Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986. Útlönd Boy George: „Eg er forfallinn heróínneytandi“ Boy George í júni síðastliðnum. Þama er hann horaður og töluvert farinn að láta á sjá. Hann heldur þó enn gamla klæðastílnum. Eins og algengt er með orðróm eða slúðursögur hafði slúðrið nærst nokkra hríð en um miðjan júní varð það opinbert. Boy George er háður heróíni. Fyrst birtust fréttir í bresk- um æsifréttablöðum um að vinur poppstjömunnar, David Ix'vine, grátbæði vin sinn um að hætta í eit- urlyfjum áður en þau yrðu hans bani. Boy George lýsti því þá yfir opinberlega að það þyrfti ekki að venja sig af neinum eiturlyíjum. Bræður hans lýstu því þá yfir að hann ætti við heróínvandamál að stríða. Aftur neitaði „strákurinn". Fljótlega eftir þetta fóm hjólin að snúast. Á sérkennilegum blaða- mannafúndi á heimili sínu, þann 2. júlí, viðurkenndi George vanda sinn. „Þið þurfið ekki að vera læknar til að horfa á mig og sjá að ég er deyj- andi maður. Ég er forfallinn heróín- neytandi og þarf átta grömm á dag til að svala fíkn minni.“ Vinir handteknir 8. júlí ákærði lögreglan í London svo fimm menn, þar á meðal Kevin O’Dowd, bróður George, og vin hans, kynskiptinginn Marilyn, fyrir að hafa heróín undir höndum og hafa útvegað átrúnaðargoðinu eiturlyf. Næsta dag tilkynnti útgáfufyrirtæki Boy George að hinn tuttugu og fimm ára gamli söngvari væri í eiturlyfja- meðferð. í fyrstu lýsti lögreglan því yfir að hún myndi ekki reyna að yfirheyra hann meðan á meðferðinni stæði. Um síðustu helgi brá hins vegar svo við að Scotland Yard handtók hann og ákærði hann fyrir að hafa heróín undir höndum. Skjótt skipast veður í lofti Þetta virðist allt gerast mjög snögglega. Það hefúr aðeins tekið Boy George fjögur ár að öðlast frægð og frama og komast alla leið niður í rykið aftur. Með laginu Do You Really Want to Hurt Me, sem kom út árið 1982, náði Culture Club geysilegum vinsældum um allan heim á mjög skömmum tíma. Aðal- lega var það þó söngvari hljómsveit- arinnar sem fólk var hrifið af. George var ákaflega frumtegur í klæðnaði og fasi. Það var líka eitt- hvað seiðmagnað við framkomu hans og rödd. Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn eftirlæti blaða- manna og hann gat vafið þeim um fingur sér. Óvenju heilbrigður Hann fékk einnig á sig það orð að Vinur Boy George, kynskiptingurinn Marilyn, færður á brott í fylgd lög- reglu eftir að hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Það kaldhæðnislega er að á þess- nm tíma var mesti glansinn farinn af Boy George. Salan á plötum Cult- úre Club hafði minnkað frá árinu 1983 og síðasta metsölulag hljóm- sveitarinnar var Karma Chameleon sem komst á toppinn í mars 1984. Vinir Boy George segja að hann hafi verið háður því að vera í sviðs- ljósinu. Hann hafði mjög gaman ai' að fara á Elaine’s og láta sjá sig með hinum stjömunum. Einn vinur hans segir að á þessum tíma hafi hann aldrei vitað til þess að George væri í eiturlyfjum. Hann drakk ekki einu sinni. Þegar aðrir drukku kampavín sötraði hann diet kók. Sennilega var það þó á þessum tíma sem hann byrjaði að fikta við eiturlyf. Allt í einu hvarf hann af sjónarsviðinu. hann væri óvenju heilbrigður af poppstjömu að vera. Árið 1983 sagði hann, „Það nota ekki allar popp- stjömur kókaín. Ég vil miklu frekar fá mér kaffibolla og vænan skammt af rjómaís." Einnig fór það ekki fram hjá neinum, er sjá vildi, að Boy George elskaði sviðsljósið. „Ég er mjög góður sem poppstjama," sagði hann í viðtali við Playboy í fyrra. „Ég hreint elska allt í kringum þetta. Ég elska aðdáenduma, athyglina, gjafimar og peningana." Endalokin? í London lagðist á orðrómur um eiturlyfjaneyslu George í byijun þessa árs. Jonathan Ashby, popp- fréttaritari og vinur söngvarans, segist hafa vitað um eiturlyfjavanda hans í fimm mánuði þótt George hafi neitað því allt þar til nú fyrir nokkrum dögum. Þá vom menn líka famir að taka eftir því hve illa hann leit út. Kókaínvettan á við sexfaldar útflutningstekjur Bandarísk hersvett í Bólivíu til aðstoðar stjómarher í kókaínherför Bandarískar herflutningavélar fluttu á annað hundrað sérþjálfaða hermenn Bandaríkjastjómar til La Paz, höfuðborgar Bólivíu, í gær. í Bólivíu er það hlutverk hermann- anna að aðstoða þarlend yfirvöld í hatrammri baráttu gegn framleiðslu kókaíns í landinu. Til Bólivfu koma hermennimir frá stöðvum Bandaríkjamanna í Pan- ama ásamt sex fullkomnum Black Hawk flutninga- og leitarþyrlum, sem ætlað er að nota í herför banda- rískra og bólivískra yfirvalda gegn bólivfskum eiturlyfjasmyglurum. KomnirtilTrinidad f gærkvöldi hermdu fregnir frá Bólivíu að hluti Bandaríkjamann- anna hefði þegar verið fluttur flug- leiðis til bæjarins Trinidad í Norður-Bólivíu ásamt sveitum úr herafla landsins, en aðalstöðvar eit- urlyflaherferðarinnar verða í Trini- dad. Borgin er umvafin þéttu frum- skógasvæði sem erfitt er yfirferðar og talið er miðpunktur kókaínfram- leiðslunnar í Bólivíu. Afgangur bandarísku hermann- anna heldur sig um þessar mundir í borginni Santa Cruz og undirbýr sig þar undir átök við eiturlyfjasmygl- ara. í fréttatilkynningu Hvíta hússins í gær segir að hlutverk Bandaríkja- mannanna í Bólivíu sé fyrst og fremst að aðstoða þarlend lögreglu- yfirvöld í baráttunni gegn samtökum glæpamanna er einbeita sér að rækt- un kókaíns og að Black Hawk þyrlur þær sem sendar voru til landsins verði notaðar til að flytja bólivískar lögreglusveitir inn í frumskóginn þar sem áhlaup verði gerð á búðir og vinnslustöðvar eiturlyfjasmygl- aranna. Mikil framleiðsla kóka- ínstöppu Að sögn bandarískra fíkniefriayfir- valda á yfir helmingur ræktaðs kókaíns í heiminum nú uppruna sinn að rekja til frumskóga Bólivíu. í þar til gerðum vinnslustöðvum lengst inni í frumskógum landsins framleiða eiturlyfjasmyglararnir sérstaka kókaínstöppu úr laufblöð- um kókaplöntunnar og úr því er sjálft kókaínið síðan fullunnið. Fullvinnsla kókaínsins á sér þó ekki nema að litlu leyti stað í Bóli- víu. Framleiðendumir fljúga með kókainstöppuna til stöðva sinna í nágrannaríkjum Bólivíu, mest til Kólumbíu og Brasilíu, þar sem stappan er síðan fullunnin áður en afraksturinn er sendur á markað í Bandaríkjunum og Evrópu. Yfirstjóm eiturlyfjaherferðarinnar verður í höndum Fernando Barth- elemy, innanríkisráðherra Bólivíu, er flaug ásamt Bandaríkjamönnun- um og liðssveitum úr stjómarher og lögreglu til Trinidad, um 415 kíló- metra fyrir norðan höfúðborgina La Paz. Að sögn bólivískra lögregluyfir- valda taka á sjöunda hundrað her- og lögreglumanna þátt í herferðinni er standa mun í ótilgreindan tíma. Samkvæmt stjómarskrá Bólivíu þarf samþykki þingsins til að leyfa hermönnum erlends ríkis inngöngu í landið, en haft er eftir Gaston Enc- inas, þingforseta neðri deildar bólivíska þingsins, að enn hafi stjómvöld ekki farið fram á að slíkt leyfi verði veitt. Talsmenn Bandaríkjahers sögðu í gærkvöldi að hlutverk hermann- anna væri fyrst og fremst að vera til aðstoðar og ráðleggingar og að hermennimir myndu ekki taka bein- an þátt í áhlaupum á aðsetur eitur- lyfjasmyglaranna. Sexfaldar útflutningstekjur Bólivíu Talsmaðurinn staðfesti ennfremur að Bandaríkjamennimir hefðu fyrir- skipanir um að beita ekki skotvopn- um nema á þá sé ráðist. Utanríkisráðuneytið í Washington áætlar að heildarframleiðsla kóka- ínstöppu í Bólivíu á síðasta ári hafi ekki verið undir 32 þúsund tonnum, hráefrú sem að minnsta kosti 84 tonn af fullunnu kókafni fást úr. Þingnefnd á vegum bólivísku öld- ungadeildarinnar áætlaði í skýrslu fyrr á þessu ári að kókaínræktendur í landinu hefðu velt að minnsta kosti 3,3 milljörðum Bandaríkjadollara á síðasta ári, eða meira en sexfaldar útflutningstekjur landsins á árinu. Sveit á annað hundraö bandarískra hermanna er nú komin til borganna Trinidad og Santa Cruz í Bólivíu til að aðstoða þarlend yfirvöld í baráttunni við ræktendur kókaínplöntunnar. Trinidad er inni á miklu frumskógasvæði Bólivíu þar sem talið er að kókainræktendur séu afkastamiklir. Umsjón: Hannes Heimisson og Ólafur Arnarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.