Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. Texti: Skúli Helgason og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Myndir: Gunnar V. Andrésson og Óskar Örn. „Ég er ánægður með að hafa lagt mitt af mörkum til þessarar hátíð- ar. Ég vona að þessir tónleikar eigi eftir að verða til þess að Listahátíð komi vel út. Þetta er búið að vera stanslaus vinna,“ sagði Steinar Berg ísleifsson, annar fram- kvæmdastjóra Listapopps, að tónleikunum loknum. Listapoppi lauk, í bili að minnsta kosti. Þeir sem voru á tónleikunum eru örugglega sammála um að sjaldan eða aldrei hafi jafnvel tek- ist til með tónleikahald hérlendis. Þetta glæsta framtak vekur vonir um að framhald verði á. „Það er tvímælalaust grundvöll- ur fyrir tónleikum sem þessum í framtíðinni sé sæmilega að málum staðið,“ sagði Steinar Berg. „Sú mikla vinna, sem lögð var í þessa framkvæmd, skilaði sér meðal ann- ars í því að allir listamennirnir, sem komu fram, fóru hæstánægðir héðan. Þeir vilja gjaman koma hingað aftur.“ Ný líf Upphitun var hlutskipti íslensku sveitanna á Listapoppi. Að hita upp á stórtónleikum sem þessum eru þó ekki slæm örlög. Það hefðu margir viljað standa í sporum Bjarna, Grafíkur, Greifanna og Rikshaw. Gallinn við að hita upp á tónleik- um er hins vegar sá að áhorfendur og heyrendur eru að bíða eftir aðal- atriðinu. Þolinmæði við upphitun- arhljómsveitir er því af skomum skammti. Gestir Listapopps voru samt nokkuð þolinmóðir við sam- landa sína bæði kvöldin. Bjarni Tryggva átti erfiðast upp- dráttar af innlendu flytjendunum fjórum. Ekki aðeins að hann væri fyrstur á svið sextánda júní heldur var hann að flytja efni sem fæstir gesta höfðu heyrt áður. Við bættist að þetta vom fyrstu stóm hljóm- leikar pilts og taugarnar þandar til hins ýtrasta. Bjarni og gestir á fyrri tónleikunum em reynslunni ríkari. Aðrir nýliðar, Greifamir, voru reyndar einnig fyrstir á dagskrá sautjánda júní. Þetta vom líka fyrstu stóm hljómleikar þeirra. En það sem reið baggamuninn var að Greifarnir höfðu á takteinum lög sem viðstaddir höfðu heyrt áður, til dæmis í Rokkum Sjónvarpsins. Greifarnir njóta sín hvergi betur en á íjölmennum danshljómleikum sem þessum. Það er greinilegt. Sveitin fékk jákvæðar viðtökur og Húsvíkingamir mega vel við una. Tormélt þrætuepli Rikshaw lék á eftir Greifunum þann sautjánda. Þeir strákamir léku í miklu reykjarkófi en voru samk væmir sj álfum sér og tónlist sinni. Það má segja þeim til hróss að þeir voru ekkert á því að láta að vilja áheyrenda og leika ein- göngu gamalt efni. Það er ástæðu- laust að hjakka stöðugt í sama farinu. En það var Grafík sem hitaði best upp í hallargestum. Það er mikill kraftur í sveitinni þeirri. Helgi var hress þrátt fyrir hné- meiðsli og Rafn og Rúnar stóðu sannarlega fyrir sínu. Ekki sakar svo að hafa aðstoðarmenn á borð við Jakob og Hjört. Grafík náði upp prýðisstemmningu fyrir Lloyd Cole. Það væri líka eitthvað grugg- ugt ef lög eins og Þúsund sinnum segðu já, Himnalagið, Tangó, Sext- án og fleiri næðu ekki að vekja nein viðbrögð. Á heildina litið má segja að ís- lensku þátttakendurnir hafi komist vel frá sínu bæði kvöldin. Það eina sem angraði var að hljómburður í salnum var í nokkrum tilvika ekki sem bestur. Slíkt er þó auðveldlega hægt að fyrirgefa í skjóli þess að menn hafi ekki ennþá náð að að- laga sig þrætuepli borgarstjómar- kosninganna, nýja hljóðkerfinu. Cole og Co. kátir Laust eftir klukkan tíu á mánu- Höfuðpaurinn Lloyd Cole - I fremstu sveit gáfumannapoppsins. dagskvöldið stigu skosku fimm- menningarnir Lloyd Cole & the Commotions á svið. Þessi bráð- skemmtilega sveit hefur sent frá sér tvær breiðskífur, Rattlesnakes og Easy pieces, og tónleikagestir höfðu greinilega lært samvisku- samlega heima því þeir voru vel með á nótunum strax frá upphafi og létu hrifningu sína óhikað í ljós. Efnisskrá Lloyd Cole & the Com- motions var haganleg blanda vinsælli verka og minna þekktra þannig að hvergi var dauðan punkt að finna. Piltarnir léku hið vel- þekkta Lost weekend í upphafi tónleikanna og gullkom á borð við Rattlesnakes cut me down og For- est fire héldu áhorfendum við efnið. Flutningur sveitarinnar reis þó hæst í jómfrúarsmellinum Perfect skin, með hráum og ein- földum upphafskafla er eingöngu var leikinn á kassagítar, en þróað- ist skemmtilega yfir í þá útsetningu sem við þekkjum af plötu. Frammi- staða hljómsveitarmeðlima var með ágætum og sviðsframkoman látlaus og án allrar tilgerðar, enda eru Lloyd Cole & the Commotions fyrst og fremst vandvirkir tónlist- armenn sem kæra sig kollótta um það glys og glingur sem iðulega fylgir lífi rokkstjarna. Eðlilega bar mest á höfuðpaurnum Lloyd Cole sem afsannaði eigin ummæli frá blaðamannafundi fyrr um daginn, að það sem hann og Lou Reed ættu sameiginlegt væri að hvorugur gæti sungið. Lipur gítarleikur Neil Clark fór ekki framhjá neinum og fór hann á kostum í Forest fire. Sem fyrr segir tóku tónleikagestir hljómsveitinni opnum örmum og kom hin frábæra stemmning skemmtilega á óvart því tónlist Lloyd Cole & the Commotions hef- ur til þessa lítið verið haldið að almenningi hérlendis. Alténd voru Lloyd Cole og félagar himinlifandi yfir móttökunum. Á þröskuldi heimsfrægðar Höllin var vel full á mánudags- kvöldið og var ánægjulegt að sjá hve breið aldursskiptingin var meðal áhorfenda. Hinir eldri hreiðruðu flestir um sig í sætum þar sem gott útsýni var yfir sviðið en dansfífl og aðrir hreyfilistamenn héldu sig á gólfinu og fengu tónlist- ina beint í æð. Er greinilegt að íslenskir tónleikagestir gefa er- lendum kollegum ekkert eftir í klappmennt og fjöldasöng. Það kom í hlut Simply Red að fylgja eftir stórleik Lloyd Cole & the Commotions og var það ekki öf- undsvert hlutskipti. Simply Red komu hingað með stuttum fyrir- vara og fengu því minni kynningu Helgi og Jakob Magg. - Grafík var frambærilegasti fulltrúi landans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.