Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Qupperneq 28
40 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. Andlát Sigurbjörn Ingþórsson lést 6. júlí sl. Hann fæddist 17. júlí 1934. Hann var sonur Unu Pjetursdóttur og Ing- þórs Sigurbjörnssonar. Sigurbjörn lauk námi i Tónlistarskólanum í Reykjavík og hélt síðan til Þýska- lands á tónlistarskóla í Hamborg. Að námi loknu réðst hann til Sin- fóníuhljómsveitar íslands og lék þar um tveggja áratuga skeið. Útför hans var gerð frá Frikirkjunni í morgun. Sigurborg Pétursdóttir, Asvalla- götu 59, lést í Borgarspítalanum 8. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar látnu. ' Kristján H. Guðmundsson, áður til heimilis að Steinagerði 3, andað- ist á Hrafnistu miðvikudaginn 16. júlí. Jakobína Þórðardóttir, síðast til heimilis að Hverfisgötu 83, Reykja- vík, andaðist á Hrafnistu, Hafnar- firði, 16. júlí sl. Sigríður Sveinsdóttir, Nönnugötu 18, andaðist á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 16. júlí. Kristján Samúelsson, Grenimörk 1, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suður- iands 16. júlí. Útför Önnu Brynjúlfsdóttur, Tryggvagötu 3, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 19. júli kl. 13.30. Útför Þorsteins Georgs Jónasson- ar, Ljósalandi, Hveragerði, fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14. Útför Katrínar Aðalbjörnsdóttur, Hvolsvegi 25, Hvolsvelli, sem lést 10. júlí sl., fer fram frá Stórólfshvols- kirkju laugardaginn 19. júlí nk. kl. 14. Útför Guðmundar Óskars Guð- mundssonar bónda, Seljalands- búinu, ísafirði, verður gerð frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14. Halldóra Guðrún Halldórsdóttir, Oddabraut 10, Þorlákshöfn, verður jarðsungin frá Strandakirkju í Sel- vogi laugardaginn 19. júlí kl. 11 fyrir hádegi. Sæmundur Kr. Jónsson veggfóðr- arameistari, Nökkvavogi 9, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, föstudaginn 18. júli, kl. 15. Jarð- sett verður í Fossvogskirkjugarði. Tilkyimingar Gjafir í minningarsjóð Halldórs Jónssonar Að undanfömu hafa „Minningarsjóði Halldórs Jónssonar o.fl. til byggingar elli- "heimilisins í Vík“ borist tvær stórar gjafir. Annars vegar ákváðu ábyrgðarmenn Sparisjóðs Vestur-Skaftafellsssýslu á fundi sl. haust að afhenda minningar- sjóðnum afganginn af eignum sjóðsins, en þær munu vera um 820.000,- kr. Hins veg- ar færðu þau feðginin Ólafur Jónsson og Sigríður Olafsdóttir sjóðnum að gjöf nú í vor húseignina Bakkabraut 3, Vík í Mýr- dal, til minningar um eiginkonu Ólafs, Ingibjörgu Elísabetu Ásbjömsdóttur. Vill sjóðsstjómin nota þetta tækifæri til að færa opinberlega öllum hlutaðeigandi innilegar þakkir fyrir þessar höfðinglegu gjafir og vonar jafnframt að þessi rausnar- legu framlög verði til þess að aftur verði hafist handa um byggingu elliheimilis í Vík. Em þau mál nú í athugun og heitir sjóðurinn á alla áhugamenn um þetta málefni að ljá því stuðning. Útihátíð í Þjórsárdal Héraðssambandið Skarphéðinn stendur fyrir útihátíð í Þjórsárdal um verslunar- mannahelgina og ber hún yfirskriftina Gaukurinn 86. Að vanda verður mikið lagt í hátíðina og allt gert til að gera hana sem g^glæsilegasta, dansleikir verða föstudag, laugardag og sunnudag og munu hljóm- Afmæli Þórhallur Sigurðsson leikari: sveitimar MX21, sem er ný hljómsveit Bubba Mortens, Skriðjöklar frá Akureyri og stuðhljómsveitin Lótus frá Selfossi sjá um fjörið öll kvöldin. Á laugardag og sunnudag verður sérstök hátíðardagskrá og fram koma meðal annars Bjami Tryggvason og hljómsveit, dúettinn Svart og hvítt með þá Jón Gústafsson og Abudu. Leikararnir Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Ámason skemmta, sýndur verður dans og bardagaíþróttir, keppt 1 íþróttum og skotið upp flugeldum. Einnig munu MX21 og Skriðjöklar koma fram á tónleikum kl. 15 báða dagana. Héraðssambandið Skarphéðinn saman- stendur af 34 íþróttafélögum og munu sjálfboðaliðar úr þessum félögum skila um 6500 tímum í sjálfboðavinnu. Ályktun samráðsfundar samninganefnda aðildarfé- laga BHMR og launamála- ráðs sem haldinn var að Lágmúla 7,9.7.1986. Með þeim dómum sem Kjaradómur hefur nú kveðið upp í málum aðildarfélaga BHMR bregst dómurinn þeirri lagalegu skyldu að leiðrétta kjör félagsmanna. Þetta er gert með rangtúlkun á lögum og fullkomnu skilningsleysi á framlögðum gögnum. Með almennum hækkunum um 6-9% frá 1. mars sl. sýnir dómurinn einu sinni enn að lög og rök eru honum létt- væg, þrátt fyrir ótvíræðar yfirlýsingar ríkisstjómar og fjármálaráðherra um að leiðrétta bæri laun háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna. Kjaradómur afhjúpar starfshætti sfna með ítrekuðum rangfærsl- um í forsendum dómsins. Fundurinn skorar á launamálaráð að segja þegar í stað upp gildandi samningum og knýja á um fullan samningsrétt. Jafn- framt hvetur fundurinn félagsmenn til að leita allra leiða í kjarabaráttunni. Séra Ólafur Jens Sigurðsson ráðinn fangaprestur Biskup íslands hefur ráðið sr. Ólaf Jens Sigurðsson til embættis fangaprests í stað séra Jóns Bjarman, sem tekið hefur við starfi sjúkrahússprests. Sr. Ólafur Jens er 42 ára, fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunar- skóla íslands 1963 og kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1972 og hlaut prestvígslu sama ár. Hann hefur þjónað Hvanneyrarprestakalli í Borgarfirði síðan 1973. Sr. Ólafur Jens lauk prófi í kenni- mannlegri guðfræði við St. Andrewshá- skólann í Skotlandi, einnig hefur hann verið við nám í sálgæslu, bæði í Bandaríkj- unum og Danmörku. Kona hans er Ólöf Helga Halldórsdóttir og eiga þau fjögur böm. Nýir aðilar taka við Esjubergi Nýir aðilar hafa tekið við rekstri Esju- bergs, hins vinsæla veitingastaðar á Hótel Esju í Reykjavík. Það er hlutafélagið Glanni sem nú annast reksturinn en að því standa tveir þrautreyndir menn í þess- ari grein, þeir Kristján Daníelsson, sem var veitingastjóri á Hótel Esju og Völund- ur Þorgilsson, yfirmatreiðslumaður Esjubergs. Á Esjubergi eru framreiddar allar veitingar og er opið frá kl. 8 að morgni til 22 að kvöldi alla daga vikunnar en hótelgestir fá afgreiddan morgunmat Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal í sumar verður þjóðveldisbærinn í Þjórs- árdal opinn daglega kl. 13-17. Á undan- fömum árum hefur aðsókn verið góð í bæinn. Eins og mörgum er kunnugt er þjóðveldisbærinn eftirlíking af bæ frá þjóðveldisöld. Hann er hugarsmíð Harðar Ágústssonar listmálara og lagði hann rústimar á Stöng til grundvallar við hönn- un bæjarins sem og aðrar heimildir, bæði skriflegar og uppistandandi mannvirki í nágrannalöndum, þá aðallega Noregi, sem eiga rætur sannarlega að rekja aftur til Útvaip - sjónvarp 70 ára er í dag, 18. júlí, Arnþór Guðmundsson frá Krosshúsum í Flatey á Skjálfanda, til heimilis að Oddeyrargötu 3, Akureyri. Hann dvelur nú ásamt konu sinni, Maríu Hauksdóttur, á Hótel Valhöll á Þingvöllum. 70 ára er í dag, ,18. júlí, Bjarni Guð- mundsson til heimilis á Blikabraut 9, Keflavík. Hann verður að heiman. „Ljúft og átakalítið útvarpskvöld" Breskir og írskir skátar á ferð um Island Dagana 22. júlí til 7. ágúst munu fjörutíu og sjö breskir og írskir skátar á aldrinum 16-20 ára dvelja á Islandi. Ætla þeir að ferðast mikið á svæðinu milli Reykjavíkur og Þórsmerkur meðan á heimsókn þeirra stendur. Tilgangur ferðarinnar er að fræð- ast um Island, íslendinga og íslenska lifnaðarhætti. Þeir verða að ferðast gang- andi um Suðausturland og ekki ganga skemmri vegalengd en 200 km. Á leiðinni eiga þeir að ljúka 12 verkefnum upp á eig- in spýtur. Þessi leiðangur er skipulagður af skátahreyfingum Irlands og Bretlands í samvinnu við Bandalag íslenskra skáta. Þetta er í fyrsta skipti sem leiðangur þessi kemur til íslands og er vonast til að íbúar þess svæðis sem leiðangursfaramir ferðast um taki vel á móti þessum erlendu gestum í viðleitni þeirra til að kynnast landi og þjóð. Ríkismat sjávarafurða Út er komið 9. tölubiað fréttabréfs Ríkis- mats sjávarafurða. í fréttabréfinu eru m.a. teknar saman helstu niðurstöður af gæða- mati á síðustu vertíð og sýnd heildarút- koma fyrir hverja höfn. Á grafi eru sýnd áhrif helgarfría á gæði netafisks. Þar sést glögglega að fiskur, sem landað er á mánu- dögum, er mun lakari en fiskur sem landað er aðra daga. Margar spurningar vakna varðandi netaveiðar. Ámi Benediktsson varpaði því fram í hringborðsumræðum um „aukin gæði og bætta meðferð afla“ að ná megi öllum þeim fiski með öðrum veiðarfærum, sem veiddur er í net, þannig að hann færi í fyrsta gæðaflokk. Hann telur það vera spumingu hvort veiða eigi fisk í net ef við getum ekki náð betri gæð- um en nú er. Ríkismat sjávarafurða vonast til-að þær upplýsingar sem birtar hafa verið í fréttabréfinu geti orðið grundvöllur fyrir frjóa og faglega umræðu um þessi mál. Ályktun um niðurstöður Kjaradóms varðandi launamál BHMR „Stúdentaráðsliðar Félags vinstrimanna (FVM) í Háskóla íslands harma niður- stöðu Kjaradóms í máli BHMR og lýsa yfir fullum stuðningi við baráttu BHMR fyrir leiðréttingu á launakjörum háskóla- manna. Það er krafa FVM að kennarar við Háskóla íslands geti sinnt kennslu og rannsóknum heilir og óskiptir og geti haft af því framfæri sitt og fjölskyldu sinnar. FVM bendir á mikilvægi þess að til starfa við háskólann fáist jafnan hæfustu starfs- kraftar sem völ er á og að þar eigi háskólinn í samkeppni við launakjör á almennum markaði og rannsóknastofnan- ir erlendis." Samhljóða ályktun var borin upp í nafni stúdentaráðs Háskóla íslands (SHl) á stúdentaráðsfundi 15. júlí af stúd- entaráðsliðum FVM. Henni var vísað frá af meirihluta Vöku og Stíganda með tilvís- un í samstarfssamning þeirra. Við slík málalok getum við (FVM) ekki unað og sendum því fjölmiðlum okkar samþykkt varðandi launamál BHMR og sendum þeim baráttukveðjur. Tapað - Fundið Verkfærabox tapaðist Smiður varð fyrir því óláni að tapa bláu verkfæraboxi með verkfærum sínum í. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 42965. Fundarlaun. Ég hlustaði bara á alla kvölddag- skrá útvarpsins í gær, það er að segja á rás eitt. Það gerir maður ekki oft. Það er þægilegt að hlusta á útvarp, jafrivel hægt að dunda við hitt og þetta á meðan. Sjónvarpið étur mann alveg. Kvöldfréttir, fastir liðir eins og venjulega. Haiskipsmálið “fúll- rannsakað" en ekki virðist eiga að rannsaka þá þætti sem skipta kannski mestu máli og svo hinir sprellfjörugu fréttaritarar víða utan úr heimi. Ég reyni að missa aldrei af sjö fréttunum. Guðmundur Sæmundsson var al- veg passlega óhátíðlegur í daglegu máli, talaði um eignarfallsess á er- lendum sémöfhum. Mér finnst sjálf- um miklu nær að fara til Japans en að fara til Japan. Svo kom leikritið, hungömul dönsk kómedía sem varð bara skemmtileg, sérstaklega þegar Gunna Stef. sagði Erlingi að hann hefði unnið stóra vinninginn í happ- drættinu. Þau voru alveg dásamleg og Magga og Edda líka. Reykjavík í augum skálda er notalegur þáttur sem minnti mig á að ég á enn eftir að lesa síðustu bókina um Pál Stef- ánsson blaðamann, Dreka og smáfugla. Hún bíður uppi í hillu. Það var nautn að lesa Seið og hélog og næst þegar ég fæ næði ætla ég að lesa lokin á þessari einstöku skáldsögu Ólafs Jóhanns sem hann var að skrifa í þrjátíu ár. Finnski ljóðasöngurinn var ágætlega þung- lyndislegur en hápunktur kvöldsins var þó Sunnudagur, verðlaunasagan hans Úlfs Hjörvars sem hann las fallega. Manni fannst sagan af stráknum geta orðið miklu lengri en þannig eiga auðvitað smásögur að enda. Dagskránni lauk á spjalli um Bach og tónlist hans. Sem sagt hið ljúfasta útvarpskvöld, átakalítið. íslenskar bókmenntir í „opnu húsi“ Heimir Pálsson menntaskólakennari ræð- ir um íslenskar bókmenntir í opnu húsi í Norræna húsinu í kvöld, 17. júlí, kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen, Sveitin milli sanda, með norsku tali. Eins og fram hefur komið er dagskrá þessi einkum ætluð norrænum ferðamönnum og öðrum sem áhuga hafa. Bókasafnið og kaffistofan verða opin til kl. 22. Aðgangur er ókeypis. fyrir kl. 8 ef þeir óska. Innan Esjubergs er líka sérsalur, Kiðaberg, þar sem þjónað er til borðs. Ýmsar breytingar eru fyrir- hugaðar á Esjubergi og koma þær til framkvæmda í haust. Hins vegar hefur úrval veitinga þegar verið aukið og mikil áhersla lögð á góða þjónustu. Esjuberg hefur jafnan verið einn vinsælasti veit- ingastaður borgarinnar, enda í alfaraleið, og er það von hinna nýju rekstraraðila að gestir kunni vel að meta aukna og bætta þjónustu á staðnum. Þar er rúm fyrir 180 gesti í senn. miðalda. Óhætt mun að fullyrða að þjóð- veldisbærinn hefur vakið verðskuldaða athygli bæði meðal innlendra og útlendra gesta, og að sögn bæjarvarðar, sem nú er Ásólfur Pálsson á Ásólfsstöðum, koma margar spurningar upp í huga gesta þegar gengið er um og kringum bæinn. Stjórn bæjarins og rekstur er nú í höndum nefnd- ar sem er skipuð af forsætisráðuneytinu og eiga í henni sæti fulltrúar frá Þjóð- minjasafni íslands, Landsvirkjun og Gnúpverjahreppi. Sem fyrr segir verður bærinn opinn til sýnis frá kl. 13-17 dag- lega í sumar. 80 ára verður sunnudaginn 20. júlí Samúel Jónsson, fyrrum bóndi á Snjallsteinshöfða í Landsveit, nú til heimilis á Freyvangi 12, Hellu. Hann mun taka á móti gestum á afmælis- daginn milli kl. 15 og 18 í Félags- heimilinu Brúarlandi, Landsveit,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.