Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
45
Hertoginn átti afmaeli um svipað leyti og var mikið um dýrðir. Þarna eru Grand Duc Jean og Grand Duchesse Charlotte ásamt syni og tengdadóttur að
taka við hyllingu þegnanna - þar á meðal nokkurra íslendinga. DV-myndir AEG
Félagar æfa fyrir þjóðhátiðardaginn - Olafur, Óskar, Hörður og Sigurjón
reyna að samræma taktinn.
íslendingar í Lúx eru allmargir og hittust á síðbúnum sautjánda í
skemmtigarðinum í Berdorf.
Sviðsljós
Imelda og arabahöfðinginn
Eftir að Marcos forseti yfirgaf ríki
sitt í allnokkru hasti hafa augu al-
heimsins beinst að honum og frúnni
fögru, Imeldu - og sitthvað fróðlegt
komið upp á yfirborðið. Vegna fyrr-
nefnds asa á hjónakornunum varð
Imelda að skilja eftir eitthvað af
skónum sínum - nokkur hundruð pör
eða svo - og menn verið óþreytandi
við að velta sér upp úr þeirri söfnun-
aráráttu írúarinnar.
Síðar kom svo í ljós að Imelda hafði
ekki síður áhuga á karlmönnum en
skópörum og safnaði elskhugum af
ekki minni dugnaði en skófatnaðin-
um. Þar kennir margra grasa og
frægra - svo sem kvikmyndaleikar-
ans George Hamilton og Bítlanna
góðkunnu - en feitasti bitinn er án
efa arabahöfðinginn Gaddafi. Sam-
band þeirra tveggja varð svo að
sjálfsögðu mikið áhyggjuefni CIA -
þeir hafa sérstaka deild sem safnar
upplýsingum um óæskilegar bólfarir
toppanna - og þegar George Bush
var farinn að eiga fullerfitt um svefn
sjálfur vegna málsins renndi hann í
Imeldu og viðraði vandamálið. Hún
þóttist ekkert skilja svo hann sendi
annan útsendara CIA sem fékk þau
svör að svona spurningar væri ekki
kurteislegt að leggja fyrir kvenfólk.
Á þessum tíma töldu diplómatar
Imeldu kraftmestu fallbyssuna í eigu
Marcosar - beittasta vopnið - og
sögðu hana draga arabahöfðingjann
miskunnarlaust á tálar. Nærstaddir
létu þó hafa eftir sér að Gaddafi hefði
ekki veitt mikla mótspymu - haft
augsýnilega nautn af því að vera
táldreginn - en tvær grímur fóru að
renna á kappann þegar fjölnnðlarnir
fóru að velta sér upp úr málinu. Þá
þoldi hann auðmýkinguna illa en sú
léttlynda Imelda var á bak og burt.
Gaddafi sat eftir með sárt ennið en
reynslunni ríkari.
Fyrrum forsetafrú Filippseyja safnaöi skóm og karlmönnum af öllum stæröum og gerðum.
Ólyginn
sagði . .
Ursula Andress
hatar að halda við karlpening
sem farinn er að gamlast og
varð því að skipta um árgerð
um daginn. Nýi eskortinn er
tæplega tvitugur Itali, Fausto að
nafni, og er það mál manna að
hann gæti dugað eitthvað fram
yfir tvítugsafmælið. Sá stutti á
frægan föður - leiðandi pólitík-
us á Ítalíu - og hann lætur það
víst alveg vera að þrosa hringinn
yfir ástamálum afsprengisins.
Bill Wyman
bassisti segir að ekkert standi í
vegi fyrir endurlífgun hinna
gömlu og góðu Rúllandi steina
- nema þrjóskan í Jagger. - Ég
vil, Charlie Watts vill, Keith Ric-
hard vill - en Mikki vill ekki -
er haft eftir Billy gamla. Þeir
yrðu allir yfir sig sælir og á-
nægðir ef einhverjum tekst að
telja um fyrir Jagger - svo að
orðið er laust sem stendur - fyr-
ir þá sem vilja reyna fortöluhæfi-
leikana.
Lisa Marie
Presley
er orðin átján ára og farin að
feta í fótspor síns fræga föður.
Hún skrifaði nýlega undir
hljómplötusamning hjá þjóð-
sagnapersónunni Sam Phillips
- manninum sem uppgötvaði
Elvis Presley. Nú sitja aðdáend-
ur rokkkóngsins andaktugir
með fingur í kross - biðja og
vona að stúlkan hafi erft söng-
rödd föðurins.
George
Michael
belgdist út af bræði þegar dyra-
vörður í næturklúbbi var ekkert
á því að hleypa honum inn í
dýrðina. - Einkaklúbbur - ertu
með félagsskírteini? spurði
manngreyið við dyrnar, sam
viskusemin uppmáluð. Þetta
kostaði hann atvinnuna því
poppstjarnan lætur ekkert
stöðva sig í því að næla í einn
sterkan fyrir svefninn. George
hellti sér yfir eigandann sem
lagði niður rófuna og rak hinn
samviskusama starfsmann á
stundinni. Hvort hin særða
stjarna lætur svo sjá sig á staðn
um aftur er annað mál.