar voru hógværir og lausir við
alla þá tilgerð sem oft vill einkenna
þá menn sem standa í sviðsljósinu.
Á meðan verið var að ganga frá
Sverrir Gauti, Þorgeir Ástvaldsson, Bruce Welch og Hank Marvin.