Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. 13 Neytendur Frá neytendamáladeild: Viðskiptaháttum gefinn gaumur Síðastliðinn miðvikudag birtum við dæmi um nokkur mál sem neytenda- máladeild Verðlagstoíhunar Ijallaði um á sl. ári. Til að gefa neytendum frekari hugmyndir um hvers konar viðskiptahætti sett hefur verið út á birtum við hér nokkur dæmi til við- bótar. Dæmin tengjast öll verðupplýs- ingum en tilgangur Verðlagsstofiiunar hefur einmitt verið að reyna að efla verðskyn neytenda og hvetja þá til að athuga vel verð á þeim vamingi sem þeim er boðinn til sölu. Ókeypis golfferð Ferðaskrifstofa auglýsti með stórum stöfum: Viltu ókeypis golfferð til Holl- ands 30. ágúst? í texta auglýsingarinnar var frá því greint að ferðaskrifstofan ætlaði að efha til golfkeppni í Hollandi og sigur- vegarinn fengi ferðakostnaðinn, flug og gistingu, endurgreiddan við heim- komu. Bent var á að full djúpt væri tekið í árinni í fyrirsögn auglýsingarinnar, því aðeins einn ferðalangur fengi ókeypis golfferð. Enginn veit fyrirfram hver verður vinningshafi, allir sem fara verða að greiða ferðakostnaðinn. Þá var spurt,hvort ólöglegt væri að hafa golfkeppni og veita ferðavinning þeim sem ynni. Því var svarað að svo framarlega sem keppnin færi þannig ffarn að besti golfspilarinn ynni væri hún lögleg. Tekið var ffam við ferða- skrifstofuna að í raun væri hún ekki að bjóða viðskiptavinum ókeypis ferð heldur efna til golfkeppni og verð- launa besta keppandann. Kreditkortaþjónusta kostar fé Kona sagðist hafa mátað skó í versl- un og kostuðu þeir rúmlega 2.600 kr. Hún ákvað, eftir litla umhugsun, að kaupa skóna og greiða þá með kredit- korti, en þá var henni boðið að fá þá fyrir 2.530 kr. ef hún greiddi þá út í hönd. Konan spurði hvort slíkt teldust vera eðlilegir viðskiptahættir. Því var svarað játandi, Kreditkorta- þjónusta hefur bæði kostnað og fyrir- höfii í för með sér fyrir verslunareig- endur og því eðlilegt að þeir telji sér hag í því að fá staðgreiðslu fyrir vörur sínar og vilji bjóða þeim viðskiptavin- um sem staðgreiða vörumar einhvem afslátt. Ódýrasti sykurinn í bænum I matvöruverslun var hengt upp skilti um að í versluninni væri seldur ódýrasti sykurinn í bænum, á 14,20 kr. hvert kg. í annarri verslun var seldur sykur á 13,95 kr. hvert kg. Verslunarstjóranum var bent á þessa staðreynd og hann beðinn að taka niður umrædda auglýsingu. -RóG. Hvemig litist þér á að hefja smjör- ffamfeiðslu heima hjá þér? Hér er ekki átt við að fara út í samkeppni við smjörffamleiðendur í landinu heldur diýgja smjörvann og nema jafnffamt í burtu úr honum hitaeiningar. Þetta er mögulegt með því að hræra smjörvann eða smjörið með vatni. Við prófúðum þetta á dögunum og kom- umst að raun um að hentugast er að gera það í gamaldags hrærivél. í smjörvadós em 300 g og við hrærðum 3 dl út í innihald einnar dósar og feng- um fulla dós og rúmlega 280 g af smjörva að auki. Þessi smjörvi inniheldur trúlega helmingi færri hitaeiningar en venju- legur smjörvi eða um 375 hitaeiningar á móti 750 sem annars em í smjöri. Þannig geta þeir sem þurfa að halda í við sig notað stærri smjörskammta. -A.BJ. Sí-mjúkurá brauðió, p. önnunaogibaksturínn. Snfiörvi íaV 300g Hægt er aö hræra smjörvann með vatni og minnka þannig hitaeiningainnihald- ið. Afturhlutinn langbestur „Við notum kjöt af afturhluta skepn- unnar og það sem við höfum fengið hefúr reynst mjög gott og meyrt. Við þurfum ekki einu sinni að berja það,“ sagði Gísli Thoroddsen, matreiðslu- meistari í Brauðbæ, er neytendasíðan spurði hann um hvalkjöt og mat- reiðslu þess. Islendingum veitir ekki af að læra meðferð á þvi kjöti ef þeir eiga sjálfir að snæða allan hvalveiðikvótann. „Margir leggja hvalkjöt í mjólk áður en það er matreitt, það var gert í gamla daga og er ágætt. En mikið atriði er að þerra kjötið vel áður en að er mat- reitt. Hvalkjöt á að elda eins og nauta- kjöt, kjötið er safameira eftir því sem það er minna eldað. Ég nota einungis salt og pipar sem krydd og hefur gef- ist vel. Þá eru margir sem kjósa að matreiða hvalkjöt eins og enskt buff, með miklu af lauk. Buffin eru þá látin krauma í lauknum. Mamma mín notaði alltaf kjötmeyri á hvalkjöt í gamla daga og það er ágætt ef um gróft kjöt er að ræða en þess hefur ekki þurft á það kjöt sem við höfiun verið með,“ sagði Gísli. -Eru gestimir sólgnir í hvalkjötið? „Það em alltaf nokkrir sem velja sér hvalkjöt af matseðlinum." -Hvað heitir hvalkjötið á matseðlin- um? „Glóðarsteikt langreyð. Okkur dett- ur ekki í hug að svindla á þessu,“ sagði Gísli Thoroddsen. Það hefur verið lítið um að hvalkjöt fengist í verslunum í sumar en þó em einstaka verslanir sem selja það. í einni, versluninni Nóatúni, kostaði hvalkjötið 195 kr. kg og var það frosið. Neytendur eiga að biðja um kjöt af afturhluta og verða að treysta því að kaupmenn hafi bestu hluta hvalanna á boðstólum. -A.BJ. Heildsöluálagning á kartöflum allt að 32f6% Athugun Verðlagsstofnunar á álagningu á nýjum innfluttum kartöfl- um leiddi í ljós að sá aðilinn sem er með hæsta álagningarhlutfallið er einnig með lægsta heildsöluverðið. Athuguð var álagning á kartöflunum að beiðni landbúnaðarráðuneytisins. „Niðurstaða okkar er sú að heild- söluálagningin er 8,3-32,6% og hefúr þá rýmunin verið dregin frá,“ sagði Elísabet Sigurðardóttir hjá Verðlags- stofiiun í samtali við DV. „Smásöluálagningin er misjöfn en algengasta álagningin er 20%. Sölu- verð hjá innflytjendum er svipað hjá öllum en ekki var lagt mat á gæðin í þessari athugun. Þá var einnig tekið tillit til þess að sumir pakka og flokka sjálfir kartöfl- umar en aðrir fá þær pakkaðar erlendis frá,“ sagði Elísabet Sigurðar- dóttir. Útsöluverð á nýjum kartöflum er í dag á bilinu frá 66 kr. upp í 73 kr. kg, að sögn Verðlagsstofnunar. Hestamót Hestamannafélagið Hringur, Dalvík, heldur sitt árlega hestamót laugardaginn 19.7. á Flötu- tungum í Svarvaðardal. Keppt verður í A og B flokki gæðinga, unglingaflokki og kappreiðum. (Mörg hross eru skráð í kappreiðar). Sjáumst í Svarvaðardal. Umboðsmaður óskast á Þórshöfn. Upplýsingar hjá Heiðrúnu Óladóttur. Sími 96-81154. íþróttabúðir í Varmahlíð Ef næg þátttaka fæst verða íþróttabúðirnar starfræktar dagana 10.-15. og 17.-22. ágúst nk. Höfuðáhersla verður lögð á byrjendakennslu i júdó. Sund, fimleikar og hestamennska verða einnig á dagskrá. Innritun og nánari upplýsing- ar annast Karl Lúðvíksson, Varmahlíð, í síma 6136, til 30. júlí. Ertu kennari? - Viltu breyta til? Hvernig væri þá að athuga alla möguleika á því að gerast kenn- ari í Grundarfirði? Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í nýlegu hús- næði. Hann er ágætlega búinn tækjum, með góðri vinnuaðstöðu kennarar ásamt góðu skólasafni. Bekkjadeildir eru að viðráðan- legri stærð (12-14 nem.) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í almenna bekkjar- kennslu og til kennslu í raungreinum, tungumálum og hand- mennt. Ennfremur til kennslu á skólasafni (hálft starf á móti hálfu starfi á almenningssafni). Grundarfjörður er í fögru umhverfi í um það bil 250 km fjarlægð frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferðir með áætlunarbílum og flug þrisvar í viku. Viljir þú kynna þér málið þá sláðu á þráð- inn. Skólastjórinn, Gunnar Kristjánsson sími 93-8802, og varafor- maður skólanefndar, Sólrún Kristinsdóttir sími 93-8716, gefa allar nánari upplýsingar. Skólanefnd. KLAPP! l'Jnni Glæsibæ \ Sími 82922 KLAPP- HUFUBNAR K0MNAR Verð kr. 580. Póstsendum. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.