Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ .1986. 17 Lesendur Enn veiðum við hvalinn Konráð Friðfinnsson skrifar: Enn einu sinni eru hvalbátar okkar að veiðum. Vísindaveiðar heitir það víst núna. í nýjustu skoðanakönnun Hagvangs kom í ljós að 75% þjóðar- innar eru hlynnt veiðunum sem hlýtur að teljast allgóð samstaða. Ég fæ það ekki skilið hvaða máli samstaða hér innanlands skiptir. Er almenningur, t.d í Bandaríkjunum, sammála okkur, ætlar hann áfram að kaupa fisk héð- an, eða snýr hann sér eitthvað annað? Og hvað um Japani, hyggjast þeir hætta sínum veiðiheimildum í banda- rískri landhelgi íyrir íslendinga? Nei, því miður er ég smeykur um að ekki verði af því. Og hvað um Grænfrið- unga, hveiju hafa þeir áorkað á þessu umliðna ári, hversu mikið hefur þeim tekist að skemma íyrir okkur? Um það liggja ekki neinar niðurstöður. Við íslendingar getum á hinn bóginn bók- að það að þeir hafa engu gleymt. Grænfriðungum hefur vaxið fiskur um hrygg, sér í lagi varðandi hvalfrið- unarmálið. Þessi samtök eru í sókn allstaðar í heiminum hvað svo sem við segjum. Eg vona það að hvalurinn komi ekki til með að skemma okkar góðu mark- aði erlendis en úr því sem komið er verður að sjá hvað setur og vona það besta. 75% þjóðarinnar eru hlynnt hvalveiðum. Electrolux 0} Electrolux 0]] Electrolux MEÐ MAGNINNKAUPUM FENGUM VIÐ NÆR 40% AFSLÁTT AF ELECTROLUX BW 200 KING UPPÞVOTTAVÉLUM. Fullkomin uppþvottavél á afsláttarverði, hljóðlát — full- komin þvottakerfi — öflugar vatnsdælur sem þvo úr 100 lítrum á mínútu — þrefalt yfirfallsöryggi — ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi — barnalaesing — rúmar borðbúnað fyrir ¥ 12—14 manns. ELECTROLUX BW 200 KING uppþvottavél á verði sem þú trúir varla — og ekkert vit er í að sleppa. Vörumarkaðurinn lil. Armúla 1a. Sími 91-686117. Sjónvarpið þarf að bæta sig Ellilífeyrisþegi skrifar. Ég get nú vart orða bundist út af sjónvarpinu. Kvöld eftir kvöld er eng- in sæmileg kvikmynd. Gamla fólkið var líka svo þreytt á Listahátíð að það hlustaði bara á útvarp. Það vantar alla hátíðarstemmningu í sjónvarpið. Svo er þetta leiðinlega Poppkom með alls konar fíflalæti. Því er Dallas, sú ágæta fjölskyldumynd, ekki fengin þótt hún fáist á myndböndum hjá bensínsölum. Svo er til gamalt efni sem ágætt væri að sjá aftur. Nú loksins, þann 14. júní, kemur góð mynd en hún var svo seint á skjánum að gamalt fólk átti erfitt með að halda sér vak- andi, en nóg um sjónvarpið. Þá em það kosningaloforðin, eða svokölluð laun. Því var útvarpað að elli- og örorkulaun myndu hækka verulega en hvað skeður. Ég fékk bara fimm þúsund og eitt hundrað að auki. Svo er manni sagt að þetta verði bara einu sinni. Þetta dugir ekki, það þurfa að verða varanlegar kauphækkanir. Þegar peningaskiptin urðu vorum við illa svikin því kaupmenn vom búnir að hækka vöruna áður en mánuður var liðinn og nú er fæðið svo dýrt að ekki duga þau hungurlaun sem við höfum. REYKJAVlKUR-LJÓSMYND FYRIR VIKUNA Sendist VIKAN Þverholti 11, 105 Reykjavík. Skilafrestur er til 18. júlí. Sendið inn Ijósmyndir í samkeppni VIKUNNAR. Besta Ijósmyndin verður á forsíðu VIKUNNAR 14. ágúst nk. en þá kem- ur sérstök REYKJAVlKUR-VIKA, tileinkuð 200 ára afmæli höfuðborg- arinnar. 1. verðlaun: KODAK AF 2 - ný myndavél frá KODAK. Hans Petersen hf. veitir verðlaunin. 2. VERÐLAUN: 6 þús. kr. 3. VERÐLAUN: 4 þús. kr. Sendið inn Ijósmyndir í samkeppni VIKUNNAR. Myndefnið úr eða í Reykjavík. GOODYEAR GRAND PRIX S RADIAL — Traust og öruggt „veggrip" — — Undirstaða úr polyesterþræði með mikla mýkt — — Sveigjanlegar hliðar — — Brúnalaus sóli, auðveldar fulla stjórn á bílnum — — Sóli, sem endist ótrúlega — MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENÐING eru aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJÓLBARÐA [hIheklahf I" " |Laugavegi 170 172 Simi 695500 GOODfÝEAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.