Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Side 35
DV. LAUGARDÁGUR 21. JÚNÍ 1986.
35
Veiðimenn á öllum aldri munu fjölmenna tii veiða á veiðidegi fjölskyldunnar og þá er ekki spurt um aldur heldur áhuga. Veiðimaður framtiðarinnar, Petra Ingvarsdóttir, rennir fyrir fisk í Apavatni.
DV-mynd G.Bender
Veiðidagur fjólskyldunnar á morgun
Á morgun efiiir Landssamband
stangaveiðifélaga í annað sinn til
allsherjar stangaveiðidags fjölskyld-
unnar um allt land til að auka
skilning almennings og stjómvalda
á gildi stangaveiðiíþróttarinnar.
Hefur sambandið hvatt aðildarfé-
lög sín til að fá aðstöðu við silungs-
veiðivatn eða -á sem næst sínu
byggðarlagi og bjóða almenningi til
veiða þennan dag undir leiðsögn
vanra veiðimanna.
Fyrir velvild Þingvallanefhdar
getur stjóm LS boðið endurgjalds-
laust til veiða í Þingvallavatni fyrir
landi þjóðgarðsins á veiðidegi fjöl-
- mætir þú ekki?
Veiðivon
Gunnar Bender
skvldunnar. Gylfi Pálsson, foi-maður
landssambandsins, flytur ávarp kl.
10 árdegis við Vatnaskor og þar
verða leiðbeinendur óvönum til að-
stoðar til kl. 18.
Vitað er um eftirtalin stangaveiði-
félög sem ætla til veiða í þessum
vötnum.
Stangaveiðifélag Borgarness í
Langavatni.
Flúðir á Húsavík í Kringluvatni.
Stangaveiðifélag Keflavíkui- í Sel-
tjöm.
Stangaveiðifélag Hafnaríjarðar í
Kleifarvatni.
Armenn í Vífilsstaðavatni og
Stangaveiðifélag Reykja\dkur í Ell-
iðavatni.
G.Bender.
Veiði-
maðurinn?
skáldið
og
forsætis-
ráðherrann
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra er veiðimaður mikill og
fer i marga veiðitúra á hverju sumri.
Kjarrá er sú veiðiá sem Steingrimur
heíúr heimsótt nokkrum sinnum og
oft veitt vel á flugu, þó komi stund-
um fyrir að laxinn geti verið tregur.
Steingrímur var við veiðar í Kjarrá
síðasta sumar og orti þá þessa vísu
í veiðibókina.
Við fengum nesti og nýja skó
og nutum þess að vera
við Rauðaberg í berjamó
já, betra mátti ei gera.
Því áin hún var ansi lág
og afar lítil veiði
mér aðeins tókst í einn að ná
en ótal falleg seiði.
Þó veiðin sé ekki alltaf mikil er
það kannski ekki aðalmálið hjá for-
sætisráðherra, heldur útivistin.
G.Bender
Steingrimur Hermannsson.
Veiðieyrað... Veiðieyrað...
Veðurofsi
Þó veðuifarið sé ekki alltaf upp á
það besta í veiðinni harka veiðimenn
það af sér. Á Hlíðarvatni í Selvogi
getur stundum orðið haugasjór í roki
og leiðindaveðri. Veiðimaðm- einn
lýsti veðurfarinu við vatnið svo einn
daginn fyrir skömmu. „Þegar ég leit
út um gluggann á veiðihúsinu var
vatnið eins og innsiglingin í Grinda-
vík í verstu veðrum. þvílíkm var
veðurofsinn." En veiðimenn kalla
ekki allt ömmu sína í þessum efnum
og um hádegi hafði aðeins lægt og
vinurinn. sem fyn' im\ morguninn
leit út um gluggann á veiðihúsinu.
veiddi 7 silunga. „Jú. veðurfarið
hafði aðeins batnað. en ekki mikið.
öldugangm-inn var minni."
1000krónur
StónuTÍðinn úr Heiðarvatni í
Mýrdal hefur vakið athygli meðal
veiðimanna og þótti fallegur. Þessi
urriði var seldur nokknmi dögum
seinna í reyk og var söluverðið 1000
krónur. Skyldi veiðast annar svona
vænn? Við skulum vona það.
Förum varlega
Þegar veiðiár eru vatnsmiklar get-
ur verið hættulegt að vaða þær,
allavega verður að fara varlega.
Norðurá í Borgarfirði var í slíkum
ham í vikunni og var erfitt að vaða.
Veiðimenn, sem voru við veiðar í
ánni. létu sig samt hafa það að vaða.
En vegna þess hve vatnsmagnið var
mikið og straumurinn þungur stóð
víst tæpt stundum og eitt skiptið var
aðeins hausinn á veiðimanninum
upp úr vatnsskorpunni, hitt var allt
neðan vatnsflatar. En allt fór vel að
lokimi og veiðimaðurinn náði í fisk
skönmiu seinna. En það er kannski
betra að fara varlega. Einn fiskur
til eða fi-á skiptir engu máli en
mannslíf öllu. Fömm með vanið \ið
ámar.
Það gerist oft margt skemmtilegt
í veiðiferðunr og hér koma tvær
stuttar sögur af hjónakomum sem
við skuhun kalla Steina og Stínu.
Við eigvun eftir að he\Ta meira af
þeim i simiar því þau fara yfirleitt í
marga veiðitúi-a á hverju sumri og
alltaf gerist eitthvað skondið hjá
þeim. blessuðum. Þau vom \ið veið-
ai- í veiðiá einni á Vesturlandi og
hafði Steini sett í flugufisk. Bað
hann Stínu að vaða út i hylinn og
ná í fiskinn. Stína. sem var vön að
landa fiskum. gerði eins og fyrir
hana var lagt og óð út í hylinn.
Mikið var af fiski í hylnum og kem-
ur hún auga á fisk eiginmannsins.
heldur hún. og tekur um sporð hans
og labbar með hann í land. Gellur
þá í eiginmanninum: „Hevrðu, þegar
þú ert búin að rota fiskinn viltu þá
ná i fiskinn minn?“ Og skömmu
seinna vom þau að veiða í þessari
veiðiá þar sem eingöngu mátti veiða
með flugu, var víst veiðin eitthvað
treg. Stína var þá sett á vakt og
Steini setti tvo maðka á og renndi
en Stína átti að láta vita þegar veiði-
vörðurinn kæmi. Líður nú og bíður
og ekki bítur laxinn á maðkinn hjá
eiginmanninum. Allt í einu er bank-
að í bak Steina og gellur hann þá
við: „Er helvítis veiðivörðurinn
kominn, Stína mín.“ Veiðivörðurinn
þurfti víst ekki að banka oft.
G.Bender