Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Side 27
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. 39' Glaumbær í Skagafírði: Minjar um liðna tíð Skagafjörður hefur löngum heillað ferðamenn og þúsundir leggja leið sína þangað ár hvert. Skagafjörður er mik- ill fjörður, nálægt miðju Norðurlandi, um 40 km langur og fullir 30 km á breidd milli Húnsness á Skaga og Staumness innan við Fljótavík, þreng- ist þó nokkuð innar, er samt 15 km breiður þvert yfir frá Reykjadiski. Fram í botn Skagafjarðar gengur He- granés og eru breiðar víkur báðum megin þess og sandar miklir í botni. Á firðinum eru Drangey og Málmey. Inn af botni Skagafjarðar gengur mikill dalur samnefndur. Er hann einn mesti dalur landsins, breiður og grö- sugur, kringdur svipmiklum fjöllum. Það er margt hægt að skoða í Skaga- firði og það sem við litum á núna er Glaumbær. Bærinn í Glaumbæ mun í aldaraðir hafa staðið þar sem hann eúenn í dag. Bæjarstæðið er vel valið og útsýn af varpanum framan við bæinn er mikil og fögur. Bæjarhúsin, sem nú standa, eru misgömul. Yngstu húsin eru byggð á árunum 1876-1879. Elsta húsið er eldhúsið, byggt um 1750. Bærinn er byggður úr torfi, veggir hlaðnir lir klömbrum og streng. Nýti- Veiðivon Gunnar Bender legt grjót í veggjahleðslu er vart að finna í Glaumbæjarlandi, en torfrista er góð. Glaumbær er minnisvarði fyrri tíma og margt fróðlegt að sjá hvort sem það eru bæjargöngin, norðurstofa, eld- húsið, norðurbúr, baðstofan, langabúr, litlabúr, suðurstofa, skemmur eða smiðja. Byggðasafn Skagfirðinga að Glaumbæ var opnað almenningi til sýnis 15. júní 1952, en undirbúningur undir stofrmn þess hafði staðið allt frá árinu 1939, en þá flutti Jóh Sigurðsson á Reynistað erindi, á aðalfundi Búnað- arsambands Skagfirðinga, um undir- búning að stofiiun byggðasafns í Skagafirði. Jón á Reynistað átti manna mestan þátt í stofhun byggða- safhsins. Það var þjóðminjavörður sem tók Glaumbæ í sína umsjón 1947 og hefur verið svo síðan. Glaumbær í Skagafirði er minnis- varði um liðna tíma og hann ber að varðveita um ókomna tíð, minnir á baráttu fólksins í landinu fyrir tilveru sinni. Næst þegar þú átt leið um Skaga- fjörð þá skoðaðu Glaumbæ og þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Ferða- menn hafa fjölmennt til að skoða Glaumbæ í sumar og hafa mest verið um 300 á dag. G.Bender Glaumbær í Skagafirði ber aldur vel og þar er margt að sjá frá fyrri tíð. DV-mynd G.Bender Ökuleikni BFÖ - DV í Borgamesi: Guðbjörg Ingólfsdóttir stóð sig best í kvennariðli. Hún er hér að glíma við eina þrautina í brautinni og virðist ganga bara vel. keppni voru tveir keppendur í karla- riðli efstir og jafiiir, með 113 refsistig. Þetta voru þeir Magnús Valsson á Toyota Mark II og Hörður Bjömsson á Chevrolet Camaro. Þeir urðu því að aka aftur í gegnum brautina og keppa um fyrsta sætið. í þeirri viðureign hafði Magnús betur og hlaut hann þvi gullið í þetta sinn og réttinn til að fara í úrlitakeppnina í haust. Hörður varð að láta sér nægja silfrið. I þriðja sæti varð Guðmar Guðmundsson á Fiat 128 með 140 refsistig. í kvenna- riðli sigraði Guðbjörg Ingólfsdóttir á Toyota stw með 207 refsistig. í öðm sæti varð Þuríður Bergsdóttir á Mazda 323 með 246 refsistig. í þriðja sæti varð Jóna Kristjánsdóttir á Fiat 127 með 286 refsistig. Borgnesingar náðu ágætis árangri í reiðhjólakeppninni. Sigurvegari í eldri riðli fór villulaust í gegn og er nú í 5. sæti yfir landið í sínum riðli, það er Sigurþór Kristjáns- son sem þessum árangri náði. Hann fékk 51 refsistig. Annar varð Grétar Guðlaugsson með 62 refsistig. { þriðja sæti lenti Einar Þór Jóhannsson, með einni sekúndu lakari árangur en Grét- ar. Einar fékk 63 refsistig og hann fór einnig villulaust í gegnum brautina. í yngri riðli sigraði Ragnar Rúnars- son með 66 refeistig. Annar varð Rristinn Sigmundsson með 69 refsi- stig. Aðeins 3 sekúndur skildu þá Kristin og Ragnar að. í þriðja sæti varð Baldvin Ringsted með 107 refsi- stig. Verðlaunin í ökuleikninni í Borg- amesi gaf sparisjóðurinn í Borgamesi en reiðhjólaverslunin Fálkinn hf. gaf verðlaunin í hjólreiðakeppninni. Það ætlar ekki að gera endasleppt, góða veðrið, sem fylgt hefur ökuleikn- inni í sumar. Síðastliðið miðvikudags- kvöld, þegar keppa átti í Borgamesi, glaðnaði til og komið var glaðasólskin þegar keppnin byrjaði. Hún var haldin úti í eyju og var fjöldi fólks kominn til að fylgjast með. Keppendur vom 27 talsins, þar af 12 á reiðhjólum. Ökuleiknin var mjög spennandi og þegar allir keppendur höfðu lokið Hann Sigurþór Kristjánsson sýndi mjög góðan árangur i hjólreiða- keppninni. Villulaus akstur i brautinni og er nú i 5. sæti ytir landið. Fyrir það hlaut hann gullið i eldri riðlinum. Magnús Valsson varð að hafa mikið fyrir sigrinum i þetta sinn. Hann sigraði glæsilega í fyrra og árið á undan. Nú hafðist sigurinn eftir aðra umferð. Hér er hann í brautinni og ekur af miklu öryggi, enda náði hann 11. besta árangri yfir landið. URVALIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRA Nú hafa jakkaföt bæst við. Verð frá 4.780. Smóking jakkaföt á kr. 6.300. Svo kosta dömutrimmgallar frá kr. 1.190, barnatrimmgallar frá kr. 690 og annað eftir þvi. i Opið kl. 10—19 föstudag laugardag kl. 10-16. ; ______________________________________ Fatalagerinn REYKJANESBRAUT Fatalagerinn Smiðjuvegi 4 Laugavegi 28 ísafirði - Akureyri Húsavík - Neskaupstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.