Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Loforð fyrirfinnst ekki Víða sjást og heyrast um þessar mundir frásagnir af bágum hag fiskvinnslunnar. Ætla mætti í fljótu bragði, að í óefni horfi í stórum greinum svo sem frystingu. Þarna er mikið mál á ferð. Heilu byggðarlögin eiga sitt undir. Því er ástæða til að skoða, hverjar staðreyndir málsins eru Sá er hagur frystingarinnar, að gengi Bandaríkjadoll- ars sé sem hæst, það er gengi krónunnar sé sem lægst gagnvart dollar. Bandaríkin eru aðalmarkaðurinn. Sé gengi dollars tiltölulega hátt, fær frystingin fleiri krón- ur fyrir hvern dollar til að mæta kostnaði við framleiðsl- una. Þetta vita menn. Því hefur staðan gjarnan verið sú, og er enn, að fiskvinnslan hefur sótt að stjórnvöldum um að lækka gengi krónunnar. Sú deila, sem nú stend- ur, snýst mikið um, hvort stjórnvöld hafi gefið frysting- unni og annarri fiskvinnslu loforð um, að gengi dollarsins færi ekki niður fyrir ákveðið mark. Gengi dollars hefur farið lækkandi eins og alkunna er. Þetta þýðir ekki, að gengi krónunnar hafi hækkað, þegar lit- ið er til gjaldmiðla almennt. Gengið hefur nokkurn veginn staðið í stað, síðan kjarasamningarnir voru gerð- ir í febrúar, þegar litið er til meðalgengis annarra gjaldmiðla. En gengislækkun krónunnar nú yrði mikið mál vegna kjarasamninganna. Ríkisstjórnin tók í samningunum á sig ábyrgð á því, að verðlag færi ekki úr böndum. Verð- bólga yrði um tíu prósent á árinu. Gengislækkun. krónunnar mundi hækka verð á innfluttum vörum sam- svarandi og síðan á innlendri framleiðslu. Því skiptir miklu, að hjá gengislækkun verði komizt, ella brygðust stjórnvöld. Rétt er að huga að því, hvort fiskvinnslunni hefur verið lofað ákveðnu gengi. Jón Sigurðsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, sendi forsætisráðherra greinargerð um þetta efni fyrir nokkrum dögum, hinn tíunda júlí. Þar er bent á, að ákvörðun um fiskverð í febrúar síðastliðnum fól í sér 3,5 prósenta meðalhækkun á verði. Áætlanir, sem þá voru hafðar til hliðsjónar, miðuðu við, að gengi dollars væri 42,3 krónur fyrir doll- ar. Daginn, sem fiskverðið var ákveðið, var gengi dollars komið niður í 41,61 krónu. Fulltrúar fiskvinnslunnar lýstu áhyggjum sínum yfir þessari lækkun. En sjávarút- vegsráðherra lét meðal annars koma fram, að ekki væri unnt að ábyrgjast ákveðið gengi á dollar hér á landi fremur en annars staðar. En fiskverð hefur verið ákveðið síðan. Við ákvörðun þess í maí var gengi dollars komið niður í 41,55 krón- ur. Fiskverð var hækkað um 1,5 prósent. Undirstrika ber, að samkomulag náðist í yfirnefnd um þessa ákvörð- un. Forsætisráðherra sagði í DV í fyrradag, að í maí hefði ekki verið gerð nein athugasemd um lágt gengi dollars. Því verður það niðurstaðan, að loforð gagnvart fiskvinnslunni um að halda gengi dollars við 42,30 krón- ur fyrirfinnst ekki. Fiskvinnslan sótti við maíákvörðunina ekki fast á um að koma genginu í 42,30. Jón Sigurðsson lætur koma fram, að hagur fisk- vinnslu sé miðað við ársrekstur nú ívið lakari en eftir ákvörðun fiskverðs í febrúar. Tölur sýna, að frystingin hefur nú verið í plús, þegar á heildina er litið, en ekki er reiknað með greiðslubyrði af skuldasöfnun vegna taprekstrar fyrri ára, sem sligar sum frystihúsin og vandanum veldur. Haukur Helgason. Götumynd frá Tokýo. íslenskt sendiráð í Japan Fyrir nokkrum dögum var frá því greint í fregnum útvarpsins að Norð- menn hygðust gera á næstunni mikið markaðsátak í Japan. I sam- einingu ætlar sjávarútvegur þeirra og Útflutningsráðið norska að verja 500 millj. ísl. króna í sölukynningu á norskum sjávarafurðum í Japan. Takmarkið er að tvöfalda útflutning Norðmanna þangað á næstu þremur árum. Það telja Norðmenn raunhæft markmið. Þessir keppinautar okkar á fisk- mörkuðum heimsins ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á stóraukna sölu síldar til Japan en einnig á rækju, loðnu og eldislax. I dag selja Norðmenn Japönum sjávarafrirðir fyrir 3 milljarða ísl. króna en ætla að selja fyrir 6 milljarða króna að lokinni þessari herferð. Þessi útvarpsfrétt vekur til um- hugsunar um það hver áform okkar fslendinga eru á þessu sviði. Tillaga á Alþingi Nú í vor vakti ég máls á því á þingi að hin mesta nauðsyn væri á að stofha sem fyrst íslenskt sendiráð í Japan sem hefði það að meginverki að auka sölu á íslenskum sjávaraf- urðum þar í landi. Ég hefi lengi verið þeirrar skoðunar að slíkt sendiráð hefðum við átt að stofha fyrir löngu, enda hafa öll hin Norðurlöndin haft þar slíkar stofiianir í áraraðir. Ástæðumar til þessa eru augljós- ar. Við lifum að miklu leyti á því að selja fisk. í Japan er einn af okk- ar bestu fiskmörkuðum. Það er eina landið sem kaupir af okkur hvalkjöt og á miklu ríður að tryggja að þau kaup geti haldið áfram, ekki síst eins og nú standa sakir. Sendiráð f Tokýo gæti unnið þarft verk í því efiii með nánu sambandi við þarlend stjóm- völd. Þar að auki liggur það ljóst fyrir að f framtíðinni munu verða verð- mætir markaðir fyrir eldislax í Japan. Við hyggjum nú á stórfellt fiskeldi. Markaðsmálin em enn í deiglunni fyrir þær afurðir. Þar mun japanski markaðurinn reynast mik- ilvægur og það hafa Norðmenn þegar skilið. Þess vegna ætla þeir út í þetta mikla markaðsátak næstu þrjú árin. KjaHariim Gunnar G. Schram Þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn Mikið og vaxandi markaðs- land Raunar má nokkurri furðu sæta að ekki skuli þegar hafa verið stofn- að sérstakt sendiráð í Japan, sem einnig gætti viðskiptahagsmuna okkar í öðrum Asíulöndum, þar á meðal í risaríkinu Kína. Staðreyndin er nefnilega sú að mikilvægi japanska markaðarins hefur farið mjög vaxandi fyrir okkur fslendinga á síðustu árum. Það sýna tölur um útflutning okkar þangað. Árið 1984 fluttum við út sjávarafurð- ir til Japan fyrir 884 millj. króna. í fyrra var útflutningurinn kominn upp í 1672 millj. króna og hafði því nær tvöfaldast. Með því var Japan orðið eitt af okkar stærstu viðskipta- löndum og þangað fóru 5,3% af heildarútflutningi landsins. Af því sem áður var sagt er ljóst að Norðmenn telja mikla möguleika á að tvöfalda fiskmarkað sinn í Jap- an. Það ættum við íslendingar einnig að geta gert. Og það er mikil- vægt fyrir okkur í framtíðinni. Ekki síst á það við um síldina sem miklir erfiðleikar hafa verið á að selja á hinum hefðbundnu mörkuðum að undanfömu og verðið verið mjög lágt. Viðskiptahagsmunir í farar- broddi í svari við fyrirspum minni um nayðsyn stofrmnar viðskiptasendi- ráðs í Japan gat utanríkisráðherra þess að það væri skoðun hans að við stofhun nýrra sendiráða almennt og fjölgun starfsmanna utanríkisþjón- ustunnar ætti fyrst og fremst að taka mið af viðskiptahagsmunum. Það er skynsamleg og rétt stefha. Könnun á þessum málum þarf að halda áfram af fúllum krafti, bæði af hálfú ráðu- neytisins og einnig hins nýstofhaða Útflutningsráðs. í meira en áratug höfúm við ekki stofhað neitt nýtt sendiráð. Kominn er tími til þess að hugsa eftir nýjum leiðum í þessum efnum og þá ein- mitt að leggja áherslu á sendiráð sem gætir hagsmuna okkar í Asíulönd- um. Ódýrt fyrirtæki Viðskiptasendiráð í Japan myndi kosta 15-20 millj. krónur á ári. Það er ekki nema lítið brot af þeim 500 millj. krónum sem keppinautar okk- ar Norðmenn hyggjast verja til markaðsátaksins þar í landi fyrir norskt sjófang. í mínum huga er ekki spuming um það að þetta spor á að stíga. í Japan og nálægum löndum er mikla framtíðarmarkaði að finna. Þar eigum við að marka spor og ná fótfestu. Hráefnisöflun hefur verið okkar sérfag. Sölumennskan og markaðsleitin hafa setið á hakanum. Það er kominn tími til að á því verði breyting. Ella verðum við eftirbátar Norðmanna og annarra þjóða sem skilja að sveltur sitjandi kráka. Gunnar G. Schram „Raunar má nokkurri furðu sæta að ekki skuli þegar hafa verið stofnað sérstakt sendiráð í Japan...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.