Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
47
r>v Útvarp - sjónvaxp
Berlín er sögusvið föstudagsmyndarinnar en hún fjallar um unga konu sem reynir að gleyma fortíðinni og hefja nýtt lif.
Föstudagsmyndin:
Flóttinn til Berlínar
Föstudagsmyndin að þessu sinni
nefnist Flóttinn til Berlínar og er
bresk-þýsk frá árinu 1983. Hún byggir
á sögu eftir Jennifer Potter og segir
frá ungri konu sem fer til Berlínar og
hefst þar við undir fölsku nalni. Hún
hefúr samband við systur sína en virð-
ist að öðru leyti hafa snúið baki við
fortíðinni. Henni er mikið í mun að
halda fortíð sinni leyndri en það reyn-
ist erfiðara en hún reiknaði með.
Leikstjóri myndarinnar er Christo-
pher Petit en leikaramir eru frá
ýmsum Evrópulöndum. Ber þar helst
að nefiia Lizu Kreuzer frá Þýska-
landi, Jean Francois Stevenin frá
Frakklandi og Tusse Silberg frá Eng-
landi. Tónlistin í myndinni var sér-
staklega samin af Irmin Schmidt, sem
var einn af stofnendum hljómsveitar-
innar Can en hún var mjög áhrifamikil
á síðasta áratug og hafði meðal ann-
ars áhrif á David Bowie og fleiri góða
tónlistarmenn. Kvikmyndatakan er
einnig í góðum höndum en um hana
sér Martin Schafer sem er viður-
kermdur sem einn af fremstu kvik-
myndatökumönnum Þýskalands.
Bono hinn irski tekur lagið með skosku hijómsveitinni Simple Minds í Rokkrá-
sinni í kvöld.
Útvarp, rás 2, kl. 21.00:
Rokkað
á vásinni
„Við viljum gefa hlustendum tæki-
feri til að hlusta á ýmislegt efiii sem
annars heyrist ekki hér á rásinni,"
sagði Skúli Helgason, annar umsjón-
armaður þáttarins Rokkrásin sem er
á dagskrá rásar tvö á föstudagskvöld-
um. Skúli og Snorri Már Skúlason
leika þar lög úr ýmsum áttum og í
kvöld luma þeir félagar á nokkrum
gullmolum. Hlustendur fá að heyra
sjaldgæfar upptökur af tónleikum sem
ekki hafa verið gefnar út opinberlega.
Þessar upptökur hafa meðal annars
að geyma lög með stórstjömunum
Bmce Springsteen, David Bowie og
John Lennon. Einnig fáum við að
heyra Bono söngvarann úr U2 syngja
lagið New Gold Dream með hljóm-
sveitinni Simple Minds á tónleikum í
Glasgow á síðasta ári. Það verða því
sannkallaðir gullmolar á ferð í
Rokkrásinni í kvöld og ætti enginn
rokkáhugamaður að missa af þættin-
um.
Útvarp, rás 1, kl. 23.00:
Lent á
tunglinu
Fjallað verður um tunglferðir
bæði fyrr og nú í þættinum Frjáls-
ar hendur sem verður á dagskrá
rásar eitt í kvöld. Stjómandi þátt-
arins er Illugi Jökulsson og mun
hann meðal annars segja frá skáld-
verkum sem fialla um tunglferðir
og nafnagiftum gíga á tunglinu.
Gestur þáttarins verður að þessu
sinni Jóhanna Kristjónsdóttir
blaðamaður og rifjar hún upp end-
urminningar sínar frá því er
Bandaríkjamenn lentu fyrst á
tunglinu. Hún var þá eins og nú
starfandi blaðamaður á Morgun-
blaðinu og þótti þetta að sjálfsögðu
stórfréttir af stærstu gerð.
Tunglio verður á dagskrá þáttarins Frjalsar hendur i kvold en á þessari
mynd er það jörðin sem litur út eins og hálfmáni séð frá tunglinu.
Vedrið
í dag verður suðvestan og síðan
sunnan gola eða kaldi og skýjað en
úrkomulaust á Suður- og Vesturlandi
og léttskýjað norðan- og austanlands.
Hiti 10-14 stig.
Akiyeyri léttskýjað 5
Egilsstaðir heiðskírt 5
Galtarviti léttskýjað 8
Hjarðames skýjað 9
KeflavíkurflugvöUw alskýjað 9
Kirkjubæjarklaustw hálfskýjað 8
Raufarhöfn léttskýjað 7
Reykjavík skýjað 8
Sauðárkrókur léttskýjað 9
Vestmannaeyjar alskýjað 9
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen rigning 10
Helsinki léttskýjað 20
Kaupmannahöfn hálfskýjað 16
Osló léttskýjað 15
Stokkhólmur skruggur 16
Þórshöfn hálfskýjað 10
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve heiðskírt 26
Amsterdam léttskýjað 17
Aþena heiðskírt 30
Barcelona léttskýjað 25
(CostaBrava)
Berlín skýjað 29
Chicago léttskýjað 33
Feneyjar léttskýjað 27
(Rimini/Lignano)
Frankfurt hálfskýjað 28
Glasgow skýjað 13
Las Palmas mistur 25
(Kanaríeyjar)
London skýjað 20
LosAngeles léttskýjað 23
Madrid hálfskýjað 35
Malaga heiðskírt 25
(Costa Del Sol)
Mallorca léttskýjað 25
(Ibiza)
Montreal skýjað 27
New York skýjað 27
Nuuk þoka 5
París hálfskýjað 23
Róm léttskýjað 25
Vín heiðskírt 26
Winnipeg heiðskírt 19
Valencia heiðskírt 28
(Benidorm)
Gengið
Gengisskráning nr. 132- 17. júli
1986 kl. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 41,120 41,240 41,270
Pund 62,007 61,721 61,901 ^
Kan. dollar 29,885 29,972 29,713 *
Dönsk kr. 5,0938 5,1087 5,0680
Norsk kr. 5,4984 5,5145 5,5038
Sænsk kr. 5,8207 5,8376 5,8000
Fi. mark 8,0977 8,1213 8,0787
Fra. franki 5,9059 5,9232 5,8945
Belg. franki 0,9247 0,9274 0,9192
Sviss. franki 23,4770 23,5455 23,0045
Holl. gyllini 16,9225 16,9719 16,6849
V-þýskt 19,0724 19,1280 18,7945
mark ít. líra 0,02776 0,02776 0,02736
Austurr. sch. 2,7131 2,7210 2,6723
Port. escudo 0,2769 0,2777 0,2765
Spá. peseti 0,2992 0,3000 0,2942
Japansktyen 0,26083 0,26159 0,25180
írskt pund 56,855 57,020 56,781
SDR 48,9404 49,0834 48,5165
ECU 40,5957 40,7142 40,3765
Simsvari vegna gengisskráningar 22190. *
MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá mer
eintak af