Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1986, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986.
Iþróttir
•Bjami Sveinbjömsson.
Bjami að
byrja aftur
„Ég er allur að lagast og reikna með
að vera kominn á fulla ferð fljótlega
eftir verslunarmannahelgina,1' sagði
Bjami Sveinbjömsson, leikmaður með
Þór frá Akureyri, í samtali við DV en
hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla
sem hann varð fyrir í upphafi íslands-
mótsins.
Bjami er mjög marksækinn leikmaður
og það hefur komið sér afar illa fyrir
Þórsara að vera án hans. -SK.
Laffite á
batavegi
- eftír kappakstursslysið
„Ég kemst fljótt á fætuma aftur og
þá mun ég aka fram úr öðrum. Irrnan
skamms sest ég upp í æfingabíl," sagði
franski kappakstursmaðurinn Jacques
Lafiite sem liggur nú á sjúkrahúsi á
Englandi. Hann er á góðum batavegi
eftir slysið í breska kappakstrinum sl.
sunnudag. Var þá í skyndi fluttur á
sjúkrahús rneð þyrlu eftir árekstur fimm
kappakstursbíla. hsím
Furðuleg
framkoma
formanns FRÍ
Á íþróttasíðu hér í DV í gær v&r það
haft eftir Einari Vilhjálmssyni að hann
myndi reyna við 80 metra kast í spjót-
kasti á síðari degi FRÍ-mótsins i frjálsum
(í gærkvöldi) ef allar aðstæður yrðu sér-
lega hagstæðar.
I byrjun FRÍ-mótsins í gærkvöldi á
Valbjamarvelli fékk blaðamaður DV
heldur betur óbliðar viðtökur. í hátal-
arakerfi vallarins var beðist velvirðing-
ar á frétt DV frá í gær og hreinlega
gefið í skyn að umræddur blaðamaður
væri ósannindamaður hinn mesti. Ekki
lét þulur mótsins sér nægja að ljúga
sökum einu sinni á blaðamann heldur
var a£sökunarbeiðnin til handa áhorf-
endum endurtekin stuttu síðar.
í frétt DV í gær var það haft orðrétt
eftir Einari Vilhjálmssyni að hann
myndi kasta ef „aðstæður yrðu sérlega
hagstæðar". Þegar undirritaður blaða-
maðurDV gekk til þular mótsins, Guðna
Halldórssonar, formanns FRl, og krafð-
ist skýringa, sagðist hann að vísu ekki
hafa lesið greinina sjálfur heldur hefði
hún verið lesin fyrir hann í síma. Guðni
tjáði blaðamanni að Einar hefði sagt að
hann kannaðist ekki við þau ummæli
sem eftir honum voru höfð í DV í gær.
Einar var mættur á mótið í gær og bað
undirritaður þá Guðna að kalla á Einar
til sín sem hann og gerði. Þar játaði
Einar auðvitað að allt hefði verið rétt
eftir sér haft í DV.
Þessi furðulega framkoma Guðna
Halldórssonar, formanns FRt, kom
mörgum á óvart og sem betur fer er það
einsdæmi að blaðamenn séu lýstir
ósannindamenn í hátalarakerfum á
íþróttamótum. -S;
Woosman með forystu
- eftír fyrsta daginn á British open gólfmótinu
Það skiptust á skin og skúrir hjá
öllum bestu kylfingum heimsins í gær
á fyrsta degi British open stórmótsins
í golfi. Margir snjallir kylfingar eru
frekar aftarlega á merinni eftir fyrsta
dag keppninnar en strekkings vindur
setti mjög svip sinn á skor manna í
gær.
Ekki þó allra. Smávaxni bóndason-
urinn, Ian Woosman frá Wales, var
eini kylfingurinn sem lék völlinn í
Tumberry í Skotlandi á pari, 70 högg-
um, og hefur hann forystuna eftir
fyrsta keppnisdaginn af fiórum. Svíinn
Anders Forsbrand kom mjög á óvart
í gær með góðri spilamennsku og lék
á 71 höggi eins og Nick Faldo frá
Bretlandi sem undanfarið ár hefur
verið að breyta sveiflunni. Hvort það
nægir til sigurs á þessu mikla stór-
móti skal ósagt látið.
Vindurinn fór illa með marga. Þar
á meðal gamla brýnið Jack Nicklaus
sem lék á 78 höggum. Hann missti
mörg stutt pútt í gær og sagði eftir
holumar 18 að hann gæti aldrei púttað
vel í sterkum vindi.
Lltlit fyrir mjög spennandi
keppni
Allt bendir til þess að keppnin verði
mjög tvísýn og spennandi. Allir þeir
kylfingar sem helst er veðjað á sem
sigurvegara em enn með í baráttunni.
Bemhard Langer lék í gær á 72 högg-
um, Greg Norman á 74, Severiano
Ballesteros á 76 og Jack Nicklaus á
78. Alls taka 153 golfleikarar þátt í
mótinu en sigurvegarinn verður
krýndur á sunnudag og verður þá
rúmum fjórum milljónum króna ríkari.
Staða efstu manna eftir keppnina í
gær er þannig:
Ian Woosman, Wales.........70 högg
Nick Faldo, Bretl..............71 -
Gordon Brand sr.,Bretl.........71 -
Robert Lee, Bretl..............71 -
Anders Forsbrand, Svíþj........71 -
Bemhard Langer, V-Þýskal.......72 -
Sam Randolph, USA..............72 -
Andrew Brooks, Bretl...........72-
Ian Stanley, Ástral............72 -
Ron Commans, USA...............72 -
Derrick Cooper, Bretl..........72 -
Þessir skipuðu ellefu efstu sætin. Hér
á eftir fer skor nokkurra þekktra kylf-
inga sem á eftir komu í hinum ýmsu
sætum:
BobTway, USA...................74-
Greg Norman, Ástral...........74-
Fuzzy Zöller, USA.............75-
Gary Player, S-Afríka.........75 -
Ove Sellberg, Svíþj...........76-
Ballesteros, Spáni............76 -
TomWatson.USA.................77-
Ben Crenshaw, USA.............77-
Raymond Floyd, USA............78 -
Fred Couples, USA.............78-
Jack Nicklaus, USA............78 -
Tom Kite, USA.................78 -
Sandy Lyle, Bretl.............78-
Curtis Strange, USA...........79 -
Lee Trevino, USA..............80 -
Craig Stadler, USA...............82 -
í síðasta sæti var Bretinn Guy McQu-
itty sem lék á 95 höggum. Kæmi ekki
á óvart þótt hann væri hættur og bú-
inn að selja kylfumar.
-SK.
Grindavíkursigur
Grmdavík sigraði Reyni, Sandgerði, i
gærkvöldi í leik liðanna í 3. deild Islands-
mótsins í knattspymu með þremur
mörkum gegn einu. Steinþór Helgason,
Ólafur Ingólfsson og Þórarinn Ólafsson
skoruðu fyrir Grindavík en mark Reynis
gerði Sigurjón Kristjánsson. I gærkvöldi
sigraði IA lið ÍBK í 1. deild kvenna, 1-2.
-SK.
• Anders Forsbrand er einn fjölmargra snjallra kylfinga sem Sviar eiga um
þessar mundir. Forsbrand lék mjög vel I gaer og er I öðru sæti á British open.
Árangur í lakara lagi
- á síðari degi FRÍ-mótsins í frjálsum
Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, varð annar
á 15,78 sek.
•Eggert Bogason, FH, kastaði
kringlunni 55,12 metra og sigraði með
miklum yfirburðum.
• Kristján Harðarson, Á, sigraði í
langstökki með 7,04 metra.
•Mikael Kjell, Svíþjóð, vann 100 m
hlaup karla á 11,32 sek. Jóhann Jó-
hannsson, ÍR, var í fremstu röð lengi
vel en meiddist og missti af lestinni.
Einar Gunnarsson, UMSK, varð ann-
ar á 11,60 sek.
•íris Grönfeldt, UMSB, vann spjót-
kast kvenna örugglega og kastaði
51,28 metra.
•Jón Diðriksson, FH, kom fyrstur í
mark í 3000 m hlaupi á 8:33,4 mín.
Svíinn Ulf Paetae varð annar á 8:34,5
mín.
•Hildur Bjömsdóttir, Á, varð sigur-
vegari í 800 m hlaupi kvenna á 2:15,2
mín.
•Þórdís Gísladóttir stökk 1,78 metra
í hástökki kvenna og sigraði.
•Egill Eiðsson, ULA, vann 400 m
hlaup karla á 49,3 sek.
•Gísli Sigurðsson, KR, stökk 4,70
metra í stangarstökki og vann yfir-
burðasigur.
• Eggert Bogason, FH, vann kúluvarp
karla og vafpaði 17,18 metra.
•í kringlukasti kvenna sigraði Guð-
rún Ingólfsdóttir, KR, og kastaði 46,06
metra.
•Eggert Bogason, FH, sigraði örugglega í kringlukastinu. Hér sést hann kasta
krinohmn! 5F1?.. metrá i oærkvöldi. DV-myreí P-ryttie; 'J-nd!
FRÍ-mótinu í frjálsum íþróttum lauk
í Laugardal í gærkvöldi og var árang-
ur yfirleitt slakur í flestum greinum.
Veður var nokkuð óhagstætt til
keppni, kalt og nokkur gjóla.
• Oddný Ámadóttir, ÍR, sigraði i 100
m hlaupi kvenna á 12,2 sek. í mót-
vindi en íslandsmetið er 11,79 sek.
Helga Halldórsdóttir, KR, varð önnur
á 12,73 sek.
•Svíinn Mwame Moore sigraði í 110
m grindahlaupi karla á 15,47 sek. en
• Lárus Guðmundsson slasaðist
illa og verður frá knattspyrnu i 2-3
mánuði.
Fyrstc
fyrsta
- Keflvík
„Ég er mjög ánægður með baráttu
minna manna í þessum leik. Ég vil
ekkert gefa út á toppbaráttuna annað
en það, að við munum hér eftir sem
hingað til taka einn leik fyrir í einu,“
sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari
ÍBK, í samtali við DV í gærkvöldi eft-
• Það var oft hart barist í leik Vals og
Jóni Grétari Jónssyni, Val. tóninn eftir