Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. UtLönd T7Áfall fyrir Verkamannaflokkinn - niðurlæging fyrir íhaldsflokkinnáí David Steel, formaður frjálslyndra í Bretlandi, segir að úrslitin í gær séu mikið áfall fyrir gömlu fiokkana tvo. Hann segir einnig að þau hreki alger- lega þá óskhyggju Verkamanna- flokksins að hann muni einn standa að næstu ríkisstjórn. Bjartsýn á endurheimt Markosar- milljónanna Ríkisstjóm Filippseyja er bjartsýn á að henni takist brátt að endurheimta yfir 200 milljón Bandaríkjadollara er Markos, fyrrum forseti landsins, átti á leynireikningum í svissneskum bönk- Haft er eftir svissneskum lögfræð- ingum, er annast hafa mál Filippseyja- stjómar, að tekist hafi að komast yfir 213 milljónir Bandaríkjadala í svissne- skum bönkum er sannað þyki að hafi verið lagt inn á reikning Markosar- fjölskyldunnar. Segjast lögfræðingamir bjartsýnir á að brátt verði hægt að færa féð á reikninga Filippseyjastjómar og kváðust ekki telja að lögfræðingar Markosar myndu á einn hátt eða ann- an reyna að tefja fyrir peningafærsl- unni. Talið er að þær 213 milljónir Banda- ríkjadollara, er nú er unnið að að færa á reikninga Filippseyjastjómar, sé aðeins hluti allt að 1,5 milljarða doll- ara upphæðar sem fjölskylda Markos- ar á í svissneskum bönkum. Talið er að Markos og fjölskylda hans eigi allt að 1,5 milljaröa Bandaríkja- dollara á svissneskum bankareikn- inqum. segir David Steel um úrslit aukakosninga í Newcastle í gær Úrslit aukakosninga í kjördæmi í Neweastle í gær em mikið áfall bæði fyrir íhaldsflokkinn og Verkamanna- flokkinn, að sögn stjómmálafræðinga. Bandalag jafnaðarmanna og frjáls- lyndra vantaði aðeins 799 atkvæði til að ná þingsætinu, sem kosið var um, frá verkamannaflokknum eftir endur- talningu. David Steel, formaður fijáls- lyndra, lýsti úrslitunum sem stórkost- legu áfalli fyrir Verkamannaflokkinn og niðurlægingu fyrir Ihaldsflokkinn. Ihaldsmenn töpuðu 17% atkvæða fr á því í síðustu kosningum. Stjórnmála- skýrendur höfðu spáð tapi fhalds- flokksins en fáir áttu von á að tvö þúsund og átta hundmð atkvæða meirihluti Verkamannaflokksins myndi minnka. Verkamannaflokkurinn hafði gert sér vonir um stóraukinn meirihluta eða í kringum tíu þúsund atkvæði til að sýna fram á að hann væri í raun stærsti flokkur landsins. Llin Golding, eiginkona Johns Gold- ing, sem sigraði í síðustu kosningum en lét eftir sæti sitt er hann tók við ábyrgðarstöðu í verkalýðsfélagi, fékk 16.819. Alan Thomas, frá Bandalaginu, fékk 16.020 og Jkn Nock frá íhalds- flokknum hlaut 7.863 atkvæði. Norman Tebbit, formaður íhalds- flokksins, sagði að niðurstaða kosn- inganna væm vonbrigði. „Þetta er í beinni mótsögn við skoðanakannanir á landsvísu og nýlegar aukakosningar þar sem við höfum verið að vinna þingmenn frá frjálslyndum." David Steel sagði að niðurstaðan væri vemlegt áfall fyrir þann mál- flutning Verkamannaflokksins að hann væri á leið til að taka við völdum af Thatcher eftir næstu þingkosningar. Thatcher hefur nú setið í tvö kjör- tímabil frá því hún tók við völdum 1979. Hún verður að boða til nsestu þingkosninga ekki síðar en í júní 1988. lifvörðurinn með alvörabyssukúlur Hermenn, sem munu standa með- fram leiðinni sem brúðhjónin, Andrew prins og Sara Ferguson, munu fara til og frá kirkju næsta miðvikudag verða vopnaðir rifflum með alvöruskotfærum. Ótti við árás írska lýðveldishersins eða araba, sem hliðhollir em Gadd- afi Líbýuleiðtoga, veldur því að við brúðkaupið þann 23. júlí næstkom- andi munu verða umfangsmeiri öiyggisráðstafanir en áður hafa ver- ið viðhafðar við konunglegan viðburð í Bretlandi. Sérsveitir breska flughersins, SAS, munu verða til taks og grípa inn í ef hryðjuverkamenn láta til skarar skríða. Vopnaðir lögreglumenn, klæddir í búninga þjóna, verða á opnum vagni sem brúðhjónin aka í frá kirkju. Hermennimir, sem eitt sinn vom eingöngu til skrauts við konunglega viðburði, verða nú vopnaðir, að sögn lögreglu. „Öryggisráðstafanir okkar verða svo öflugar að hægt verður að mæta hverri ógn,“ segir varaaðstoðarlög- reglustjóri Lundúnaborgar, Robert Innes. írski lýðveldisherinn hefur lýst því yfir að hann líti ekki á meðlimi bresku konungsfj ölskyldunnar sem skotmörk en lögregluyfirvöld sögð- ust samt ætla að vera á verði gagnvart slíkri árás. í Westminster Abbey hefúr lög- reglan haft mjög strangt eftirlit í margar vikur. Er reynt að tryggja að ekki leynist þar tímasprengja eins og sú er var nær búin að þurrka út ríkisstjóm Margrétar Thatcher í Brighton fyrir tveimur árum. Það mun allt verða morandi af vopnuðum vörðum i kringum brúðhjónin frægu á brúðkaupsdaginn. Bretar ætla ekki að eiga það á hættu að hryðjuverka- menn nái að setja strik í reikninginn. Björgunaraðgerðir hja American Motors American Motors, bifreiðaframleið- andinn bandaríski, tilkynnti í gær að tap fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi þessa árs hefði numið rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna. Jafnframt var skýrt frá breytingum í rekstri fyr- irtækisins. Fyrirtækið, sem er í eigu Renault í Frakklandi, tilkynnti að það myndi reyna að auka hlutafé sitt með því að bjóða hlutabréf að verðmæti um sjö og hálfur milljarður íslenskra króna til sölu á almennum markaði, og að breyta skuld við Renault í hlutabréf. Forstjóri American Motors, Joseph Cappy, kenndi miklum samdrætti i sölu bandarískra bifreiða um tapið á öðrum ársfjórðungi. Þetta er þó aðeins betri staða en fyrir ári þegar tapið á sama tíma nam um þremur milljörðum íslenskra króna. Frá því 1980 hefúr fyrirtækið tapað nær þrjátíu og tveimur milljörðum króna og Cappy sagði endurskipu- lagningu fyrirtækisins myndi stórbæta stöðu þess. Sérfræðingar segja að ef ekki hefði komið til tuttugu og sex milljarða fjár- festing af hálfu Renault síðan á síðari hluta áttunda áratugarins væri Amer- ican Motors fyrir löngu orðið gjald- þrota. Með sporð um hálsinn Þeir þremenningamir, sem hér sjást, eru með sýnishorn af nýrri tegund hálsbinda um hálsinn. Þetta eru dýrindis bindi úr polyester, í fiki fiska, sem fyrirtæki þeirra í Milwaukee í Bandaríkjunum hefur hafið fram- leiðslu á. Þeir reikna með þvi að um það bil sjötfu miiljónir bandarískra veiðimanna komi til með að falla fyrir þessari nýju tegund hálstaus og það viröist sem þeir hafi nokkuð til sins máls. Þeir hafa þegar selt meira en sex þúsund stykkí og þeim hafa borist pantanir um tuttugu þúsund til viðbótar. Hvert bindi kostar sem nemur niu hundruð krónum islenskum og er hægt að fá þau með nokkrum fisktegundum, svo sem barakúdu, regnbogasilungi, laxi, túnfiski, geddu og fleirum. Svíar grana Pólverja um njósnir við Miskö Gunnlaugur A. Jónssan, DV, Lundi: Fjórir Pólverjar sitja nú í yfirheyrslu hjá sænsku lögreglunni grunaðir um njósnir. Þeir voru handteknir á miðviku- dagskvöld þar sem þeir voru á seglbáti á bannsvæði við leynilega herstöð Svia á Muskö í skeijagarðinum úti fyrir Stokkhólmi. „Við lítum mjög alvarlega á þetta mál. Þama er um að ræða svæði sem öllum óviðkomandi er stranglega bannaður aðgangur og að sjálfsögðu gerir það málið alvarlegra að þama er um útlendinga að ræða,“ sagði H.G. Westberg, talsmaður sænska vamar- málaráðuneytisins í morgun. Minna má á að herstöðin í Muskö var mjög í sviðsljósinu árið 1982 er fyrsta leitin að óþekktum kafbáti í sænskri landhelgi stóð sem hæst úti fyrir þessari herstöð. Hraolíuverðfall eftir uppsvemu Verð á hráolíu féll vemlega i verði í gær eftir að það hafði hækkað í tvo daga og sögðu sérfræðingar að svo virtist sem kaupendur hefðu hreinlega horfið út af markaðinum. Olíumarkaðurinn virðist vera mjög óstöðugur þessa dagana og offramboð er á olíu en Opec-ríkin framleiða nú flest langt umffarn sinn kvóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.