Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. 9 póstkort á eina Tvö póstkort með undirskriftum bítlanna íjögurra frá fyrstu frægð- arárum þeirra á Bretlandseyjum seldust á 3,6 milljónir portúgalskra eskúdos, eða ríflega eina milljón islenskra króna, á uppboði í Lissa- bon í gær. Kaupandinn er portúgalskur viðskiptajöftrr er sagðist eftir kaupin vonast til að geta endur- selt þau fyrir góðan hagnað hjá uppboðshaldara í London er sér- ■ hæfir sig í uppboði muna er tengjast stórstjörnupoppi, eða jafnvel til Yoko Ono, ekkju John heitins Lennon. Seljandinn var portúgölsk skrif- stofústúlka er hafði fengið kortin að gjöf frá frænku sinni í Eng- landi. Haföi frænkan eitt sinn unnið á útvarpsstöð einni í London og hitti þá bítlana. „Mig haföi aidrei dreymt að kortin seldust svona dýrt, þetta fer örugglega beint á bankareikning- inn,“ sagði skrifetofudaman, himinlifandi með söluna, og bætti því við að frænkan í Englandi hefði enga hugmynd um söluna. Endur- fundir fyrrum fgand- manna IVeir fyrrum fjandmenn frá þvi á dögum síðari heimsstyrjaldar raeddust við í gær er Mauno Koi- visto, forseti Finnlands, tók á móti Sergei Sokolov, vamarmálaráð- herra Sovétríkjanna, sem nú er í opinberri heimsókn í Finnlandi. Átti fundurinn sér stað á sveita- setri Finnlandsforseta, skammt fyrir vestan Helsinki. Hinn 75 ára gamli Sokolov barð- ist í sovéskri skriðdrekadeild á finnsku víglínunni í Karelíu á ár- unum 1941 til 1944, gegn finnskum og þýskum hemveitum er saman voru í hemaðarbandalagi. Koivisto, sem nú er 62 ára, barð- ist á sömu vígstöðvum í sérsveitum fínnska hersins og fór margar her- ferðir inn fyrir víglínu Sovét- manna. Á fúndinum staðfestu tvímenn- ingamir góða sambúð Finnlands og Sovétríkjanna og sögðu að ágreiningsmál landanna væru engin. Samskipti ríkjanna em að mestu grundvölluð á gagnkvæmum vin- áttusamningi landanna frá árinu 1948 er endumýjaður hefur verið af og til síðan. Landamæri Finnlands og Sovét- ríkjanna em alls rúmlega 1300 kílómetra löng og hafa samskiptin við Sovétmenn verið gmndvöllur í utanríkisstefnu Finnlands frá því í heimsstyrjöldinni. Umsjón: Hannes Heimisson , 09 Olafur Arnar Uflönd Neyðaraðgerðir í kjölfár olíuverðfalls Venezuela boðar allsherjar samdrátt í efnahagslífi Ríkisstjóm Venezuela, undir for- sæti Jaime Lusinchi, forseta lands- ins, boðaði í gærkvöldi hertar efnahagsaðgerðir, samhliða auknum niðurskurði fjárlaga, i kjölfar hríð- lækkandi gjaldeyristekna vegna olíuverðfallsins að undanfömu. „Við verðum að gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd að tímabil auð- velds gróða er liðinn," sagði Lusinc- hi forseti í ávarpi til þjóðarinnar i gærkvöldi. Forsetinn lagði áherslu á að ríkis- stjómin yrði að draga stórlega úr niðurgreiðslum ýmiss konar og setti fram niðurskurðartillögur í 21 lið er miðaði að jöfnuði i þjóðarútgjöldum. Á þessu ári sagði forsetinn að Venezuelamenn heföu mátt þola 5 milljarða samdrátt i gjaldeyristekj- um af völdum olíuverðfallsins og að takmarkaðar líkur væm á því að þessar tekjur skiluðu sér á næstunni. í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir töluverðum gengisbreyt- ingum, auknu aðhaldi í fjárlögum, auk þess sem lögð verður áhersla á að hvetja erlend fyrirtæki til auk- innar fjárfestingar í landinu. Sagði forsetinn að ríkisstjóm sinni hefði tekist að halda í horfinu á efna- hagssviðinu frá því hún tók við völdum, meðal annars haldið 12 pró- sent verðbólgu á undanfömum tveim árum en vegna olíusamdráttarins yrði nú að grípa til nýrra fóma. mmmmm ■ émmíá „Við verðum að gera okkur grein fyrir þeirri staðreynd að tímabil auðvelds gróða er liðið,“ sagði forseti Venezuela í gærkvöldi og boðaði hertar efna- hagsaðgerðir í landinu vegna hríðlækkandi oliutekna. Paul Watson, skipstjóri Sea Shepherd: Á sex ára fangelsi yfir höfði sér Haukur Láms Hauksson, DV, Kaupmannahöfn; Paul Watson, skipstjóri á náttúr- vemdarskipinu Sea Shepherd, á yfir höfði sér sex ára fangelsi ef hann læt- ur sjá sig innan marka danska konungsríkisins. Skipstjórinn hefur verið ákærður fyrir að stefna lifi annarra í hættu ogfyrirað beita embættismenn ofbeldi eftir sjóomstu í Færeyjum um síðustu helgi. Verður erfitt að lögsækja Poul Wat- son ogfélaga hans, en þeim hefurverið vísað úr Færeyjum í þrjú ár. Watson heyir stríð sitt upp á eigin spýtur með hjálp fjársterkra stuðn- ingsmanna. Hann var rekinn úr náttúmvemdar- samtökum Grænfriðunga vegna of- beldishneigðar í aðgerðum er hann tók þátt í á vegum samtakanna. vígði fjarskiptakerfið formlega i gær og sagði að ibúar landsins ættu fullan rétt á samskiptum við allar þjóðir heims. Nicaragua vígir nýtt sovéskt fjarskiptakerfi Nicaragua er nú formlega komið í samband við nýtt sovéskt fjarskipta- kerfi er tengir landið við Intersputnik símakerfið sovéska. Tengingin fór ffarn formlega í Mana- gua í gær með því að Daniel Ortega, forseti landsins, hringdi beint til sendi- ráðs Nicaragua í Moskvu. Bandarískir embættismenn fullyrða að Sovétmenn reki háþróað hlustun- arkerfi í Nicaragua er meðal annars hjálpi hermönnum sandinista í barát- tunni við hægrisinnaða contraskæm- liða . „Hér er um að ræða fjarskiptakerfi er notað verður í þágu friðar og fram- fara,“ sagði Ortega forseti í ávarpi við athöfnina í gær og sagði að íbúar Nic- aragua ættu rétt á samskiptum við allar þjóðir heims. 1 VARAMTi i ARAHLUTIR OPIÐ A MORGUN LAUGARDAG KL. 9-2 0 3 7 2 7 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.