Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
11
Viðtalid
Getum eflaust
lært eittlivað
af Davíð
Kristján Pálsson, nýráöinn bæjarstjóri i Óiafsvik.
„Starfið leggst vel í mig enda eru
framundan mörg skemmtileg verk-
efnisegir Kristján Pálsson, nýráð-
inn bæjarstjóri í Ölafsvík. Ber þar
einna hæst að á næsta ári eru 300
ár liðin frá því að kaupstaðurinn
fékk verslunarleyfi og ætla Ólafsvík-
ingar að gera sér dagamun af því
tilefni. „Þetta mun vera elsta versl-
unarleyfi landsins og verður haldið
upp á afmælið með pomp og pragt.
Getum við eflaust lært eitthvað af
Davíð og 200 ára afrnæli Reykjavík-
urborgar enda munum við fylgjast
vel með,“ sagði Kristján. Staðurinn
mun hafa fengið leyfið í mars 1687
en afmælisveislan verður ekki fyrr
en í ágúst. Undirbúningur er í start-
holunum en ætlunin er að hafa
dagskrána sem fjölbreyttasta. „Við
ætlum að ljúka við að koma félags-
heimilinu í gagnið en það hefur tafist
vegna fjárskorts. Einnig er í bígerð
að flikka upp á gamalt pakkhús frá
árinu 1844 og breyta því í minja-
safn,“ sagði Kristján.
Syngur sér og öðrum til
ánægju
Kristján fæddist í Reykjavík 1944
en fluttist ungur til ísafjarðar ásamt
foreldrum sínum og ólst þar upp.
Rétt innan við tvítugt lá leiðin aftur
til Reykjavíkur en þar gekk Kristján
í Stýrimannaskólann og Tækniskól-
ann. „Ég tók þátt í félagsmálum í
Tækniskólanum, söng í kómum og
starfaði í nefhdum sem tengdust
skólanum og skemmtistarfsemi
ýmiss konar. Ég hef sungið með ein-
hverjum kórum og nú syng ég með
samkómum hér í Ólafsvík, mér og
öðrum til ánægju," sagði Kristján.
Fiskeldi meðai áhugamál-
anna
Meðal- áhugamála Kristjáns er
fiskeldisfyrirtæki sem hann, ásamt
nokkrum félögum sínum, hefúr kom-
ið á fót i hjáverkum. Hann segist
fara í lax 1-2 á sumri og gengið
sæmilega og að baráttan við þann
stóra gangi svona upp og ofan. Ann-
ars snýr hugur hans mjög að íþrótt-
um og útivist enda var Kristján
formaður ungmennafélagsins í Ól-
afsvík um tíma. „Ég fer í badminton
á vetuma og á sumrin í sund. Þó
er aðalánægjan að fara í göngutúra
um óbyggðir Snæfellsness með fjöl-
skyldunni, bæði vegna náttúrufeg-
urðarinnar auk þess sem maður sér
alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð,“
segir Kristján. Hann er giftur Sól-
eyju Höllu Þórhallsdóttur og eiga
þau 2 böm saman en einnig á Kristj-
án 2 böm úr fyrra hjónabandi og býr
annað hjá þeim hjónum.
Var alltaf í sveit á sumrin
Kristján stundaði gönguskíði á
sínum yngri árum og keppti á ís-
landsmótum og stóð sig með prýði.
Hann var einnig í knattspymu og
spilaði á kantinum hjá Herði á
ísafirði. „Það fór nú lítið fyrir fót-
boltanum hjá mér því ég var alltaf
í sveit á sumrin. Þar vom bæði kýr,
kindur og hestar og fleiri dýr og lík-
aði mér vel vistin í sveitinni," segir
Kristján. Honum hefur alltaf líkað
vel við dýr og átti hesta um skeið.
„Ég stundaði útreiðar ekki af kappi,
hafði lítinn tíma og á endanum lét
ég þá frá mér enda þurfa hestar mik-
inn tíma og umhirðu. Ef það er ekki
fyrir hendi á maður ekkert að vera
að standa í þessu," sagði Kristján.
Var I áhöfninni þegar Lagar-
foss strandaði
Kristján Pálsson hefúr undanfarin
6 ár starfað sem ffamkvæmdastjóri
Útvers hf. í Ólafsvík. Þar áður var
hann sveitarstjóri í Suðureyrar-
hreppi. Lengi vel vann Kristján á
sjónum, bæði á togurum og fragt-
skipum. „Ég var að vinna á Lagar-
fossi þegar hann strandaði í
blíðskaparveðri við strendur Sví-
þjóðar fyrir um 20 árum. Skipið fór
í slipp í Kaupmannahöfn og var þar
í 3 4 vikur en þann tíma notuðum
við til að ferðast. Við hjóluðum og
keyrðum um allt Sjáland og litmn á
lífið.“ Hann segir að þeim hafi líkað
vel lífið hjá Dönum en þó verið sér-
staklega minnisstætt að í skóverslun
einni á Strikinu hafi hangið skilti
úti í glugga sem á stóð að Islending-
ar væru ekki velkomnir.
„Ég hef alltaf átt eitt mottó, að reyna
að standa mig í hverju sem ég tek
mér fyrir hendur. Því ætla ég svo
sannarlega að reyna að fylgja," sagði
Kristján.
JFJ
Bœttu hljóminn i bilnum.
Góður hótalari er lykillinn aö
góöum hljómburöi.
Roadstar AD-3800X frábœrir
120 watta hátalarar á aðeins 5.890,- kr. pariðu
Roadstar RS-960X 4 hátalarar,
-2 i hurð og 2 aftur i-
150 watta hátalarar á aðeins 10.900,- kr. I
Meikilegt lóuhreiður
Ján G. Haukssan, DV, Akureyri
Enskur fuglalfæðingur varð snar-
hissa þegar hann sá nýlega lóuhreiðrið
við flugbrautina ó Raufarhöfn. Það er
undir múrbrotum úr gamla flugstöðv-
arhúsinu en lóur verpa yfirleitt ekki
undir neinu heldur einfaldlega úti í
móa - merkilegt hreiður - og á það
skín aldrei sól.
Annars ku nágrenni Raufarhafnar
vera gósenland fuglaskoðara. Skoskir
fuglafræðingar hafa verið þar nokkuð
á ferð í sumar.
Og sagan segir að tveir þeirra hafi
afrekað meira við Raufarhöfn á
nokkrum dögum en á 6 árum í Nor-
egi. Fuglalíf þar er sérlega fjölbreytt
og mikið af sendlingi og á ónefhdu
býli við Raufarhöfh ku 30% af öllu
þórshanavarpi á Islandi vera.
Louhreiðrið við flugbrautina á Raufarhöfn, undir múrbrotum úr gamla flugstöðv-
arhúsinu. Fuglafræðingar hafa orðið snarhissa á að sjá þetta hreiður.
DV-mynd JGH
Roadstar RS-400 er
sérhannaöur til að flytja mœlt mál.
Ómissandi fyrir bílstjórann, sem þá losnar við
að ver sífellt að hœkka og lœkka í útvarpinu.
Roadstar kraftur-hljómgœöi
Roadstar i bilinn
VIÐ TÖKUM VEL
A MÓTIÞÉR